Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 11
ÁGÚST Einarsson, prófessor við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands, er
mjög gagnrýninn á ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að veita deCODE
Genetics, móðurfélagi Íslenskrar
erfðagreiningar ehf., ríkisábyrgð
vegna nýrrar lyfjaþróunardeildar, og
telur hana ekki skynsamlega. ,,Bæði
vegna þess að þetta mismunar fyr-
irtækjum, auk þess sem ríkið á ekki
að veita slíkar ábyrgðir, nema þegar
einhverjar sérstakar aðstæður eru
fyrir hendi. Það er ekki í þessu til-
viki,“ segir hann.
Ekki hægt að styðja með
hagfræðilegum rökum
,,Það eru fjölmörg fyrirtæki með
sambærilega starfsemi og það er al-
gjört einsdæmi að veitt sérríkis-
ábyrgð fyrir svona sprotarekstur.
Hér er því um pólitíska ákvörðun að
ræða. Það er ekki hægt að styðja
þessa ákvörðun með hagfræðilegum
rökum en ríkisstjórnir á hverjum
tíma bera vitaskuld ábyrgð á pólitísk-
um ákvörðunum. Þetta getur haft í
för með sér verulegan réttarágrein-
ing vegna mismununar," segir Ágúst.
,,Það sem verra er, er að þessi rík-
isábyrgð getur dregið úr almennum
stuðningi við starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar, sem er mjög mikil-
væg íslensku samfélagi, og þessi að-
ferð að ábyrgjast af hálfu ríkisins er
frekar til þess fallin að vekja tor-
tryggni um starfsemi þessa fyrirtæk-
is. Þá er verr af stað farið en heima
setið,“ segir hann.
Ágúst segir einnig aðspurður að sú
áhætta sem hér er um ræðir sé veru-
leg. ,,Þótt ég telji að það hafi verið
skynsamlegt af Íslenskri erfðagrein-
ingu að hasla sér völl í lyfjaþróun og
lyfjaframleiðslu, þá eru engin sérstök
rök fyrir því að þessi verksmiðja sé
flutt til Íslands á þessu stigi málsins.
Það er miklu mikilvægara að styrkja
fjárhagslega stöðu og starfsemi Ís-
lenskrar erfðagreiningar hérlendis.
Markaðurinn þolir ekki þessa stóru
viðbót við eftirspurn eftir þeim vel
menntuðu mönnum sem þurfa að
starfa þarna. Ég tel þá ákvörðun vera
misráðna af hálfu fyrirtækisins að
vilja flytja fyrirtækið til Íslands með
þessum hætti, enda virðist það hafa
verið notað sem tilefni til þess að fá
ríkisábyrgðina. Það segir sig sjálft að
ríkisábyrgðin mun fyrst og fremst
fara í að styrkja almennan fjárhag fé-
lagsins og það er allt annað mál. Það
má vel vera að þörf hafi verið á því en
ríkisvaldið á ekki að koma að því. Rík-
isvaldið hefur stutt dyggilega við bak-
ið á þessu fyrirtæki og við það átti að
sitja. Núna er það komið út á mjög
hættulega braut, og þetta minnir á
fyrri afskipti opinberra aðila af at-
vinnurekstri fyrr á árum, þegar ríki
og sveitarfélög voru í atvinnurekstri,
s.s. bæjarútgerðum og öðru af því
tagi. Það er víti til varnaðar,“ segir
Ágúst Einarsson.
Ekki strax hægt að afgreiða
þessa ákvörðun sem ranga
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að
veita deCODE ríkisábyrgð er frávik
frá lögmálum markaðarins, að sögn
Ragnars Árnasonar, prófessors við
viðskiptadeild HÍ. ,,Þar af leiðandi er
þetta líka frávik frá þeirri stefnu sem
núverandi ríkisstjórn hefur viljað
marka,“ segir hann.
,,Spurningin er sú hvort þetta frá-
vik sé réttlætanlegt. Það er ljóst að
þessi atvinnugrein er talsvert
áhættusöm,“ segir Ragnar. ,,Það er
líka ljóst að svona fyrirgreiðsla felur í
sér ákveðna mismunun á milli fyrir-
tækja og atvinnugreina. Það eru því
allmargir ókostir við málið. Spurn-
ingin er hins vegar sú, hvort kostirnir
bæti ókostina upp. Sú staðreynd að
svona ríkisábyrgð er nú þegar til
staðar á Íslandi og hefur verið notuð
fram á seinustu ár, er vísbending um
að það er talin ástæða til að gera
svona ráðstafanir, a.m.k. öðru hverju.
