Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 39
ætti. Þetta
júpt í ætt-
t að Jónas
safirði, er
sta sjálfur
raunar að
ma en það
ðurkennir
kki að ég
Ég reikna
ð sanni að
dum mín-
rmest.“
egist hafa
list: „Það
egja, sem
nars vegar
áldin sem
g sem eru
g þá Bach
g Mozart.“
innig hafa
tónlist og
taklega og
Stravinskí,
v. „Og síð-
r þessum,
tónskáld-
lok 19. og
ndi. Þessi
tamikil en
em höfðar
nulífið
óttir borg-
ndum ríkt
á að fjár-
enningar-
ein eyðsla
ar- og ráð-
stefnuhúsið muni skipta sköpum,
ekki bara fyrir þróun menningarlífs-
ins heldur einnig fyrir atvinnulífið í
borginni á komandi árum.
„Atvinnulífið í borgarsamfélaginu
er að breytast mjög mikið,“ segir
borgarstjóri, „og í borgarsamfélagi
21. aldarinnar mun menningarfram-
leiðsla vega æ þyngra. Og ég held
líka að ferðaþjónustan muni vega
þyngra og hún mun sækja mikið til
menningarinnar og þetta tvennt
verður að fara saman.“
Ingibjörg Sólrún bendir á að nú
séu menn að markaðssetja menning-
artengda ferðaþjónustu heilmikið og
þá verði menn einnig að hafa þá
starfsemi og aðstöðu í borginni sem
þessi þjónusta byggist á. „Ég held
líka að öflugt menningarlíf skipti
sköpum þegar fyrirtæki eru að velta
fyrir sér hvar þau ætli að setja sig
niður með starfsemi sína.“
Ingibjörg Sólrún kýs að líkja
þessu verkefni við hafnarfram-
kvæmdirnar í upphafi síðustu aldar:
„Það var nauðsynlegt þá að opinber-
ir aðilar einhentu sér í hafnarfram-
kvæmdir og það var líka nauðsyn-
legt að opinberir aðilar einhentu sér
í virkjunarframkvæmdir um miðja
síðustu öld til þess að renna styrkari
stoðum undir atvinnulífið og ég held
að það sé nauðsynlegt núna með
sama hætti að fjárfesta í tónlistar-
og ráðstefnuhúsi fyrir atvinnulíf
framtíðarinnar.“
Borgarstjóri segir að miðborg
Reykjavíkur eigi að vera miðstöð
menningar- og mannlífs í borginni:
„þar er Listasafn Íslands, Listasafn
Reykjavíkur, aðalsafn Borgarbóka-
safnsins, þar eru gallerí, veitinga-
hús, skemmtistaðir og svo bætist
tónlistar- og ráðstefnuhús við og
auðvitað vildi ég líka sjá Listahá-
skólann í miðborginni. Þar verður
því hin menningarlega deigla sem er
svo mikilvæg fyrir borgarsamfélagið
og eins hitt að gestir sem heimsækja
okkur muni fari beint í miðborgina
og upplifa bæði andblæ miðborgar-
innar, gömlu Reykjavík og svo þessa
nýju kraftmiklu Reykjavík.“
Miklar kröfur gerðar
til salarins
Björn Bjarnason, fyrrverandi
menntamálaráðherra, segir að með
samkomulagi ríkis og borgar um
byggingu tónlistarhúss sé miklum
og tímabærum áfanga náð miðað við
það langa ferli sem málið hefur verið
í. „Ég setti þetta af stað 1996, og það
hefur verið unnið skipulega að því að
skilgreina bæði þarfirnar og finna
lóðina. Nú er komið samkomulag um
fjármögnunina sem lá reyndar fyrir
áður en ég hætti sem ráðherra. Nú
er verið að staðfesta samkomulagið,
þannig að fyrir mig er þetta ákaflega
stór dagur og spennandi að sjá þessa
nýju vídd vera að skapast hér í borg-
arlífinu og lífi allrar þjóðarinnar. Við
erum hér að leggja grunn að því að
Ísland verði samkeppnisfært að því
er varðar flutning tónlistar. Kröf-
urnar sem við gerum til tónlistarsal-
arins eru svo strangar að hann verð-
ur í fremstu röð í Evrópu og á
heimsvísu þegar upp verður staðið,
ef þessum kröfum verður fullnægt.
