Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að ekki liggi fyrir hvernig stað-
ið verði að gjaldtöku fyrir ríkis-
ábyrgð á skuldabréfum að fjárhæð
allt að 20 milljörðum króna vegna
fjármögnunar Íslenskrar erfða-
greiningar ehf. á lyfjaþróunarfyrir-
tæki sem fyrirhugað er að verði hér
á landi. Hann segir að ljóst sé að rík-
ið muni innheimta áhættugjald en
ekki verði hægt að svara því hvernig
fyrr en Eftirlitsstofnun EFTA hefur
farið yfir málið.
Geir segir að gjaldtakan fari að
hluta til eftir því hvernig verkefnið
verður flokkað innan EES-regln-
anna og gjaldtakan verði ákveðin
með hliðsjón af því. Ríkið telji að
þarna sé um rannsóknar- og þróun-
arverkefni að ræða. Geir segir að
haft hafi verið samband við ESA til
að kynna verkefnið og mjög bráðlega
verði það gert ítarlegar, samhliða því
sem þingið vinnur í málinu.
Hann getur ekki sagt til um hvort
flokkun ESA muni liggja fyrir áður
en atkvæði verða greidd um frum-
varpið. „Ef þetta frumvarp verður að
lögum er þar komin heimild til að
ganga frá þessari ábyrgð, en henni
verður ekki beitt nema að uppfyllt-
um tilteknum skilyrðum. Það er ekk-
ert um það að ræða að þetta gjald
verði fellt niður,“ segir Geir.
Til viðmiðunar má nefna að í lög-
um um ríkisábyrgðir frá árinu 1997,
sem víkja í þessu tilfelli, segir að
ábyrgðarþegi skuli við ábyrgðarveit-
ingu greiða áhættugjald í ríkissjóð
sem nemi 0,25–4% af höfuðstól
ábyrgðarskuldbindingar fyrir hvert
ár lánstímans.
Uppbygging hátæknisamfélags
styrki efnahag þjóðarinnar
Í athugasemdum við frumvarp til
laga um ábyrgðina, sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt að leggja fyrir Al-
þingi, kemur m.a. fram að með því að
greiða fyrir nýrri starfsemi ÍE og
uppbyggingu hátæknisamfélags á
Íslandi sem hafi mikla þjóðhagslega
þýðingu styrki það efnahag þjóðar-
innar þegar til lengri tíma sé litið.
Fyrirtæki í Evrópu hafi dregist aft-
ur úr á þessu sviði á undanförnum
tíu árum og að mati framkvæmda-
stjórnarinnar sé ekki hægt að breyta
stöðunni án sýnilegrar þátttöku op-
inberra aðila. Fram kemur að ís-
lensk stjórnvöld telji að það að veita
einfalda ríkisábyrgð á skuldabréfum
gefnum út af deCODE til að styðja
áætlanir ÍE um uppbyggingu á nýrri
starfsemi skili mestum ávinningi fyr-
ir báða aðila, m.a. með tilliti til
áhættu, en verkefnið sé af þeirri
stærðargráðu að eðlilegt sé að leitað
sé eftir samstarfi við stjórnvöld.
Tekið er fram að samkvæmt 61.
gr. EES-samningsins og leiðbeining-
arreglum eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) um ríkisaðstoð sé stjórnvöld-
um heimilt að veita ríkisaðstoð á
sviði rannsóknar- og þróunarverk-
efna og geti sú aðstoð ýmist verið í
formi beinna fjárstyrkja, skattaíviln-
ana eða ríkisábyrgða svo dæmi séu
nefnd. Um sérstakar ríkisábyrgðir
til rannsókna- og þróunarverkefna
gildi almennt minni kröfur um
greiðslu markaðsverðs (iðgjalds) og
tryggingar fyrir ríkisábyrgðina en ef
um almenna ríkisábyrgð væri að
ræða. „Álitið er að ríkisábyrgð sú
sem veitt er með frumvarpi þessu
uppfylli skilyrði ríkisaðstoðar til
rannsókna- og þróunarverkefnis,
eins og þau eru tilgreind í leiðbein-
ingarreglum ESA um ríkisaðstoð.
Tilkynna þarf ríkisaðstoð af þessum
toga til eftirlitsstofnunar EFTA og
verður það gert samhliða frumvarpi
þessu.
Ríkisábyrgðin, sem frumvarpið
kveður á um, getur jafnframt upp-
fyllt skilyrði sem sett eru fyrir veit-
ingu almennra ríkisábyrgða í leið-
beiningarreglum ESA um
ríkisaðstoð fari svo að ESA telji að
ekki sé unnt að líta á ríkisábyrgðina
sem sérstaka ríkisaðstoð til rann-
sóknar- og þróunarverkefnis. Eru
þau almennu skilyrði sambærileg
þeim sem kveðið er á um í lögum nr.
