Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var föstudagskvöld í Tijuana
í Mexíkó og Jimmy Salguero var
svo óheppinn að vera stöðvaður af
lögreglunni og spurður um skilríki.
Þau átti hann ekki til og fyrir vikið
mátti hann dúsa meira en ár í La
Mesa, einu af hryllilegustu fang-
elsum Rómönsku Ameríku.
Jimmy er þrjátíu og tveggja ára
og frá Gvatemala. Hann var til
Mexíkó kominn í því skyni að
reyna að komast yfir landamærin
til Bandaríkjanna þar sem hann
hugðist reyna fyrir sér. Þegar
hann gat ekki sannað hver hann
var þetta örlagaríka föstudags-
kvöld sáu nokkrir spilltir lög-
reglumenn sér leik á borði og
sögðu Jimmy að hann héti Jamie
Garcia. Jimmy neitaði staðfastlega
en það þýddi ekkert – lög-
reglumennirnir voru yfir sig
ánægðir að geta sagt frá því op-
inberlega að þeir hefðu handsamað
Garcia, umsvifamikinn innbrots-
þjóf. Jimmy gat ekki sannað neitt
annað og því voru örlög hans ráð-
in.
Saga Jimmys Salgueros varpar
skýru ljósi á réttarkerfið í Mexíkó,
að sögn kunnugra. Sú regla að
menn séu saklausir uns sekt þeirra
er sönnuð er að vísu í landslögum
en oft gildir hún aðeins um efna-
meiri menn. Hið sama má segja
um réttinn til að njóta aðstoðar
lögmanns.
Við þetta varð Jimmy áþreif-
anlega var þetta fyrsta kvöld, sem
hann var í vörslu lögreglunnar.
„Mér skilst að það kosti á bilinu
1500 til 2000 dollara að fara yfir
landamærin,“ sagði þá einn lög-
reglumannanna við hann en þetta
mun vera sú upphæð sem þeir
verða að borga sem vilja aðstoð við
að laumast yfir til Bandaríkjanna.
Jimmy segir að lögreglumað-
urinn hafi verið að gera honum
ljóst að hann gæti keypt sig út úr
þeim vanda sem hann var kominn
í. En hann átti enga peninga og í
Mexíkó þekkti hann engan sem
gat hjálpað.
Jimmy var hins vegar vongóður
um að systir hans Ericka, sem bú-
sett var í einu úthverfa Wash-
ington, höfuðborgar Bandaríkj-
anna, gæti hjálpað sér. Taldi hann
að nóg væri að hún segði lögregl-
unni í Mexíkó að Jimmy væri heið-
arlegur fátæklingur frá Gvatemala
– alls ekki þjófurinn Jaime Garcia.
Lögreglan hafði hins vegar engan
áhuga á að tala við Ericku. „Þeir
skelltu bara á mig,“ rifjar systir
Jimmys upp. „Þeim var einfaldlega
nákvæmlega sama hvort hann var
sá sem hann sagðist vera eður ei.“
Allt kostar peninga
Aðstæður í La Mesa eru hræði-
legar fyrir þá sem ekki geta keypt
sér þægindi. Jimmy var í hópi
þeirra blásnauðu og þurfti því að
hafa talsvert fyrir því að komast
yfir teppi, sem hann breiddi yfir
sig á hverju kvöldi á hörðu gólfinu
því ekkert var rúmið eða dýnan.
Næstum ekkert fékkst gefins –
fangar þurftu jafnvel að borga fyr-
ir salernispappírinn, að ekki sé tal-
að um mat.
Stéttaskipting landsins end-
urspeglaðist því innan fangelsis-
múranna sökum þess að í öðrum
enda fangelsisgarðsins gat að líta
fjögur hundruð timburhús, sum
hver með gluggum, svölum og
hljómflutningstækjum – þetta voru
vistarverur efnameiri fanganna.
Fyrir aðgang að einu húsanna
þurftu menn að geta reitt af hendi
allt að 30 þúsund bandaríkjadala,
um 3 milljónir ísl. kr., að sögn
mannréttindafulltrúa.
Stjórnendum La Mesa var vor-
kunn að einu leyti: ætlast var til að
þeir kæmu 5.500 föngum fyrir í
fangelsi sem í upphafi átti aðeins
að hýsa 2.800 manns. Þrengslin
ollu því að föngum var leyft að
byggja timburhúsin fyrrnefndu, en
jafnframt var þeim leyft að opna
litlar verslanir, þar sem seldir eru
rækjukokkteilar, hamborgarar,
taco og burrito-réttir, og þar er
jafnvel hægt að leigja sér víd-
eóspólur. Fangelsisdvölin þurfti
því ekki að vera svo ýkja óþægileg
ef menn höfðu fé milli handa.
Það að eiga fjölskyldu á svæðinu
hefði einnig mátt telja til eigna því
þeir, sem voru svo heppnir að fá
heimsóknir reglulega frá ætt-
ingjum sínum, bjuggu jafnan betur
en aðrir. Ættingjarnir gátu þá séð
þeim fyrir mat, fatnaði og lyfjum –
eða peningunum til að festa kaup á
slíkum vörum.
Í raun var ætlast til þess að ætt-
ingjar heimsæktu fangana reglu-
lega og kæmu færandi hendi.
Menn eins og Jimmy, sem engan
þekkti í Mexíkó, máttu því lifa af
molunum sem féllu af borðum ann-
arra, eða því sem föngum var þó
séð fyrir af yfirvöldum.
