Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni BreiðfjörðGíslason var fæddur á Hellissandi hinn 18. ágúst 1913. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Árnason, f. 22. nóv. 1881, d. 12. júlí 1959, og Kristjáns- ína Bjarnadóttir, f. 23. mars 1888, d. 7. maí 1969. Árni kvæntist Þór- eyju Hannesdóttur, f. 24.12. 1918, d. 23.11. 1991. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Eðvarð Lárus, f. 8. des. 1936, og kvæntur var Önnu Ólöfu Kristjánsdóttur f. 1. maí 1934, d. 12. júní 2000. Þau slitu samvistir. Seinni kona hans er Jórunn Sig- tryggsdóttir, f. 22. nóvember 1950. 2) Sæunn, f. 10. júní 1940, d. 25. júní 1996. Hún var gift Sigmundi Ingimund- arsyni, f. 11. febrúar 1929, d. 22.nóv 1994. 3) Gísli Breiðfjörð, f. 12. nóv. 1957, kvæntur Jórunni Sigtryggsdóttur, f. 12. nóv 1960. Árni fékk ungur vélstjórnarréttindi og sinnti ýmsum störfum til sjós og lands, en lengst af vann hann við útgerð og akstur vörubifreiða. Útför Árna verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar til að rita nokkrar lín- ur í minningu föður míns, Árna B. Gíslasonar, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness, þann 4. apríl sl., eftir snarpa og hugdjarfa glímu við ill- vígan sjúkdóm, sem uppgötvaðist í lok janúar sl. Pabbi er fæddur á Hellissandi 18. ágúst 1913, næstyngstur fjögurra systkina og voru foreldrar hans Gísli Árnason sjómaður og kona hans Kristjánssína Bjarnadóttir. Pabbi fluttist mjög ungur til Reykjavíkur með foreldrum sínum, eftir að faðir hans missti vinstri handlegg fyrir neðan olnboga, í skelfilegu slysi og gat þar af leiðandi ekki unnið fyrir fjölskyldunni á sjónum. Á uppvaxtarárum pabba var mikil fátækt í Reykjavík og sagði hann mér frá því að ekki hafi alltaf verið nóg til að borða hjá fjölskyldu hans. Pabbi fór ungur að reyna að leggja fjölskyldunni lið með því að vinna sér inn peninga. Hann fékk starf sem sendisveinn hjá Bern- höftsbakaríi og hjólaði hann með brauð og kökur til viðskiptavina í Reykjavík. Þá peninga sem hann vann sér inn, fékk hann móður sinni og hafa þeir sennilega verið notaðir til að kaupa mat handa fjölskyld- unni. Þegar pabbi var 15 ára gamall, fékk hann vinnu sem messagutti um borð í gamla Gullfossi og vann hann þar um tíma. Til er ljósmynd af hon- um, sem tekin var um borð í Gull- fossi, í höfninni í Kaupmannahöfn. Þótt ekki hafi verið mikið um skólanám hjá pabba, þá fór hann í Vélstjórnarskóla og fékk minna próf mótorista veturinn 1934, sem gaf honum réttindi til að vera vélstjóri á fiskiskipum. Hófst þar með sjó- mannsferill hans og réð hann sig sem vélstjóra á bát í eigu Haraldar Böðvarssonar, sem gerður var út frá Akranesi. Á Akranesi kynntist pabbi móður minni, Þóreyju Hannesdóttur frá Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi, sem þá var ung stúlka innan við tvítugt. Þau felldu hugi saman og opin- beruðu trúlofun sína hinn 20. júlí 1935. Hinn 28. maí 1937 gengu for- eldrar mínir í hjónaband, með leyf- isbréfi, útgefnu af Kristjáni X, kon- ungi Íslands og Danmerkur, en séra Friðrik Friðriksson, sóknarprestur á Akranesi, gaf þau saman. Við systkinin erum þrjú, elstur er Eðvarð Lárus fæddur í desember 1936, Sæunn fædd í júní 1940 og Gísli Breiðfjörð (undirritaður) fædd- ur í nóvember 