Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 30
LISTIR/KVIKMYNDIR
30 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í KVIKMYNDINNI Showtime still-
ir Robert De Niro, sem frægur er
fyrir annað en gamanleik, sér við
hlið Eddie Murphy, sem sumir segja
að sé ókrýndur konungur gaman-
leikara nú til dags. Þeir félagar leika
ólíkar persónur. De Niro er skap-
mikil lögga í lögregluliði Los Angel-
es-borgar sem skipað er að vinna
með sjónvarpsmanni, sem gerir
þætti byggða á veruleika lögreglu-
manna.
De Niro leikur lögreglumanninn
og skaphundinn Mitch Preston, sem
vill aðeins fá að vera í friði við að
vinna vinnuna sína á þann hátt sem
hann hefur gert undanfarin 20 ár.
Varðmaðurinn Trey Sellars, sem
leikinn er af Eddie Murphy, er and-
stæðan. Í stað þess að tilheyra lög-
regluliðinu þar sem dagurinn fer í að
elta uppi vasaþjófa, dreymir hann
um að verða sjónvarpsleikari enda
notar hann kvöldin í að æfa leikræn
tilþrif fyrir framan spegil í von um
að tækifærin bíði handan hornsins.
Eitt kvöldið rekst hann af tilviljun
inn í vel undirbúna aðgerð lögregl-
unnar, grandalaus um að nú sé hann
að koma í veg fyrir að Mitch komi
böndum á flokk fíkniefnasmyglara.
Nokkrum mínútum síðar birtist lið
sjónvarpsfréttamanna með látum og
kemur endanlega í veg fyrir að lög-
regluaðgerðin heppnist. Í reiði sinni
þegar hann uppgötvar að margra
mánaða vinna er farin fyrir bí, skýt-
ur Mitch af byssu sinni í átt að
myndavélum fréttamannanna. Þessi
fljóthuga ákvörðun, sem stjórnast
hafði af tilfinningum augnabliksins,
á eftir að draga dilk á eftir sér því
daginn eftir er hann sjálfur orðinn
aðalfréttaefni fjölmiðlanna og andlit
hans á forsíðum flestra dagblaðanna.
Til að sættast á málamiðlun og
komast hjá brottrekstri, neyðist
Mitch til að fallast á þá uppástungu
sjónvarpsþáttaframleiðandans
Chase Renzi (Rene Russo) að leyfa
þáttagerðarmönnum að gera sjón-
varpsmynd um dagleg störf lögregl-
unnar. Renzi þykir óhugsandi að
sitja uppi með geðvonda löggu sem í
ofanálag veit lítið um leikræna til-
burði, svo að til er kall-
aður fjölmiðlavænni
einstaklingur, Trey
nokkur Sellars, sem er
ekki lengi að taka til-
boðinu þrátt fyrir að
Mitch þoli hann ekki
nálægt sér. Vinna við
gerð sjónvarpsþáttar-
ins hefst og stefnt er að
því að gera þá að alvöru
sjónvarpsstjörnum.
Fyrir Mitch er þessi
vinna lifandi helvíti, en
fyrir Trey eru draumar
hans um frægð og
frama loksins að rætast.
Framleiðendur myndarinnar eru
Jorge Saralegui og Jane Rosenthal.
Handrit skrifuðu Keith Sharon, Al-
fred Gough og Miles Millar eftir
sögu Jorge Saralegui. Leikstjórinn
Tom Dey, sem lengst af hefur starf-
að í auglýsingaiðnaðinum, flutti sig
yfir í kvikmyndaiðnaðinn árið 1998
þegar hann var ráðinn af Disney og
Spyglass Entertainment til að leik-
stýra Shanghai Noon með Jackie
Chan, Owen Wilson og Lucy Liu.
Showtime er önnur kvikmyndin sem
Dey leikstýrir.
Leikarar: Eddie Murphy (Beverly Hills
Cop, Dr. Doolittle, Bowfinger); Robert
De Niro (Taxi Driver, Casino, Men of
Honor); Rene Russo (In the Line of Fire,
Get Shorty, Major League); William
Shatner (The Intruder, Judgement at
Nuremberg); Leikstjóri: Tom Dey.
Stefnt á stjörnuhimin
Sambíóin, Álfabakka, Kringlunni, Kefla-
vík og á Akureyri frumsýna Showtime
með Eddie Murphy, Robert De Niro,
Rene Russo og William Shatner.
Reuters
Robert De Niro og Eddie Murphy í gaman-
myndinni Showtime.
NÝJASTA mynd hins umdeilda leik-
stjóra David Lynch er Mulholland
Drive, sem frumsýnd verður í dag, en
fyrir hana var hann tilnefndur sem
einn besti leikstjóri ársins. Lynch
kom fyrst fram á sjónarsviðið með
Eraser fyrir um aldarfjórðungi, en sló
svo í gegn með sjónvarpsþáttunum
um Twin Peaks, sem vinsælir urðu
víða. Þessi nýjasta mynd Lynch ger-
ist við Mulholland Drive í Los Angel-
es þar sem ekkert er eins og það virð-
ist vera á glansandi yfirborðinu.
