Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Listgagnrýnendur þurfa að standa undir miklum kröfum um þjónustulund við les- andann, og ekki nema von að stundum komi í hana brestir og skrif gagnrýnandans fari út í aðra sálma. Á stund- um eru slík skrif þann- ig að nauðsynlegt verður að koma fram athugasemdum og ábendingum. Þessi grein er rituð af slíku tilefni, sem er umfjöll- un Þórodds Bjarna- sonar um sýningu í Listasafni Reykjavík- ur („Aðföng 1998–2001“, sem var opnuð 9. mars og stendur til 5. maí), sem birtist í Morgunblaðinu 26. mars. Það er alveg ljóst af umfjöllun- inni að Þóroddur telur sýninguna misheppnaða; hann segir að hún sé „hvorki fugl né fiskur“, „dálítið sér- kennileg“, „ekki um neitt sérstakt“, að tilgangurinn með henni sé nán- ast enginn nema að sýna að safnið kaupi ákveðið magn verka árlega, „framkvæmdin lyktar öll af sparn- aði“ og „að um uppfyllingu sé að ræða“ svo dæmi séu tekin um orða- lag hans í þessari grein. Jafnvel yf- irskriftin (sem hann hefur að vísu rangt eftir) vekur furðu hans og „ber vott um dæmalaust hug- myndaleysi“. Ja hérna. Sé litið til yfirskriftar sýningar- innar er orðið „aðföng“ einfaldlega skýrasta orð íslenskunnar um það sem hér er á ferðinni – listaverk sem safnið hefur eignast, þ.e. inn- kaup og gafir frá viðkomandi tíma- bili. Safnið hefur áður notað þetta orð í heiti sýninga af sama tagi, t.d. bæði 1996 og 1997, án kvartana. Einkennilegar bollaleggingar Þór- odds um annað heiti fyrir sýn- inguna hafa í raun ekkert með inn- tak hennar að gera, og hæfa betur auglýsingatextahöfundi en list- gagnrýnanda. Þá er furðulegt að sjá að tíma- lengd sýninga fari fyrir brjóstið á gagnrýnanda eins og hér gerist, og bendir til alvarlegs misskilnings hans á hlutverki opinberra safna. Listasafn Reykjavíkur starfar á kostnað borgaranna og á skyldum að gegna í samræmi við það – m.a. að veita almenningi aðgang að lista- verkum í sinni eigu. Væri sýning- artími takmarkaður við eina viku, eins og Þóroddur leggur til, væri t.d. nær útilokað að skipuleggja heimsóknir skólahópa í húsið, en þær eru mikilvægur þáttur í starfi safnsins og áhersluatriði í menning- arstefnu Reykjavíkur- borgar. Þá verður sú ábend- ing hans að teljast afar sérkennileg að sýning- in gæti sem best verið á internetinu þannig að skattborgararnir „geti bara farið á Net- ið og séð hvernig inn- kaupum er hagað frá ári til árs“. Er Þórodd- ur virkilega að mælast til þess að verkin verði einungis sýnd sem flatar ímyndir, allar í sömu stærð, á tölvu- skjá? Er þá nokkur ástæða til að sýna listaverk annars staðar en á Netinu yfirleitt? Ég trúi ekki öðru en að Þóroddur vilji fremur mynda sér sínar skoð- anir um listaverk út frá verkunum en á grundvelli tölvumynda af þeim. Það á við um flesta sem sækja list- sýningar, og því er eðlilegt að sýna þau við þær aðstæður sem nú er gert. Sýning á aðföngum safnsins yfir ákveðið tímabil er ekki sett á dag- skrá „til uppfyllingar“; Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir á þriðja tug sýninga á ári og hefur ekki þörf fyrir „uppfyllingar“. Í reynd lít ég á sýninguna sem ljúfa skyldu og tækifæri til að líta um öxl, eins og bent er á í inngangi bæklings, sem fylgir henni úr hlaði. Þar sem ekki er hægt að sýna öll þau verk sem safnið hefur eignast síðustu fjögur ár (sem eru rúmlega fjögur hundruð talsins) er brugðið á það ráð að birta lista yfir þau í bæklingnum. Þessi listi