121/1997, um ríkisábyrgðir. Ákvörð-
un um gjaldtöku fyrir ríkisábyrgðina
mun m.a. ráðast af því hvers eðlis
ríkisaðstoðin sem í frumvarpinu felst
verður talin vera,“ segir m.a. í at-
hugasemdunum.
Eigið fé deCODE 17,5 millj-
arðar í árslok 2001
Greint er frá því að við undirbún-
ing frumvarpsins hafi verið höfð hlið-
sjón af ákvæðum 2.gr. ríkisábyrgð-
arlaga þar sem kveðið sé á um að í
frumvarpi um veitingu ríkisábyrgða
skuli liggja fyrir umsögn á greiðslu-
hæfi skuldara, afskriftarþörf vegna
áhættu af ábyrgðum, framlögðum
tryggingum vegna ábyrgðarinnar og
áhrifum ríkisábyrgða á samkeppni á
viðkomandi sviði. „Varðandi
greiðsluhæfi skuldara má benda á að
eigið fé deCODE var í lok árs 2001
rúmlega 17,5 milljarðar króna. Hvað
varðar afskriftarþörf vegna áhættu
er, með hliðsjón af sterkri eiginfjár-
stöðu skuldara, ekki talin þörf á sér-
stöku framlagi á afskriftareikning á
þessu stigi. Áskilnaður um trygging-
ar tengist fyrst og fremst almennum
ríkisábyrgðum en ekki sérstakri rík-
isaðstoð í formi ríkisábyrgðar til
rannsókna- og þróunarverkefna. Þar
sem talið er að ríkisábyrgð sam-
kvæmt frumvarpinu uppfylli skilyrði
ríkisaðstoðar á sviði rannsókna- og
þróunar hefur ekki þótt ástæða til að
leggja mat á sérstakar tryggingar
vegna ábyrgðarinnar.“
Ríkisábyrgð á 20 milljarða króna láni vegna uppbyggingar lyfjaþróunarfyrirtækis á Íslandi
Gjaldtaka ræðst af
eðli aðstoðarinnar
MEÐALLESTUR á Morgunblaðinu
og Fréttablaðinu hefur aukist sam-
kvæmt nýrri fjölmiðlakönnun sem
Gallup gerði í samstarfi við Samband
íslenskra auglýsingastofa og helstu
fjölmiðla landsins. Samkvæmt könn-
uninni minnkaði meðallestur á DV
milli kannana. Áhorf á sjónvarp
eykst frá síðustu könnun en hlustun
á útvarp minnkar.
Könnunin var gerð í mars og náði
til 1.499 manna á aldrinum 12–80 ára
alls staðar af landinu. 1.015 svöruðu
sem þýðir að svarhlutfall var 68%.
Meðallestur á Morgunblaðinu var
hæstur eða 60%, en hlutfallið var
58,9% í síðustu könnun sem gerð var
í október. Meðallestur á Frétta-
blaðinu var 44,4%, en var 38,3% í
október. Meðallestur á DV mældist
31,5% en var 36,8% í októberkönn-
uninni.
Meðallestur Morgunblaðsins í
Reykjavík og Reykjanesi var 66,1%.
Meðallestur á Fréttablaðið á höfuð-
borgarsvæðinu var 60,7%, en meðal-
lestur á DV í þessum landshluta var
29,2%.
Hafsteinn Már Einarsson, for-
stöðumaður Gallup, sagði þegar
könnunin var kynnt að nauðsynlegt
væri að taka fram varðandi lestur á
DV að minna hefði verið um frídreif-
ingu á DV í mars en verið hefði. Sam-
drátturinn væri 3,5 prósentustig sem
skýrði að hluta til þá lækkun sem
hefði orðið á meðallestri á DV. Hann
sagðist telja jákvætt að blaðið dragi
úr frídreifingu þar sem hún hefði oft
verið óeðlilega mikil.
Af þeim sem lásu eitthvert dagblað
í könnunarvikunni lásu 78,7% Morg-
unblaðið (77% í síðustu könnun).
61,5% lásu Fréttablaðið (56,6%) og
55,9% lásu DV (62,7%).
Mest notkun á mbl.is
82,6% svarenda sögðust vera með
aðgang að Netinu, en hlutfallið var
78,2% í síðustu könnun og 68% fyrir
tveimur árum. Af þeim vefsíðum sem
spurt var um skoðuðu flestir mbl.is
eða 3,1 sinnum í viku (2,8 sinnum í
síðustu könnun). Næst á eftir kom
leit.is með 2,5 sinnum í viku. Vefsíðan
var ekki með í síðustu könnun en fyr-
ir ári skoðuðu svarendur hana að
meðaltali 1,6 sinnum í viku. Þeir sem
skoðuðu visir.is gerðu það að með-
altali 2,2 sinnum í viku, en 2 sinnum
fyrir einu ári. Þeir sem skoðuðu
simaskra.is gerðu það 1,3 sinnum í
viku (1,2 sinnum í síðustu könnun).
