Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 32
MENNTUN 32 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Menningaráætlun ESB Menning 2000/Culture 2000, menningaráætlun Evrópusam- bandsins, styrkir evrópsk sam- starfsverkefni á sviði allra list- greina og menningararfleifðar. Einnig eru veittir styrkir til þýð- inga á evrópskum bókmenntum. Næsti skilafrestur, sem er fyrir verkefni sem hefjast árið 2003, verður væntanlega síðsumars eða í haust. Að þessu sinni verður sér- stök áhersla lögð á að styrkja verk- efni á sviði tónlistar, leiklistar og dans (performing arts). Einhverjir tugir styrkja verða þó veittir til verkefna á öðrum sviðum. Skila- frestur verður auglýstur um leið og umsóknargögn berast sem er lík- legt að verði í apríl/ maí. Upplýsingaþjónusta menningar- áætlunar ESB veitir ráðgjöf á öllum stigum umsóknarferlis og gefur út ókeypis fréttabréf sem er sent út rafrænt. Þar eru einnig veittar allar nán- ari upplýsingar í síma 562 6388 og með tölvupósti, ccp@iff.is. Vefslóð: www.centrum.is/ccp. Hugmyndir í 6. rammaáætlun Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins auglýsir eftir verkefna- hugmyndum fyrir hin sjö sérstöku forgangssvið rann- sókna 6. rammaáætl- unarinnar. Þeim sem hug hafa á að sækja um Samþætt verkefni (Intergrated Project – IP) eða Netsamstarf önd- vegissetra (Network of Excellence – NoE), sem eru hin nýju umsókn- arform 6. rammaáætlunar ESB, er boðið að senda inn hugmyndir að verkefnum sem hæfðu hinum nýju umsóknarformum. Þannig gefst tækifæri til að hafa áhrif á mótun 6. rammaáætlunarinnar. Frestur til að skila inn umsókn- um með tölvupósti er kl. 17.00, hinn 7. júní nk. Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.cordis.lu/fp6/eoi- instruments/ og hjá RANNÍS í síma 515 5800. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Kyn: Karl. Aldur: 16 ára. Spurning: Ég er nýbúinn að ljúka samræmdum prófum (spurt 2001). Ég er með mikla náms- örðugleika bæði lesblindu og skrifblindu. Mér gengur illa að stafsetja en get lesið og skrif- að, en ekki hratt. Mig dreymir um að verða kokkur eða eitt- hvað því tengt en mér sýnist að mikið sé af bóklegum greinum sem yrðu erfiðar. Ég féll í öllum samræmdum greinum. Hvað gæti hentað mér á þessu sviði? Svar: Það er ánægjulegt að heyra að þú hefur tiltekin mark- mið í huga varðandi framtíð- arstarf. Það sem skiptir máli, hvað varðar áframhaldandi nám, er ná góðum tökum á námsgreinunum íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Þar sem þú hefur átt við námsörðugleika að stríða er mikilvægt að skýra frá því þegar þú innritast í framhaldsskóla. Einnig er mikilvægt að hafa látið greina í hverju lesörðugleikarnir eru fólgnir. Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands tekur t.d. að sér slíka greiningu. Það er skiljanlegt að bóknámsgrein- arnar geti orðið þrándur í götu þinni en einnig er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir styrkleika þínum í öðru, eins og t.d. áhugi þinn á matreiðslu ber vott um. Einnig þarf að hafa í huga að að- stoð við nemendur með náms- örðugleika hefur tekið miklum framförum og væntanlega kann- ar námsráðgjafi þess fram- haldsskóla þar sem þú innritast hvort og þá hvers konar úrræði standa þér til boða. Eins og áður sagði þarf að ná tökum á samræmdu greinunum fjórum þar eð þær eru yfirleitt lykill að frekara iðnnámi. Það er gott að geta byrjað í heima- byggð og þá er Fjölbrautaskóli Vesturlands þér næstur, en þar stendur til boða fornám á al- mennri braut fyrir þá sem ekki náðu 5 í samræmdum prófum í þremur greinum. Æskilegt væri að hafa samband við náms- ráðgjafa við FVA og fá nánari upplýsingar (www.fva.is). Borg- arholtsskóli í Reykjavík býður einnig slíkt nám á fornámsbraut (sjá www.bhs.is). Til