fer fyrir brjóstið á Þóroddi, og verð ég að biðja hann að virða það safninu til vorkunnar að vilja gefa gestum sín- um heildarmynd af aðföngunum í einu riti. En heimildargildið er ótví- rætt. Þóroddur kvartar yfir ónógum upplýsingum um verkin, og segir að það vanti að „segja frá inntaki verk- anna og gera listina þannig að- gengilegri fyrir gesti“. Þetta er við- kvæmt mál, eins og gagnrýnandinn veit; þessi kvörtun um upplýsinga- leysi er þó dálítið furðuleg í ljósi þess að hann virðist ekki hafa nýtt sér þann fróðleik sem þó kemur fram á merkingum verka og í bæklingnum; t.d. ætti að vera ljóst að verk eftir Roy Lichtenstein, sem hann nefnir, er gjöf til safnsins en var ekki keypt, eins og hann segir í greininni. Í þeim tilvikum sem gagnrýnand- inn fjallar um einstök verk er því miður helst talað niður til þeirra, ef eitthvað er. Ég harma sérstaklega þau ummæli hans um Kjarvalsverk sem safnið hefur fengið að gjöf und- anfarin ár að „engin myndanna (sé) góð“; ég er algjörlega andstæðrar skoðunar, og tel mikinn feng að þessum verkum fyrir Listasafn Reykjavíkur. Þóroddur nefnir fáa aðra listamenn, og telur því vænt- anlega litlu skipta að á sýningunni eru fyrstu verk sem safnið hefur eignast eftir yngra listafólk eins og Ívar Brynjólfsson, Helga Hjaltalín Eyjólfsson, Særúnu Stefánsdóttur, Spessa og Gústav Geir Bollason, svo nokkur séu nefnd til. Þá skiptir greinilega enn minna máli að safnið hefur einnig eignast verk erlendra listamanna eins og Roni Horn, Kar- in Sander, Temmu Bell, Fabrice Hybert og Robert Combas, svo enn sé bætt við listann. Þetta eru auka- atriði sem honum þykir ekki ástæða til að nefna, þrátt fyrir vandlætingu yfir litlum hlut erlendra listaverka í safninu. Það er gott og blessað að gagn- rýnandi segi skoðanir sínar með skýrum hætti, en við lestur grein- arinnar fer mann að gruna að annað og meira en umfjöllunarefnið – þ.e. sýningin „Aðföng 1998–2001“– valdi slíkum viðbrögðum. Að gagnrýn- andinn blandi saman umræðu um ólíka hluti. Mér sýnist að slík blönd- un hafi átt sér stað í umræddri grein. Því miður þykir mér afleið- ingin leiðindagrautur, sem nær hvorki að fjalla um sýninguna á sanngjarnan og upplýsandi hátt né greina markvisst frá skoðunum gagnrýnandans um önnur mál er varða Listasafn Reykjavíkur. Þyki Þóroddi ástæða til að skrifa t.d. um söfnunar- og sýningarstefnu safnsins er sjálfsagt og eðlilegt að hann geri það, og í raun ber að fagna slíkri umræðu. Þar eru vissu- lega ýmis álitamál stöðug umhugs- unarefni: Hverju á að safna? Hvers vegna? Eiga opinber söfn á Íslandi að kaupa erlenda list? Og – hvaða fjármuni á að leggja í listaverka- kaup? Mér þætti fengur að málefnalegri umræðu um þessi atriði, og óska listgagnrýnendum dagblaða að end- ingu þjónustulundar og þolgæðis við sín erfiðu störf. Um aðföng og fleira Eiríkur Þorláksson Gagnrýni Mann fer að gruna að gagnrýnandinn blandi saman umræðu um ólíka hluti, segir Eiríkur Þor- láksson um umfjöllun Þórodds Bjarnasonar um sýninguna „Aðföng 1998–2001“. Höfundur er forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur. „Hafnarfjörður er því miður meðal skuldugustu sveitar- félaga í landinu, þrátt fyrir að hér séu skattaálögur með því hæsta sem þekkist.