Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalbjörg Júl-íusdóttir fæddist á Seyðisfirði 20. jan- úar 1914. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólöf Anna Guðmunda Sig- urjónsdóttir, f. 20. september 1889, d. 8. febrúar 1960, ættuð úr Þingeyjarsýslu, og Júlíus Einarsson, f. 23. apríl 1889, d. 11. júlí 1969, póstur og bóndi, ættaður frá Húsavík í Borgarfirði eystra. Hún var þriðja í röðinni af börnum þeirra hjóna en þau voru alls tíu. Fjögur þeirra dóu í frumbernsku. Elst var Sigurjóna, f. 20. júní 1909, d. 9. apríl 1981, þá kom Unnur, f. 13. janúar 1913, d. 1934, en síðan voru Einar, f. 14. mars 1916, d. 19. ágúst 1980, Guðbjörg, f. 11. maí 1925, d. 19. febrúar 1976, og Sig- urður, f. 25. júní 1927, d. 9. október 1991. Þegar Aðalbjörg var á sex- tánda ári fluttist hún suður og bjó þá fyrst í Hafnarfirði, síðan flutti hún til Reykjavíkur. Hinn 22. september 1934 giftist Aðalbjörg unnusta sínum, Arn- grími Vilhjálmi Angantýssyni, f. 15. nóvember 1906. Hann var af vestfirskum ættum, fæddur á Snæ- fjöllum á Snæfjallaströnd. Foreldr- ar hans voru Guðbjörg Einarsdótt- ir, f. 23. apríl 1865, d. 1945, og Angantýr Arngrímsson sjómaður, f. 1863, d. 27. nóvember 1916. Vil- hjálmur lést í Reykjavík 16. ágúst 1984. Fyrstu búskaparárin var Vil- hjálmur sjómaður en í kringum 1946 kom hann í land og hóf störf hjá Reykjavíkurborg. Þau bjuggu Björn Steindór og Hjört Tý. d) Að- albjörg Ósk, f. 8. ágúst 1967, fyrr- verandi maki Einar Björnsson, f. 17. september 1967, og eiga þau Guðjón Snæ. e) Björk Berglind, f. 9. febrúar 1969, fyrrverandi sam- býlismaður Aðalsteinn Flosason, f. 23. mars 1969, og eiga þau Ásu Dögg. f) Gunnar Örn, f. 4. nóvem- ber 1975, fyrverandi sambýliskona Birgitta Heiðrún Guðmundsdóttir, f. 11. apríl 1974, og eiga þau Anítu Rut og Agnesi Lóu. g) Jón Örn, f. 10. nóvember 1979. 3) Elsa, fast- eignasali í Manassas í Bandaríkjun- um, f. 5. nóvember 1942, gift Leifi Péturssyni, f. 21. mars 1934, og eiga þau tvö börn: a) Pétur, f. 2. janúar 1966, kvæntur Barböru Pét- ursson, f. 31. ágúst 1970, og eiga þau Róbert og Eric. b) Kristín, f. 1. september 1970, gift Mark Riddell, f. 15. janúar 1968, og eiga þau Rak- el Öllu og Samönthu Madalyn. 4) Hafsteinn, verslunarmaður á Ísa- firði, f. 7. mars 1944, kona hans er Halla Sigurðardóttir, f. 2. ágúst 1947, og starfar hún við liðveislu. Eiga þau eina fósturdóttur, Dag- björtu Fjólu, f. 3. janúar 1976, í sambúð með Bjarna Henrýssyni, f. 4. janúar 1976. 5) Guðrún, skrif- stofumaður, f. 12. mars 1947, bú- sett í Hafnarfirði, gift Karli B. Guð- mundssyni, f. 10. febrúar 1947, rafeindavirkja, og eiga þau þrjú börn: a) Margrét Björg, f. 19. sept- ember 1968, gift Þorsteini Sigur- mundasyni, f. 6. maí 1966, og eiga þau Rakel Birnu og Birgi Þór. b) Ír- is Anna, f. 7. september.1971, gift Herði Þórhallssyni, f. 27. apríl 1967, og eiga þau Vífil og óskírðan son. c) Guðmundur Ingi, f. 1. mars 1975. Aðalbjörg tók mikinn þátt í starfi aldraðra í Gerðubergi og kórstarfi þar. Hún bjó í Vesturbergi 78 þar til fyrir sjö árum er hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Aðalbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. víða í austurborg Reykjavíkur en í kringum 1950 fengu þau úthlutað lóð í Smáíbúðahverfinu í Akurgerði 46 og hóf- ust þau handa við byggingarfram- kvæmdir og fluttu í Akurgerði árið 1954. Aðalbjörg vann utan heimilis