Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 25
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Kynningardagur Stýrimannaskólans
laugardaginn 13. apríl 2002
frá kl. 13.00–16.30
„Siglingar og sjósókn eru
nauðsyn og undirstaða
þjóðarbúsins“
Dagskrá:
Kl. 13.00. Húsið opnað. Starfsemi skólans, ásamt tækjum og
kennslugögnum, kynnt.
Fyrirtæki og stofnanir í þágu sjávarútvegs og siglinga kynna
starfsemi sína og þjónustu.
Kl. 14.00 Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar kemur á
svæðið ef veður leyfir.
Dagskrá í hátíðarsal Sjómannaskólans. Ávörp,
Þingeyingakórinn syngur, Jazzhljómsveit leikur, framlag úr
björgunarsjóði Stýrimannaskólans - þyrlusjóði afhent
þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.
Kl. 15.00. Nemendur reyna með sér í „vírasplæsingum“.
Kvenfélögin Hrönn og Keðjan verða allan daginn með
kaffiveitingar og frábærar kökur og tertur í matsal
Sjómannaskólans.
Allir velkomnir
STÝRIMANNASKÓLINN Í REYKJAVÍK.
VIÐSKIPTARÁÐHERRA Japans,
Takeo Hiranuma, hótaði því í gær að
Japanir grípu til hefndaraðgerða
gegn tollum sem Bandaríkjamenn
setja á stál, ef ekki yrði orðið við
kröfum um bætur. Kom þetta fram
eftir fund ráðherrans með viðskipta-
fulltrúa Bandaríkjanna, Robert
Zoellick, í Tókýó í gær.
Hiranuma krafðist þess að Banda-
ríkjamenn bættu Japönum upp tap-
aðar útflutningstekjur af stáli til
Bandaríkjanna, t.d. með því að
lækka tolla á japanskar myndbands-
tökuvélar, úr og aðrar vörur. „Ef
ekki verður brugðist jákvætt við
verðum við að búa okkur undir að
grípa til gagnaðgerða,“ sagði Hir-
anuma við Zoellnick. Þær aðgerðir
gætu m.a. falist í hækkun tolla á
bandarískar vörur sem Japanir
flytja inn.
Í byrjun mars tilkynnti George W.
Bush Bandaríkjaforseti að ætlunin
væri að setja átta til þrjátíu prósenta
tolla á stál sem flutt væri inn frá
löndum öðrum en Kanada og
Mexíkó, sem eru í fríverslunarsam-
bandi við Bandaríkin. Þegar stáltoll-
arnir voru settir á 20. mars varð uppi
fótur og fit víðs vegar í heiminum og
sex aðildarríki Heimsviðskiptastofn-
unarinnar (WTO) lögðu fram form-
lega kæru hjá stofnuninni.
Zoellnick gaf Hiranuma ekki af-
dráttarlaust svar á fundinum í Tókýó
í gær, en varaði við því að gripið yrði
til hefndaraðgerða. Það væri ekki
rétt að eitthvert eitt ríki gripi til ein-
hliða aðgerða, án samráðs við WTO.
Slíkt myndi koma illa niður á stofn-
uninni til lengri tíma litið.
Japanir hóta hefnd-
um vegna stáltolla
Tókýó. AFP.
10,4 milljónir barna víða um heim
voru munaðarlausar í fyrra vegna
alnæmisfaraldursins en talan gæti
tvöfaldast fyrir árið 2010, að sögn
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, UNICEF.
Allt að 2,3 milljónir manna undir
15 ára aldri misstu annaðhvort
móður sína eða báða foreldra árið
2000, að því er fram kemur í ný-
legri skýrslu frá UNICEF. Þorri
barnanna er í Afríku sunnan Sah-
ara.
Í lok ársins 1999 voru 970.000
börn munaðarlaus vegna alnæmis-
faraldursins í Nígeríu, 900.000 í
Eþíópíu og 623.000 í Zimbabve.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in, WHO, áætlar að meira en 40
milljónir manna séu með alnæm-
isveiruna og mikill meirihluti
þeirra býr í Afríku sunnan Sahara.
Fimm milljónir manna fengu sjúk-
dóminn í fyrra og þrjár milljónir al-
næmissjúklinga dóu.
Stjórnvöld í Kína áætla að
850.000 Kínverja hafi fengið al-
næmisveiruna fyrir lok síðasta árs.
Fyrir ári var áætlað að 600.000
Kínverjar væru með veiruna.
Þetta þýðir þó ekki að 250.000
Kínverjar hafi fengið veiruna í
fyrra því líklegra er að með nýja
matinu séu kínversk stjórnvöld að
fikra sig nær mati sérfræðinga
Sameinuðu þjóðanna, sem telja að
allt að 1,5 milljónir Kínverja hafi
smitast af alnæmisveirunni.
Að sögn kínversku fréttastof-
unnar Xinhua er áætlað að meira
en 100.000 Kínverjar hafi dáið af
völdum alnæmis.
Ný skýrsla um alnæmisfaraldurinn í heiminum
Meira en 10 milljónir
barna munaðarlausar
Genf, Paking. AFP.
ATVINNA mbl.is