Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Við sæmum þig hér með æðstu beljurassaorðu Íslands fyrir frækilega björgun Búkollu.
Kynning á skurðhjúkrun
Lítil endurnýj-
un í stéttinni
Hjúkrunarfræðingará skurðstofuLandspítala – há-
skólasjúkrahúss við Hring-
braut standa fyrir opnu
húsi í tengslum við kynn-
ingu á skurðhjúkrun og
átaksverkefni í mönnun
deildanna hinn 19. apríl nk.
Hjúkrunarfræðingum sem
starfa á Landspítalanum
við Hringbraut og útskrift-
arnemum í hjúkrunarfræði
við HÍ verður boðið að
koma og kynna sér störf
hjúkrunarfræðinga og
skoða skurðstofurnar. Arn-
fríður Gísladóttir hjúkrun-
arfræðingur er í forsvari
fyrir þetta verkefni hjúkr-
unarfræðinganna og hún
svaraði nokkrum spurn-
ingum.
– Hver er kveikjan að þessu
verkefni?
„Kveikjan er sú staðreynd að
viðvarandi skortur hefur verið á
skurðhjúkrunarfræðingum og
stöndum við nú frammi fyrir því að
lítil endurnýjun hefur átt sér stað í
stéttinni og erfitt hefur reynst að
fá hjúkrunarfræðinga til starfa á
skurðstofum. Einnig er það
áhyggjuefni að sífellt færri nemar
innrita sig í nám í hjúkrunarfræði
við Háskóla Íslands.“
– Hvað telur þú að valdi þessum
skorti?
„Hjúkrun á skurðstofu fer fram
fyrir luktum dyrum og hefur því
ekki verið eins sýnileg og hún er á
legu- og þjónustudeildum. Skurð-
hjúkrun er að mínu mati alls ekki
nægilega vel kynnt á nematímabili
og sem dæmi má nefna að nemar í
hjúkrunarfræði við HÍ eru einung-
is fjóra daga á skurðstofunum á
öllu námstímabilinu sem er fjögur
ár. Það hefur einnig verið algeng-
ur misskilningur að skurðhjúkrun-
arfræðingar vinni fyrst og fremst
við að aðstoða lækna við aðgerðir
og sinni aðeins að litlu leyti beinni
hjúkrun og getur það haft þau
áhrif að hjúkrunarfræðingar sækj-
ast ekki eftir að starfa á skurð-
stofu. Einnig hafa margir hjúkr-
unarfræðingar haldið að nám í
skurðhjúkrun sé sett sem skilyrði
fyrir ráðningu á skurðstofu en svo
er ekki. Þennan misskilning viljum
við leiðrétta með því meðal annars
að opna vinnustaðinn og vinna
markvisst að kynningu á skurð-
hjúkrun í þeim tilgangi að laða að
nýja hjúkrunarfræðinga.“
– Hvernig lýsir þú starfinu í
stuttu máli?
„Það sem gerir skurðhjúkrun
áhugaverða eru fjölbreytt og
krefjandi viðfangsefni. Sjúklinga-
hópurinn er frá nýburum upp í
aldraða einstaklinga og sérgreinar
innan skurðlækninga margar. Ör-
ar breytingar og framfarir í tækni
og vísindum hafa mikil áhrif á störf
okkar, gera þau ögrandi og spenn-
andi og krefjast símenntunar.
Starfið byggist á teymisvinnu þar
sem margar starfsstéttir vinna að
sama markmiðinu. Markmið
hjúkrunar á skurðstofu
er að veita öllum sjúk-
lingum árangursríka
einstaklingshæfða
hjúkrun í samræmi við
gæðastaðla stofnunar-
innar, tryggja öryggi þeirra og
velferð á aðgerðarferlinu, koma í
veg fyrir fylgikvilla og stuðla að já-
kvæðum árangri aðgerðarinnar.
Hjúkrunarfræðingar á skurðstofu
nýta sér hjúkrunarferlið við skipu-
lagningu, stjórnun og framkvæmd
hjúkrunar til að mæta einstak-
lingsmiðuðum þörfum sjúklings
sem vegna tímabundins ástands
síns er ekki fær um að nýta varn-
arviðbrögð sín á meðan hann dvel-
ur á skurðstofu.
– Hvernig hefur greinin verið
kynnt?
„Í febrúar sl. var gerð könnun á
skurðstofum Landspítala – há-
skólasjúkrahúss með það að mark-
miði að varpa ljósi á þá þætti sem
hjúkrunarfræðingar á skurðstofu
telja mikilvæga og hafa haft áhrif á
val þeirra á vinnustað og stöðug-
leika í starf. Niðurstöður könnun-
arinnar voru nýttar í kynningu á
skurðhjúkrun fyrir annars og
þriðja árs nemendur í hjúkrunar-
fræði á „opnu húsi“ á skurðstofum
í Fossvogi. Þar var einnig dreift
kynningarriti um skurðhjúkrun
sem gefið var út af Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í mars sl. Nið-
urstöður könnunarinnar hafa
einnig verið birtar á heimasíðu
Landspítalans. Hjúkrunarfræði-
nemunum á öðru og þriðja ári hafa
auk þess verið boðin sumarstörf á
báðum deildunum þar sem þeir
geta kynnst skurðhjúkrun betur
og fengið að vera virkir þátttak-
endur í þeirri mikilvægu hjúkrun
sem þar fer fram. Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga er með kynn-
ingarátak á hjúkrun og hefur feng-
ið hinar ýmsu fagdeildir til að
kynna störf sín á vefsíðu félagsins
Hjúkrun.is og þar hefur verið sett
inn sérstök kynning á skurðhjúkr-
un.“
– Eitthvað um könnunina?
„Hún var skrifleg og náði til
hjúkrunarfræðinga
með að minnsta kosti
tveggja ára starfs-
reynslu og sem voru í
starfi á öllum skurðstof-
um Landspítala – há-
skólasjúkrahúss dagana 20.2. til
27.2. 2002. Af 54 sem spurðir voru
svöruðu 42 eða 77%. Niðurstöður
voru ýmsar, m.a. var leitt í ljós að
meðalstarfsaldur þeirra á skurð-
stofu er 17,5 ár og að 60% að-
spurðra hafa unnið lengur en 15 ár
við skurðhjúkrun. Margt fleira
mætti nefna, en allir sem vilja geta
kynnt sér efnið nánar á opnu húsi
hjá okkur 19. apríl næstkomandi.“
Arnfríður Gísladóttir
Arnfríður Gísladóttir fæddist
1953, ólst upp á Akureyri. Út-
skrifuð úr Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1975, sérnámi í hjúkrun
lýtalækninga- og brunasjúklinga
1978, viðbótarnámi í skurð-
hjúkrun 1996 og sérskipulögðu
BS prófi frá HÍ 1999. Hefur
starfað við hjúkrun á sjúkra-
húsum á Akureyri, Reykjavík,
Danmörku og Skotlandi. Er nú
skurðhjúkrunarfræðingur á
skurðstofu Landspítala – há-
skólasjúkrahúss við Hringbraut.
Maki er Páll Gíslason verkfræð-
ingur og eiga þau börnin Her-
vöru og Gísla.
60% starfað
lengur en 15
ár í greininni