Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í GÆRMORGUN undirrituðuTómas Ingi Olrich mennta-málaráðherra, Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir, borgarstjóri í
Reykjavík, Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra og Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra samkomulag
milli Reykjavíkurborgar og ríkisins
um byggingu tónlistarhúss og ráð-
stefnumiðstöðvar. Undirritunin fór
fram í Háskólabíói að viðstöddum
Vladimir Ashkenazy, sem stjórnar
hljómsveitinni á tónleikum í kvöld,
og hefur eindregið stutt byggingu
hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands
og Kór íslensku óperunnar. Meðal
gesta við undirritunina var forseti
Íslands, Björn Bjarnason, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, sem átti
stóran þátt í undirbúningi sam-
komulagsins.
Verkið í heild felur í sér byggingu
tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar
og hótels ásamt bílastæðum. Í
tengslum við tónlistar- og ráðstefnu-
húsið er gert ráð fyrir 250 herbergja
fyrsta flokks hóteli sem reist verður
af einkaaðilum samkvæmt alþjóð-
legum stöðlum. Stefnt er að einka-
framkvæmdarútboði í lok þessa árs
og að framkvæmdir geti hafist í árs-
byrjun 2004. Áætlaður heildarkostn-
aður hússins er tæpir sex milljarðar
króna. Kostnaður skiptist þannig að
ríki greiðir 54% vegna hlutdeildar
sinnar í verkinu og Reykjavíkurborg
46%.
Ekki verið að ákveða
tilteknar fjárhæðir
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segir að svokallað einkafram-
kvæmdarútboð þýði að einkaaðili,
innlendur eða erlendur – því það
þurfi að bjóða verkefnið út á Evr-
ópska efnahagssvæðinu – muni taka
að sér byggingu hússins og annast
rekstur þess gegn gjaldi sem myndi
þá skiptast í umsömdum hlutföllum
milli ríkis og borgarinnar.
Geir segir að menn hafi ekki verið
að ákveða tilteknar fjárveitingar nú
þótt auðvitað verði þeir aðilar sem
að samningnum standa að borga
húsið þegar upp verður staðið.
„Þetta er tilraun með svona verkefni
í þessu formi en við vitum það auð-
vitað ekki fyrir víst að slíkir einkaað-
ilar muni gefa sig fram á viðunandi
kjörum en þá er ákvæði í samningn-
um um að menn muni væntanlega
leita hefðbundnari leiða. En út-
gangspunkturinn er þessi og inn í
þetta spilar hugmyndin um að reisa
þarna alþjóðlegt hótel og þá vænt-
anlega í samstarfi við einhverjar al-
þjóðlegar hótelkeðjur. Það er að
sjálfsögðu einnig óvissa um þetta at-
riði þótt menn hafi eitthvað verið að
ræða við slíka aðila.“
Geir dregur ekki dul á að það sé
óvissa með hvernig fjármögnunin
verði. „En,“ tekur Geir fram, „aðal-
atriðið á þessu stigi málsins er að
koma málinu á það stig að það sé
hægt að fara í þessi útboð.
Geir leggur áherslu á að þarna sé
um að ræða miklu meira en tónlist-
arhús, þótt það hafi verið ein af
grundvallarforsendunum. „Ég held
að í þessu húsi verði að finna fram-
tíðartækifæri fyrir ferðaþjónustuna
til þess að geta haldið hér stórar al-
þjóðlegar ráðstefnur sem kalla á sér-
hæft rými og mjög góða hótelað-
stöðu og sem standa jafnvel yfir
vikum saman. Við sjáum það af
NATO-fundinum, sem verður hald-
inn hér eftir mánuð, að það þarf að
ráðast í fjárfrekar framkvæmdir til
þess að skapa aðstöðu fyrir slíka
fundi en þeir myndu í framtíðinni
geta rúmast þarna.“
Það eru ekki aðeins fjármunirnir
sem fara eiga í byggingu hússins
sem eiga hug ráðherrans: „Já, ég hef
mjög mikinn áhuga á tónlist. Ég
hlusta á klassíska tónlist og hef gert
frá því ég var barn. Það eru mörg
tónskáld sem ég held upp á og of
langt mál að nefna þau öll. En það
hefur að vísu ekki gefist mikill tími
til þess síðustu misserin að hlusta á
eitthvað nýtt. Ég get þó nefnt að ég
er mjög hrifinn af óperum og Verdi
hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi
hjá mér.“
Náttúra og menning horn-
steinar ferðaþjónustunnar
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra segir þetta vera mikilvæg-
an áfanga sem undirstriki í raun þær
áherslur sem ríkisstjórnin leggi í
menningar- og atvinnumálum.