þess að hefja iðnnám eins og í matreiðslu (kokkanám) þarf viðkomandi að hafa einkunnina 5 í stærðfræði og íslensku og komast á samning hjá meist- ara. Matreiðsla er kennd við Hótel- og matvælaskólann, Menntaskólanum í Kópavogi. Til er einnig almenn braut 1 við MK en markmið hennar er að bæta árangur nemenda í grunn- greinum og auka þekkingu þeirra áður en lengra er haldið. Þar þarf að hafa náð tveimur samræmdum prófum af fjórum. Á heimasíðu Menntaskólans í Kópavogi (http://mk.is- mennt.is/) er þeim náms- brautum lýst sem þar eru í boði. Réttast væri að fá viðtal við námsráðgjafa MK og spyrja nán- ar út í námið Mikilvægt er að afla sér grein- argóðra upplýsinga og hér hafa verið nefndar nokkrar leiðir sem rétt væri að kanna nánar. Einnig er brýnt að afla góðrar grunn- þekkingar í lykilgreinum til að hægt sé síðar að hefja iðnnám/ starfsnám eða annað sem hent- ar þér. Ræddu málin við foreldra þína og námsráðgjafa í þeim skólum sem til greina kæmi að þú hæfir nám við. Sameiginlega getið þið skoðað leiðir sem fleyta þér í draumastarfið. Nám og störf TENGLAR ....................................... Svarið er unnið úr idan.is í sam- starfi við nám í námsráðgjöf við Háskóla Íslands. ENGINN veit fyrr enreynt hefur hversu um-fangsmikil og margþættfötlun heyrnarskerðing er í raun. „Ekki er hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að stór hópur heyrnarskertra hefur svo árum skiptir fengið lítinn stuðning til að fylgja skóla- göngu sinni eftir. Þessir nemendur láta ekki mikið fyrir sér fara þar sem þeir búa oft við tilfinningu um öryggisleysi, vantrú og skerta sjálfsmynd,“ segir Kristín Irene Valdemarsdóttir, deildarstjóri sérdeild- ar fyrir heyrnarskerta í Lundarskóla á Akur- eyri. „Ástæðuna má rekja til ýmissa þátta en fyrst og fremst má segja að máluppeldið og málumhverfið hafi brugðist.“ Starfið í Lundarskóla Sérdeild fyrir heyrnarskert börn á grunnskólaaldri var sett á fót í Lundarskóla, í kjölfar samþykktar Akureyrarbæjar, í ágúst 2001, fyrir henni. Þrír starfsmenn ráðnir í vinnu við deildina, allir með sér- menntun á ákveðnu sviði sem teng- ist heyrnarleysi/heyrnarskerðingu eða með mikla reynslu á þessu sviði. Starfsmönnum deildarinnar er ætlað að þjóna öllum heyrnarskert- um grunnskólabörnum á Akureyri og í Eyjafirði. Auk þess þjóna þeir foreldrum, aðstandendum, kennur- um og almenningi með annarri þjónustu s.s. ráðgjöf og táknmáls- kennslu. Samstarf er haft við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Vesturhlíðarskóla og Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra. Kristín Irene segir að um braut- ryðjendastarf sé að ræða í Lund- arskóla, þó að Vesturhlíðarskóli hafi vissulega þjónustað þennan hóp vel þá hefur heyrnarskertum nemendum ekki verið blandað inn í almennan bekk með þessum hætti áður. „Starfið tekur fyrst og fremst mið af þörfum heyrnarskertra og að brúa bilið á milli heyrnarskerðingar- innar annars vegar og hins talaða máls hins vegar. Þannig á ein- staklingurinn að geta vaxið og dafnað í leik og starfi,“ segir hún. Blöndun í bekki Ákveðið var m.ö.o. að leggja áherslu á blöndun heyrandi og heyrnarskertra barna í Lundarskóla. Tveir bekkir, einn 1. bekkur og einn 2. bekkur, hafa fengið táknmálsþjálf- un og hafa náð töluverðri færni í fingrastafrófinu og einföldum tákn- málssetningum. Táknmálið er kennt sem hluti af námskrá bekkj- arins og börnin líta á það sem eðli- legan hluta af lífinu. Auk þess sem heyrnarskertu börnin fá sérþjálfun í táknmáli ákveðinn hluta dagsins. Sérdeild fyrir heyrnarskerta hef- ur ómetanlega þýðingu fyrir sam- félag heyrnarskertra á Íslandi, að mati Kristínar Irene. „Þessi hópur er ótrúlega stór en að sama skapi afskaplega misleitur og misskilinn. Hingað til hafa heyrnarskert börn oft