Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 16
LANDIÐ
16 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
Jurtaestrogen úr rauðsmára
fyrir konur á breytingaskeiði.
(ath. aðeins einn belgur á dag)
Akureyri, sími 462 1889.
Fæst m.a. í Nýkaupi og
í Árnesapóteki Selfossi.
www.islandia.is/~heilsuhorn
Jurtaestrogen
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
EINAR Hálfdánarson á Höfn hefur
gefið Menningarmiðstöð Horna-
fjarðar merkan fornbíl. Þetta er
GAZ-M20 Pobeda sem er sovéskur
eðalvagn árgerð 1955. Einn slíkur
bíll er í toppstandi hér á landi og
er hann í eigu Bifreiða og landbún-
aðarvéla. Annar er geymdur í
skemmu Fornbílaklúbbsins á Esju-
melum og fleiri kynnu að leynast í
skúrum landsins.
Einar Hálfdánarson keypti bíl-
inn ársgamlan í Reykjavík og
keyrði hann austur á Hornafjörð.
Ferðin tók tvær vikur enda þurfti
að aka norður um land og margt
að skoða á leiðinni. Einar lagði
Pobedunni árið 1968 og hefur bíll-
inn staðið inni í skúr þar til á dög-
unum þegar hann var dreginn
fram í dagsljósið. Bíllinn verður nú
gerður upp og verður meðal safn-
gripa Menningarmiðstöðvar
Hornafjarðar.
Byrjað var að framleiða Pobeda-
bílana árið 1945 en framleiðslunni
var hætt árið 1958. Þá höfðu
235.997 bílar verið smíðaðir, þar af
4.220 blæjubílar. Pobedurnar feng-
ust með fjórhjóladrifi en bíllinn á
Höfn er þó aðeins með drifi á aft-
urhjólum. Bílarnir eru fernra
dyra, 4,7 m langir, 1,7 m á breidd
og vega tómir 1.350 kg. Vélin er
2,1 lítra, 50 hestöfl og hámarks-
hraðinn er 105 km.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar fær fornbíl að gjöf
Sjald-
séður
sovéskur
eðalvagn
Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson
Björn Arnarson safnvörður dustar rykið af Pobedunni sem staðið hafði inni í skúr í 34 ár. Einar Hálfdánarson
fylgist með. Á sínum tíma tók það tvær vikur að aka bílnum frá Reykjavík til Hafnar.
Hornafjörður
KYNNINGARFUNDUR um snjó-
flóðavarnir í Bolungarvík var haldinn
í Víkurbæ sl. mánudag. Þar voru bæj-
arbúum kynnt þau mannvirki sem
ákveðið hefur verið að ráðast í að
byggja til varnar byggðinni. Um eitt
hundrað manns sótti fundinn og
komu fram nokkuð skiptar skoðanir
um þetta fyrirhugaða mannvirki.
Framsögumenn á fundinum voru
Már Erlingsson frá Framkvæmda-
sýslu ríkisins, Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri Bolungarvíkur, Tómas
Jóhannesson frá Veðurstofu Íslands,
Jón Skúli Indriðason frá Línuhönnun
ehf., Jakob Gunnarsson frá Skipu-
lagsstofnun og Þorleifur Eiríksson
frá Náttúrustofu Vestfjarða.
Garðurinn um 760 metra langur
Fyrirhugaðar varnir verða í hlíðum
Traðarhyrnu ofan við kaupstaðinn,
frá skíðasvæðinu og út fyrir gatnamót
Stigahlíðar og Hjallastrætis. Kaupa
þarf upp 6 einbýlishús við Dísarland
sem lenda undir varnargarðinum.
Varnirnar samanstanda af tveimur
gerðum mannvirkja, þ.e. tveimur
bogadregnum görðum, sem koma
saman í tvö hvöss horn og átta nöbb-
um ofar í hlíðinni. Garðurinn verður
u.þ.b. 760 m langur og verður stað-
setning hans í um 20 til 50 m hæð yfir
sjávarmáli. Miðhluti garðsins verður
22 metra hár en til endanna lækkar
hann og fellur að núverandi landslagi.
Garðurinn verður þriggja metra
breiður í toppinn. Nabbarnir koma til
með að standa í um 60 til 100 m yfir
sjávarmáli og verða um 13 m háir, 15
m langir og 2 m breiðir efst.
Garðurinn og nabbarnir verða
byggðir úr jarðefnum sem fengin
verða innan framkvæmdasvæðisins.
Sú hlið garðsins sem snýr á móti fjall-
inu verður byggð upp með netgirð-
ingum samskonar þeim sem notast
var við í varnarmannvirkjunum á
Neskaupstað.
Áætlaður kostnaður við varnar-
garðinn er 420 milljónir króna. Við
það bætist kostnaður vegna upp-
kaupa sjö íbúðahúsa við Dísarland og
Traðarland og kostnaður við gerð 8
nabba ofan við varnargarðinn.
Framkvæmdaraðili mannvirkj-
anna er Bolungarvíkurkaupstaður, en
umsjónaraðili framkvæmdanna er
Framkvæmdasýsla ríkisins.
Verkfræðistofurnar Forverk og
Línuhönnun hönnuðu mannvirkið og
umsjón með mati á umhverfisáhrifum
hefur Náttúrustofa Vestfjarða.