1957. Pabbi starfaði á árunum 1935– 1943 hjá fyrirtæki Haraldar Böðv- arssonar útgerðarmanns, fyrst sem vélstjóri á bátum fyrirtækisins, en seinna sá hann um að keyra vélar frystihússins. Eftir störf hjá Haraldi Böðvars- syni keypti pabbi sér vörubíl og fór að gera hann út og varð það síðan hans ævistarf. Ekki löngu eftir að pabbi hóf rekstur vörubíls, tók hann að sér ásamt tengdaföður sínum Hannesi Guðnasyni, að grafa fyrir nýrri dráttarbraut og vélahúsi Þor- geirs og Ellerts. Verkið unnu þeir í akkorði og handmokuðu þeir á vöru- bílinn öllu efni. Þegar verkinu var lokið, gat pabbi keypt sér sitt fyrsta hús, Lykkju við Skólabraut, og fluttu foreldrar mínir þangað. Bjuggu foreldrar mínir í Lykkju, til ársins 1951, er þau fluttu inn í ný- byggt hús á Vesturgötu 109. Pabbi hafði mikinn áhuga fyrir vélum og tækjum og eignaðist hann fyrsta vörubílinn á Akranesi, sem var með vélsturtum og þótti það mikil bylting. Hann eignaðist einn af fyrstu traktorunum sem komu á Akranes og vann m.a. mikið á hon- um við byggingu sementsverksmiðj- unnar. Ég fékk oft að fara með pabba í vörubílinn, þegar ég var lítill og var það mjög gaman. Mér fannst sér- staklega gaman að fá að fara með honum, þegar verið var að landa upp úr bátunum. Það var svo gaman að sjá þegar málið var híft upp úr bát- unum, fullt af fiski og síðan var sturtað á pallinn á vörubílnum. Þó var ég fyrst í stað alltaf hræddur þegar pabbi var að snúa við á bryggjunni en mér fannst eins og hann væri að bakka út í sjó. Á þess- um árum átti pabbi hest, sem hét Blesi og var hafður í hesthúsi, á bak við húsið okkar Vesturgötu 109. Blesi var einstaklega barngóður og höfðum við krakkarnir mjög gaman af því að gefa honum brauð og einnig að fá að fara á bak á honum. Pabbi fór alltaf með Blesa upp í flóa fyrir ofan Akranes á vorin og var hann þar með öðrum hestum yfir sumarið. Pabbi vandi Blesa á það að þekkja flautið í vörubílnum og var það mjög sérstakt að sjá þegar pabbi flautaði, því undantekningarlaust kom Blesi hlaupandi, þó að hann væri langt í burtu frá veginum, nánast upp undir hlíðum Akrafjalls. Blesi fékk alltaf klapp og brauðsneið hjá pabba, þeg- ar hann var búinn að hlaupa til hans. Pabbi vann mikið fyrir Akra- nesbæ og þá sérstaklega við keyrslu á grjóti sem sett var utan á hafn- argarðinn og eins fyrir neðan skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts, sem sjóvarnargarðar. Þá vann hann mik- ið fyrir bæinn, er verið var að steypa göturnar á Akranesi. Einnig vann hann mikið við að aka loðnu upp í loðnuþró fyrir ofan bæinn. Pabbi gerði út vörubíl til ársins 1979 og var hann félagi í vörubíl- stjórafélaginu Þjóti á Akranesi. Síð- asta verkið sem pabbi vann við á vörubílnum var gerð Borgarfjarð- arbrúarinnar. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á hve mikinn sess fjölskyld- an skipaði í hjarta pabba. Hann fylgdist mjög mikið með hverjum og einum í fjölskyldunni sinni og vissi hvað hver og einn var að aðhafast. Eftir að mamma dó í nóvember 1991, þá fór tími hans mikið í að vera í sambandi við fjölskyldu sína og vini. Pabbi saknaði mömmu mjög mikið eftir að hún dó og fór hann mjög oft upp í kirkjugarð að leiði hennar. Í seinni tíð, eftir að heilsa hans fór að versna, þá fékk hann syni mína til