við fiskvinnslu og fleira. Aðalbjörg og Vilhjálmur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Unnur, húsmóðir og fyrrverandi skrif- stofumaður, f. 2. júlí 1935, búsett í Reykjavík. Hennar maður var Sig- urhjörtur Pálmason verkfræðing- ur, f. 29. janúar 1926. Hann lést 28. apríl 2001. Þeirra synir eru: a) Vil- hjálmur Örn, f. 16. mars 1962, kvæntur Sigríði Auði Arnardóttur, f. 12. júní 1965, og eiga þau Unni Svölu. b) Pálmi Jósef, f. 25. október 1965, í sambúð með Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, f. 31. ágúst 1968, og eiga þau Sigurhjört. 2) Angantýr, bakarameistari, búsettur í Kópa- vogi, f. 15. september 1938. Kona hans er Guðrún Ása Björnsdóttir, f. 25. september 1941, verslunarmað- ur, og eiga þau sjö börn: a) Kristín Birna, f. 22. september 1960, gift Kristleifi Gauta Torfasyni, f. 31. mars 1958, og eiga þau Guðrúnu Ásu, Torfa Björn, Daníel Hrafn og Andra Tý. b) Arngrímur Vilhjálm- ur, f. 13. október 1962, í sambúð með Maríu Oddbjörgu Jóhanns- dóttur, f. 5. desember 1964, og þeirra börn eru Arnar Davíð, Bjarki Freyr og Hlynur Helgi. c) Björn Páll, f. 3. febrúar 1966, kvæntur Elísabetu Önnu Hjartar- dóttur, f . 9. ágúst 1969, og þau eiga Kveðja frá börnum Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðinni ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Takk fyrir tímann sem með þér við áttum. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Guð geymi þig, elsku Alla mín. Þín tengdadóttir, Ása. Ég man fyrst eftir Öllu sem ungri konu, hún hafði verið að vinna við heimilisstörf hjá fólki sem ég þekkti vel. Ég hef aldrei séð slík glansandi blöndunartæki eins og hún töfraði fram með hreinsilögum sínum og vinnulipurð. Það var mörg fjölskyld- an í Reykjavík sem vildi aðeins njóta vinnu frá Öllu vegna vand- virkni hennar og þægilegs viðmóts. Það var alltaf gaman þar sem Alla var, stutt í kímnina og að eiga með henni gott spjall um menn og málefni. Ég vann eitt sumar á Norð- urbrún, sem er dvalarheimili í Reykjavík. Þá bjó Alla á dvalar- heimilinu Hrafnistu. Ég hafði starf- að þar í nokkra daga þegar Alla kom í heimsókn til mín og færði mér gjöf í tilefni míns nýja sumarstarfs. Hún var svo vel klædd og með fal- legan hatt. Öllu veittist auðvelt að flytja á Hrafnistu úr íbúðinni sinni í Vest- urbergi. Ég minnist litlu ferðatösk- unnar sem hún pakkaði niður í og bar með sér og innihélt það sem hún þarfnaðist mest. Það var gott að koma til hennar á Hrafnistu. Her- bergið var bar merki um hennar góða smekk. Þar var að finna skrautmuni, lampa, eldhúsáhöld, myndaramma og myndaalbúm, teppi og stóla, allt í svo fallegum lit- um. Alla var listhög kona og handa- vinnan hennar á Hrafnistu er dýr- mæt okkur sem fáum að njóta hennar. Það voru meðal annars mál- aðar postulínsstyttur og handmál- aðir dúkar. Einu sinni sem oftar vorum við á góðri stund að drekka kaffi og borða kökur heima hjá Unni og Sigurhirti og njóta þess að vera til, sem var svo auðvelt með Öllu. Ég man svo vel eftir þessum orðum sem hún sagði við mig og ég skrifaði niður til að geyma: „Góðar stundir, þær eru aldrei of vel metnar að gæðum.