á tíðum þurft að flytja til höf- uðborgarinnar ásamt fjölskyldum sínum til að leita þjónustu við hæfi. Við stofnun sérdeildarinnar í Lund- arskóla á Akureyri hefur hins vegar skapast ákveðið mótvægi við höf- uðborgarsvæðið og í raun má hér tala um ákveðið jafnvægi. Stofnun sérdeildarinnar hefur því mikil- væga þýðingu fyrir skólakerfið í heild,“ segir hún, auk þess sem þarna skapist val fyrir foreldra heyrnarskertra barna til að velja á milli skóla. Óhefðbundnar kennsluaðferðir Í kennslunni eru óhefðbundnar kennsluaðferðir notaðar. Táknmál- ið er eðlilegur þáttur af lífi barn- anna; ekki einungis eðlilegur hluti af lífi heyrnarskertu barnanna heldur einnig af lífi þeirra heyrandi barna sem í kennslustofunni eru,“ segir Kristín Irene. Þannig er lögð áhersla á að táknmál sé ekkert síð- ur mál en íslenska, danska eða kín- verska og að hver og einn, hvort heldur sem hann er íslenskur, danskur eða kínverskur, hafi sína sérstöðu. Enn fremur er mikið lagt upp úr því að heyrnarskertu börnin hafi aðgang að öllum hugsanlegum leiðum til að afla sér fróðleiks og viða að sér þekkingu og sérstök al- úð er lögð við það að þau fylgist með bekkjarfélögum sínum. Hvatningin við að verja hugmyndir sínar og skoðanir Heyrnarskertu nemendurnir, ekkert síður en aðrir nemendur, eiga að finna hvatningu til að læra, setja fram hugmyndir og verja þær síðar, hvort heldur sem þær eru réttar eða rangar. Með þessu telj- um við okkur vera að leggja grunn- inn að heilsteyptum einstaklingum, segir Kristín Irene. Móðurmál og heilsteypt samskipti skipta öllu við mótun einstaklings. „Með móður- málinu lærast ekki einungis þær málfræðireglur sem viðhafðar eru í samfélaginu heldur einnig þær samskiptareglur sem í gildi eru hverju sinni. Þannig má segja að heill og hamingja hvers og eins standi og falli með samskiptum hans við aðra í lífinu.“ Akureyri/Sérdeild fyrir heyrnarskert grunnskólabörn er í Lund- arskóla á Akureyri. Þar er áhersla á blöndun heyrandi og heyrn- arskertra. Gunnar Hersveinn hafði samband við deildarstjórann. Morgunblaðið/Kristján Móðurmál og heilsteypt samskipti skipta öllu við mótun einstaklings segir Kristín Irene, hér með Freydísi Björk Kjartansdóttur, Gunnari Árnasyni og Baldvini Jónssyni. Máluppeldi heyrnarskertra  Móðurmálið er lykill að samskiptum allra barna  Táknmál er mál eins og íslenska og kínverska Kristín Irene Valdemarsdóttir  Haustið 2000 hratt Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrn- arskertra af stað tilraunaverkefni í samvinnu við og að frumkvæði Lundarskóla á Akureyri. Í verkefn- inu fólst samvinna bekkjarkennara við táknmálsfræðing um blöndun tveggja sex ára gamalla heyrn- arskertra barna í almennan bekk.  Samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eru um það bil 10% landsmanna með svo mikla heyrnarskerðingu að það veldur þeim verulegum óþægindum í daglegu lífi.  Eitt af því sem gerir heyrn- arskerðingu erfiða fötlun er hversu falin hún er. Fólki í umhverfinu hættir til að gleyma að taka tillit til heyrnarskerðingarinnar og ætlast stundum til meira af þeim heyrn- arskerta en hann/hún getur ráðið við.  Heyrnartæki kemur aldrei í stað eðlilegrar heyrnar. Ef heyrn- arskerðingin er mikil getur stuðn- ingurinn verið mjög takmarkaður.  Algengt er að vitsmunir og þroski séu metnir út frá íslensk- unni sem viðkomandi talar. Þegar um er að ræða alvarlega heyrn- arskerðingu hefur hún áhrif á ís- lenskuna þannig að það heyrist á mæli hins heyrnarskerta. Starfið í Lundarskóla felst m.a. í því að minnka bilið á milli talaðs máls hernarskertra og heyrenda.  Margir heyrnarskertir hafa orð- ið fyrir því að komið er fram við þá einsog börn eða ósjálfstæða ein- staklinga. Punktar um heyrn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.