Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Stórsigur Njarðvíkinga
á Keflvíkingum/C2
Viggó stýrir Haukum
næstu þrjú árin/C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Hárinu haldið í skefjum/B1
Sorg er ekki sjúkdómur/B2
Örvhentir gera það gott/B3
. . .og þær ilma af dulúð
og sól/B4
Allt önnur sýn/B6
Auðlesið efni/B8
Sérblöð í dag
Á ANNAÐ hundrað íslenskra lög-
reglumanna hafa á undanförnum
vikum sótt námskeið hjá Lögreglu-
skóla ríkisins til undirbúnings ör-
yggisgæslu á vorfundi utanríkisráð-
herra aðildarríkja NATO í
Reykjavík 13.–15. maí nk. Nám-
skeiðin fóru fram í febrúar og mars,
annars vegar í mannfjöldastjórnun
og hins vegar í öryggisgæslu, þar
sem mönnum voru kennd atriði í
gæslu fyrirmenna. Hvort námskeið
stóð yfir í viku fyrir tiltekinn fjölda
þátttakenda hverju sinni.
Lögreglustjórar sendu menn á
námskeiðin að frumkvæði ríkislög-
reglustjóra og voru skilyrðin m.a.
þau að þátttakendur væru vel á sig
komnir líkamlega og á hentugum
aldri.
Ofangreind námskeið hafa ekki
verið haldin með þessum hætti áður
og þóttust takast vel þrátt fyrir
nokkur meiðsli þátttakenda. Kennsl-
una önnuðust menn frá lögregluskól-
anum og úr sérsveit ríkislögreglu-
stjóra.
Misalvarleg meiðsli
lögreglumannanna
Að sögn Eiríks Hreins Helgason-
ar yfirlögregluþjóns var um mjög
líkamlega krefjandi námskeið að
ræða, þótt ekki megi rekja meiðsli
þátttakenda einvörðungu til þeirrar
staðreyndar. Alls voru átta meiðsli
skráð á meðan námskeiðin stóðu yf-
ir, misalvarleg, allt frá því að menn
jöfnuðu sig á nokkrum mínútum upp
í útlimabrot. Eitt alvarlegasta tilvik-
ið varðaði meiðsli á lögreglumanni
sem braut bein í olnboga á örygg-
isgæslunámskeiðinu eftir að hafa
lent illa í öryggistaki. Annar varð
fyrir því í upphitun á sama nám-
skeiði að kálfavöðvi slitnaði. Að sögn
Eiríks voru umrædd átta meiðsli
einkum rakin til þess að menn mis-
stigu sig, duttu í hálku og þess hátt-
ar, en einn lögreglumaður hlaut
meiðsli við að fá högg á óvarinn stað
á líkamanum frá æfingafélaga.
„Ég held að rétt sé að setjast yfir
málin og kanna hvort meiðslin á
námskeiðunum hafi verið of mikil
eða alvarleg. Við höfum ekki mikinn
samanburð enda hafa þessi nám-
skeið ekki verið haldin áður. Það er
ekki gott að segja til um hvað olli
þessum meiðslum, hvort mönnum
hafi hlaupið kapp í kinn eða hvort
aðrar ástæður liggi að baki. Það ligg-
ur þó fyrir að almennt hlutu menn
ekki meiðsli sín af því að lenda í
hörku átökum á námskeiðunum. En
engu að síður finnst mér rétt að
ganga úr skugga um hvers vegna
svona fór,“ segir Eiríkur.
Tildrög einna meiðslanna voru
rakin til þess að lögreglumanni var
falið að leika „óeirðasegg“ með því
að hlaupa á varnarlínu sem félagar
hans mynduðu með lögregluskjöld-
um. Þegar óeirðaseggurinn lenti á
varnarlínunni kom hann illa niður á
jörðina og mun hafa lent á steinvölu,
svo liðband í fæti varð fyrir hnjaski.
Fundurinn er stærsta alþjóðaráð-
stefna sem haldin hefur verið á Ís-
landi en alls er búist við um eitt þús-
und þátttakendum auk fjölda blaða-
og fréttamanna. Þetta verður í þriðja
sinn sem utanríkisráðherrafundur
NATO er haldinn hérlendis en vor-
fundirnir eru ávallt haldnir í ein-
hverju aðildarríkjanna. Áætlaður
kostnaður Íslands vegna fundar-
haldanna er um 200 milljónir.
Átta skráð meiðsli á krefjandi námskeiðum lögreglumanna vegna NATO-fundar í Reykjavík
Grafist verður fyrir um orsak-
ir meiðsla lögreglumannanna
LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar á Suðurlandi,
mun leiða framboð Vestmannaeyja-
listans í bæjar-
stjórnarkosning-
unum í vor. Þetta
var ákveðið á
stjórnarfundi
Bæjarmálafélags
Vestmannaeyja-
listans í gær-
kvöldi, sem sam-
þykkti V-listann
einum rómi.
Í viðtali við
flokksblað sem dreift var í öll hús í
Vestmannaeyjum í gærkvöldi segir
Lúðvík, spurður um ástæður þess að
hann bauð sig fram, að hann hafi
miklar áhyggjur af þróun mála í Eyj-
um undanfarin ár. Fólki hafi fækkað
og verð á fasteignum lækkað. Hann
segir fjármál bæjarins í ólestri, bæj-
arsjóður sé í sérstakri skoðun
félagsmálaráðuneytisins og ekki sé
sami baráttuandinn í Eyjum og áður.