“ sagði Magnús Gunn- arsson í grein sem hann ritaði í Morgun- blaðið 29. apríl árið 1998. Síðustu fjögur ár hefur Magnús og félagar hans í Sjálf- stæðisflokknum ásamt bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins haft umboð bæjarbúa til að stýra fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarkaupstað- ar og niðurstaðan af þeirri stjórn- un liggur nú fyrir með skýrum hætti í lok kjörtímabilsins. Á síðustu fjórum árum hafa skuldir Hafnarfjarðarbæjar hátt í þrefaldst. Þær hafa aukist á föstu verðlagi úr 4,9 milljörðum frá því um mitt ár 1998, í nær 15 millj- arða. Þar af hefur beinn halla- rekstur sveitarfélagsins á kjör- tímabilinu verið uppá rúma fjóra milljarða eða eitt þúsund milljónir að jafnaði á hverju ári sem Sjálf- stæðisflokkuirnn og Framsóknar- flokkurinn hafa haldið utan um fjármál bæjarsjóðs. Þetta er lang- mesti samfelldi hallarekstur sem bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur nokkru sinni þurft að standa frammi fyrir. Einkaframkvæmd Þar til viðbótar hefur bæjarsjóð- ur verið skuldsettur með einka- framkvæmdasamningum vegna leigu á nokkrum þjónustubygging- um uppá rúma 6 milljarða eða 6 þúsund milljónir til næstu 25 ára ef aðeins er reiknuð leiga vegna byggingarþáttar þessa húsnæðis. Engin eignarmyndun á sér stað með þessari leigugreiðslu og eftir 25 ár þarf bæjarsjóður að skuld- setja sig að nýju uppá milljarða króna til að geta haldið áfram að nýta þessar byggingar, hvort held- ur er undir starfsemi grunnskóla, leikskóla eða fyrir íþróttastarf- semi. Reynt að slá sér á brjóst Þrátt fyrir þessa ótrúlegu skuldasöfnun, slá ráðamenn bæj- arins sér á brjóst og senda frá sér fréttatilkynningar um góða af- komu bæjarsjóðs. Þar er hvergi minnst á skuldastöðu bæjarsjóðs, né aðrar framtíðarskuldbindingar, heldur reynt að fegra myndina með peningalegri eignaaukingu sem varð til að stærstum hluta við sameiningu Rafveitu Hafnarfjarð- ar og Hitaveitu Suðurnesja. Eignarhlutur bæjarsjóðs í Raf- veitunni hefur alla tíð legið ljós fyrir þó hann hafi ekki verið færð- ur inn í efnahagsreikning bæjar- sjóðs fyrr en nú með sameining- unni og hlutafélagavæðingu Hita- veitu Suðurnesja. Eft- ir stendur að halla- rekstur bæjarsjóðs á sl. ári var uppá ríflega 400 milljónir, heildar- skuldir jukust um ríf- lega 1.550 milljónir og hlutfall rekstrar af heildartekjum var 84% sem er hærra en hefur verið um langt árabil. Ef þetta er góð afkoma bæjarsjóðs, hvað er þá slæm af- koma? Staðreyndirnar tala sínu máli „Flokkurinn mun stöðva skuldastöfnun bæjarins og endurskipuleggja fjármál hans með endurfjármögnun lána, lækk- un vaxta, lengingu lánstíma og þar með lækkun greiðslubyrði. Með því einu að ná tökum á fjármálum bæjarins verður unnt að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir í bæn- um á næstu árum,“ skrifaði Magn- ús Gunnarson í fyrrnefndri grein í Morgunblaðið fyrir réttum fjórum árum. En hver er viðskilnaður bæjarstjóra nú í lok þessa kjör- tímabils?  Loforðið um stöðvun skulda- söfnunar hefur í reyndinni orðið að mestu skuldasöfnun sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur staðið frammi fyrir á svo skömmum tíma og er trúlega heimsmet.  Loforðið um hagræðingu og sparnað hefur sýnt sig í því að álögur á bæjarbúa hafa aukist stórlega á síðustu fjórum árum og nú er svo komið að hvergi er dýr- ara fyrir fjölskyldufólk að búa á öllu höfuðborgarsvæðinu en í Hafnarfirði.  