Þetta snýst ekki bara um þessi
mannvirki, heldur verða menn líka
að líta á það hve miklar kröfur hafa
verið gerðar á öllu hönnunarferlinu
til þess að gæta hagsmuna þeirra
sem eiga eftir að hlusta á tónlist og
starfa í þessum sal.“
Stefán P. Eggertsson, formaður
Samtaka um byggingu tónlistar-
húss, segir daginn mikinn gleðidag
sem lengi hafi verið beðið eftir. „Við í
samtökunum lítum nú reyndar svo á
að þegar ríkisstjórn og borgarráð
samþykktu í janúar 1999 að beita sér
fyrir byggingu tónlistarhúss og ráð-
stefnumiðstöðvar, þá væru menn
búnir að taka hina formlegu ákvörð-
un. Með þessum samningi er þeim
áfanga lokið og hægt að leggja í
næsta skref. Það hefur verið hlut-
verk samtakanna í þessi tuttugu ár
til þessa dags, að halda hugmyndinni
um tónlistarhús lifandi og nú verður
það kannski okkar að fylgja því eftir
að tónlistarhúsið verði eins og tón-
listarmenn hafa séð það fyrir sér og
aðstoða þá sem vinna að hönnun
þess að skilgreina þarfir og vera
vettvangur og samstarfaðili þeirra
og tengiliður við tónlistarfólk og tón-
listarlífið.“ Aðspurður hvort hann
vilji spá um það hvenær fyrstu tón-
arnir hljómi í tónlistarhúsinu segir
Stefán vel geta spáð um það. „Eigum
við ekki að segja að það geti orðið í
árslok 2006 eða ársbyrjun 2007.“
Samkomulagið mun hvetja
Sinfóníuhljómsveitina til dáða
„Þetta er gríðarlega stór dagur og
langþráður,“ segir Þorkell Helga-
son, stjórnarformaður Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. „Ég er búinn
að fylgjast með þessu sem tónlistar-
áhugamaður í áratugi, alveg frá því
ég fyrst man eftir mér nánast, og
auðvitað höfum við beðið eftir þessu
húsi og þráð það. En nú verður ekki
aftur snúið. Auðvitað kunna að verða
einhver ljón á veginum, en þau verða
ekki það stór að þau hindri framför-
ina á neinn hátt. Þetta samkomulag
mun hvetja Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands til dáða og eins og fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar
sagði á sviðinu hér áðan þarf að fara
að æfa fyrir opnunartónleikana. Og
þótt hann hafi ekki verið að tala um
ákveðin verk, þá er það rétt að nú
fara menn að æfa sig í huganum og
gera enn betur, þannig að hljóm-
sveitin verði með þeim bestu í heim-
inum þegar að opnuninni kemur.
Hún er þegar orðin mjög góð, en það
má alltaf gera betur. “
Þorkell vill ekki spá fyrir um hve-
nær hljómsveitin leikur sinn fyrsta
tón í tónlistarhúsinu. „Svona lagað
tekur allt sinn tíma og það er betra
að tryggja það að það náist sem mest
samstaða og að allir séu ánægðir
með fyrirkomulag, fjármögnun og
hönnun hússins þótt það kunni að
kosta einhverjar tafir. Það verður
ekki stórt mál, við erum búin að bíða
eftir þessu húsi áratugum saman, og
hvort það kemur árinu fyrr eða síðar
héðan af skiptir varla máli. Ég vona
bara að ég lifi það.“
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
kveðst ákaflega glaður yfir því að
samkomulagið skuli vera í höfn.
„Það er ýmislegt sem breytist strax í
okkar skipulagningu þegar þetta
samkomulag liggur fyrir. Starf okk-
ar er þannig að það þarf að skipu-
leggja það mörg ár fram í tímann.
Nú liggur það fyrir að við getum átt
von á því að fara í nýtt hús árið 2006
eða 7, og þetta er það skammt undan
að við hljótum að taka mið af því
þegar við leggjum drög að skipu-
lagningu þeirra ára að við viljum
gera eitthvað sérstakt; – fá hingað
sérstaka listamenn til að vera með
okkur fyrsta árið í nýja húsinu. Við
munum að sjálfsögðu ráðgast um
það við okkar nýja heiðursstjórn-
anda, Vladimir Ashkenazy, því hann
hefur sjálfur mikinn áhuga á að taka
þátt í þeirri skipulagningu.
Það hefur verið beðið eftir tónlist-
arhúsi í að minnsta kosti fjörutíu ár.
Fyrir rúmlega ári fór ég út og talaði
við Daniel Barenboim og bað hann
að koma hingað til að stjórna eða
leika. Hann spurði mig strax: Eruð
þið enn þá í bíóinu? Ég sagði: já, því
miður, og hann svaraði strax: nei,
takk!