Ung kona að nafni Betty, sem leik-
in er af Naomi Watts, kemur til Los
Angeles í leit að kvikmyndahlutverki.
Þar hittir hún fyrir Ritu, sem leikin er
af Lauru Harring og er heldur betur
dularfull enda þjáist hún af minnis-
leysi. Myndin er sögð sveipuð mikilli
dulúð og erótík og er blanda af Twin
Peaks og Blue Velvet, sem er ein
þekktasta mynd Lynch til þessa.
Hér er um spennumynd frá Uni-
versal að ræða. Framleiðendur henn-
ar eru Mark Sweeny og Alain Sarde.
Kvikmyndahandritið var unnið af
Joyce Eliason og David Lynch, sem
segir myndina fjalla um sakleysi og
spillingu, ást og einsemd og allt það
sem fyrirfinnst í stórborg eins og Los
Angeles.
Leikarar: Justin Theroux (Zoolander, The
District, American Psycho); Naomi Watts
(Down, Strange Planet, Ellie Parker);
Laura Harring (John Q, New Shoes,
Derailed); Robert Forster (Human Nat-
ure, Strange Hearts, Diamond Men).
Leikstjóri: David Lynch.
Dulúð og
erótík
Naomi Watts og Laura Harring í
hlutverkum sínum í kvikmynd-
inni Mulholland Drive.
Háskólabíó frumsýnir Mulholland Drive
með Justin Theroux, Naomi Watts,
Laura Harring, Ann Miller og Robert
Forster.
KVIKMYNDIN Kate & Leopold er
rómantísk gamanmynd í anda Sleep-
less in Seattle með stórstjörnunni
Meg Ryan og Hugh Jackman í aðal-
hlutverkum. Bæði búa þau í New
York en ekki á sama tíma, en ef svo
væri væru þau fullkomin fyrir hvort
annað. Hún er kona á framabraut og
lifir á tuttugustu og fyrstu öldinni en
hann er herramaður, sem uppi er ár-
ið 1870. Þau hittast samt þar sem um
lítið tímaop er að ræða á Brooklyn-
brúnni sem gamall unnusti Kate,
Stuart að nafni sem leikinn er af
Live Schreiber, uppgötvar. Ekki er
auðvelt fyrir herramann frá nítjándu
öld að aðlagast New York á 21. öld-
inni og því koma oft upp spaugileg
atvik í samskiptum Kate og Leopold.
Það á þó sérstaklega við þegar kem-
ur að tilhugalífinu.
Leikstjóri myndarinnar er James
Mangold, sem er jafnframt handrits-
höfundur ásamt Steven Rogers, en
Mangold leikstýrði einnig Girl Int-
errupted og Cop Land. Framleið-
andi er Cathy Konrad, sem fram-
leiddi einnig Scream, Girl Inter-
rupted og The Sweetest Thing, sem
frumsýnd verður innan skamms með
Cameron Diaz.
Kate & Leopold er mynd tveggja
heima í sömu borg, segir leikstjór-
inn, „en allt frá því að við byrjuðum
tökur vildi ég eftir megni fanga New
York í þátíð og nútíð á sem nútíma-
legastan hátt. Ég forðaðist að lenda í
því að draga aðeins upp fallega mynd
af gamla tímanum og ljóta mynd af
nútímanum. Í staðinn vildi ég að
Leopold sæi með eigin augum fegurð
borgar, sem við tökum í daglegu lífi
sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut
með öllum þeim þægindum, sem nú-
tímamaðurinn býr við, svo sem ný-
tísku íbúðir, brauðristar og mynd-
senditæki svo ekki sé talað um
vegakerfið og brýrnar, tignarlega
skýjakljúfa með tilheyrandi lyftu-
búnaði og rúllustigum,“ segir James
Mangold um vinnu sína.
Leikarar: Meg Ryan (Proof of Life, City
of Angels, French Kiss); Hugh Jackman
(X-Men, Swordfish, Someone Like You);
Liev Schreiber (Hurricane, A Walk on
the Moon, Scream); Breckin Meyer (Rat
Race, Road Trip, Go, Josie and the
Pussycats); Natasha Lyonne (Slums of
Beverly Hills, American Pie 2, But I’m a
Cheerleader). Leikstjóri: James Man-
gold.
Rómantík í tímaopi
Meg Ryan og Hugh Jackman í
rómantísku gamanmyndinni
Kate og Leopold.
Smárabíó frumsýnir Kate & Leopold
með Meg Ryan, Hugh Jackman, Live
Schreiber, Breckin Meyer og Natasha
Lyonne.
ÞEIR Wesley Snipes og Kris Krist-
offerson fara með aðalhlutverkin í
Blade 2, sem frumsýnd verður í dag,
en hér er á ferð-
inni framhald
samnefndrar
myndar sem
frumsýnd var ár-
ið 1998. Leik-
stjórn annaðist
Guillermo del
Toro, sem fæddur
er í Mexíkó árið
1964, en hann
hefur að mestu
unnið sem förðunarmeistari í kvik-
myndageiranum til þessa.
