Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 45
✝ Þorbjörg fæddistá Geithömrum í
Svínadal 9. janúar
1914. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 3. apríl
sl.
Foreldrar hennar
voru Þorsteinn Þor-
steinsson, bóndi á
Geithömrum, f. 12.
mars 1873, d. 27. jan-
úar 1944, og kona
hans, Halldóra
Björnsdóttir, f. 24.
mars 1878, d. 10.
apríl 1961.
Foreldrar Þorsteins voru Þor-
steinn Þorsteinsson, bóndi á
Grund í Svínadal, og kona hans,
Guðbjörg Sigurðardóttir. Foreldr-
ar Halldóru voru Björn Leví Guð-
mundsson, bóndi á Marðarnúpi í
Vatnsdal, og kona hans, Þorbjörg
Helgadóttir.
Þorbjörg átti fjóra albræður:
Björn Leví, f. 27. maí 1907, d. 4.
apríl 1984, Þorsteinn f. 11. júlí
1908, d. 29. september 1992, Guð-
mundur Bergmann, f. 26. ágúst
1910, d. 1. janúar 1984, Jakob
Hanna, f. 27. júlí 1968, c) Jónmund-
ur Ingvi, f. 20. maí 1970. Sam-
býlism. Pétur Guðlaugsson, f. 21.
desember 1941. 3) Þorsteinn
Björgvin, f. 4. ágúst 1944, kvæntur
Rögnu G. Jóhannsdóttur, f. 17.
mars 1948. Þeirra börn eru: a)
Dagbjört Jóhanna, f. 10. ágúst
1971, b) Styrmir Þór, f. 1. febrúar
1974, c) Þorbjörg Inga, f. 20. júlí
1982. Langömmubörnin eru 14.
Þorbjörg var við nám í Kvenna-
skólanum á Blönduósi veturinn
1934–35 og lauk vefnaðarnám-
skeiði nokkru síðar. Árið 1940
hófu þau hjón Jónmundur og Þor-
björg búskap í Ljótshólum, og
bjuggu þar til ársins 1952 er þau
fluttu að Auðkúlu og reistu þar ný-
býli. Þar bjuggu þau til ársins 1967
er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar
fluttu þau fljótlega í nýja íbúð í
Asparfelli 12. Nokkru eftir lát Jón-
mundar flutti Þorbjörg á Hrafn-
istu í Reykjavík þar sem hún
dvaldi síðustu árin. Í Reykjavík
vann Þorbjörg mest við fata-
framleiðslu, og vann lengst á
prjónastofu við Suðurgötu, en Jón-
mundur vann hjá Fasteignamati
ríkisins. Þau hjón létu sig fé-
lagsmál nokkuð varða og höfðu
mikinn metnað fyrir hönd Auð-
kúlukirkju.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Björgvin, f. 14. októ-
ber 1920. Hálfbróðir
hennar samfeðra var
Jón Ásgeir, f. 14. júní
1910, d. 13. maí 1987.
Þorbjörg giftist 30.
mars 1940 Jónmundi
Eiríkssyni, bónda í
Ljótshólum, f. 9. jan-
úar 1914, d. 13. nóv-
ember 1993. Foreldr-
ar hans voru Eiríkur
Grímsson frá Syðri-
Reykjum í Biskups-
tungum, bóndi í Ljóts-
hólum, f. 12. júlí 1873,
d. 7. september 1932,
og kona hans, Ingiríður Jónsdóttir
frá Ljótshólum, f. 15. júní 1888, d.
23. júní 1976.
Jónmundur og Þorbjörg eignuð-
ust þrjú börn. 1) Eiríkur Ingi, f. 3.
ágúst 1940, kvæntur Birnu Jóns-
dóttur, f. 23. apríl 1945. Þeirra
börn eru: a) Þórdís Ólöf, f. 13. apríl
1964, b) Jónmundur Þór, f. 27. nóv.
1965. 2) Halldóra Elísabet, f. 4.
ágúst 1944, gift Ásbirni Þór Jó-
hannessyni, f. 24. júní 1942, d. 30.
júní 1991. Þeirra börn eru: a) Þor-
björg, f. 21. maí 1965, b) Kristín
Tengdamóðir mín, Þorbjörg Þor-
steinsdóttir, er látin á 88. aldurs-
ári. Mig langar að minnast hennar í
fáeinum orðum og þakka henni
samfylgdina í 35 ár sem aldrei bar
skugga á.