Hljómsveitin hefur búið hér við
mjög slæman aðbúnað ef svo má
segja. Aðbúnaður hljómsveitarinar í
kjallaranum, aðbúnaður okkar á
skrifstofunni og hljómburðurinn í
húsinu er langt fyrir neðan það sem
er bjóðandi á 21. öld. Þess vegna er
það svo ákaflega gleðilegt að menn
skuli hafa drifið sig í þetta, loksins,
loksins, loksins! “
Tónlistar- og
ráðstefnuhúsið
Í samkomulagi ríkis og borgar er
gert ráð fyrir að hönnun taki mið af
því að tónlistarhúsið og ráðstefnu-
miðstöðin muni rúma eftirfarandi:
a) Sérhannaðan tónleikasal í
háum gæðaflokki fyrir um 1.500
áheyrendur, þar af 200 fyrir aftan
svið. Þau sæti verði einnig unnt að
nýta fyrir kór og mun salurinn þá
rúma 1.300 áheyrendur.
b) Sérhannaðan sal til ráðstefnu-
halds sem rúmi um 500 manns í
„skólastofu-uppröðun“ en um 750
manns í „bíóuppröðun.“ Salnum
verði unnt að skipta í tvo minni sali.
c) Æfinga- og tónleikasal þar sem
gert er ráð fyrir aðstöðu til æfinga
fyrir stóra sinfóníuhljómsveit og
kór, samtals um 240 manns. Salur-
inn rúmi um 450 áheyrendur á
kammertónleikum. Salurinn geti
auk þess nýst til ráðstefnuhalds.
d) Aðstöðu listamanna og skrif-
stofur Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
e) Um 16 smærri funda- og ráð-
stefnurými sem samanlagt taki um
400–500 manns í sæti.
f) Þjónustu-, stoð- og tæknirými
sem tilheyra tónlistarhúsi og ráð-
stefnumiðstöð af þessari stærð.
Reiknað er með að samanlögð stærð
tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðv-
ar verði um 15.000 m².
urla Böðvarsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Tómas Ingi Olrich við undirritun samkomulagsins í Háskólabíói í gær.
éð úr lofti. Tjörnin er fremst fyrir miðri mynd.
Verðlaunahugmynd um ytra skipulag Tónlistar- og ráðstefnuhúss.
arnorg@mbl.is og begga@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
VIÐ undirritun samkomulags
ríkis og borgar um byggingu
tónlistarhúss, greindi Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
jafnframt frá því, að Vladimir
Ashkenazy hefði fallist á að
gerast heiðursstjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands. Um
er að ræða fyrstu heiðursstjórn-
andanafnbót sem hljómsveitin
veitir og að sögn Þrastar Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra
hljómsveitarinnar, er það henni
mikill heiður að Ashkenazy hafi
samþykkt að taka þessu boði.
Fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands þýðir þetta að hún verður
tengdari Ashkenazy en áður og
setur henni á herðar frekari
skyldur um listræna landvinn-
inga og skapandi túlkun. Vla-
dimir Ashkenazy er án efa sá ís-
lenski ríkisborgari sem hvað
þekktastur er í heimi sígildrar
tónlistar í dag. Ferill hans hefur
verið mjög fjölbreyttur; fyrst
lagði hann heiminn að fótum
sér sem einn mesti píanóleikari
okkar daga, en á síðari árum
hefur hann lagt meiri áherslu á
hljómsveitarstjórn, og hefur
stjórnað mörgum fremstu
hljómsveitum heims við góðan
orðstír. Ashkenazy var einn
helsti hvatamaður að stofnun
Listahátíðar í Reykjavík og hef-
ur komið þar fram oftar en
nokkur annar listamaður. Hann
var gerður að heiðursforseta
hátíðarinnar árið 1982. Þröst-
ur Ólafsson segir að unnið hafi
verið að því í rúmt ár að veita
Ashkenazy þessa heið-
ursnafnbót. „Þessir tveir stóru
atburðir dagsins tengjast ekki
að öðru leyti en því, að þegar
ljóst var að í hvort tveggja
stefndi á svipuðum tíma, var
unnið að því að hægt yrði að
tilkynna um þetta á sama tíma
og samkomulagið um tónlistar-
húsið yrði undirritað. Fyrir
hljómsveitina þýðir það að
Ashkenazy gefur hljómsveit-
inni sitt heiðursnafn að menn
sem sjá að hann er okkar heið-
ursstjórnandi munu líta hljóm-
sveitina öðrum augum en áður.
Ég lít þó sérstakaklega til þess
að það sé hvatning fyrir hljóm-
sveitina að vera tengd þessu
nafni til þess að taka á og gera
betur. En þótt þessir stóru at-
burðir tengist ekki beint verð-
ur ekki hjá því horft að nafn
Ashkenazys hefur vegið þungt
í umræðunni um byggingu tón-
listarhúss. Frá því hann byrj-
aði að móta Listahátíð hér hef-
ur hann lagt inn orð, talað við
ráðamenn og bent þeim á þörf-
ina fyrir tónlistarhús. Í nánast
hvert einasta skipti sem hann
hefur komið hingað eða hitt ís-
lenskan ráðamann hefur hann
spurt um húsið. Og þegar
svona maður spyr, þá spyrja
menn sig auðvitað: af hverju
ekki?“
Morgunblaðið/Þorkell
„Fólk spyr: Hvað er þessi kall með prikið eiginlega að gera
þarna?“ Vladimir Ashkenazy þakkar þann heiður sem honum er
sýndur með nafnbót heiðurshljómsveitarstjóra.
Ashkenazy heið-
ursstjórnandi