Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 21

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 21 Síðustu dagar Lokum á sunnudagskvöld kl. 18 komum aftur í haust Verðdæmi: Adidas buxur barna fullt verð 3.990 okkar verð 1.990 Adidas kvenskór fullt verð 7.990 okkar verð 3.200 Adidas sundbolir stúlkna fullt verð 3.300 okkar verð 1.650 Dockers skór fullt verð 6.900 okkar verð 2.500 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 10.30-18. Stendur til 14. apríl. Upplýsingasími 551 9180. Barnafatnaður Nýjar vörur! NÝTT Pure Color Crystal Gloss gæðir varirnar tælandi gljáa, sem er á mörkum þess mögulega. Þetta er toppurinn á nýrri línu af Pure Color Crystal litum fyrir varir og neglur með gegnsæjum gljábrellum. Spenna í lofti Rafmagnaður gljái Pure Color Crystal Pure Color Crystal NÝTT Gloss - varalitir - naglalökk Kringlunni, sími 568 9033 AFKOMA Samskipa á árinu 2001 var óviðunandi að mati Geirs Magn- ússonar, stjórnarformanns félagsins. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- skipa í gær. Um 249 milljón króna tap varð á rekstri Samskipa á síðasta ári og sagði Geir skýringa að leita í minnkandi flutningum, mikilli sam- keppni og háum fjármagnskostnaði. Geir sagði að á árinu 2001 hefði umhverfi flutningafyrirtækja verið um margt erfitt. Fjármagnsfrekur rekstur, eins og flutningastarfsemi, hefði goldið fyrir fyrir háan fjár- magnskostnað og samdrátt í flutn- ingsmagni. Samdráttur í innflutningi með millilandaskipum Samskipa hefði bitnað á tekjum þess, verð- bólga verið rétt innan við 9%, gengi íslensku krónunnar hefði lækkað um 17% og launakostnaður hækkað verulega. Þá hefði samkeppni á flutningsmarkaði verið mjög hörð síðustu misseri og ekkert lát þar á. Útflutningur Samskipa frá Íslandi var svipaður á síðasta ári og verið hefur en innflutningur varð talsvert minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Mikill vöxtur í Rússlandi Geir sagði það mat stjórnar Sam- skipa að sú stefna að halda áfram starfsemi í Rússlandi væri nú að skila árangri. Mikill vöxtur hefði orð- ið í starfseminni þar í landi en mörg fyrirtæki hefðu dregið úr rekstri þar fyrir þremur árum í kjölfar efna- hagsþrenginga. Á þessu ári hefði efnahagsvöxtur í Rússlandi haldið áfram og væri nú meiri en í Vestur- Evrópu. Hagræðingaraðgerðir og uppbygging á starfsemi Samskipa í Rússlandi hefðu gert hana í stakk búna til að takast á við þann vöxt. Í október sl. keyptu Olíufélagið hf. og Olíuverslun Íslands meirihluta í Samskipum og sagði Geir að mark- miðið með kaupunum væri að ná hagræðingu í rekstri félaganna þriggja með nánu samstarfi á þeim sviðum sem starfsemi þeirra skar- ast, s.s. við dreifingu og flutning á vöru, rekstur bíla, skipa og vöruhúsa um land allt. Sagði Geir að unnið væri að þessum verkefnum og stæðu áætlanir til að hagræðing skilaði sér á næstu árum. Á fundinum voru þeir Karsten M. Olesen og Guðjón Ármann Jónsson kosnir í stjórn Samskipa í stað þeirra Kristjáns Sigmundssonar og Krist- jáns Vilhelmssonar. Óviðunandi afkoma Samskipa Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir Magnússon, stjórnarformaður Samskipa, á aðalfundi félagsins. VEXTIR á millibankamarkaði hafa lækkað mjög mikið á síðustu vikum. Lækkunina má annars vegar rekja til 0,5% vaxtalækkunar Seðlabank- ans. Hins vegar til bættrar lausafjár- stöðu fjármálastofnana. Þetta kom fram í hálffimm-fréttum Búnaðar- banka Íslands í gær. Þar kemur fram að vextir á skammtímalánum hafa lækkað mest, eða um tæplega 4% frá 1. mars sl., úr 12,36% í 8,4%, en vextir langtíma- lána um 2,2%, úr 10,916% í 10,15%. Segir ennfremur að sú staðreynd að vextir á lengri lánum séu hærri en á stuttum, bendi til þess að markaður- inn eigi von á vaxtahækkun eða að núverandi vaxtastig sé tímabundið. Greiningadeild Búnaðarbankans sér a.m.k. tvær skýringar á því að vextir geti hækkað innan skamms tíma. Í fyrsta lagi jókst framboð lauss fjár mjög í kjölfar 10 milljarða króna innlausnar á ríkisskuldabréfa 2. apríl sl. Búast hefði mátt við því að lán fjármálastofnana hjá Seðlabanka Íslands í endurhverfum viðskiptum hefðu lækkað samdægurs, en svo hafi þó ekki orðið. Endurhverf við- skipti hafi lækkað um 8 milljarða við næsta uppboð Seðlabankans, 9. apr- íl, og spennandi verði að fylgjast með hvort endurhverf viðskipti minnka enn frekar þann 23. apríl. Ef það gerist megi búast við einhverri hækkun millibankavaxta. Í öðru lagi hafi lágir vextir á millibankamarkaði og væntingar um að þeir hækki aftur fljótlega valdið því að fjármálastofn- anir hafa lagt óvenju mikið fé inn á bindireikning í Seðlabankanum. Lög og reglur um bindiskyldu miði við ákveðna meðalstöðu á mánaðartíma- bili og því megi gera ráð fyrir að fjár- málastofnanir geti fljótlega lækkað stöðuna á bindireikningum sínum. Þær muni því hafa meira lausafé en ella í lok binditímans og þetta muni væntanlega leiða til þess að milli- bankavextir haldast áfram í lægri kantinum fram að lokum binditíma- bilsins. Greiningadeildin væntir því að stuttir millibankavextir hækki 20. apríl. 4% vaxtalækkun á millibankamarkaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.