Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
purningin sem leikur á
vörum mínum þessa
dagana er hvort Ariel
Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, telji
raunverulega að leiðin til að
tryggja íbúum Ísraels öruggt og
áhyggjulaust ævikvöld felist í því
að ala hatur meðal Palest-
ínumanna gegn Ísraelum og
ganga fram af heimsbyggðinni í
leiðinni. Er Ísraelum svo umhug-
að um að svara margfalt hverju
höggi andstæðingsins að þeim er
sama hverju til er kostað?
Nú er skiljanlegt að Ísraelar
vilji almennt allt til gera til að
tryggja að sjálfsmorðsárásum
palestínskra öfgamanna gegn ísr-
aelskum borgurum linni. Jafn-
framt að þeir sem senda ódæð-
ismennina út af örkinni fái makleg
málagjöld.
Hins vegar
held ég að
Sharon for-
sætisráðherra
ætti að draga
andann djúpt
og spyrja sig
þeirrar spurningar hvort honum
finnist í raun og veru að Ísraelar
séu að ná markmiðum sínum með
núverandi stefnu stjórnvalda, og
hvort þeir séu nokkurn tímann
líklegir til þess.
Dæmin sanna að í stöðu sem
þeirri, sem nú blasir við í Mið-
Austurlöndum, er það ekki svarið
að reyna með offorsi að ráða nið-
urlögum hryðjuverkamannanna.
Að minnsta kosti er það ekki full-
nægjandi svar.
Eftir að átök brutust út á Norð-
ur-Írlandi árið 1969 leituðu bresk
stjórnvöld fljótlega leiða til að
ráða niðurlögum hreyfingar kaþ-
ólskra lýðveldissinna, sem tekið
höfðu upp á því að standa fyrir
andstyggilegum sprengju-
tilræðum, sem oftar en ekki bön-
uðu saklausu fólki. Fyrsta til-
hneiging stjórnvalda var sú að sjá
ódæðismennina einfaldlega sem
ómenni – fól sem fyrst og fremst
vildu láta illt af sér leiða – en ekki
sem birtingarmynd óánægju sem
kraumað hafði undir niðri meðal
kaþólikka svo áratugum skipti.
Þessi sýn – sem var býsna
mannleg – blindaði ráðamenn fyr-
ir því úr hvaða jarðvegi fólin voru
sprottin. Hún mótaði stefnu
breskra stjórnvalda eftir að þau
tóku að stjórna Norður-Írlandi
beint frá London árið 1972 og
ekki síst fyrst eftir að Margrét
Thatcher komst til valda 1979.
Thatcher átti persónulegra
harma að hefna – lýðveldissinnar
höfðu myrt Airey Neave, náinn
samstarfsmann hennar og per-
sónulegan vin – og það var auk
þess í samræmi við pólitískar
skoðanir hennar að hart skyldi
tekið á glæpamönnum. Vinna
skyldi sigur á hryðjuverkamönn-
unum, margínalísera þá.
Það reyndi fyrst verulega á
stefnu Thatcher í þessum málum
þegar IRA-menn, sem þá afplán-
uðu dóma í Belfast, efndu til
hungurverkfalla 1980 og 1981.
Neituðu þeir að taka til matar
síns fyrr en stjórnvöld við-
urkenndu þá sem pólitíska fanga
og leyfðu þeim að klæðast borg-
aralegum klæðum, en ekki venju-
legum fangabúningum.
Thatcher ætlaði ekki að gefa
sig, ekki skyldi aðskilja IRA-
fanga frá ótíndum glæpamönnum
þó að lýðveldissinnar teldu sig
eiga pólitísk markmið (þ.e. að-
skilnað frá Bretlandi, sameiningu
Norður-Írlands og Írlands, jafn-
ari lífsskilyrði kaþólikka og mót-
mælenda á Norður-Írlandi).
Fyrir vikið skapaði Thatcher
forsendur þess að IRA næði ár-
angri sem liðsmenn hersins hefði
varla dreymt um að ná nokkru áð-
ur. Kaþólikkar sameinuðust í and-
úð sinni á hvernig komið var fram
við fangana og allt í einu var Sinn
Féin, stjórnmálaarmur IRA, orð-
ið öflugt pólitískt afl. Þessi sam-
hygð fleytti einum hungurverka-
manna, Bobby Sands, inn á
breska þingið í aukakosningum
sem halda þurfti 1981 og Sinn
Féin hélt sætinu eftir að Sands
andaðist.
