Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 36

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLI Íslands hefur unnið að ýms- um vetnisrannsókn- um undanfarna ára- tugi. Prófessor Bragi Árnason hefur verið þar fremstur í flokki. Hjá Íslenskri Ný- Orku er nú þegar til vísir að ,,orkugarði“ þar sem stúdentar leggja stund á fram- haldsnám og vinna að rannsóknum á vetn- isnýtingu. Þetta hefur verið gert í nánu samstarfi við Háskóla Íslands. Þessi þekk- ingaröflun gæti orðið verðmæt í framtíðinni enda und- irstaða þess að tækniþróun geti orðið á innlendum forsendum. Hingað til hafa flest þeirra vetnisverkefna sem eru að komast á framkvæmdastig verið ,,tæk- niyfirfærsluverkefni“. Þetta þýðir að Íslendingar eru að taka við tækni annars staðar frá og prófa hana í samfélagslegu samhengi. Hins vegar eru miklir möguleikar á uppbyggingu tækniþekkingar og nýjum iðnaði í tengslum við vetni- svæðingu landsins. Jarðvarmi og vetni Nýting jarðvarma til vetnis- framleiðslu er sérstaklega áhuga- vert viðfangsefni. Hér er um nokkuð sértækt verkefni að ræða þar sem fáar þjóðir ráða yfir mikl- um jarðvarma. Nú þegar er Jarð- hitaskóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og mikil þekking á nýtingu jarðvarma er nú þegar til staðar hérlendis. Þessa tækniþekkingu er nú hægt að yfirfæra og nýta varðandi vetnisframleiðslu. Mikil- vægt er að samræma þróunar- vinnu þeirra aðila sem búa yfir mikilli vitneskju um jarðvarma, þ.e. orku- fyrirtækin, Orku- stofnun, Háskóli Ís- lands o.fl. Talsverðir mögu- leikar eru á að nýta jarðvarma til vetnis- framleiðslu. Dæmi um slíkt verkefni eru tilraunir til söfnunar á vetni sem streymir upp sem viðbótarloft- egund með jarð- varmagufu. Nokkurt vetni streymir úr borholum á Íslandi og þar má helst nefna Bjarnarflag og Nesjavelli. Aðrir staðir koma einnig til greina. Vetni streymir einnig úr borholum annars staðar í heiminum, t.d. í Kenýa. Tals- verðar líkur eru á því að hægt væri að hanna tækjabúnað til að hreinsa vetni á hagkvæman hátt, enda koma um 130 kg af vetni úr einni borholu í Bjarnarflagi dag- lega. Einnig væri hugsanlegt að nota jarðvarma við vökvagerð vetnis og jafnframt vetnisfram- leiðslu í tengslum við djúpborun sem er í undirbúningi. Með því að hefja rannsóknir á notkun jarð- varma á fyrstu stigum vetnis- væðingar gefst færi á að verða leiðandi á þessu sviði í heiminum. Dreifikerfi fyrir vetni; innviðir kerfisins Uppbygging innviða (infrast- ructure) fyrir vetni, þ.e. áfylling- arstöðvar, flutningsleiðir og flutn- ingsform, eru ennfremur viðfangsefni sem gætu gefið Ís- lendingum tækifæri til að ná for- skoti á sviði vetnistækni. Hönnun og skipulagning innviða er einn flóknasti hluti í innleiðingu á vetnsitækninni. Vetnisstöðvar verða dýr viðbót við núverandi kerfi og því mikilvægt að huga vel að því frá byrjun að hönnun mannvirkja og skipulagning svæða taki tillit til framtíðarað- stæðna í orkumálum. Ljóst er að í Reykjavík verður reist fyrsta vetnisstöð sinnar tegundar í heim- inum; stöð inni í höfuðborg sem framleiðir vetni og býður áfylling- arþjónustu á sama stað. Ef vel er hugað að slíkum verkefnum frá upphafi og tekið tillit til vetn- isframleiðslu við uppbyggingu raf- orku- og vatnsdreifikerfis við alla framtíðarskipulagningu má gera ráð fyrir að slíkar upplýsingar séu að miklu leyti yfirfæranlegar til annarra landa. Nú þegar er unnið að úttekt vegna þessara breyt- inga, skipulags á dreifingu vetnis sem eldsneytis til bíla og skipa í framtíðinni á vegum Íslenskrar NýOrku. Vetni og efnarafalar í skipum Þriðja viðfangsefnið sem nefna mætti er þróun efnarafala og vetnistækni til að nota í skipum. Slík verkefni eru ekki komin langt á þróunarbrautinni, enda hefur áhugi í Evrópu og Bandaríkjunum fyrst og fremst beinst að því að leysa umhverfisvandamál í stór- borgum. Á Íslandi er hins vegar mikill áhugi á þessu sviði, enda hefur skipasmíðaiðnaður verið þekktur um alllangt skeið hér- lendis. Með því að taka forystu í smíði vetnisskipa til fiskveiða á