„Þú þarft að borga fyrir allt,
jafnvel fyrir aðgang að vatni,“ seg-
ir hann. „Að eiga enga peninga í
fangelsi er eins og að standa alls-
nakinn úti á götu, fatalaus og alls-
laus.“
Til að komast af vann Jimmy
fyrir fanga sem ráku þvottahreins-
un innan fangelsisins eða eitthvað
álíka. Hann skar líka út muni úr
tré og seldi öðrum föngum og
gestum þeirra.
Með peningunum greiddi hann
fangavörðunum fyrir mat og aðrar
nauðsynjavörur. Einnig þurfti
hann að borga samföngum sínum
fyrir aðgang að síma. Það sem
hins vegar fór með fjármálin var
sú hefð að á hverju kvöldi þurfti
hver einasti fangi að borga fanga-
verði til að skrá viðveru þeirra.
Gætu menn ekki staðið skil á 50
senta greiðslunni töldust þeir ekki
vera á staðnum, og eins mánaðar
fangelsisdómur gat því lengst um-
talsvert væru menn slyppir og
snauðir því væri viðvera ekki
skráð taldist sá dagur ekki til frá-
dráttar refsingu manna.
Ekki einsdæmi
Fulltrúar mannréttindasamtaka
segja sögu Jimmys ekkert eins-
dæmi. Gagnasöfnun sé ómarkviss
og algengt sé að fangelsisyfirvöld
viti í reynd ekki hvað menn hafa á
samviskunni, ef nokkuð. Fá fang-
elsi í Mexíkó hafa yfir að ráða
safni fingrafara afbrotamanna á
tölvutæku formi eða ljósmyndum
af glæpamönnum. Sumir þeirra
sem ekki hafa efni á því að ráða
sér lögfræðing enda með því að af-
plána mun lengri dóma en felldir
voru yfir þeim og það hefur komið
fyrir að menn, sem leitað er vegna
alvarlegra glæpa, reynast þegar
vera í fangelsi en undir fölsku
nafni, dæmdir fyrir minniháttar
afbrot.
Garcia og Jimmy
afar ólíkir í útliti
Ericka Salguero, systir Jimmys,
óttaðist um afdrif hans. Hún hafði
hins vegar ekki efni á því að fara
alla leið til Tijuana til að vitja
bróður síns og lítið kom út úr
heimsóknum hennar til sendiráða
Gvatemala og Mexíkó í Wash-
ington.
Svo gerðist það dag einn að ein-
hver skaut því að Jimmy að
hringja á skrifstofu mannréttinda-
samtaka í Tijuana og þar fann
hann fyrir ungan lögfræðing, Luis
Hernandez. Þetta var meira en
einu ári eftir að hann var handtek-
inn.
Hernandez heimsótti Jimmy í
fangelsið 25. maí 2001 og eftir
samtal þeirra fór hann og skoðaði
þau gögn sem yfirvöld höfðu yfir
að ráða um glæpamanninn Jamie
Garcia.
„Ég gapti af undrun,“ segir
Hernandez. Í gögnunum var að
finna ljósmynd af Garcia og aug-
ljóst var af henni að þeir Jimmy
eru alls óskyldir – sannarlega ekki
einn og sami maðurinn. Garcia var
greinilega mun eldri maður, há-
vaxnari og þyngri. Hann hafði
dökkt hörund og krullað hár, ekki
ljóst hörund og slétt hár eins og
maðurinn sem Hernandez hafði
verið að ræða við í La Mesa.
Hernandez ritaði dómaranum í
máli Garcia/Jimmys bréf og 5. júní
2001 var Jimmy boðaður á fund
aðstoðarforstjóra fangelsisins.
„Ert þú Jamie Garcia?“ spurði
hann.
„Þeir kalla mig þetta hér. Ég
heiti hins vegar Jimmy Salguero.
Ég er ekki frá Mexíkó,“ svaraði
Jimmy.
Aðstoðarforstjórinn, sem ekki
lengur starfar í La Mesa, batt
enda á samtal þeirra en klukku-
stundu síðar sneri hann aftur og
sagði við Jimmy: „Ég hef góðar
fréttir að færa. Þú mátt fara.“
Og innan fárra mínútna var
Jimmy kominn út á götu, frjáls
maður á ný.
Hernandez telur að Jimmy ætti
að fara fram á bætur frá stjórn-
völdum í Mexíkó og Ericka Salg-
uero segir að yfirvöld ættu að
minnsta kosti að biðja bróður
hennar afsökunar. „Þeir stálu
heilu ári af ævi hans og það er
ekki bara hægt að segja „vertu
blessaður“ eins og ekkert hafi
gerst.“
Jimmy vill hins vegar lítið heyra
á slíkt minnst. Hann hyggst nú
reyna að flytjast búferlum til Kan-
ada en þangað til af því getur orð-
ið vinnur hann við bílamálun í Tij-
uana og sparar aurana til ferðar-
innar.
Þar sem réttlætið
er óþekkt hugtak
Washington Post, Michael Williamson
Málarinn Jimmy Salguero frá Gvatemala sat meira en ár í einu af ill-
ræmdustu fangelsum Rómönsku Ameríku vegna þess að yfirvöld í
Mexíkó hirtu ekki um að ganga úr skugga um hver hann væri.
Jimmy Salguero sat rúmt ár í fangelsi í Mexíkó
fyrir að geta ekki sannað hver hann var
’ Þeir kalla migþetta hér. Ég heiti
hins vegar Jimmy
Salguero ‘
Tijuana. The Washington Post.