„Þetta er mjög mikilvægur liður í því
að styrkja ferðaþjónustuna, sem er
mesta vaxtargreinin á Íslandi. Og
menningarstarfsemin er líka einn
mesti vaxtabroddurinn í íslensku
þjóðlífi og þetta tvennt mun koma
saman í þessu húsi.“
Tómas segir sér það rétt og skylt
að þakka fyrir það mikla starf sem
hafi verið unnið í tengslum við þetta
verkefni af fyrrverandi menntamála-
ráðherra, Birni Bjarnasyni. Hann
hafi tekið þetta verkefni upp á sína
arma og fylgt því eftir af mikilli
sannfæringu.
„Jú, það er alveg rétt að þetta
kostar mikla peninga og það er alveg
ástæðulaust að horfa fram hjá því,“
segir ráðherra. „En sú ákvörðun að
byggja ferðaþjónustuna í meira
mæli á menningarstarfsemi kallar á
fjárfestingu. Sú fjárfesting mun
skila sér í framtíðinni í því með
hvaða hætti við löðum fólk til lands-
ins.“
Tómas Ingi tekur einnig fram að
menn verði að hugsa um það að ekki
sé æskilegt að íþyngja náttúrunni of
mikið með ferðamannastraumi og
þess vegna sé það líka að vissu leyti
náttúruverndarmál að beina ferða-
mönnum hingað á nýjum forsendum,
þ.e. á forsendum menningarinnar.
„Já, minn tónlistaráhugi byggist á
því að ég er alinn upp af fjölskyldu
sem hafði mikið dálæti á tónlist og
flestir í henni voru raunar tónlistar-
menn með einhverjum hæ
stendur reyndar nokkuð dj
inni og þannig get ég nefnt
Tómasson, tónskáld frá Ís
ömmubróðir minn. Ég hlus
mikið á tónlist og reyndi r
læra á hljóðfæri á sínum tím
fékk bráðan endi. En,“ við
ráðherra, „ég neita því ek
svona gutla á hljóðfæri. É
með því að ég geti sagt með
af því sem ég ver tómstund
um í er tónlistin fyrirferðar
Menntamálaráðherra se
ákveðnar skoðanir á tónl
eru tvö svið, ef svo má se
hafa heillað mig mest. Ann
eru það klassísku tónská
maður losnar aldrei við og
hluti af manni sjálfum, og
alveg sérstaklega og einnig
Tómas Ingi Olrich segist ei
mikinn áhuga á rússneskri
þá orkestrasjón alveg sérst
nefnir í því sambandi S
Sjostakovits og Prokofijev
an er ég mjög veikur fyrir
að mörgu leyti afkastalitlu
um, sem voru uppi undir l
fram á 20. öldina í Frakkla
tónskáld voru ekki afkast
eftir þau liggur tónlist se
mjög til mín.“
Mikilvægt fyrir atvinn
Ingibjörg Sólrún Gísladó
arstjóri segir að það sé stun
viðhorf hjá fólki að líta svo
festing í menningu og me
mannvirkjum sé nánast hre
á fé. En hún telji að tónlista
„Loksins,
loksins,
loksins!“
Samningur um byggingu tónlistarhúss og
ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af
fulltrúum ríkis og borgar í gær. Arnór
Gísli Ólafsson og Bergþóra Jónsdóttir
voru viðstödd undirritunina, sem fór fram
á æfingu Sinfóníuhljómsveitar í Háskóla-
bíói undir stjórn Vladimir Ashkenazy.