Íslandi gæti verið tekið stórt skref til uppbyggingar og við- reisnar á iðngrein sem hefur átt í erfiðleikum um talsverðan tíma. Nú er ljóst að áhugi erlendis er mikill á slíku verkefni og hafa þegar verið sett fram drög að verkefnislýsingu. Drögin gera ráð fyrir tveggja fasa verkefni þar sem fyrst yrðu gerðar tilraunir með vetni og efnarafala út á sjó en í kjölfarið yrði smíðað skip knúið vetni. Með því að taka þátt í slíku verkefni frá upphafi gæti íslensk skipa- smíði og hönnun tekið þátt í þró- unarverkefni sem yrði einstakt í heiminum, því ljóst er að mikill áhugi er hjá erlendum samstarfs- fyrirtækjum á að hefja slíkt þró- unarverkefni á Íslandi. Eftir mikl- um beinum og óbeinum ávinningi er að slægjast með vetnisskipa- verkefni. Í fyrsta lagi yrði eini út- blásturinn frá fiskveiðum vatns- gufa, skipið yrði nær hljóðlaust og eldsneytið heimagert. Enginn vafi leikur á að þetta yrði hinni hreinu ímynd sem íslenskar fiskveiðar hafa notfært sér mikil lyftistöng. Hér er að sjálfsögðu um viða- mikið og kostnaðarsamt verkefni að ræða og nauðsynlegt að fá víð- tæka samstöðu hagsmunaaðila á Íslandi til starfans. Einnig er mik- ilvægt að yfirvöld marki skýra stefnu til að styðja við rannsóknir af þessum toga strax í upphafi og taka forystu þar sem aðstæður eru jafnákjósanlegar fyrir vetn- isverkefni og finna má á Íslandi. Jón Björn Skúlason Hrein orka Nýting jarðvarma til vetnisframleiðslu, segir Jón Björn Skúlason, er sérstaklega áhugavert viðfangsefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku ehf. Með því að taka þátt í slíku verkefni frá upphafi gæti íslensk skipasmíði og hönnun tekið þátt í þróunarverkefni sem yrði einstakt í heiminum. Vetni og uppbygging tækniþekkingar ÉG las í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag litla frétt á bls. 8, en þar sagði: „Óheimilt að taka samræmd próf munn- lega“. Þar segir frá bréfi menntamála- ráðuneytisins til að- standenda nemanda í 10. bekk í ótilgreind- um grunnskóla þar sem hafnað er beiðni um að nemandinn, sem er með lesblindu á háu stigi, fái að taka samræmd próf munn- lega. Óskin var ein- föld: Að nemandinn fái aðstoð við að lesa prófin og svör mætti skrifa fyrir hann eða taka þau upp á seg- ulband. Eflaust héldu allir að slíkt væri auðsótt mál, enda eflaust gert í sumum skólum án þess að sótt sé um sér- staka undanþágu fyrir þessu. En hver skyldi vera ástæðan? Jú, reglugerðin ger- ir ekki ráð fyrir slíku. Ýmislegt er í reglu- gerðinni að finna hvað varðar samræmd próf og talin upp frávik frá þeim – en alls ekki þetta. Fyrir mér lítur þetta út eins og mann- vonska og algjört skilningsleysi á aðstæðum nem- enda með sértæk vandamál. Ég lít svo á að það eigi að mæta þeim nemendum á jákvæðan og upp- byggilegan hátt, en ekki með þess- um hætti. Ekki þarf lagabreytingu fyrir þeirri breytingu sem hér er verið að tala um, því ef slíkt væri, þá þyrfti bara að breyta lögum og það í hvelli. En hér er aðeins um að ræða reglugerð sem menntamála- ráðherra gefur út og því er honum í lófa lagið að kippa svona þáttum í liðinn. Annað eins hefur nú verið gert og því spyr ég nýjan mennta- málaráðherra: Hvers vegna er reglugerðinni ekki breytt þannig að hægt sé að taka á slíkum málum sem upp koma í skólakerfinu? Stórt mál – lítil frétt Guðrún Ögmundsdóttir Höfundur er alþingismaður. Próf Fyrir mér lítur þetta út eins og mannvonska og algjört skilningsleysi á aðstæðum nemenda með sértæk vandamál, segir Guðrún Ög- mundsdóttir í opnu bréfi til menntamála- ráðherra. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ingvari Sverrissyni, kosningastjóra Reykja- víkurlistans: „Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, 10. apríl, birtist stutt grein undir fyr- irsögninni: „Leiðrétting“. Þar er skýrt frá að mistök hafi átt sér stað og að grein eftir Rúnu Malmquist við- skiptafræðing hafi verið með röngu eignuð Þórhildi Ósk Halldórsdóttur tölvufræðingi. Upphaflega greinin birtist í Morgunblaðinu 9. apríl undir yfirskriftinni: „Ráðleysi R-listans“. Þar er sú rás atburða hörmuð sem varð til þess að umrædd mistök áttu sér stað og Þórhildur Ósk og Rúna beðnar velvirðingar, ásamt lesendum Morgunblaðsins og ritstjórn þess. Undir greinina er ritað nafn Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, sem biðst vel- virðingar „fyrir hönd þeirra sem að málinu koma“, eins og það er orðað í greininni. Af þessu tilefni er ástæða til að koma á framfæri fáeinum spurning- um: 1. Er þetta sama Helga Guðrún Jónasdóttir og er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi eða önnur? 2. Hvaða hlutverki gegnir Helga Guðrún Jónasdóttir á Morgunblaðinu og á hvers ábyrgð starfar hún þar fyrst hún er ekki í umboði ritstjórnar? Ef hún er ekki starfandi á Morgun- blaðinu þá er óskað skýringa á því hvers vegna hún getur komið grein- um inn í blaðið án þess að ritstjórn beri ábyrgð á því. 3. Fyrir „hverra hönd“ er nefnd Helga Guðrún að biðjast afsökunar? 4. Hvers vegna kom greinarhöf- undur, Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, ekki sjálf athugasemdinni á fram- færi? Er það e.t.v. tilfellið að á vegum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins séu ritaðar greinar sem svo eru eign- aðar öðrum og í þessu tilfelli hafi „gleymst“ eða „farist fyrir“ að láta viðkomandi vita af? 5. Telur ritstjórn Morgunblaðsins e.t.v. að þess séu fleiri dæmi að aðilar sem skrifaðir eru fyrir aðsendum greinum á síðum blaðsins séu í raun réttri ekki höfundar þeirra? Aths. ritstj.: Helga Guðrún Jónasdóttir, formað- ur Landssambands Sjálfstæðis- kvenna, hafði milligöngu um að koma umræddri grein á framfæri við rit- stjórn Morgunblaðsins. Þar sem Morgunblaðið átti engan þátt í þeim mistökum, að rangt höfundarnafn birtist með greininni, óskaði hún eftir því að fá birta leiðréttingu þess efnis. Helga Guðrún Jónasdóttir starfar ekki á Morgunblaðinu og hefur aldrei starfað á blaðinu. Þess eru fjölmörg dæmi að aðrir aðilar en höfundar komi greinum á framfæri við blaðið. Það hefur t.d. átt við um kosningaskrifstofur allra flokka og lista í kosningum á undan- gengnum árum. Morgunblaðið er opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti fólks. Fyrirfram treystir ritstjórn Morgunblaðsins því, að rétt höfundarnöfn séu tilgreind, þótt aðrir aðilar hafi milligöngu um að koma greinum til ritstjórnar. Á liðn- um árum og áratugum eru nokkur dæmi um annað en í fæstum tilvikum hefur verið um vísvitandi blekkingu að ræða. Ef marka má kynningu ýmissa al- mannatengslafyrirtækja á starfsemi sinni virðast þau taka að sér að skrifa greinar eða skipuleggja greinaskrif m.a. í Morgunblaðið fyrir ýmsa aðila. Morgunblaðið hefur ekki beina vitn- eskju um hvort slíkt hið sama er gert á kosningaskrifstofum einhverra stjórnmálaflokka eða framboðslista en ákveðnar vísbendingar eru um það. Blaðið telur þetta neikvæða þróun. Morgunblaðið er ásamt DV að verða eini vettvangur fyrir slík skoðana- skipti hins almenna borgara en í skipulagningu greinaskrifa felst, að mati blaðsins, viðleitni til þess að mis- nota þennan vettvang. Morgunblaðið á fullt í fangi með að veita viðunandi þjónustu á þessu sviði vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina. Biðtími vegna birtingar er of langur. Skipu- lagning greinaskrifa í þágu tiltekins málstaðar, hvort sem hún fer fram á skrifstofum almannatengslafyrir- tækja eða á kosningaskrifstofum dregur úr möguleikum blaðsins til þess að veita þá þjónustu á þessu sviði, sem það vill veita. Þar sem fyrirspurnir þessar koma frá kosningastjóra Reykjavíkurlist- ans væntir Morgunblaðið þess, að kosningaskrifstofa Reykjavíkurlist- ans taki ekki þátt í slíkri skipulagn- ingu greinaskrifa í þeirri kosninga- baráttu, sem framundan er. Þar sem athugasemd Ingvars Sverrissonar, kosningastjóra Reykja- víkurlistans, var send Morgunblaðinu með milligöngu almannatengslafyrir- tækis væntir Morgunblaðið þess að það fyrirtæki taki ekki þátt í slíkri skipulagningu greinaskrifa. Athugasemd til rit- stjórnar Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.