Óvenjuleg stökkbreyting hefur átt
sér stað innan vampírusamfélagsins.
Komin er fram ný vampírutegund,
sem er svo blóðþyrst að hún leggst
ekki aðeins á mannfólkið, heldur hin-
ar hefðbundnu blóðsugur líka og
fórnarlömbin, sem eru svo óheppin
að lifa af árásir þessarar nýju teg-
undar, umbreytastast sjálf í þessar
blóðþyrstu vampírur. Illþýðinu fjölg-
ar hratt og innan skamms verður
ekki nóg af mennsku blóði í boði fyrir
sælkerana. Skuggaráðið svokallaða
kallar til fundar gamalkunna félaga
ásamt vopnasérfræðingi sem taka
höndum saman við hópinn Blood-
pack sem samanstendur af sérþjálf-
uðum bardagavampírum. Þetta sam-
einaða hernaðarbandalag er eina
vonin gegn þessari miklu ógn, sem
við er að etja og þurrkað gæti út
mann- og vampírukyn jarðar.
Myndin, sem kemur frá New Line
Cinema, er framleidd af Peter
Frankfurt, Wesley Snipes og Pat-
rick Palmer, en kvikmyndahandritið
skrifaði David S. Goyer.
Leikarar:Wesley Snipes (Demolition
Man, Sugar Hill); Kris Kristofferson (A
Star is Born, Payback, Planet of the
Apes); Ron Perlman (In the Name of the
Rose, Alien: Resurrection, Happy Tex-
as); Luke Goss (Two Days and Nine Liv-
es, Love Lives, Nine Tenths); Leonor
Varela (The Tailor of Panama, Texas
Rangers); Matt Schulze (Blade, The
Fast and the Furious); Norman Reedus
(Mimic, I’m Loosing You, Dark Harbor).
Leikstjóri: Guillermo del Toro.
Vampíruveiðar
Wesley Snipes í
Blade II.
Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó
á Akureyri frumsýna Blade 2 með Wesl-
ey Snipes, Kris Kristofferson, Ron Perl-
man, Luke Goss, Leonor Varela, Matt
Schulze og Norman Reedus.
TEIKNIMYNDIN um snillinginn
Jimmy Neutron fjallar um lítinn
strák, sem er mörgum
ljósárum á undan jafn-
öldrum sínum í hugsun
enda er hann snillingur
á ýmsum sviðum, en þó
ekki öllum. Hér er á
ferðinni einföld saga
um strák og hundinn
hans sem saman heyja
ýmsa hildi. Þegar vin-
um hans og foreldrum
þeirra er rænt af geimverum, kem-
ur til kasta Jimmy litla og það er
hann sem fer fremstur í flokki mik-
ils leiðangurs þeim til bjargar. Þeg-
ar upp er staðið stendur Jimmy litli
uppi sem mikil hetja.
Jimmy Neutron býr í ímynduð-
um bæ að nafni Retroville, þar sem
hús eru máluð í pastellitum og
garðar eru vel snyrtir. Íbúarnir í
þessu rólegheita úthverfi búa ýmist
í nútíðinni, fortíðinnii eða framtíð-
inni og stundum í algjörum
draumaheimi. Jimmy er við fyrstu
sýn ósköp venjulegur drengur, en
þegar á reynir getur hann gert allt
sem venjulega krakka dreymir
stundum um, en geta ekki gert.
Hann getur til dæmis flogið, farið
aftur til fortíðar og gert sig ósýni-
legan, en fyrir getur komið að hlut-
irnir fari ekki alltaf eins og áætl-
anir hans gera ráð fyrir.
Með aðalhlutverk fara
Patrick Stewart, Martin
Short, Debi Derryberry
og Rob Paulsen, en ís-
lenskar leikraddir eiga
Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir, Friðrik Frið-
riksson, Björk Jak-
obsdóttir, Gunnar
Hansson, Ólafur Egilsson,
Jóhanna Jónas, Esther
Talia Casey, Bragi Þór Hinriksson, Örn
Árnason, Lára Sveinsdóttir, Guðfinna
Rúnarsdóttir og Davíð Þór Jónsson.
Leikstjóri talsetningarinnar var Jakob
Þór Einarsson og tæknistjóri var
Gunnar Árnason. Leikstjóri mynd-
arinnar er John A. Davis sem jafn-
framt skrifaði kvikmyndahandritið
ásamt þeim David N. Wiess, J. David
Stem og Steve Oedekerk. Framleið-
endur voru Steve Oedekerk, John A.
Davis og Albie Hecht. Tónlistarstjórn
var í höndum John Debney, en tónlist-
arflutningur er sóttur til fjölmargra
listamanna, svo sem Britney Spears,
Aaron Carter, Go-Go’s og The Ramon-
es svo nokkrir séu nefndir.
Jimmy Neutron
kemur til bjargar
Úr teiknimyndinni
Jimmy Neutron.
Sambíóin og Laugarásbíó frumsýna
teiknimyndina Jimmy Neutron: Boy Gen-
ius með íslenskri talsetningu.