að fara með sér og sækja vatn til að vökva blómin á leiðinu. Frá 1990 hafa verið höggvin stór skörð í fjölskyldu okkar, en þrátt fyrir áföllin bar pabbi sig ávallt vel og var kletturinn sem alltaf stóð uppúr og var hægt að treysta á. Pabbi var trúaður og sá reyndar meira en margur annar um ýmsa hluti. Ég gæti haldið lengi áfram við að skrifa minningarbrot um pabba minn, en ætla að láta þetta duga. Pabbi var heilsteyptur persónuleiki, sem lét ekki mikið yfir sér og var sjálfum sér nógur. Hann var mjög duglegur og úrræðagóður, þegar vandamál steðjuðu að. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, þökkum við fyrir þann tíma sem við áttum með pabba, sérstaklega, eftir að við fluttum aftur á Akranes 1993 í húsið okkar, sem er við hliðina á pabba húsi, en frá þeim tíma var hann í fæði og þjónustu hjá okkur. Hann var mjög ánægður að fá afa- strákana sína til sín á Akranes og urðu þeir miklir mátar. Gísli B. Árnason. „Komdu sæl, stelpa mín.“ Þetta voru orðin sem tengdafaðir minn heilsaði mér ávallt með, en nú er rödd hans þögnuð. Árni B. Gíslason tengdafaðir minn var einstakur maður sem var mér mjög kær. Eftir að ég kom inn í fjölskyldu hans og fékk að kynnast honum, varð mér ljóst hvað allir í fjölskyldunni voru honum kærir, og hvað hann sýndi öllum mikla umhyggjusemi, og lét sér annt um að vita um hagi allra í fjölskyldunni. Þessi umhyggjusemi tengdaföður míns náði út yfir líf og dauða, en það sýndi sig í umhyggju hans fyrir þeim úr fjölskyldunni sem lagstir voru til hinstu hvílu í kirkju- garðinum á Akranesi, en þangað átti hann margar ferðir sumar sem vet- ur til að huga að og hlúa að leiðum ástvina sinna. Þó að oftast væri langt á milli mín og tengdaföður míns var ákaflega náið samband okkar á milli, og ævinlega var spurt um hagi fjölskyldu minnar og barna minna. Ég vil með fátæklegum orð- um þakka honum fyrir allt sem hann gaf mér til geymslu í hjarta mínu, og ég þakka sérstaklega alla umhyggju sem hann sýndi fatlaðri dóttur minni, Vilborgu, sem hún kallaði Árna afa. Ég kveð þig með kveðjuorðum þínum: „Guð veri með þér.“ Jórunn Sigfúsdóttir. Hluti af okkur sjálfum eru sam- ferðamenn okkar. Einhver sem tek- ur þátt í gleði okkar og sorgum, ein- hver til að deila með. Skrifað stendur: Þú ert það sem þú gefur. Sá sem hér er kvaddur í dag gaf ríkulega af sjálfum sér, enda göf- ugur og með eindæmum elskur að fólki. Hugur afa stóð ekki til efn- islegra gæða. Ánægja og gleði afa var jafnan fólkið í kringum hann. Hann átti fjölmarga vini enda rækt- aði hann vel hvern þann vinskap sem stofnað var til. Hann var ákaf- lega ræðinn og stálminnugur á alla hluti. Bernsku sína og viðburði úr ÁRNI BREIÐFJÖRÐ GÍSLASON ✝ Lilja Kristín Jón-asdóttir, Tungu- síðu 11, fæddist á Ak- ureyri 7. júlí 1977. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jónas Vignir Karlesson, bygg- ingaverkfræðingur, f. 13. ágúst 1951, og kona hans Sigrún Brynja Hannesdótt- ir, saumakona, f. 30. ágúst 1951. Lilja Kristín átti tvær systur, Sóleyju, f. 6. maí 1972, og Hönnu Rós, f. 30. nóv. 1986. Lilja Kristín átti heima á Ak- ureyri öll sín uppvaxtarár. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1998. Hún hóf nám í spænsku við háskól- ann í Zaragoza á Spáni haustið 1999 en sneri heim seinna um veturinn er hún greindist með alvar- legan sjúkdóm. Hún hóf nám í ferðamála- fræðum við Háskóla Íslands í ársbyrjun 2001 og stundaði það allan tímann sem hún átti í veik- indum sínum. Útför Lilju Kristínar verður gerð frá Glerárkirkju á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (Tómas Guðm.) Við vorum óviðbúin þegar við fengum þær fregnir síðasta laugar- dag að Lilja Kristín væri komin á sjúkrahús og kveðjustund á næsta leiti. Það voru aðeins liðnir nokkrir dagar frá því við höfðum kvatt Lilju Kristínu í lok páskaleyfis á Akureyri og áttum von á að sjá hana fljótlega aftur sunnan heiða. En enginn ræð- ur sínum næturstað. Fyrir nokkrum árum var framtíðin björt, stúdents- próf að baki og vetrardvöl á Spáni ný hafin. Þá dró ský fyrir sólu. Hún greindist með alvarlegan sjúkdóm og við tók erfið læknismeðferð. Lilla barðist af miklum kjarki og bjarsýni og gafst aldrei upp. Eftir hverja meðferð var hún hin hressasta og sagði að sér liði bara vel. Hún skipu- lagði framtíðina og dreif sig í há- skólanám og stundaði það af kappi eftir því sem kostur var. Lilja Krist- ín var svo lánsöm að eiga foreldra og systur sem stóðu eins og klettur á bak við hana og gerðu allt sem í þeirra valdi var til að styðja hana. Það er erfitt til þess að hugsa að við fáum ekki að sjá hana Lillu aftur. Þær eru ófáar gleðistundirnar sem við höfum átt með henni og fjölskyld- unni, ekki síst síðustu árin. Við mun- um glaðlega brosið hennar, glettn- ina, hnyttnu tilsvörin og dugnaðinn til að takast á við hlutina. Alltaf virt- ist hún vera í góðu skapi og erum við viss um að þessir eiginleikar hafi létt henni lífið. Lilja Kristín er nú laus við allar þjáningar og brosir bjarta brosinu sínu til okkar hér á jörðu niðri. Elsku Sigrún, Jónas, Sóley og Hanna Rós, við vottum ykkur samúð okkar. Megi góður guð styrkja ykk- ur og blessa minningu Lilju Krist- ínar. Fjölskyldan Brekkutanga 34. Það var á lokaári okkar í Mennta- skólanum á Akureyri að mér og Lilju Kristínu samdist svo um að leigja saman íbúð á Fornhaga í Reykjavík haustið eftir útskrift. Til að spara okkur pening ákváðum við að deila herbergi og fá með okkur einn með- leigjanda til viðbótar. Fórnarlambið varð Hjalti nokkur Valþórsson og þurfti hann að þola að búa með okk- ur frekjunum í hálft ár eða þar til Lilja flutti aftur heim til Akureyrar og hlaut hann ómælda samúð mæðra okkar fyrir vikið. Sambúð okkar þriggja gekk þó áfallalaust fyrir sig og eigum við Hjalti margar skemmtilegar minningar um Lilju. Margt var brallað á Fornhaga þann tíma sem Lilja bjó hjá okkur, gamlir skólafélagar litu oft í heim- sókn og ófá partýin haldin enda var gaman að taka á móti gestum í Forn- haga. Lilja hafði nefnilega komið á undan okkur suður, tekið upp úr kössunum okkar, sett ljóta dótið hans Hjalta niður í geymslu og inn- réttað íbúðina af mikilli smekkvísi. Við Lilja vöktum oft fram á nætur og ræddum um hvað við vildum gera í framtíðinni og annað eins og t.d. hvernig draumaprinsinn ætti að líta út og man ég sérstaklega hvað Lilja lagði mikið upp úr að hann yrði í flottum skóm. Lilja fylgdist nefni- lega vel með tískunni og átti urm- ulinn af skópörum og flíkum, enda var hún alltaf einstaklega smekkleg til fara og glæsileg, svo há og grönn. Eftir