Mér er það mjög minnisstætt
þegar ég kom að Auðkúlu í fyrsta
sinn 19 ára gömul og trúlofuð Þor-
steini. Ég var mjög feimin og kveið
fyrir þessum fyrsta fundi. Á leið-
inni norður hittum við sveitunga
Steina og skólasystur sem sagði að
ég þyrfti ekki að kvíða því að hitta
Auðkúlufólkið, þetta væri fyrir-
myndarfólk. Þetta reyndust orð að
sönnu. Þetta var að hausti til og
menn í göngum. Mér fannst það
léttir að vita af því að tengdafaðir
minn væri ekki heima, ágætt að
hitta tengdamömmu fyrst. Þegar
við gengum inn í bæinn og inn í
eldhúsið var það fyrsta sem fyrir
augu mín bar, eldri maður sem lá
þar uppi í bekk með pípu í munn-
inum. Þetta var tengdafaðir minn
sem hafði þá aldrei farið í göng-
urnar eftir allt saman. Eftir að
hafa heilsað þessum rólega manni
með glettnissvip á andlitinu sá ég
að ekkert var að óttast og vorum
við hinir mestu mátar alla tíð.
Tengdamóðir mín, þessi stóra og
myndarlega kona, sem sópaði að,
fór varfærnislega í að tala við þessa
feimnu stúlku og stríddi hún mér
stundum á því löngu seinna í glensi
að ég hefði verið svo feimin að hún
hefði ekki þorað að horfa á mig.
Þorbjörg hafði mjög gaman af að
ferðast og saknaði þess að hafa
ekki gert meira af því. Tvisvar
sinnum fór hún út fyrir landstein-
ana. Árið 1984 fóru þau hjónin með
hópi af fólki í bændaferð til Norð-
urlandanna. Hún hafði óskaplega
gaman af því og eignuðust þau nýja
vini sem þau héldu sambandi við
eftir það. Árið 1992 fórum við
tengdamamma saman til Kaup-
mannahafnar ásamt móður minni
og dóttur. Þar vorum við í eina viku
hjá Dagbjörtu dóttur minni sem
var þar í vist. Hún var fljót að læra
á lestina sem gekk niður í miðbæ-
inn. Og hún hafði ótrúlegt úthald
við að ganga og skoða sig um, að
ógleymdum tímanum sem hún gat
eytt í búðunum, þar sló hún okkur
öllum við. Það var oft glatt á hjalla
hjá okkur og mikið hlegið, en
tengdamóðir mín gat verið óskap-
lega hláturmild og létt í lund.
Tengdamóðir mín var hörkudug-
leg kona og féll nánast aldrei verk
úr hendi.
Hún var mikil hannyrðakona og
algjör völundur í höndunum. Hún
bjó til snið, hannaði og saumaði öll
sín föt sjálf. Og margar flíkurnar
saumaði hún, heklaði og prjónaði á
barnabörnin og síðustu árin prjón-
aði hún sokka og vettlinga á lang-
ömmubörnin að ótöldum böngsum
og kisum. Ekki eru fáar myndirn-
ar, púðarnir og dúkarnir sem hún
hefur saumað út prýðir margt af
því heimili barnanna hennar í dag.
Eftir að hafa búið 4 ár ein í Asp-
arfelli fluttist hún að Hrafnistu í
Reykjavík, ennþá við góða heilsu
en farin að tapa heyrn. Það háði
henni talsvert og fannst henni
óþægilegt að sitja í margmenni.
Eftir að hafa aðlagast litla her-
berginu sínu á Hrafnistu og að-
stæðum, sem tók eðlilega smátíma,
undi hún hag sínum vel og þar átti
handavinnustofan stóran þátt. Þar
var hún alla daga meðan opið var.
Handbragðið á öllum þeim dúkum
og öðru sem hún málaði er slíkt að
engum gæti dottið í hug að þarna
væri kona á níræðisaldri að verki.
Tengdamóðir mín hélt sinni
reisn fram á síðustu stundu. Stuttu
fyrir upprisuhátíð frelsarans fékk
hún slæmt hjartaáfall sem hún náði
sér ekki af.
Margs er að minnast og margs
er saknað. Við söknum þess að
heyra ekki lengur símann hringja
klukkan 10 á kvöldin og síðan rödd
tengdamömmu að láta vita af sér
og bjóða góða nótt. Það verður erf-
itt að sjá autt sæti við matarborðið
um næstu jól, aðfangadag og gaml-
ársdag, því þessi kvöld höfum við
borðað saman í 30 ár. Ég vil gera
orð Valdimars Briem að mínum og
fjölskyldu minnar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Ég þakka tengdamóður minni
fyrir allt og allt.