86,4% svarenda sögðust hafa að-
gang að textavarpi, en þetta hlutfall
var 83,8% í síðustu könnun. Meðal-
notkun á textavarpinu var 4,9 sinnum
í viku.
Að meðaltali stilltu 67% svarenda
á Ríkissjónvarpið á virkum dögum
(68% í síðustu könnun). 56% stilltu á
Stöð 2 (47%). 37% stilltu á Skjá 1
(37%) og 10% stilltu á Sýn (11%).
Ef horft er á tölur um meðaláhorf
um helgar hækkar Ríkissjónvarpið
úr 68% í 75%, Stöð 2 fer úr 48% í 53%,
Skjár 1 fer úr 30% í 29% og Sýn fer
úr 13% í 14%.
Meðaláhorf á fréttir Ríkissjón-
varpsins er 42,8%, en meðaláhorf á
fréttir Stöðvar 2 er 29,7% sem er
hækkun frá síðustu mælingu.
Meðalhlustun á Rás tvö á virkum
dögum fer úr 35,9% í 31,3%. Með-
alhlustun á Rás 1 fer úr 29,5% í 29,9%
og meðalhlustun á Bylgjuna fer úr
24,8% í 25,2%. Um helgar fer með-
alhlustun á Rás 1 upp fyrir Rás 2.
Fjölmiðlakönnun Gallup frá því í mars
Lestur á Morgunblaðinu
eykst frá síðustu könnun
!"
#!!##
"#
!
""
"
!
##
###
#
!
#
!!!
!
!"#!! !
""!
!
"
"
#$
"
"
"
!"
#
#$$ "%
"!
#$
&$
#!"
$
#!'
&$
#'
&$(
#('
&(
"'
&(
"%
&!
#$
&&&
%
&&
'
(
)*
&+
, &
-&
. +
)*&
!
(
(
($
("
!#
!
((($
!'
!!(
$$( $($!
0
1
0
$
KRAFA aðstandenda fegurðarsam-
keppninnar Ungfrú Íslands.is um að
hnekkt verði úrskurði sýslumanns-
ins í Reykjavík um að setja ekki lög-
bann á sýningu heimildarmyndar-
innar „Í skóm drekans“ var þingfest
í gær. Farið er fram á að dómurinn
ógildi ákvörðun sýslumanns og feli
honum að setja lögbann á sýningu
myndarinnar.
Áætlað er að frumsýna myndina í
kvikmyndahúsum 26. apríl nk. og
má gera ráð fyrir að meðferð máls-
ins verði hraðað eftir mætti.
Krafan er sett fram í nafni fyr-
irtækisins Ungfrú Ísland ehf. og
nokkurra keppenda í fegurðarsam-
keppninni árið 2000 og beinist gegn
Hrönn Sveinsdóttur og fleirum sem
standa að gerð myndarinnar. Hrönn
var ein keppenda árið 2000 og tók
hún þá upp myndefnið sem notað
verður í myndinni.
Lögbannskrafan snýst einkum
um þrennt. Í fyrsta lagi hvort hver
sem væri hefði heimild til að taka
myndir án samþykkis viðkomandi,
og það á vettvangi sem annar aðili
hefði einkarétt á. Í öðru lagi hvort
heimilt væri að birta myndir af fólki
án þess að það samþykkti myndbirt-
inguna. Í þriðja lagi væri um brot á
höfundarrétti að ræða, þar sem Stöð
2 hefði einkarétt á sýningu frá
keppninni.
Ráðgert að sýna
myndina í næstu viku
Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl.,
lögmaður Ungfrú Íslands.is, ítrek-
aði í gær óskir um að sóknaraðilar
fengju að sjá myndina, í það
minnsta það myndefni sem kvik-
myndagerðarmennirnir hefðu sýnt
öðrum aðilum. Erla S. Árnadóttir
hrl., lögmaður varnaraðila, sagðist
ætla að ræða þetta við sína umbjóð-
endur en sjálf vissi hún ekki betur
en að myndinni væri ekki lokið.
Í viðtali við fréttavef Morgun-
blaðsins í gær sagði Böðvar Bjarki
Pétursson, framleiðandi myndarinn-
ar að ráðgert væri að aðstandendum
Ungfrú Ísland.is yrði boðið að sjá
myndina í næstu viku ásamt fulltrú-
um fjölmiðla og fleirum. Vonast
hann til að að forsvarsmenn keppn-
innar og keppendur muni þá láta af
málssókninni.
Fyrirhugað að
frumsýna „Í skóm
drekans“ 26. apríl
Krafa um
lögbann
þingfest í
héraðsdómi