að Lilja flutti aftur heim slitnaði þráðurinn á milli okkar, ég heimsótti hana þó nokkrum sinnum á sjúkrahúsið meðan hún var í lyfja- meðferð, en ekki nógu oft, og ekkert síðasta árið en ég hugsaði samt oft til hennar og var alltaf á leiðinni til hennar. Maður heldur alltaf að mað- ur hafi nægan tíma seinna, sérstak- lega þegar maður er svona ungur. Ég vissi ekki að hún væri orðin svona mikið veik og að frétta það að hún væri látin er mér jafnmikið áfall og þegar hún sagði mér frá því að hún væri með krabbamein. Svona hluti er bara ekki hægt að skilja. Lilja var svo mörgum kostum búin að hún hefði átt glæsilega fram- tíð fyrir sér, það veit ég. Fjölskyldu Lilju Kristínar sendi ég innilegar samúðarkveðjur mínar. Ég fann það þegar við bjuggum sam- an á Fornhaganum hvað fjölskyldu- böndin voru sterk og hversu miklir vinir og félagar foreldrar hennar voru henni og hvað samband þeirra systra var náið. Aldrei mun ég gleyma því þegar ég sat inni í stofu á Fornhaga og inn úr dyrunum brjót- ast Lilja og Sóley með tveggja metra veggmynd og matarstell fyrir sex sem þær höfðu dröslað með sér heim með strætó úr IKEA í Holtagörðum alla leið í Vesturbæinn, í grenjandi rigningu. Elsku Lilja mín, það verður skrít- ið að hitta bekkjarfélagana þarnæsta sumar til að fagna fimm ára útskrift- arafmæli og þú verður ekki með. Þar er höggvið stórt skarð í litla bekkinn okkar en ég fullvissa þig um að við munum lyfta glösum og skála fyrir minningu þinni þá og alltaf þegar við í 4. gjé komum sama. Ég mun sakna þín og ævinlega sjá eftir því að hafa ekki ræktað vináttu okkar betur. Ása Arnfríður Kristjánsdóttir. Kæra Lilja. Mér fannst þú svo hugrökk. Þú kunnir einhvern veginn á lífið og hafðir svo skemmtilega sýn. Manstu þegar við vorum að vinna saman verkefni fyrir skólann og þeg- ar við vorum orðnar þreyttar á því eða búnar þá kúrðum við okkur bara og kjöftuðum um allt? Það var svo notalegt og skemmtilegt. Mér fannst svo gaman að hlusta á þig segja frá. Þú varst svo fyndin. Ég heyri alveg fyrir mér hláturinn. Þú hafðir sko húmorinn í lagi. Ég man hvernig geislaði af þér þegar þú sagðir mér frá ferðalögum og öðrum ævintýr- um, hvernig þú naust þess að ganga um götur Prag og leita þér að íbúð á Spáni. Þegar þú veiktist fyrir nokkrum árum ákvaðstu að mæta því með hugrekki og bjartsýni að vopni. Hvernig þú gast sagt frá atburða- rásinni og hvað tæki við. Áhugasöm. Allt var á betri leið. Mér varð því illa brugðið við fréttirnar um að þú vær- ir farin. Að geta ekki rifjað með þér upp gamlar og góðar stundir sem við áttum saman. Ég hef oft hugsað til þín. Þú ert mikilvæg persóna í mínu lífi og verður það áfram. Ég vildi að ég gæti sagt þér það. Þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst svo frábær. Þú hafðir svo mikið að gefa, margt að segja og þú varst svo hvetjandi. Það var gott að vera samferða þér í gegnum námið í Menntaskólanum. Að geta leitað til þín og hjálpast að við próf- lestur. Ég sakna þín. Ég vildi að ég gæti sagt þér að mér þótti vænt um þig og vænt um þann tíma sem við áttum saman. Ég sendi Sigrúnu, Jónasi, Sóleyju og Hönnu Rós samúðarkveðju og bið Guð um að leiða ykkur í gegnum sorgina. Þórdís Ósk Helgadóttir. LILJA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.