Hvíli hún í friði.
Ragna G. Jóhannsdóttir.
Okkar fyrstu kynni af ömmu
voru þegar hún og afi komu í sveit-
ina til okkar. Þau komu iðulega um
jól og á sumrin. Tilhlökkunin var
mikil og oft voru dagarnir lengi að
líða þar til þau loks komu.
Amma átti fáa sína líka, hún var
hreinskiptin, úrræðagóð og fram-
kvæmdi jafnan það sem gera þurfti
við fyrsta tækifæri enda forkur
duglegur og var sístarfandi alla
sína ævi. Hún var snillingur í hönd-
unum og hafði ríka sköpunargleði
og næmt auga sem kom fram í ótal-
mörgum handverksmunum hennar,
enda var alltaf mikil tilhlökkun að
opna jólapakkana frá henni.
Það var hægt að tala við ömmu
um allt, hún fylgdist svo vel með og
kom aldrei af fjöllum, sama hvert
umræðuefnið var.
Hún hafði gaman af að koma í
heimsókn og fylgjast með upp-
byggingu heimila okkar og vexti og
þroska langömmustrákanna sinna.
Við erum þakklát fyrir að synir
okkar hafi fengið tækifæri til að
kynnast langömmu sinni.
Elsku amma og langamma, við
þökkum þér samfylgdina, minning
um góða ömmu mun lifa í hjarta
okkar.
Þórdís Ólöf, Jónmundur Þór,
Hjördís og langömmu-
strákarnir.
Þá er hún amma mín dáin, amma
í Aspó eins og við systkinin köll-
uðum hana.
Ég man fyrst eftir ömmu þegar
hún og afi fluttu í Asparfellið. Þar
sem við bjuggum í Seljahverfinu
var stutt að skreppa yfir til afa og
ömmu. Hlupum við stundum yfir til
þeirra til að sníkja jólaköku og
mjólk hjá ömmu og best var ef kak-
an var nýbökuð – vorum við ekki
lengi að klára heila köku, því þær
voru bestar heitar. Amma átti allt-
af nóg með kaffinu og aldrei mátti
neinn fara frá þeim afa án þess að
þiggja kaffi og með því. „Fáðu þér
nú aðeins meira – þetta er ekkert
sem þú borðar,“ sagði amma ef
maður var ekki búinn að smakka
allar sortir.
Þegar ég stundaði nám við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti bauð
amma mér stundum í hádegismat –
sérstaklega ef hún ætlaði að hafa
fiskibollur – hún vissi nefnilega að
mér þótti enginn gera jafngóðar
fiskibollur og hún.
Amma sagði við mig ekki fyrir
löngu að ef hún hefði verið ung í
dag hefði hún farið í eitthvert list-
nám og orðið listakona. Amma var
einstaklega lagin í höndunum og
allt sem hún gerði var afskaplega
vel gert. Hér áður fyrr hannaði hún
og saumaði allar flíkur á sjálfa sig,
hún prjónaði einnig mikið og hekl-
aði einstaklega fallega kjóla á okk-
ur stelpurnar þegar við vorum litl-
ar. Nú 30 árum seinna sit ég og
skoða einn af þessum kjólum, fal-
legan bleikan og hvítan kjól.
Eftir að amma og afi fóru á eftir-
laun voru þau mjög virk í fé-
lagsstarfi aldraðra í Gerðubergi –
afi spilaði og amma málaði á ker-
amik, dúka, svuntur o.fl., sem hún
svo gaf börnum og barnabörnum í
afmælis- og jólagjafir.
Amma mín hafði mjög gaman af
því að ferðast. Vorið 1992 var ég
búsett í Kaupmannahöfn og lang-
aði ömmu mikið til að koma í heim-
sókn. Varð svo úr að ömmur mínar
tvær, mamma og Þorbjörg systir
mín skelltu sér í vikuferð til að
heimsækja mig. Þetta var einstak-
lega skemmtileg vika og naut
amma þess að spóka sig um í Kaup-
mannahöfn. Hún gekk upp og niður
Strikið og skoðaði í búðir. Amma
hafði ekki keypt sér mikið af fötum
í gegnum tíðina, en í Kaupmanna-
höfn fannst henni gaman að versla
og hún keypti m.a. ljósan jakka
sem hún notaði mikið.