Sands er álitinn píslarvottur í
röðum lýðveldissinna á Norður-
Írlandi og Sinn Féin fær nú reglu-
lega næstum 20% fylgi í kosn-
ingum. Því er óhætt að segja að
stefna Thatcher – margínalísér-
ing ofbeldismannanna – hafi mis-
tekist. Sannarlega er Martin
McGuinness, sem fullyrt er að
hafi verið forystumaður í IRA
framan af áttunda áratugnum,
ekki margínal – hann er núna ráð-
herra menntamála í heimastjórn
Norður-Írlands!
Vissulega finnst mörgum of
langt hafa verið gengið í friðþæg-
ingarátt á Norður-Írlandi,
hryðjuverkamennirnir hafi í raun
borið sigur úr býtum því þeir sitji
nú glottandi við kjötkatlana.
Spurningin er hins vegar hvort
ekki þurfi við ákveðnar aðstæður
að færa tilteknar fórnir – í þessu
tilfelli að sætta sig við upphefð
Martins McGuinness og annarra
IRA-manna sem farið hafa í „end-
urhæfingu“ – til að græða sárin,
tryggja frið.
Kosovo er annað dæmi um að
stefna Ariels Sharons getur ekki
skilað honum þeim árangri sem
hann sækist eftir. Þar umbreytt-
ist lítil og ósamstæð hreyfing
ungra manna á augabragði í fylk-
ingu sem naut óskiptrar hylli
Kosovo-Albana einfaldlega vegna
þess að Serbar brugðust of hart
við, murkuðu lífið ekki aðeins úr
einstaka ofbeldismanni heldur
líka saklausum borgurum.
Hvernig átti líka að gera
greinarmun þar á milli? Það er
eðli skæruhernaðar að það er
ekki hægt, einkum ef skæru-
liðarnir njóta hylli meðal al-
mennings og geta þ.a.l. auðveld-
lega horfið í fjöldann. En það
versta sem stjórnvöld geta gert
við slíkar aðstæður er að gefast
upp á því að reyna að gera þann
greinarmun – því þá eru þau um
leið að sameina heildina á bakvið
einhvern málstað, eða allavega
einhverja baráttuaðferð, sem
ekki myndi ella njóta meirihluta-
stuðnings.
Þetta sá maður í Kosovo, á
Norður-Írlandi snemma á níunda
áratugnum og þetta er sann-
arlega það sem hefur gerst meðal
Palestínumanna undanfarnar vik-
ur. Þar hefur Sharon tekist að
gera nokkuð sem væntanlega var
ekki markmið hans: að margínal-
ísera friðarsinnanna!
Friðarsinnum
rutt úr vegi
Dæmin sanna að í stöðu sem þeirri,
sem nú blasir við í Mið-Austurlöndum,
er það ekki svarið að reyna með offorsi
að ráða niðurlögum hryðjuverkamann-
anna. Að minnsta kosti er það ekki
fullnægjandi svar.
VIÐHORF
Eftir Davíð
Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
✝ Sonja WendelBenjamínsson de
Zorilla fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1916. Hún lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 22. mars sl.
Foreldrar Sonju
voru hjónin María
Emelie Wendel, f. á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 18. október
1887, d. í Bandaríkj-
unum 23. nóvember
1981, og Ólafur Indr-
iði Benjamínsson frá
Marðareyri í Veiðileysufirði, f. 19.
september 1876, d. 8. október
1936, stórkaupmaður í Reykjavík.
Foreldrar Maríu voru hjónin
Svanfríður Ólafsdóttir Wendel, f.
6. október 1865, d. 21. apríl 1934,
og Friðrik Wendel, f. 13. ágúst
1835, d. 18. október 1920, faktor
Gramsverslunar á Þingeyri.