Lúðvík telur núverandi meirihluta
sjálfstæðismanna í bæjarstjórn bera
þarna alla ábyrgð og hann vilji
leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að
snúa „þessari óheillaþróun“ við.
Ætlar að vera áfram á þingi
Lúðvík stefnir að því að halda
áfram á Alþingi, þrátt fyrir framboð
á V-listanum, og ætlar að „vera í
framvarðasveit þegar kemur að
næstu alþingiskosningum“. Hann
segir að vel sé hægt að samræma
starf í bæjarstjórn og þingsetu.
Lúðvík Bergvinsson í bæjarmálin
Leiðir framboð
V-listans í Eyjum
Lúðvík
Bergvinsson
Barn fann notaða
fíkniefnasprautu
BARN af leikskólanum Sæborgu
við Starhaga fann notaða fíkni-
efnasprautu á lóð leikskólans fyr-
ir fáeinum dögum, án þess þó að
stinga sig á nálinni við að taka
hana upp. Atvikið varð þegar
móðir barnsins var að sækja það
í leikskólann.
Þegar atvikið uppgötvaðist var
sprautunni komið til Sorpu.
Þetta er í fyrsta skipti sem
sprauta finnst við leikskólann en
nokkuð hefur kveðið að þessu
vandamáli við aðra leikskóla. Þó
hafa fundist hasspípur við Sæ-
borg. Þetta hefur orðið til þess
að starfsfólk leikskólans leggur
æ meiri áherslu á að leita að
fíkniefnatækjum á lóðinni, bæði á
vorin og eins eftir helgarnar.
Soffía Þorsteinsdóttir leik-
skólastjóri segir að ekki sé hægt
að horfa framhjá því að vöktun
með þessum óæskilegu hlutum
sé orðinn liður í starfi leikskól-
ans.
ALLAR lyftur í Skálafelli og Blá-
fjöllum voru opnar í gær og nægur
snjór í brautum að sögn starfs-
manna. Á Hengilssvæðinu voru
tvær lyftur í gangi frá kl. 16–21.
Kolbrún Gunnarsdóttir, starfs-
maður í Bláfjöllum, segir að sann-
kallað „páskaveður“ hafi verið í
fjöllunum í gær og allmargir skíða-
menn á ferð um brekkurnar. Þeim
fjölgaði enn síðdegis þegar vinnu-
degi lauk og hefði enginn átt að
vera svikinn af færinu.
Í Skálafelli voru frekar fáir fyrri-
hluta dags. Theodóra Geirsdóttir
veitingasali sagðist varla geta sagt
að það væri mikill snjór í fjallinu en
nægur snjór í brautum.
Morgunblaðið/RAX
Páskaveður á
skíðasvæðum
Ákærður
fyrir
manndráp
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
Ásbjörn Leví Grétarsson fyrir
manndráp á heimili sínu í Bakkaseli í
Reykjavík aðfaranótt laugardagsins
27. október 2001.
Ásbjörn Leví er ákærður fyrir að
hafa ráðist að manni og orðið honum
að bana með „mörgum hnífsstungum
í brjóstkassa, bak og háls og auk
þess skorið hann margsinnis með
hnífi á háls, höfuð og líkama og slegið
hann margsinnis með hafnarbolta-
kylfu í höfuð og líkama“.
Í frétt Morgunblaðsins af atburð-
inum er haft eftir lögreglu að fórn-
arlambið hafi verið borið út úr íbúð-
inni og komið fyrir í nærliggjandi
garði.
Ásbjörn er einnig ákærður fyrir
kynferðisbrot en hann er sakaður
um að hafa haft í vörslum sínum 291
ljósmynd sem sýnir börn á kynferð-
islegan og klámfenginn hátt.
Málið verður þingfest í dag fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur.
NORÐURLJÓS hafa óskað eftir því
við fjármálaráðherra að hann beiti
sér fyrir því að lög verði samþykkt á
Alþingi sem heimili íslenska ríkinu
að ábyrgjast 15 ára skuldabréf að
fjárhæð 8 milljarðar íslenskra króna
fyrir Norðurljós.
„Fjármuni þessa mun félagið nota
með tvennum hætti, annars vegar til
að endurskipuleggja fjárhag sinn,
greiða upp eldri óhagstæð lán og
hins vegar til að standa straum af
kostnaði við þróun stafræns útvarps,
sem er afar fjárfrek framkvæmd,“
segir í bréfi sem Sigurður G. Guð-
jónsson, forstjóri Norðurljósa, hefur
sent fjármálaráðherra.
Í bréfinu segir Sigurður rík rök
fyrir því að Norðurljósum verði veitt
ríkisábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgist
ríkið algjörlega rekstur Ríkisút-
varpsins, sem eigi í fullri samkeppni
við einkareknar útvarpsstöðvar.
Eigendum viðtækja sé skylt að
greiða Ríkisútvarpinu afnotagjald
og stofnuninni sé jafnframt heimilt
að afla sér tekna með auglýsingum
og kostun. Þetta tvennt skekki sam-
keppnisstöðu einkarekinna útvarps-
fyrirtækja. Félagið reki fjölda út-
varps- og sjónvarpsstöðva og hjá því
starfi á þriðja hundrað manns.
Norðurljós fara fram á
8 milljarða ríkisábyrgð