“ Hugsunin í þessari stuttu setningu lýsir svo vel hennar jákvæða hug- arþeli og hlýju. Guð blessi minningu þína, kæra Alla. Þóra Benediktsson. Jæja, elsku amma mín, þá ertu farin frá okkur. Sem betur fer fyrir þig var þetta ekki langt stríð hjá þér en því verra fyrir okkur sem sökn- um þín svona mikið. Þú varst svo falleg og friðsæl þar sem þú varst búin að kveðja uppi á spítala. Mig langar svo að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an, þegar við bjuggum í sömu blokk í Vesturberginu. Það var alveg ómetanlegt að fá að skyggnast inn í líf þitt eins og það var og eins og það var hjá mörgum á fyrri hluta 20. aldar. Og fá að heyra um það þegar þú og afi komuð saman á skipinu til Seyðisfjarðar og hann var einmitt að fara að búa í þínum föðurhúsum. Og þú kolféllst fyrir honum með þessi líka brúnu augu. Þar fyrir utan áttum við líka „sama afmælisdaginn“ eins og þú þreyttist aldrei á að minna mig á, ég afmæli og þið afi trúlofunarafmæli. Fjórtán ára fórst þú í vist í Hafn- arfjörðinn og vannst lengi sem þrifa- kona hjá ýmsu fólki. Maður vissi allt- af að eitthvað stóð til þegar þú varst komin að fægja silfrið, það stóð aldr- ei á því. Eins áttir þú alltaf bláan ópal handa okkur krökkunum þegar þið afi komuð og minnir blár ópal mig alltaf á ykkur. Ég vil líka þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf glöð og hress. Og það var svo gott að koma á fallega heimilið þitt því þú varst allt- af að segja mér sögur síðan í gamla daga, það var eins og þú vissir að ég hefði mikinn áhuga á að heyra þær, því ég veit ekki til þess að þú hafir sagt systkinum mínum þær. Sjúkrahúspresturinn, hann Birgir, fór með svo fallega bæn fyrir þig sem ég er viss um að þú skynjaðir, hún er svona: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, siti guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku amma mín, ég veit að afi bíður fullur tilhlökkunar eftir að hitta þig, því langar mig að þakka þér fyrir samfylgdina og óska þér guðsblessunar. Vertu sæl. Þín Aðalbjörg Ósk. Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú fórst mjög snöggt en það var kannski bara þinn stíll, vegna þess að þú varst alltaf á fullu út um allt. Eftir að afi dó og þú hættir að hlaupa í kringum hann ákvaðstu að hlaupa bara upp í strætó og flækjast um bæ og borg. Þú varst heppin að fá að halda andlegri heilsu þinni og þú varst alltaf með allt á hreinu, t.d. öll afmæli. Alltaf hringdir þú ef ein- hver átti afmæli og þá varstu búin að útbúa einhverja afmælisgjöf, eins var með allar jólagjafirnar sem þú varst búin að vera að mála allan vet- urinn og við vitum að jólatrén sem þú gafst Gauja og Ásu eiga eftir að lýsa til minningar um þig um ókomna framtíð. Ég veit að þú misstir mikið í fyrravor þegar Sig- urhjörtur kvaddi svo snöggt en hann var alltaf svo góður við þig. Við þökkum fyrir allar góðu minning- arnar sem þú skildir eftir hjá okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu að þú farir aldrei frá mér, alltaf Jesús vertu hjá mér. Þín barnabörn Kristín, Arngrímur, Björn, Aðalbjörg, Björk og Gunnar. Amma Alla var þannig manneskja að okkur þótti hún aldrei gömul þrátt fyrir háan aldur því hún var ung í anda. Alla var sterkur per- sónuleiki, greind, með létta lund, stutt var í hláturinn og gerði hún þá oft grín að sjálfri sér. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og kom þeim á framfæri á hnitmiðaðan hátt án nokkurra málalenginga. Það voru mörg gullkornin sem frá henni komu. Alla hafði svo gaman af lífinu og kunni virkilega að njóta þess, og hún bar með sér kraft og gleði hvert sem hún fór. Alla lifði svo sannarlega fyrir fjöl- skyldu sína og bar hag hennar mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með lífi og starfi barna, tengdabarna, barna- og langömmubarna sinna. Það var svo gott að fá hringingu frá henni því þessum símtölum fylgdi svo mikil hlýja. Alla var félagslynd og vildi vera á ferðinni enda fannst henni það ekki tilökumál að bregða sér til dóttur sinnar til Bandaríkjanna sem hún gerði oft. Það var alltaf gaman að fá Öllu í heimsókn, svo fallega klædda og vel til hafða og það stafaði svo miklum kærleika frá henni. Við fjölskyldan munum varðveita minn- inguna um okkar kátu og kærleiks- ríku ömmu og langömmu. Við þökk- um þér fyrir allt. Guð blessi minninguna um þig. Vilhjálmur Örn, Sigríður Auður, Unnur Svala. Elsku amma okkar, Aðalbjörg Júlíusdóttir, lést í friðsæld. Þegar við setjumst niður og hugs- um til baka er það svo margt sem gleður okkur þegar minningarnar ná flugi. Eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann er bleiki liturinn sem var í miklu uppáhaldi hjá þér og mátti sjá hann hvarvetna hvort sem það voru gardínur eða varalitur. Þegar afi okkar, Vilhjálmur Ang- antýsson, lést árið 1984 þá fórst þú að stunda félagsstarf aldraðra í Gerðuberg af miklum eldmóði. Þar kynntist þú mörgum og varð Gerðu- berg um tíma þitt annað heimili. Það var ánægjulegt að fylgjast með hvernig þú blómstraðir og geislaðir af gleði í þessu starfi. Þarna komu fram áður óþekktir hæfileikar sem þú hafðir ekki haft tíma til að rækta. Fjölskylda þín er orðin stór og einnig áttir þú stóran vinahóp sem þú ræktaðir vel. Þú vílaðir ekki fyrir þér að heimsækja okkur suður í Hafnarfjörð þótt þú hafir aldrei haft bílpróf og þyrftir að treysta á stop- ular almenningssamgöngur og lúna fætur. Að skreppa til Ameríku til að heimsækja Elsu og Leif var heldur ekki mikið mál fyrir þig, þótt það þyrfti að keyra þig í hjólastól út að flugvél. Við barnabörnin höfum lært af þér að aldurinn er afstæður. Við kveðjum þig með söknuði í huga en við vitum að afi tekur vel á móti þér. Margrét Björg, Íris Anna og Guðmundur Ingi. Það eru ýmsar myndir og minn- ingar sem koma upp í hugann þegar maður sest niður og lætur hugann reika um ömmu. Fyrstu minningar mínar um ömmu og afa eru frá þeim árum sem þau bjuggu í Safamýrinni, svo til í næsta húsi við okkur. Mér þóttu það mikil forréttindi að svona stutt væri að fara til afa og ömmu, og eins fyrir þau að koma til okkar. Það fór t.d. ekki milli mála þegar amma hafði verið í heimsókn og maður kom heim úr skólanum. Þá beið yfirleitt pönnukökubunki á eld- húsborðinu eða nýlöguð bananaterta og kannski búið að vaska upp og taka svona aðeins til hendinni. Það er ekki hægt að segja það um hana ömmu mína að hún hafi setið með hendur í skauti, hún var alltaf boðin og búin að létta undir með öðrum og aðstoða fólk á allan mögulegan hátt. Margar ferðir fór ég með afa og ömmu á Hrafnistu í Reykjavík, til að heimsækja eldri ættingja og vini, en þar bjó amma svo síðustu árin og leið vel í góðum félagsskap. Og þar kvöddumst við í síðasta skipti þrem- ur dögum áður en hún kvaddi þenn- an heim. Ég vil þakka ömmu minni fyrir allar góðar gjafir í gegnum lífið. Guð blessi minningu hennar. Pálmi J. Sigurhjartarson. AÐALBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986                                                        ! "   # $  % &'  ( )    % ()     *)    +  ,    )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.