Foreldrar Ólafs voru hjónin
Hansína Elísabet Tómasdóttir, f. 2.
maí 1850, d. 29. júlí 1933, og Benja-
mín Einarsson, f. 18. október 1846,
d. 4. mars 1891, útvegsbóndi á
Marðareyri og oddviti Grunnavík-
urhrepps um árabil.
Sonja var í föðurætt í 8. lið frá
sr. Hjalta Þorsteinssyni presti og
myndlistarmanni í Vatnsfirði,
fæddum árið 1665.
Eldri systir Sonju var Ásta
Benjamínsson Murray, f. í Kaup-
öldin braust út fór hún til Spánar
og þaðan til Bandaríkjanna og
settist að í New York. Sonja lagði
stund á myndlist og tískuteikn-
ingu, einkum málaði hún andlits-
myndir. Sonja skrifaði greinar í
Morgunblaðið um árabil. Verk
hennar birtust meðal annars á for-
síðu Vogue.
Sonja giftist Victoriano Alberto
Zorilla. Alberto fæddist í Buenos
Aires í Argentínu 6. apríl 1906.
Hann lést í Flórída 23. apríl 1986.
Alberto var þjóðhetja í heima-
landi sínu, Argentínu, eftir að hann
vann gullverðlaun í 400 metra
skriðsundi á Ólympíuleikunum
1928. Allir sem þekktu Alberto
töldu hann einstaklega glæsilegan
mann og fáir stóðu honum á sporði
í þjóðardansi Argentínumanna,
tangó. Sonja og Alberto bjuggu all-
an sinn búskap í New York borg.
Þar eignuðust þau fjölda vina sem
settu svip sinn á borgina og öldina
sem leið.
Sonja fór frá Íslandi árið 1932 en
kom einu sinni í heimsókn fyrir
stríð. Hún kom ekki aftur fyrr en
árið 1970. Hún og Alberto dvöldu
hér um lengri og skemmri tíma frá
þeim tíma.
Enda þótt Sonja dveldi langdvöl-
um fjarri fæðingarlandi sínu var
hún alltaf mjög stolt af íslenskum
og vestfirskum uppruna sínum.
Samferðamenn hennar tóku sér-
staklega eftir því hvernig hún hug-
leiddi orð sem henni voru framandi
í íslenskri tungu. Þrátt fyrir stutta
eiginlega skólagöngu hafði hún
mörg heimsmál á valdi sínu.
Sonja W. B. de Zorilla verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.00.
Minngarathöfn um Sonju verður
haldin í New York síðar.
mannahöfn 16. nóvem-
ber 1913, d. í Banda-
ríkjunum, 2. ágúst
2001, lyfjafræðingur
og um tíma Íslands-
meistari í tennis, gift
Grosvenor Murray, f.
7. janúar 1921, verk-
fræðingi, búsett í
Herkimer í New York
ríki í Bandaríkjunum.
Yngri systir Sonju var
Ragna Benjamínsson,
en hún lést fjögurra
ára að aldri árið 1922.
Börn Ástu og
Grosvenors eru Thom-
as Olaf Murray, f. 13. júlí 1945, lög-
fræðingur, kvæntur Betty Murray,
og Margaret Elizabeth Murray Ro-
berts, f. 8. apríl 1947, félagsráð-
gjafi og tónlistarkennari, gift
Laurence Roberts prófessor. Bæði
eru búsett í Bandaríkjunum.
Sonja ólst upp í Reykjavík þar
sem hún stundaði nám við Landa-
kotsskóla.
Hún hóf nám í Menntaskólanum
í Reykjavík en hætti þar námi þeg-
ar hún veiktist af lömunarveiki 15
ára gömul. Árið 1932 fór hún á
sjúkrahús í Danmörku og náði góð-
um bata.
Hún dvaldi hjá frændfólki sínu í
Wiesbaden í Þýskalandi við list-
nám. Hún hélt til London og síðar
til Parísar þar sem hún stundaði
einnig nám í listgreinum og tungu-
málum. Þegar seinni heimsstyrj-
Hugsum okkur kvikmynd þar sem
myndavélinni er beint að mannþröng
á hafnarbakkanum. Linsan festir
auga á einstaklega huggulegri ungri
konu sem væntir þess að komast á
skipi til New York í öryggið í Vest-
urheimi. Hún flúði frá Frakklandi
undan yfirvofandi styrjaldarátökum
og bíður þess að skip sem ætlar að
sigla til Ameríku komi til hafnar. Hin
unga kona heitir Sonja Wendel
Benjamínsson. Nú hefur lífsbók
hennar verið skráð og vel má vera að
ævintýralegt líf hennar verði fest á
filmu.
