Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Nesjavalla- virkjun var byggð á árunum 1987–1990 undir forystu sjálf- stæðismanna í borgar- stjórn var byggingar- kostnaður 8,6 milljarðar króna. Ein- ungis 17% af bygging- arkostnaði voru fjár- mögnuð með lánum og voru langtímaskuldir Hitaveitu Reykjavíkur 125 m.kr. í lok ársins 1994. Þessar upphæðir eru á verðlagi í árslok 2001. Undir forystu R- listans voru næstu áfangar Nesja- vallarvirkjunar byggðir 1995–2001. Byggingarkostnaður var 8,4 millj- arðar króna á verðlagi í árslok 2001. Öll framkvæmdin var fjármögnuð með lánum. Arðgreiðslur Orkuveitunnar í borgarsjóð stóraukast Arðgreiðlsur frá orkufyrirtækjum borgarinnar í borgarsjóð námu á ár- unum 1987–1994 6,1 milljarði króna á verðlagi í árslok 2001. Arðgreiðslur orkufyrirtækjanna í borgarsjóð og eftir sameiningu þeirra, nema á árunum 1995– 2002, eða fyrir jafn- langt tímabil, 12,9 millj- örðum króna á sama verðlagi. Munurinn er 6,8 milljarðar króna. Þar fyrir utan var Orkuveitan látin af- henda borgarsjóði 4 milljarða króna til að styrkja stöðu borgar- sjóðs. Einnig hefur Orkuveitan sett um 1,5 milljarða króna í Línu.net og skyld fyr- irtæki. Skuldir Orkuveitunnar hafa 160-faldast Með auknum arðgreiðslum í borgarsjóð og sérstakri greiðslu upp á 4 milljarða króna hafa á valdatíma R-listans verið teknir 10,8 milljarðar króna úr sjóðum Orkuveitunnar til að bæta og fegra stöðu borgarsjóðs. Orkuveitan þurfti að fjármagna auknar arð- greiðslur í borgarsjóð með lántök- um. Langtímaskuldir Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur voru 125 milljónir króna í árslok 1994 á verðlagi 2001 en eru í dag 20 milljarðar króna eða jafnvirði 2000 3ja. herbergja íbúða. Skuldirnar hafa því 160 faldast í valdatíð R-listans. Ofangreindar ráðstafanir kalla þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, snilld í fjármálastjórn. Dæmi nú hver fyrir sig. Hvert fóru allir þessir peningar? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Fjármál Langtímaskuldir Hita- veitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, hafa 160-faldast í valdatíð R-listans. Höfundur er borgarfulltrúi. UNDANFARNA daga hafa birst í DV umfjallanir og greinar- skrif um Rannsóknar- nefnd sjóslysa. Þar hafa verið að verki blaðamenn sem telja sig geta rökstutt skrif sín með tilvitnunum í nafngreinda og ónafn- greinda heimildar- menn. Þar á meðal er vitnað í ummæli Lúð- víks Bergvinssonar al- þingismanns sem telur sig geta, sem sjálfskip- aður siðapostuli, dreg- ið sínar eigin ályktanir af umfjöllun þessara blaðamanna, án þess að gera minnstu tilraun til þess að kanna forsendur og áreiðanleika þeirra áð- ur. Umfjöllun allra þessara aðila virðist hafa þann tilgang einan að koma höggi á samgönguráðherra og kasta jafnframt rýrð á starf og starfsmenn Rannsóknarnefndar sjóslysa. Þó svo að aðhalds- og eft- irlitsskylda fjölmiðla, og þá jafn- framt blaðamanna, sé rík, verður að gera þá kröfu að leitast sé við að kanna mál til hlítar áður en kastað er fram rakalausum fullyrðingum. Ákveðnir fjölmiðlamenn telja sig komna nánast í heilagra manna tölu og þess vegna líðst þeim að koma fram með alls konar fullyrðingar