Sú staðreynd að svipuð fyrir-
greiðsla er fyrir hendi víða erlendis
ber vitni um svipuð sjónarmið. Mér
finnst því að það sé ekki umsvifalaust
hægt að afgreiða þessa ákvörðun sem
ranga,“ segir Ragnar.
Hann segir það stórt álitamál
hversu háa greiðslu viðkomandi fyr-
irtæki, deCODE Genetics, eigi að
greiða fyrir svona ábyrgð.
,,Í mínum huga getur það skipt
meginmáli fyrir skynsamlega afstöðu
til málsins vegna þess að þarna er
annars vegar um verulega áhættu að
ræða og hins vegar um ýmsa aðra
ókosti, þar á meðal hugsanleg nei-
kvæð áhrif á lánskjör Íslands al-
mennt,“ segir Ragnar Árnason.
Gylfi Magnússon, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir
fyrirhugaða ríkisábyrgð. ,,Almennt
gildir að þegar menn eru að leggja út
í áhættusaman atvinnurekstur er
eðlilegt að þeir hætti eigin fé en ekki
annarra. Reyndar er það nánast
regla um allan heim, að starfsemi á
borð við lyfjaþróun og aðra starfsemi
þar sem miklu er hætt til og veru-
legar líkur er á að ekkert komi út úr
henni – þótt auðvitað séu líka ein-
hverjar líkur á að afraksturinn verði
mjög mikill – er fjármögnuð með eig-
in fé, þ.e.a.s. með hlutafé sem menn
safna á mörkuðum eða ná að skapa
með hagnaði í gegnum árin.
Það liggur í hlutarins eðli að það á
ekki að fjármagna slíka starfsemi
með skuldabréfum og það er alveg
fráleitt að fjármagna hana með
skuldabréfum með ríkisábyrgð,“ seg-
ir hann.
,,Almennt séð er ríkisábyrgð mjög
varahugaverð af þeirri ástæðu að ef
vel gengur, hirða einkaaðilar hagnað-
inn, en ef illa gengur lendir hann á
skattborgurunum. Það er uppskrift
að sóun á fjármunum. Það er hægt að
tína til fleiri dæmi um það en kæmust
fyrir í nokkrum bindum af Morgun-
blaðinu,“ segir Gylfi.
Hann segir alveg ljóst að mikil
áhætta sé tekin með því að veita um-
rædda ríkisábyrgð. ,,Það eru umtals-
verðar líkur á því að þessir 20 millj-
arðar hreinlega lendi á ríkinu og þar
með á skattgreiðendum. Það sem
þarf til svo þessi fjárhæð lendi ekki á
skattgreiðendum er að deCODE tak-
ist að hafa verulegar tekjur áður en
féð klárast. Þeir hafa kannski til þess
fjögur til sex ár. Það er auðvitað ekki
útilokað að þeir verði komnir með
eitthvert vænlegt lyf á þeim tíma, en
það verður þó örugglega ekki komið á
markaðinn, vegna þess að það tekur
lengri tíma en þetta,“ segir Gylfi.
Hann segir ómögulegt að meta lík-
urnar á því hvort fyrirtækinu muni
takast að þróa lyf sem geri kleift að
sækja fjármagn út á fjármálamarkaði
áður en það fé sem safnað er í upphafi
er þorrið. ,,Hins vegar eru verulegar
líkur á að það takist ekki og þar með
eru verulegar líkur á að þessir 20
milljarðar hreinlega falli á ríkissjóð,“
segir Gylfi Magnússon.
SA geta ekki stutt þessa nálgun
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir í sam-
tali við blaðið að samtökin séu í
grundvallaratriðum á móti ríkis-
ábyrgðum í atvinnulífinu og telji að
verkefni stjórnvalda sé að beita sér
fyrir betri almennum starfsskilyrð-
um fyrirtækja. Stigin hafi verið stór
skref í þá átt á undanförnum árum.
,,Við getum því ekki stutt þessa nálg-
un,“ segir hann. ,,Hér er um að ræða
pólitíska ákvörðun um að veita einu
fyrirtæki þessa fyrirgreiðslu vegna
verkefnis, sem er greinilega mjög
áhættusamt. En á móti kemur að
ávinningurinn getur orðið mjög mikill
ef allt gengur eftir.“
Ari tók fram að starfsemi Íslenskr-
ar erfðagreiningar væri vissulega
spennandi og áhugaverð. ,,Við viljum
veg þess sem mestan og vonum að
þetta verkefni þeirra gangi upp en af
þessum grundvallarástæðum sem ég
nefndi getum við ekki stutt þessa
nálgun að málinu,“ segir hann.