Sonja, sem andaðist 22. mars síð-
astliðinn, var dóttir hjónanna Maríu
Emelie Wendel og Ólafs Indriða
Benjamínssonar forstjóra. Hún eyddi
æskuárum sínum að mestu í Reykja-
vík, þar til hún veiktist af lömunar-
veiki. Á táningsárum var hún send til
Danmerkur til lækningar og í hús-
mæðraskóla. Sonja lærði aldrei að
elda en hún náði fullri heilsu með ein-
stökum krafti, áræði og viljastyrk.
Sonja var umfram allt sjálfstæð kona
og næmi hennar fyrir hinu ævintýra-
lega í lífinu leiddi hana á sigurbraut í
heiminum.
Eftir dvölina í Danmörku fór Sonja
til Wiesbaden í Þýskalandi þar sem
hún dvaldi hjá ættingjum og gekk í
listaskóla. Þetta var um það leyti sem
nasistar komust til valda. Sonja flutti
sig fljótlega um set og hélt til London
til listnáms og fór einnig að læra að
fljúga. Dag einn lét flugkennari henn-
ar hana fljúga eina, enda þótt henni
væri það þvert um geð. Allt gekk vel
þar til kom að því að það átti að lenda.
Þá sneiddi flugvél hennar trjátopp-
ana og hún ákvað að þetta skyldi
verða endirinn á ferli flugkonunnar.
Á meðan hún dvaldi í London
kynntist hún ungum manni sem var
tengdur rússnesku keisarafjölskyld-
unni. Hún flutti sig um set og settist
að í París. Þá var hún kunnug ný-
lendu rússnesku hirðarinnar sem þar
var. Sonja reyndi fyrir sér í tísku-
heiminum og var boðið starf fyrir-
sætu, enda þótt starf fyrirsætunnar
væri ekki talið við hæfi hefðarfólks.
Seinna meir birtust verk hennar á
forsíðum Vogue.
Fegurð og persónutöfrar Sonju
héldu áfram að draga að sér athygli
jafningja hennar. Hún kynntist Rose
Kennedy í París og Aristotle Onassis
var einstaklega djúpt snortinn af
hinni ungu fögru konu. Sonja hafnaði
bónorði hans því hún trúði að sam-
band þeirra myndi aldrei endast að
eilífu, en vinátta þeirra hélst á meðan
hann lifði.
Þegar nasistar gerðu innrás í Pól-
land sá Sonja hvað verða vildi og flúði
hún þá til Spánar til þess að komast
með skipi til New York. Sigling um
Atlantshafið á þessum tíma var
hættuspil, en þegar hún sá Frelsis-
styttuna í New York vissi hún að hún
hafði fundið nýtt framtíðarheimili.
Aristotle Onassis kynnti hana fyrir
glæsilegum og myndarlegum Argent-
ínumanni, Victoriano Alberto Zorilla.
Alberto var ólympíumeistari í sundi
og þjóðhetja í Argentínu. Hann var
álitinn einn besti tangódansari í New
York borg. Hið glæsilega par giftist
og þau nutu hvort annars þar til Al-
berto andaðist árið 1986.
Ævintýrin í lífi Sonju héldu áfram.
Í vinahóp hennar bættust John Loeb,
Sonja Henie, Richard Rodgers og
Jacqueline Kennedy Onassis auk
margra annarra. Hún hélt áfram að
mála, aðallega andlitsmyndir, og hún
skrifaði pistla í Morgunblaðið.
Sonja átti stóran frændgarð, meðal
annarra má nefna sérstaka vini henn-
ar, þau Maríu Wendel og Guðmund
Albert Birgisson.
Sonju verður minnst sem stórbrot-
innar konu, fallegrar konu með mikla
hæfileika, gáfur og persónutöfra.
