Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
OPINBERIR aðilar veita fyrirtækj-
um í hugbúnaðargeira óeðlilega
samkeppni að sögn Ara Edwald,
framkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins. Hann sagði í setningar-
ræðu á ráðstefnu sem TölvuMyndir
hf. gengust fyrir í gær um ávinning
upplýsingatækninnar, að gera verði
þá kröfu til hins opinbera að það
keppi ekki við einkafyrirtæki á hug-
búnaðarsviðinu en fjöldi opinberra
stofnana og fyrirtækja starfræki
sína eigin hugbúnaðarþjónustu.
Friðrik Sigurðsson, forstjóri
TölvuMynda, sagði í erindi sem hann
flutti á ráðstefnunni, að langstærsti
hluti veltunnar í upplýsingatækni-
geiranum hér á landi sé endursala og
þjónusta á erlendum hugbúnaði.
Hann spáði því að útflutningstekjur í
þessari atvinnugrein myndu dragast
saman á þessu áru, rekstur fyrir-
tækjanna verði erfiðari en afkoman
muni batna.
Útflutningsverðmæti minna
en í nágrannalöndunum
Yfirskrift ráðstefnu TölvuMynda
var „Hver er ávinningur upplýsinga-
tækninnar?“ Ari Edwald rakti í setn-
ingarræðu sinni hvernig umfang
þessa geira hefur aukist á umliðnum
árum og nefndi í því sambandi að
hlutdeild hans í þjóðarframleiðsl-
unni hefði aukist úr 3,2% árið 1996 í
4,9% árið 2000. Hann sagði að út-
flutningsverðmæti upplýsingatækni-
nnar, mælt sem hlutfall af heildar-
útflutningi, sé þó mun minna en á
Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Ljóst sé þó að upplýsingatækniiðn-
aðurinn sé grein sem bjóði upp á
gríðarleg sóknarfæri og verðmæta-
sköpun.
Sjö blokkir eða samstæður
Friðrik Sigurðsson rakti þær
breytingar sem átt hafa sér stað í
hugbúnaðargeiranum. Hann sagði
að mikill vöxtur í veltu þessa geira
stafi fyrst og fremst af hugarfars-
breytingu sem átt hefði sér stað. Af-
koma greinarinnar hefði verið með
þeim hætti að hún hefði skilað hagn-
aði í upphafi síðasta áratugar, lítils-
háttar tapi um miðbikið en stórkost-
legu tapi í fyrra. Þá sagði hann að að
því muni koma að hér á landi verði
sjö blokkir eða samstæður á þessu
sviði, sem muni standa undir lang-
stærstum hluta greinarinnar. Fyrir
utan það muni 4 til 5 fyrirtæki velta
meira en 100 milljónum en einungis
nokkur fyrirtæki muni selja hugbún-
að erlendis undir eigin vörumerki.
Friðrik sagði að mikið væri til af
hugbúnaðarfyrirtækjum í heimin-
um, lítið væri til af vörum og enn
færri alþjóðleg fyrirtæki. Tækifærin
væru hins vegar fjölmörg.
Góður undirbúningur
lykilatriði
Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim-
skips og stjórnarformaður Tölvu-
Mynda, sagði í erindi sem hann flutti
að ýmsar atvinnugreinar hér á landi
hefðu náð árangri með upplýsinga-
tækninni. Hann nefndi þar sérstak-
lega smávöruverslun, ferðaþjónustu,
fjármálastofnanir, fjarskiptafyrir-
tæki og sjávarútveginn að hluta.
Hann sagði hins vegar að til að
mynda landbúnaðurinn og opinber
rekstur að hluta hefði ekki náð sama
árangri.
Að sögn Þorkels er lykilatriði fyrir
fyrirtæki til að ná góðum árangri af
upplýsingatækninni góð undirbún-
ingsvinna og áhættumat. Þá skipti
máli að skilgreina tilætlaðan árang-
ur, aðlögun ferla að stöðluðum bún-
aði, framtíðarskipulag upplýsinga-
mála, rekstur kerfa og góð stjórnun
breytinga. Helstu ástæður þess að
verkefni á þessu sviði mistakist séu
hins vegar léleg verkefnastjórnun,
ekki nægur stuðningur og þátttaka
frá æðstu stjórnendum og veik skil-
greining á árangri og þörfum strax í
upphafi og illa skilgreind markmið.
Ráðstefna TölvuMynda hf. um ávinning upplýsingatækni
Óeðlileg samkeppni
opinberra aðila
Morgunblaðið/Ásdís
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði á ráðstefnu
TölvuMynda hf. um ávinning upplýsingatækninnar, að gera yrði þá kröfu til
hins opinbera að það keppti ekki við einkafyrirtæki á hugbúnaðarsviðinu.
HINN árlegi Kynningardagur
Stýrimannaskólans í Reykjavík og
Skrúfudagur Vélskóla Íslands verð-
ur haldinn laugardaginn 13. apríl
nk. í Sjómannaskóla Íslands á
Rauðárholti við Háteigsveg. Dag-
skráin hefst kl. 13 og stendur til kl.
16.30.
Skrúfudagur Vélskóla Íslands og
Kynningardagur Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík eiga sér orðið langa
hefð og eru haldnir hvert ár. Á þess-
um kynningardegi gefst öllum þeim
sem hafa áhuga á skipstjórnar- og
vélstjórnarmenntun tækifæri til að
kynna sér hvað skólarnir hafa upp á
að bjóða. Auk starfa til sjós veitir
nám í þessum skólum góð tækifæri
á störfum í virkjunum, véla-
umboðum, skipaskoðun og störf á
Siglingastofnun Íslands, hafnar-
stjórn og fleiri störf, sem tengjast
sjávarútvegi, siglingum og nýjustu
tækni.
Nám úr skólunum veitir einnig
rétt til framhaldsnáms í tækniskól-
um og háskólum og hefur þar með
ígildi stúdentsprófs.
Skipstjórnar- og vélstjórnanám
var á s.l. vetri tekið út af Siglinga-
stofnun Íslands og borið saman við
kröfur, sem Alþjóðasiglingamála-
stofnunin hefur sett fram í sam-
þykkt um menntun, þjálfun, skír-
teini og vaktir sjómanna (STCW).
Skólarnir stóðust prýðilega þessa
úttekt, en aðild Íslands að sam-
þykktinni þýðir að skólarnir gefa út
alþjóðleg prófskírteini, sem að upp-
fylltum öðrum skilyrðum eins og
siglingatíma, heilbrigðisvottorði o.fl.
veitir nemanda rétt til atvinnuskír-
teinis, sem gildir um allan heim og
Siglingastofnun Íslands gefur út.
Að venju verður boðið upp á ým-
islegt til skemmtunar á Kynningar-
og Skrúfudegi, þyrla frá Landhelg-
isgæslunni kemur á svæðið, nem-
endur Vélskólans gangsetja glóðar-
hausvél fortíðar og efnarafala
framtíðar, en nemendur Stýri-
mannaskólans sigla í sjónsiglinga-
tæki og keppa í vírasplæsingum á
lóðinni fyrir framan Sjómannaskól-
ann.
Kvenfélög skipstjórnarmanna á
farskipum og vélstjóra, Hrönn og
Keðjan, verða með kaffiveitingar
gegn vægu verði í mötuneyti Sjó-
mannaskólans.
Kynning á vélstjórnar-
og skipstjórnarnámi