Skynsamlegra að móta almenn-
ar reglur sem laða að fyrirtæki
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, segir að þetta mál hafi
ekki komið til umfjöllunar á vettvangi
ASÍ en hann hefur ýmislegt við fyr-
irhugaða ríkisaðstoð að athuga. ,,Það
er engin launung á því að í um-
ræðunni um lækkun skatta á fyrir-
tæki, var það upplegg ríkisstjórnar-
innar að sú breyting myndi leiða til
þess að Ísland yrði ákjósanlegasti
staður í heimi fyrir fyrirtæki. Meg-
inrökin fyrir þeirri breytingu voru
þau að hún myndi valda straumhvörf-
um í nýsköpun og uppbyggingu at-
vinnulífsins. Nú skilst okkur að það sé
ljóst að þetta fyrirtæki [lyfjaþróun-
ardeild deCODE] verði í Bandaríkj-
unum ef ekki komi til opinberrar að-
stoðar,“ segir Gylfi.
Hann minnir á að þegar skatta-
lagabreytingarnar voru til umræðu
hafi ASÍ talið skynsamlegra að í stað
þess að lækka skatta fyrirtækja úr
30% í 18% mótaði ríkið almennar
reglur, í samræmi við reglur Evr-
ópska efnahagssvæðisins, um styrki
til niðurgreiðslu á stofnkostnaði fyr-
irtækja. ,,Við vildum að það yrði gert
með almennum hætti, þar sem gerð
yrði mjög stíf krafa um arðsemi og
áhættu þeirra sem réðust í slík verk-
efni. Þessi leið væri líklegri til að laða
hingað nýja starfsemi heldur en
lækkun tekjuskattshlutfallsins,
vegna þess að tekjuskattur fer ekki
að hafa áhrif fyrr en fyrirtækið er far-
ið að mynda hagnað. Það er alveg
ljóst að deCODE og þessu fyrirtæki
sem deCODE hyggst setja á laggirn-
ar, gagnast ekki lækkun tekjuskatta
fyrr en það er búið að sýna að það
standi sig og geti framleitt og selt þau
lyf sem um ræðir. Áhættan fram að
því er mjög mikil,“ segir hann.
,,Ég verð að viðurkenna að það
hafði aldrei hvarflað að mér að eitt
fyrirtæki gæti fengið ríkisábyrgð fyr-
ir 20 milljarða. Vafalaust hefði verið
hægt að hafa áhrif á þetta verkefni
með beinni hætti og án þess að ríkið
þyrfti að taka svona mikla áhættu,“
segir hann.
Gylfi bendir á að ekki sé raunhæft
að bera þessa ríkisábyrgð saman við
aðrar ábyrgðir sem ríkið hefur veitt
s.s. vegna áætlunarflugsins.
,,Áhættuþátturinn er allt annar. Það
felst mikil áhætta í að að stofna fyr-
irtæki sem ætlar að hasla sér völl við
frumgerð lyfja. Þetta er mjög áhuga-
vert verkefni en áhættan er líka mjög
mikil og þar sem deCODE kemur líka
til með að bera hluta af þessari
ábyrgð, þá er með þessu einnig verið
að setja deCODE í mikla áhættu
vegna verkefnisins.
Við höfum frekar viljað sjá almenn-
ari skilmála þannig að aðrir aðilar,
sem hafa áhuga á að koma hingað
með nýja tegund starfsemi, hvort
sem það er í lyfjageiranum eða ein-
hverjum öðrum sviðum, geri það,“
segir Gylfi.
Hann telur einnig að ábyrgð rík-
isins muni hafa mikil áhrif á rekstr-
arskilyrði fyrirtækja sem starfa við
lyfjagerð. ,,Ég skil mjög vel að Delta
og Pharmaco hafi áhyggjur af þessu
vegna þess að þarna stendur til að
ráða 250 til 300 starfsmenn til fyr-
irtækis, sem ber miklu minni kostnað
af sinni uppbyggingu og hefur auðvit-
að burði til þess að bjóða í starfs-
menn. Þetta mun því örugglega hafa
mjög mikil áhrif á rekstrarskilyrði
Delta og Pharmaco.