Sonja eignaðist ekki börn en hugur
hennar var hjá þurfandi börnum.
Hver hefði talið þessa óvissuferð
mögulega fyrir unga stúlku frá litla
Íslandi?
Aðeins Sonja.
Margrét Murray Roberts.
Sonja Benjamínsson Zorilla var
einstaklega frumleg manneskja, lík-
ust fágætum fugli, og nú þegar hún er
horfin finnum við fyrir tómleika og
hryggð. Heimurinn verður ekki sam-
ur eftir, hann verður eitthvað svo fyr-
irsjáanlegur, ekki jafn spennandi og
áður. Hver mun nú hringja og vekja
mig af værum blundi klukkan eitt að
nóttu til að segja mér síðustu frétt-
irnar frá New York; til að tilkynna
með þessari óviðjafnanlegu og rámu
rödd, að nýjasta hausttískan sé
„hreint út sagt skelfileg, elskan“, að
Placido Domingo sé „alveg yfirgengi-
lega sexý, finnst þér það ekki, elsk-
an?“ Síðan þessi bakþanki: „Ég var
þó ekki að vekja þig, elskan?“ „Nei,
nei, auðvitað ekki, Sonja.“ Hvernig
get ég viðurkennt fyrir Sonju af öllu
fólki, að ég hafi verið upptekin við jafn
lítilfjörlega iðju og að sofa?
Undir kenjóttu og kvenlegu yfir-
borðinu sló hjarta víkingsins. Hún bjó
yfir sömu útþránni og forfeður henn-
ar. Skömmu eftir tvítugt hélt hún til
Parísar þar sem hún stundaði nám í
listum og tískuhönnun, lærði tungur
framandi þjóða og breyttist í þá
heimskonu, sem átti jafn vel heima í
öllum höfuðborgum Evrópu. Hún lað-
aði að sér ríkustu og frægustu menn-
ina. Onassis, Niarchos, Agnelli. Og
hvers vegna ekki? Hún var eins og
viðkvæmt blóm, íðilfögur og aðlað-
andi, gáfuð, smekkvís, fáguð og
skemmtileg. Það var reisn yfir henni.
Hún var ekki aðeins fyndin, heldur
gat hún fengið aðra, sérstaklega karl-
menn, til að finnast sem þeir væru
líka fyndnir. Bara að heyra hana
hlæja sínum káta hlátri gerði allt svo
skemmtilegt. Sonja var líka dálítið
annað, sem var alveg sér á parti og fá-
ir höfðu kynnst: Hún var Íslendingur.
Í New York varð Sonja strax mið-
punktur kaffihúsalífsins og mikið vildi
ég gefa fyrir að hafa séð hana í El
Morocco í Storkklúbbnum á velmekt-
ardögum hans og hennar. Það var í
þessu umhverfi og fyrir milligöngu
Onassis, að hún kynntist tilvonandi
eiginmanni sínum, Alberto Zorilla. Í
Argentínu synti hann og dansaði
tangó en hvað eða hvort hann gerði
eitthvað annað, veit ég ekki. Hann var
hins vegar góður í öllu, sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann hafði unnið til
gullverðlauna í sundi á Ólympíuleik-
um og hefði verið keppt í tangó, hefði
hann komið heim með gullverðlaunin.
Þau áttu vel saman. Hann lítill, glæsi-
legur og glaðlyndur; hún fíngerð og
falleg. Ég sá þau einu sinni dansa
tangó, þá bæði fullorðin og hann
blindur, en það vantaði ekkert á lokk-
andi glæsileikann eins og meisturun-
um einum er lagið.
Að mörgu leyti var eins og suður-
amerískt blóð rynni í æðum Sonju.
Hún kunni á karlmenn og var einhver
mesta daðurdrós, sem ég hef kynnst
um dagana. Er það heldur sjaldgæfur
eiginleiki á norðlægum breiddargráð-
um. Allt var það þó græskulaust.
Karlmenn voru í hennar augum eitt-
hvað til að hafa gaman af, þeirra hlut-
verk var að koma konunni til að líða
vel; til að halla sér að, dansa við og til
að snúast í kringum konuna. Sonja
SONJA WENDEL
BENJAMÍNSSON
DE ZORILLA