Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 31
Leiklistarskóli
Bandalags íslenskra leikfélaga
auglýsir:
Sumarnámskeiðin 2002 í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal.
Fyrra tímabil 5.-13. júní:
Laus pláss eru á eftirtalið námskeið:
Leikarinn sem skapandi listamaður,
kennari Rúnar Guðbrandsson.
Seinna tímabil 18.-23. júní:
Laus pláss eru á eftirtalin námskeið:
Leikritun, kennari Karl Ágúst Úlfsson.
Lýsing í leikhúsi, kennari Árni Jón Baldvinsson.
Leikhúsförðun, kennari Gréta Boða.
Nánari upplýsingar á vefslóðinni www.leiklist.is og hjá Bandalagi íslenskra
leikfélaga, Laugavegi 96, 101 Reykjavík, sími 551 6974,
netfang: info@leiklist.is .
Skráningarfrestur er til 15. apríl 2002.
KATE Winslet og Judi Dench fara
með hlutverk Írisar í samnefndri
kvikmynd í leikstjórn Bretans
Richard Eyre. Myndin er byggð á
ævi breska rithöfundarins Iris
Murdoch sem á efri árum þjáðist
af Alzheimer-sjúkdómnum. Iris
Murdoch naut heimsfrægðar sem
rithöfundur enda þótti hún miklum
gáfum gædd, en færri vissu um
sjálfa persónuna, sem sótti jafnt til
karla og kvenna í ástarmálum.
Eiginmaður hennar til 43 ára var
óframfærinn hæglætismaður að
nafni John Bayley, sem fylgdi
henni í blíðu og stríðu þar til yfir
lauk árið 1999. Murdoch veiktist af
sjúkdómi sínum árið 1995 sem dró
hana svo til dauða fjórum árum
síðar og var á þeim tímapunkti allt
gleymt í huga hennar ef undan er
skilið nafn eiginmannsins, sem
gætti hennar allt fram á síðasta
dag.
Þeir Jim Broadbent og Hugh
Bonneville fara með hlutverk eig-
inmannsins og fékk sá fyrrnefndi
Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í
myndinni. Myndin fjallar ekki síst
um afar sérstaka ástarsögu milli
rithöfundarins Irisar og eigin-
mannsins sem hófst á námsárum
þeirra í Oxford og lauk ekki fyrr
en með dauða Irisar rúmum 40 ár-
um síðar. Kvikmyndahandritið
skrifuðu þeir Charles Wood og
leikstjórinn Richard Eyre upp úr
minningabrotum, sem John Bayley
skrifaði um konu sína Irisi, en
framleiðendur myndarinnar eru
Robert Fox og Scott Rudin.
Rihöfundurinn og heimspeking-
urinn Iris Murdoch fæddist í Dubl-
in árið 1919 og hlaut menntun sína
í skólum í Englandi. Á meðan
seinni heimsstyrjöldin gekk yfir,
vann hún í þjónustu hins opinbera
og var við nám og kennslu í Oxford
frá 1948 til 1963. Fyrsta skáldsaga
Irisar, Under The Net, kom út
þegar hún var 35 ára gömul.
Tveimur árum síðar giftist hún
John Bayley, háskólakennara sem
hún hafði þekkt í þrjú ár, sem varð
síðan mjög virtur bókmennta-
gagnrýnandi. Eftir Irisi liggja 25
skáldsögur. Þekktastar eru: The
Bell, A Severed Head, The Nice
and The Good, The Italian Girl,
The Black Prince, The Unicorn,
The Sea The Sea, A Word Child og
The Philosopher’s Pupil.
Bækur hennar fjalla oftar en
ekki um lögreglusögur með sál-
fræðilegum undirtón og draga
fram flókin og margbrotin kynferð-
issambönd. Hún átti auðvelt með
að flétta saman gamni og alvöru
þar sem ráðabruggin einkennast af
ógnvekjandi atburðum með kóm-
ískum augnablikum í bland.
Leikarar: Judi Dench (Mrs. Brown,
Chocolat, Shakespeare In Love); Kate
Winslet (Titanic, Enigma, Quills, Holy
Smoke); Jim Broadbent (The Borrow-
ers, Bridget Jones’s Diary, Moulin
Rouge); Hugh Bonneville (My Napo-
leon, High Heels and Low Lifes, Nott-
ing Hill); Penelope Wilton (The
French Lieutenant’s Woman, Cry
Freedom, King Lear) Leikstjóri: Rich-
ard Eyre.
Ljúfsár ástarsaga
Sambíóin frumsýna Iris með Judi
Dench, Kate Winslet, Jim Broadbent,
Hugh Bonneville og Penelope Wilton.
Reuters
Breska leikkonan Dame Judi Dench í kvikmyndinni Iris.
FINNSKI kvikmyndagerðarmaður-
inn Seppo Renvall sýnir verk sitt
Film 1999 við lifandi tónlist í Nýlista-
safninu, Vatnsstíg 3b (bakhúsi), í
kvöld kl. 20. Gestum er boðið að sýna
stutt myndbandsverk og geta lagt
þau fram í VHS eða DVD.
Að auki verða sýnd verk eftir
finnsku listamennina Markus Renv-
all, Alli Savolainen, Gun Holström,
Mi Duncker og Sino Hianen. Rafræn
tónlist og plötusnúðar: Darri Lor-
enzen, dj Musician. Aðgangur er
ókeypis.
Finnskt
kvöld í Nýló
NÚ stendur yfir sýning á vatnslita-
myndum Sigurbjörns Eldons Loga-
sonar í Eden í Hveragerði. Þetta er
12. einkasýning Sigurbjörns og
stendur hún til 22. apríl.
Vatnslita-
myndir í Eden