sem nán- ast þróast algjörlega í þeirra eigin hugar- fylgsnum. Slíkum hug- leiðingum er síðan hent á loft án nokkurr- ar íhugunar um afleið- ingarnar. Áðurnefnd fjölmiðla- skrif eru einmitt af þessum toga og til þess fallin að skaða starfsemi jafnáríðandi starfs og Rannsóknar- nefnd sjóslysa vinnur að. Slík háttsemi er ekki hvað síst ámælis- verð í ljósi allra þeirra alvarlegu atburða sem gerst hafa undanfarna mánuði. Hér á eftir mun ég fara í stuttu máli yfir þær staðreyndir sem þessi umfjöllun tekur aðallega til í ofangreindum greinum. Ný lög og verkefnið Hinn 1. september 2000 tóku gildi ný lög um rannsóknir sjóslysa og síðan reglugerð í kjölfarið í janúar 2001. Það var samgönguráðherra sem beitti sér fyrir þessum mik- ilvægu breytingum. Með þessu var leitast við að efla þessa starfsemi með það í huga að fækka slysum og óhöppum á sjó og vötnum. Starf nefndarinnar er fyrst og fremst hugsað til þess að koma auga á það sem afvega hefur farið og koma því á framfæri við hlutaðeigandi aðila til að fyrirbyggja að sams konar til- vik gerist aftur, ef kostur er. Starf Rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að grafast fyrir um orsök slysa og óhappa, gera álits- greinargerðir um viðkomandi at- burði og koma fram með tillögur í öryggisátt. Þessum tillögum og álitsgerðum er síðan m.a. komið á framfæri við Siglingastofnun Ís- lands sem á að taka þessar tillögur til umfjöllunar og nýta sér niður- stöður til að tryggja öryggi sjó- manna og skipa hér við land. Starf- semi sem þessi er alls staðar framkvæmd í nágrannalöndum okk- ar og niðurstöður oft á tíðum sam- ræmdar í ljósi þeirra atburða sem orðið hafa. Þessi starfsemi hefur víða verið stórefld á síðari árum og er tilgangur ofangreindra laga að gera slíkt hið sama. Flutningur nefndarinnar Samfara þessum breytingum var ákveðið að flytja aðsetur nefndar- innar til Stykkishólms. Þessi ákvörðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að færa störf og verkefni út á land, enda mjög vel til þess fallin að flytjast út á lands- byggðina. Starfsmennirnir eiga heima á staðnum, tveir nefndar- menn eru af Vesturlandi, tveir úr Reykjavík og einn af Vestfjörðum. Auk þess er eðli starfseminnar með þeim hætti að hún tengist ekkert einum landshluta fremur en öðrum. Flutningurinn er auk þess hag- kvæmur og jafnframt nauðsynleg- ur. Húsnæði nefndarinnar var í Hafnarhúsinu í Reykjavík en mjög ákveðið hafði þess verið óskað að nefndin flytti þaðan, þar sem nýta þurfti húsnæðið undir aðra starf- semi. Finna þurfti því nýtt húsnæði. Það var því tilvalið að nýta ódýrt og gott húsnæði í flugstöðinni í Stykk- ishólmi sem ónýtt hafði verið und- angengin ár vegna breyttra að- stæðna í samgöngum. Það er því alveg rakalaust að þessi flutningur hafi eingöngu verið hugsaður til að standa við stjórn- valdsaðgerðir. Auk þess sem kostn- aður við flutninginn og standsetn- ingu húsnæðisins var án efa ekki meiri en þótt nefndin hefði verið færð á milli húsa í Reykjavík. Engir fjármunir voru teknir af þeirri fjár- veitingu sem nefndin hefur til lög- bundinna starfa. Starfsmenn og starfsemi Við þessa breytingu urðu breyt- ingar á starfsmannahaldi