Hafa áhyggjur af snjósöfnun
innan garðanna
Meðal þeirra sem til máls tóku í al-
mennum umræðum var Benedikt
Kristjánsson sem talaði fyrir hönd
íbúðaeigenda sem búa í námunda við
fyrirhuguð mannvirki og hafa á fyrri
stigum þessa máls gert athugasemdir
við þá skipulagsbreytingu sem miðaði
að því að fella 6 íbúðahús við Dísar-
land undir garðinn.
Benedikt gerði grein fyrir ýmsum
athugasemdum sem þessir íbúar
hefðu við þetta mannvirki að athuga.
Hann sagði í samtali að meðal þess
sem þeir telja ástæðu til að hafa
áhyggjur af er snjósöfnun innan við
væntanlega garða. Í skýrslunni sem
kynnt var á fundinum er bent á að
gera megi ráð fyrir aukinni snjósöfn-
un. Jafnframt segir þar að erfitt sé að
gera grein fyrir breytingum á veður-
fari og snjóalögum vegna garðanna.
Benedikt sagði að snjósöfnun innan
við fyrirhugaða garða væri verulegt
áhyggjuefni íbúanna sem næst varn-
argörðunum munu búa, en fjarlægð
þeirra húsa sem næst verða garðinum
er 15 til 30 metrar.
Þá benti Benedikt á að fram komi í
skýrslunni að ekki verði hægt að
þekja brattasta hluta garðanna með
jarðvegslagi og því megi búast við
einhverju jarðvegsrofi og áfoki fyrstu
árin. Slíkt sé óviðunandi.
Þá benti hann á að leiksvæði barna
væri á þessu svæði og væri full
ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri
slysahættu sem skapast þar sem
garðurinn er hæstur og myndar 22 m
þverhnípi á þeirri hlið sem snýr að
fjallinu og að hluta til þeim megin sem
snýr að byggðinni.
Að lokum lagði Benedikt áherslu á
að ekki væri einhugur um þessar fyr-
irhuguðu framkvæmdir og að grund-
vallarsjónarmiðið verði að vera, að
með vörnum sé þess gætt að byggð sé
ekki eytt í Bolungarvík.
Flestir þeirra sem til máls tóku
munu hafa verið á svipaðri skoðun og
höfðu ýmislegt við þessa lausn á snjó-
flóðavörnum fyrir Bolungarvík að at-
huga. Framsögumenn svöruðu fram-
komnum fyrirspurnum og vísuðu til
reynslu af görðunum á Flateyri,
Siglufirði og Neskaupstað.
Aðspurður eftir fundinn kvaðst
Ólafur Kristjánsson vera ánægður
með fundinn sem hafi verið málefna-
legur og eðlilegt að bæjarbúar hefðu
skiptar skoðanir á þörf varna, stærð
mannvirkisins, legu þess og staðsetn-
ingu.
Eðlilegt að taka tillit
til ábendinga
Varðandi áhyggjur manna af hugs-
anlegri snjósöfnun í krika garðsins
eða neðan við hann sagði Ólafur það
vera mál framtíðarinnar að meta allar
aðstæður og sagði hann það sína
skoðun að ríkisvaldinu og sveitarfé-
laginu væri siðferðilega skylt að taka
upp viðræður við eigendur þeirra
fasteigna sem byggju við rætur
garðsins ef þessi framkvæmd reynist
valda því að óbúandi væri í mikilli ná-
lægð við mannvirkið.
Hann sagði að svigrúm bæjar-
stjórnar og bæjarbúa til að breyta frá
því sem nú væri lagt til væri afskap-
lega þröngt. Lagarammi að hönnunar-
forsendum væri í raun forskrift að
gerð mannvirkisins og staðsetningu.
Það væri hinsvegar eðlilegt að taka til-
lit til þeirra ábendinga sem fram komu
á fundinum og sagðist hann vona að
það yrði gert svo sem kostur væri.
Ólafur sagði að áður en hægt væri
að ganga til útboðs á gerð mannvirkj-
anna þyrfti að ljúka við að ná sam-
komulagi við eigendur þeirra húsa
sem færu undir væntanlegan varnar-
garð.
Skiptar skoðanir um snjóflóða-
mannvirki meðal bæjarbúa
Bolungarvík
TRÉSMIÐJAN Vík ehf. á Húsavík
er um þessar mundir að hefja smíði á
brú yfir Lónsós í Kelduhverfi. Brúin,
sem verður 100 metra löng, er hluti
af nýjum vegarkafla á þjóðvegi 85,
norðausturvegi. Nýi vegurinn mun
liggja frá Bangastöðum um Fjalla-
höfn að Víkingavatni. Verktaki við
vegagerðina er Ístak hf.
Að sögn Björns Sigtryggssonar
hjá Vík ehf. munu um 10–12 manns
koma að brúarsmíðinni hjá fyrirtæk-
inu. Búið er að vinna ákveðna for-
vinnu á verkstæði fyrirtækisins og
nú er einungis beðið eftir því að veg-
urinn að brúarstæðinu verði tilbú-
inn. Þá fyrst er hægt að komast á
staðinn með þann útbúnað og tæki
sem þarf til þessa verkefnis og hefj-
ast handa.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þessir steinstaurar sem settir
voru niður í haust af Vegagerð
ríkisins eru fyrstu verklegu
merki þess að brúarsmíði sé fyr-
irhuguð við Lónsós.
Byggir brú
yfir Lónsós í
Kelduhverfi
Húsavík