Geir H. Haarde, Stu
Verðlaunahugmyndin sé
SAMKOMULAG UM TÓNLIST-
AR- OG RÁÐSTEFNUHÚS
Undirbúningsvinnu sem fariðhefur fram af hálfu ríkis ogborgar lauk formlega í gær
þegar Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík,
Geir H. Haarde fjármálaráðherra og
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
undirrituðu samkomulag um bygg-
ingu tónlistarhúss og ráðstefnumið-
stöðvar við Reykjavíkurhöfn.
Samtök um byggingu tónlistarhúss
hafa átt drjúgan þátt í því að halda
hugmyndinni um þetta viðamikla
verkefni á lofti undanfarin tuttugu ár,
en íslenska þjóðin stendur einnig í
mikilli þakkarskuld við píanóleikar-
ann og hljómsveitarstjórann Vladimir
Ashkenazy, sem stutt hefur framgang
þess með ráðum og dáð, allt frá árinu
1996 er þáverandi menntamálaráð-
herra, Björn Bjarnason, skipaði nefnd
um málið.
Framkvæmd þessi getur orðið mikil
lyftistöng fyrir þróun miðborgar
Reykjavíkur og menninguna í land-
inu. Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra segir hér í blaðinu í dag að
þetta sé mikilvægur áfangi sem undir-
striki í raun þær áherslur sem rík-
isstjórnin leggi í atvinnumálum.
„Þetta er því mjög mikilvægur liður í
því að styrkja ferðaþjónustuna, sem
er mesta vaxtargreinin á Íslandi, og
byggja betur undir arðsemi í þeirri
grein. Og menningarstarfsemin er
líka einn mesti vaxtarbroddurinn í ís-
lensku þjóðlífi og þetta tvennt mun
koma saman í þessu húsi.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri bendir á að það sé stundum
ríkt viðhorf hjá fólki að líta svo á að
fjárfesting í menningu og menningar-
mannvirkjum sé nánast hrein eyðsla á
fé. Sjálf hefur hún líkt mikilvægi
þessa verkefnis fyrir atvinnulíf fram-
tíðarinnar við hafnarframkvæmdir og
virkjunarframkvæmdir síðustu aldar
sem opinberir aðilar „einhentu sér í
[…] til þess að renna styrkari stoðum
undir atvinnulífið“.
Það er því miður ekki oft sem mik-
ilvægi menningarinnar sem frumafls í
atvinnulífi þjóðarinnar er dregið fram
með þessum hætti og því afar ánægju-
legt að finna fyrir vaxandi vitund
ráðamanna um þýðingu hennar í
tengslum við þessa miklu fram-
kvæmd. Tónlistar-ráðstefnuhús á án
efa eftir að hafa farsæl áhrif á mótun
nýs hlutverks höfuðborgarinnar í
framtíðinni og því full ástæða til að
fagna þessu fyrsta skrefi á þeirri
braut.
SKIPTAR SKOÐANIR
Skoðanir hafa verið töluvert skiptarum þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að leggja til við Alþingi að heimilt verði
að veita 20 milljarða ríkisábyrgð vegna
fyrirhugaðrar uppbyggingar lyfjaþró-
unardeildar á vegum Íslenzkrar erfða-
greiningar.
Andstaða við þessi áform hefur þó
verið takmarkaðri á Alþingi en búast
mátti við. Hins vegar hefur hin fyrir-
hugaða ríkisábyrgð verið gagnrýnd
bæði af aðilum á fjármálamarkaðnum
og víðar.
Megingagnrýnin er sú, að þær rík-
isstjórnir, sem hér hafa setið frá árinu
1991, hafi markvisst unnið að því að út-
rýma slíkum sértækum aðgerðum til
stuðnings einstökum atvinnufyrirtækj-
um, m.a. vegna þess, að slíkar aðgerðir
skekki allar samkeppnisforsendur í at-
vinnulífinu.