Þetta er gert með þessum sértæka
hætti og ég hélt að tími slíkra beinna
aðgerða gagnvart fyrirtækjum væri
liðinn,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Hagfræðingar og forsvarsmenn samtaka á vinnumarkaði eru gagnrýnir á
ríkisábyrgð vegna skuldabréfaútgáfu deCODE Genetics
Mikil áhætta og mis-
munun milli fyrirtækja
Ragnar
Árnason
prófessor
,,frávik frá þeirri
stefnu sem núver-
andi ríkisstjórn
hefur viljað
marka“
Ágúst
Einarsson
prófessor
,,engin sérstök
rök fyrir því að
þessi verksmiðja
sé flutt til Íslands“
Hagfræðingar innan Háskóla Íslands og
forsvarsmenn samtaka á vinnumarkaði eru
gagnrýnir á fyrirhugaða 20 milljarða rík-
isábyrgð deCODE Genetics. Þeir telja í
samtölum við Ómar Friðriksson að um
mikla áhættu sé að ræða og aðgerðin feli í
sér mismunun gagnvart fyrirtækjum.
Gylfi
Magnússon
dósent
,,alveg fráleitt að
fjármagna hana
með skuldabréf-
um með rík-
isábyrgð“
Gylfi
Arnbjörnsson
framkvæmda-
stjóri ASÍ
,,hélt að tími
slíkra beinna að-
gerða gagnvart
fyrirtækjum væri
liðinn“
Ari Edwald
framkvæmda-
stjóri SA
,,Hér er um að
ræða pólitíska
ákvörðun“
FJÓRUM innrömmuðum málverk-
um eftir Sigurþór Jakobsson
myndlistarmann var stolið hjá inn-
römmunarfyrirtæki í miðborg
Reykjavíkur í fyrrinótt.
Sigurþór Jakobsson var með 12
vatnslitamyndir í innrömmun og
voru þær tilbúnar, en þegar starfs-
menn mættu til vinnu að morgni
vantaði fjórar þeirra. „Þjófur eða
þjófar höfðu verið þarna á ferðinni
skömmu áður og þá tekið tölvur
meðal annarra hluta en að þessu
sinni voru aðeins þessar fjórar
myndir teknar,“ segir Sigurþór.
„Þetta eru söluvænlegar myndir
og því er hætta á að þeim verði
komið í verð en vonandi verður
fólk á varðbergi.“
Að sögn Sigurþórs er tap hans
tilfinnanlegt fái hann málverkin
ekki aftur, því hann er að und-
irbúa sýningu í tilefni sextugsaf-
mælis síns síðsumars auk þess
sem eitt þeirra átti að vera afmæl-
isgjöf. Myndirnar sjálfar, sem
hann málaði í desember sem leið
og eru allar merktar S. Jakobsson
auk dagsetningar, eru um 40 x 50
cm að stærð en ummál vandaðra
gylltu rammanna er um 75 x 65
cm. Ein myndin er af stúlku á
strönd en hinar sýna hesta í lands-
lagi. „Þetta eru vandaðar vatns-
litamyndir og þar sem ég hef ekki
haldið sýningu í mörg ár kemur
þetta sér mjög illa fyrir mig,“ seg-
ir Sigurþór.
Fjórum mál-
verkum eftir
Sigurþór Jak-
obsson stolið
ÍSLENDINGURINN sem var
hnepptur í varðhald eftir að sam-
býliskona hans lést þegar hún féll
af svölum hótels á Kanaríeyjum er
enn í farbanni á eyjunum.
Maðurinn var í fyrstu grunaður
um að hafa hrint konunni vísvit-
andi en samkvæmt framburði vitn-
is ætlaði maðurinn sér ekki að
hrinda konunni fram af svölunum.
Konan hafi fallið við eftir að mað-
urinn ýtti við henni, lent á mitt-
isháu svalahandriðinu og síðan
fallið fram af svölunum. Í raun
hafi verið um slys að ræða.
Atburðurinn átti sér stað um
miðnætti að kvöldi laugardagsins
5. janúar sl. Maðurinn sat í gæslu-
varðhaldi þar til um miðjan febr-
úar en síðan þá hefur hann verið í
farbanni.
Ekkert heyrst frá
spænskum yfirvöldum
Í viðtali við Morgunblaðið sagði
dóttir mannins að ættingjar hafi
ekkert heyrt frá spænskum stjórn-
völdum eftir að hann var látinn
laus. Hann er á áttræðisaldri og er
hjartveikur. Segir hún að líðan
hans sé æði misjöfn en atburðirnir
hafi fengið mjög á hann. Hún vildi
koma á framfæri bestu þökkum til
ferðaskrifstofunnar Plúsferða og
ræðismanni Íslands á Kanaríeyj-
um.
Að sögn Péturs Ásgeirssonar,
rekstrarstjóra utanríkisráðuneyt-
isins er málið enn til meðferðar
hjá dómstólum og hefur maðurinn
ekki verið ákærður fyrir afbrot.
Enn í far-
banni á Kan-
aríeyjum
♦ ♦ ♦