Loforðið um að létta greiðslu- byrði bæjarsjóðs hefur verið upp- fyllt með þeim hætti að vísa nýjum fjárskuldbindingum uppá nær 10 milljarða á komandi kynslóðir með leigusamningum um einkafram- kvæmdir og kúlulánum sem á ekki að greiða fyrr en eftir áratug. Opinber fall- einkunn uppá 0,8 Fjármálastjórn meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hefur vakið furðu og undrun bæjarbúa og ekki síður annarra landsmanna. Síðustu tvö ár hefur sérstök eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem starfar í umboði félagsmálaráð- herra, séð ástæðu til að setja Hafnarfjörð á válista vegna alvar- legrar fjármálastöðu bæjarins. Fyrir skemmstu sendi nefndin frá sér skýrslu þar sem kemur fram að fjármálastjórn í Hafnarfirði fær klára falleinkunn eða 0,8 af 10 mögulegum á sama tíma og t.d. Reykjavíkurborg fær 8,0 í ein- kunn. Það þarf ekki frekari vitnanna við. Síðustu fjögur ár hafa verið þau dýrkeyptustu sem Hafnfirð- ingar hafa lifað. Óstjórnin hefur verið slík á öllum sviðum, hvort heldur er í fjármálum, skipulags- málum eða almennri stjórnsýslu að bæjarbúar geta ekki horft aðgerð- arlausir uppá þessa endaleysu. Mat þeirra sem best til þekkja varðandi rekstur og stjórnun sveitarfélaga liggur fyrir. Meiri- hlutinn kolféll á prófinu og Hafn- firðingar sjálfir fá langþráð tæki- færi til að kveða upp sinn dóm í kosningunum 25. maí nk. Er ekki allt í góðu gengi? Lúðvík Geirsson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Nú er svo komið, segir Lúðvík Geirsson, að hvergi er dýrara fyrir fjölskyldufólk að búa á öllu höfuðborgarsvæð- inu en í Hafnarfirði. NÝTT sameiginlegt framboð Óháðra og framsóknarmanna í Garðabæ hefur vakið talsverða athygli, enda Sjálfstæðisflokkurinn verið þar við völd í hart- nær 36 ár, eða óslitið síðan árið 1966. Það út af fyrir sig finnst mér nægileg ástæða fyrir bæjarbúa til að staldra við og hugleiða stöðu mála. Okkur þykir vænt um bæinn okkar og viljum veg hans sem allra mestan. En er það virkilega svo að við treystum engum nema fulltrúum Sjálfstæðisflokksins til að vera við stjórnvölinn? Mér finnst kominn tími til að hleypa að nýjum straumum, þar sem hagur hins al- menna bæjarbúa er hafður að leið- arljósi. Ég vil sjá meiri áherslu á fé- lagslegan aðbúnað við eldri bæjarbúa. Má þar nefna húsnæðismál þeirra, en þau hafa lengi brunnið á mönn- um. Staðreyndin er sú, að á undanförnum ár- um hafa allt of margir staðið frammi fyrir því að þurfa nauðugir vilj- ugir að flytja burt úr bænum, þegar þeir vilja minnka við sig húsnæði. Hér þarf að gera stór- átak og leggja línurnar upp á nýtt, varðandi húsnæðismál og alla þjónustu við aldraða. Við eigum að leggja aukinn metnað í þjón- ustu við það fólk sem lagt hefur grunn að uppbyggingu bæjarins. Bæjarbúar eldri en 67 ára er sá hóp- ur sem stækkar hraðast í Garðabæ á næstu árum. Litlar úrlausnir hafa verið í boði fyrir þennan aldurshóp, og alls engar í almennum vistunar- málum aldraðra. Ég hef búið í Garða- bæ samtals í 14 ár, og er ég óflokks- bundin og á engan hátt skuldbundin nokkrum stjórnmálaflokki. Ég vil láta til mín taka sem almennur íbúi bæjarins sem ber velferð allra ald- urshópa fyrir brjósti. Ýmislegt er vel gert en mörgu er ábótavant. Ég vil breyttar áherslur og mannlegra sjónarmið við stjórnun Garðabæjar. Breytingar tímabærar Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg Höfundur er í öðru sæti á framboðs- lista óháðra og framsóknarmanna í Garðabæ. Garðabær Mér finnst kominn tími til, segir Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg, að hleypa að nýjum straumum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.