Þessi gagnrýni er að sjálfsögðu
byggð á sterkum rökum. Á hinn bóginn
er ljóst, að um það eru nokkur skýr
dæmi úr atvinnusögu síðustu áratuga,
að ívilnanir af ýmsu tagi hafa verið
veittar af hálfu stjórnvalda til þess að
tryggja, að ákveðinn atvinnurekstur
komi inn í landið. Þetta á ekki sízt við
um stóriðjufyrirtækin. Rökin fyrir því
að stjórnvöld beiti í undantekningartil-
vikum sérstökum aðgerðum í þessu
skyni eru ekki síður sterk og ljóst að at-
vinnulíf landsmanna væri mun fá-
breyttara ef það hefði ekki verið gert.
Því er líka haldið fram, að erfitt verði
að mæla gegn ríkisábyrgð fyrir önnur
fyrirtæki, ef ríkisábyrgð verður veitt í
þessu tiltekna tilfelli. Í þessu sambandi
er ljóst að hugmyndir Íslenzkrar erfða-
greiningar um uppbyggingu lyfjaþró-
unardeildar njóta algerrar sérstöðu.
Þar er um að ræða að þróa upp ný lyf,
sem geta skipt sköpum og lagt grund-
völl að enn víðtækari lyfjaframleiðslu á
Íslandi en við nú þekkjum. Líkurnar á
því að margar slíkar hugmyndir verði
settar fram af aðilum, sem hafa unnið
stórvirki í uppbyggingu nýrrar at-
vinnugreinar á Íslandi, eru mjög litlar.
Greining Íslandsbanka segir um
þetta mál í fyrradag: „Að mati Grein-
ingar er um neikvætt fordæmi að ræða
og ekki í samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar um minnkun ríkisaf-
skipta af atvinnulífinu. Líklegt verður
að telja, að fleiri fyrirtæki feti í fótspor
deCode og byggi beiðnir sínar á jafn-
ræðissjónarmiðum.“
Í þessum ummælum er í raun lagður
sami mælikvarði á Íslenzka erfðagrein-
ingu og áform þess og önnur atvinnu-
fyrirtæki landsmanna. Er það hægt? Er
hægt að finna nokkur hliðstæð dæmi
um hugmynd sem verður að veruleika
með glæsilegum hætti í atvinnusögu
okkar Íslendinga síðustu 100 árin nema
ef vera skyldi stórrekstur í togaraút-
gerð snemma á tuttugustu öldinni?
Íslenzk erfðagreining hefur ekki far-
ið fram á þessa ríkisábyrgð. Fyrirtækið
hefur heldur ekki sagt að hún sé for-
senda fyrir því að lyfjaþróunardeildin
verði sett upp.
Málið snýst um það að staðsetning í
Bandaríkjunum er fjárhagslega hag-
kvæmari fyrir Íslenzka erfðagreiningu
en staðsetning á Íslandi ef ekki kæmi
fleira til. Með tillögu um ríkisábyrgð er
verið að jafna þennan mun.
Þeir sérfræðingar á fjármálamark-
aði, í atvinnulífi og á vettvangi Háskóla
Íslands, sem hafa mælt gegn því að rík-
isábyrgðin verði veitt, ættu að hugleiða
það að stundum eru mál svo stór í snið-
um að það er réttlætanlegt að víkja frá
meginsjónarmiðum til þess að tryggja
framgang þeirra.
Uppbygging Íslenzkrar erfðagrein-
ingar í 600 manna rannsóknarfyrirtæki
á mjög sérhæfðu sviði er ævintýri lík-
ust. Með því að setja á stofn lyfjaþróun-
ardeild á vegum fyrirtækisins á Íslandi
er verið að stíga skref, sem getur leitt
til þess að lyfjaiðnaður verði blómstr-
andi atvinnugrein á nýrri öld.