nefndar- innar. Fyrrverandi forstöðumaður lét af störfum, en tók að sér að skrá og vinna upp skýslur um sjóslys, sem er mjög mikilvægt verkefni í þágu slysavarna. Við nýjum starfs- mönnum blasti mikið verkefni hjá nefndinni og það tók nokkurn tíma að koma eðlilegri starfsemi á skrið í kjölfar breytinganna. Varðandi stafsmenn nefndarinnar er sá uppsláttur í DV að launa- kostnaður hafi aukist um 300% al- gjörlega tilhæfulaus. Með nýjum lögum um starfsemi og tilgang er gert ráð fyrir efldri og aukinni starfsemi nefndarinnar til hagsbóta fyrir sjómenn. Slíkt kallar á aukna starfskrafta og breytta og betri tækni, enda var framkvæmd þeirra mála löngu orðin úrelt. Angi þess máls er útgáfa á skýrslum nefndarinnar sem dregist hefur úr hömlu af mörgum ástæðum. Það er ekki á mínu valdi að tíunda allar þær ástæður, enda tók núverandi nefnd þann vanda í arf frá þeim sem áður hafa stýrt þessum málum. Mikil vinna hefur verið lögð í að ná utan um þennan vanda og eru þess- ar skýrslur að líta dagsins ljós hver af annarri þessar vikurnar. Það er með öllu tilhæfulaust að fjárskortur hamli starfsemi nefnd- arinnar, eða að nefndin nái ekki að sinna lögbundnu hlutverki vegna pólitískra afskipta. Vinna nefndar- innar hefur gengið mjög vel eftir að starfsemi komst í gang með nýjum áherslum. Allt vinnulag, tækni og framkvæmd hefur verið stórbætt. Unnið er að því að bæta búnað nefndarinnar og færa til nútíma- horfs. Slíkt kallar á aukið fjármagn sem stjórnvöld taka án efa tillit til við úthlutun þess eftir því sem breytingar komast á og nauðsyn krefur. Starf Rannsóknar- nefndar sjóslysa Pétur Ágústsson Sjóslys Gert er ráð fyrir efldri og aukinni starfsemi, segir Pétur Ágústsson, til hagsbóta fyrir sjómenn. Höfundur er skipstjóri og nefnd- armaður í RNS. Í TVO áratugi hefur verið ágreiningur um nýtingarstefnu við þorskveiðar. Meirihluti ráðgjafa hefur haldið uppi vaxandi einstefnu með „stærfræðilega fiskifræði“ sem byggist á þeirri einföldu til- gátu; – að með því að friða fisk komi sjálf- krafa meiri afli. Þessi stefna hefur mistekist. Týnd 600 þúsund tonn af þorski sl. þrjú ár virðast bein afleiðing af notkun 25% aflareglu. Aukin friðun smá- þorsks virðist hægja á vaxtarhraða og auka dánartíðni. Skýringar stærðfræðilegra fiskifræðinga á týndum þorski er sú sjálfsblekking að þeir hafi „ofmetið“ stofninn fyrir þremur árum. Sú skýring stenst alls ekki. Að dánartíðni hafi hækkað vegna fæðuskorts og vegna of lítillar veiði þorsks er langtum rökréttari skýring og styðst við líffræðilegar staðreyndir. Líffræðileg fiskifræði Minnihluti fiskifræðinga, – margir líffræðingar – undirritaður og fleiri hafa viljað miða nýtingarstefnu við líffræðileg grundvallaratriði eins og væri vöxtur hægur bæri að auka veiði en ekki minnka. Einu einkenni ofveiði sem standast líffræðilega eru mikill vaxtarhraði samfara lítilli veiði (Ricker). Minnkandi veiði samfara lækkandi vaxtarhraða, eins og ein- kennt hefur niðursveiflur í veiði hér- lendis, eru einkenni fæðuskorts en alls ekki ofveiði. Í slíkum tilfellum er líffræðilega talið rangt að draga úr veiði vegna hættu á aukinni niður- sveiflu. (Gerðist við Kanada fyrir áratug – og sl. 3 ár hérlendis.) Hvað getum við gert? Við getum stóraukið rannsóknir til að meta þessi álitaefni með viðeig- andi rannsóknum. Þá köma svörin af sjálfu sér á einu til tveimur árum. Eftirfarandi svæðis- bundnum vettvangs- rannsóknum verður strax að koma í fram- kvæmd í öllum flóum og stærri fjörðum við landið: 1. Vega þyngd eftir aldri – sundurliðað eftir svæðum – mánaðarlega. 