Eftir að afi dó fór amma á elli-
heimilið Hrafnistu, það var erfitt
fyrir hana að pakka öllu dótinu
þeirra afa niður og flytja inn í eitt
lítið herbergi – en henni tókst að
koma sér einstaklega vel fyrir og
hún var nokkuð fljót að aðlagast
nýju umhverfi. Amma sótti handa-
vinnustofuna á Hrafnistu mikið og
þar hélt hún áfram að mála og
prjóna bangsa og kisur handa
barnabarnabörnunum sínum sem
hún var svo stolt af. Hátt á níræð-
isaldri fór amma á námskeið til að
læra að mála fríhendis með akríllit-
um og náði hún að klára tvær
myndir áður en hún dó.
Ég get alltaf brosað yfir því þeg-
ar ég var eitt sinn að spyrja ömmu
um eitthvert atvik sem hafði átt sér
stað – ömmu fannst ég fullforvitin
og hafði hún orð á því. Þá sagði ég
að ég ætti nú ekki langt að sækja
forvitnina og þá svaraði amma: „Ja,
ekki hefurðu það frá mér,“ en allir
þeir sem þekktu ömmu vita að hún
var frekar forvitin og fylgdist vel
með því sem var að gerast í kring-
um hana. Hún var vel með á nót-
unum allt til dauðadags, var engu
farin að gleyma.
Ég gæti haldið lengi áfram að
skrifa niður minningar um hana
elsku ömmu mína, en einhvers
staðar verður að stoppa. Nú er
komið að kveðjustund og á ég eftir
að sakna ömmu minnar sárt, en nú
hvílir hún brátt vinstra megin við
hlið afa.
Ég þakka ömmu minni allt það
sem hún gaf mér – hvíl í friði.
Dagbjört Jóhanna
Þorsteinsdóttir.
Nú þegar hún elsku amma mín
hefur sagt skilið við okkur, langar
mig að minnast hennar í nokkrum
orðum. Margar minningar sitja eft-
ir, allt frá því að ég var lítil stelpa í
pössun hjá ömmu og afa þegar þau
bjuggu í Aspó og við lásum stund-
um saman söguna um stígvélaða
köttinn og fengum okkur svo harð-
fisk með smjöri og heita jólaköku.
Afi tók svo oft upp hljómborðið og
leyfði mér að spila þetta litla sem
ég kunni og alltaf gátu þau hrósað
mér jafnmikið.
Síðan löngu áður en ég fæddist
hafa afi og amma verið hjá okkur
um hver einustu jól og áramót og
eftir að afi dó hélt amma áfram að
koma og vera með okkur yfir hátíð-
irnar, ég þekki því ekki jólin án
þess að hafa ömmu mína hjá okkur
við borðið, það verður því heldur
tómlegt næstu jól að hafa þig ekki,
amma mín.
Það voru ófáir sunnudagarnir
sem amma kom til okkar og við
tvær spiluðum rommí og tveggja-
mannavist til skiptis tímunum sam-
an og alltaf var þetta jafnskemmti-
legt, en amma hafði svo gaman af
því að spila og var alltaf til í að taka
eitt spil í viðbót.
Ömmu fannst gaman að ferðast
og skoða sig um og eitt árið fórum
við mamma og ömmur mínar báðar
í vikuferð til Kaupmannahafnar að
heimsækja Döggu systur, þar gat
gamla konan arkað um stórborgina
án þess að sýna nokkur þreytu-
merki. Við skemmtum okkar allar
konunglega þarna úti og komum
endurnærðar heim eftir allt búðar-
og bæjarrápið, þessi ferð er okkur
öllum ógleymanleg.
Þeir eru margir handgerðu hlut-
irnir sem hún amma hefur búið til
og gefið okkur. Glæsilega málaðir
dúkar, skrautprjónaðir vettlingar,
myndir og margt fleira sem hún
var einstaklega lagin við að gera og
hafði svo gaman af.
Húmorinn var aldrei langt undan
hjá ömmu, það var aðeins örfáum
dögum áður en hún fór frá okkur
að gamall maður var að söngla
frammi á gangi á spítalanum, eins
og honum var lagið, og amma sagði
mér að fara og spila undir hjá
manngreyinu og skellihló svo.
Amma var stolt af sínu fólki og
var dugleg við að hvetja mann
áfram, nú fyrir stuttu þegar ég
heimsótti hana á spítalann spjöll-
uðum við lengi saman, hún sagði
öllu hjúkrunarfólkinu sem kom inn
til að sinna henni að ég væri nú al-
nafna hennar og sonardóttir. En
hún sagði svo oft við mig að Þor-
bjargir væru hörkukonur sem yrðu
langlífar og myndu standa sig í líf-
inu.
Elsku amma mín, það er komið
að því að kveðja þig, söknuðurinn
er ólýsanlegur, ég sakna þess að
bjóða þér ekki lengur góða nótt á
kvöldin þar sem þú hringdir klukk-
an 10 hvert einasta kvöld og lést
okkur vita að það væri allt í lagi hjá
þér, eins og þú vildir orða það. Við
spjölluðum oft heilmikið saman á
kvöldin og þá sérstaklega ef ég var
ein heima, þá spurðir þú mig alltaf
að því hvar kallinn og kellingin
væru nú að þvælast og hlóst svo að
þessu öllu saman. Svo talaðir þú
svo mikið um það hvað þig langaði
að vera með mér á útskriftardag-
inn minn nú í vor, en svo fór sem
fór.
Um daginn þegar ég kvaddi þig
baðst þú Guð og góða anda að
fylgja mér í lífinu, nú bið ég góðan
Guð að geyma ykkur afa þar sem
þið munuð hvíla hlið við hlið. Þakka
þér fyrir öll 20 árin sem ég hef átt
með þér. Hvíl í friði.
Þín
Þorbjörg Inga
Þorsteinsdóttir.
Dauðinn vekur okkur til um-
hugsunar. Hann fær okkur til að
rifja upp liðna atburði og minn-
ingar sem tengjast þeim sem
hverfa yfir móðuna miklu. Hann
minnir okkur á að lífið er stutt og
hversu mikilvægt það er að njóta
hverrar stundar og fara vel með
það sem okkur er gefið.
Þetta kemur í hugann þegar
minnst er Þorbjargar Þorsteins-
dóttur frá Auðkúlu. Við systkinin
munum eftir henni frá því við vor-
um smábörn, en foreldrar okkar
bjuggu í tvíbýli við þau hjónin Þor-
björgu og Jónmund fyrstu árin sem
við munum eftir. Jónmundur Ei-
ríksson, föðurbróðir okkar, sem
lést 13. nóvember 1993, og Þor-
björg bjuggu í Ljótshólum fram á
6. áratuginn er þau fluttu að Auð-
kúlu þar sem er sóknarkirkja Svín-
dælinga. Þeir bræður Jónmundur
og Grímur höfðu alist upp í Ljóts-
hólum við fremur kröpp kjör og
þegar Eiríkur afi okkar féll frá á
besta aldri 1932 tóku þeir við bú-
rekstrinum ásamt móður sinni. Það
má nærri geta að þetta hefur verið
erfitt fyrir svo unga menn að taka
við slíkri ábyrgð og það á þeim
krepputímum sem þá voru.
Bræðurnir voru alla tíð einstak-
lega samrýndir og marga hluti
gerðu þeir alveg eins. Þeir byggðu
íbúðarhús eftir sömu teikningu, svo
og fjárhús. Margt annað var með
líkum hætti. Tengsl voru alla tíð
mikil á milli bæjanna og við minn-
umst þess þegar Jónmundur kom á
grænu dráttarvélinni utan dalinn
til að hjálpa til við heyskapinn í
Ljótshólum en hann var fyrri til að
eignast slíkt þarfaþing. Við minn-
umst líka afburða gestrisni þeirra
hjóna þegar messað var á Auðkúlu
en þá var alltaf hlaðið veisluborð
með frábærum veitingum. Það
útbjó Þorbjörg af miklum mynd-
arskap og allt var þetta á kostnað
þeirra hjóna en talinn sjálfsagður
hlutur.
Það er alveg ljóst að þessi nánu
tengsl á milli bræðranna og heimila
þeirra sköpuðu sérstakt og nota-
legt andrúmsloft sem við börnin
nutum að sjálfsögðu góðs af. Öll
stemmningin og tilhlökkunin í
kringum jól og ýmsa atburði er eft-
irminnileg og vekur hlýjar hugs-
anir og minningar.
Þorbjörg var afskaplega hrein-
skiptin manneskja, gat verið hrjúf
en hafði stórt hjarta. Hún annaðist
heimilið af mikilli prýði og gest-
risni hennar var annáluð. Hún
ræktaði það sem henni var gefið,
fór vel með líf sitt og gaf sínum
nánustu ást og umhyggju.
Við minnumst Þorbjargar með
hlýhug og sendum börnum hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Systkinin frá Ljótshólum og
fjölskyldur þeirra.
ÞORBJÖRG
ÞORSTEINSDÓTTIR