2. Mæla lengd eftir aldri – eftir svæðum – mánaðarlega. 3. Vega lifrarstærð sem % af heildar- þunga – mánaðar- lega. 4. Holdastuðul eftir svæðum – mán. (hlutf. lengd/þyngd í þriðja veldi). 5. Tíðni sýkinga eftir svæðum mán- aðarlega. 6. Tíðni sjálfsáts eftir svæðum mán- aðarlega. 7. Fæðutegund/magn eftir svæðum mánaðarlega. 8. Fjölda hringorma í fiskum (ein- kenni um fæðuskort og vanþrif). 9. RNA/DNA-hlutfall (sýnir hvort fiskur er að vaxa eða ekki). 10. DNA-rannsóknir í öllum flóum til að meta staðbundna þorskstofna. Niðurstaða Niðurstaðan er við eigum að breyta áherslum í hafrannsóknum. Leggja verður nýja áherslu á ofan- greind atriði til að afla líffræðilegra svara. Ný rannsóknarverkefni mætti framkvæma með samstarfi Hafrann- sóknarstofnunar og fiskvinnslufyrir- tækja þar sem umrædd rannsóknar- störf yrðu framkvæmd í fyrir- tækjunum í samstarfi við Haf- rannsóknarstofnun. Hluti afla- verðmætis gæti farið beint til að greiða allan kostnað við rannsóknir og þannig þyrfti enga „fjárveitingu“ í verkefnið. Á móti kæmi að auka þyrfti kvóta um einhver þúsund tonn til að framkvæma verkefnið. Hafrannsóknarstofnun hefur í tvo áratugi hundsað réttmæta gagnrýni, sem snýst að mestu um rannsóknir á ofangreindum atriðum. Hefjist slíkar rannsóknir á þorski og fleiri nytja- stofnum hérlendis munu fást sterkar vísbendingar til að breyta nýtingar- stefnu í fiskveiðistjórn á 6 til24 mán- uðum. Það er margt sem bendir til þess að þorskstofnar séu margir og staðbundnir hérlendis. Verði það sannað með frekari rannsóknum væri mögulegt að færa t.d. stjórnun strandveiðiflotans í viðkomandi landshluta úr miðstýringu og auka ábyrgð heimahéraða í stjórnun fisk- veiða. Þá kæmi upp samkeppni milli landsvæða um að standa sig sem best. Í þessum hugmyndum felast ekki verulegar breytingar á núverandi fiskveiðistjórn. Kjarni málsins er að geta aukið sveigjanleika í stjórnun bolfiskveiða á forsendum líffræði- legra rannsókna. Stjórnun yrði þá líkari því sem gert er í loðnuveiðum, sem er stjórnað í samræmi við fiski- göngur og svörun náttúrunnar á hverjum tíma. Ekki byggist ákvörð- un loðnuveiða á því að kasta nót á fyrirfram ákveðin svæði árlega – hvort sem loðan er á svæðinu eða ekki – eins og gert er í þorskrann- sóknum í togararallinu. Mismunur- inn virðist að í stjórnun loðnuveiða ríki heilbrigður sveigjanleiki og skynsemi um að taka sífellt nýtt mið af breytilegri hegðun náttúrunnar á hverjum tíma. Með ofangreindum rannsóknum á bolfiski er mögulegt að gera það sama við aðrar veiðar. Breyta á nýtingar- stefnu í þorskveiðum Kristinn Pétursson Kvótinn Kjarni málsins er, segir Kristinn Pétursson, að geta aukið sveigjanleika í stjórnun bolfiskveiða á forsendum líffræðilegra rannsókna. Höfundur er fiskverkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.