Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 47
lífinu átti hann afar auðvelt með að kalla fram og eru ófáar sögur sem hann sagði úr lífsferli sínu. Flestar tengdust sögur hans vinnu, enda heilt land að byggja úr torfkofum í siðmenningu í vinnutíð hans. Hann var fæddur á Hellissandi, en fluttist ungur til Reykjavíkur. Afi lét sitt ekki eftir liggja, en sjórinn var hon- um alltaf hugleikinn. Hann var kom- inn af sjómönnum, faðir hans var sjómaður sem sigldi m.a. á Kútter Haraldi, föðurafi hans og nafni var sjómaður og bóndi í Hergilsey á Breiðafirði. Afi fór ungur sem messagutti á gamla Gullfossi og sigldi þá til Kaupmannahafnar og þótti mikið ævintýri. Hann tók vél- stjórnarpróf árið 1934 og sinnti eftir það vélstjórn bæði til sjós og lands, m.a. á Akranesi þar sem hann hitti fyrir lífsförunaut sinn, Þóreyju Hannesdóttur, og gengu þau í hjónaband árið 1937. Á Akranesi hafði hann umsjón með vélum í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar í nokkur ár. Síðar fór hann á sjó sem vélstjóri á skipum, m.a. Kolbeini unga og Fagranesi. Afi reyndi margt á þessum árum, enda aðbún- aður sjómanna með nokkuð öðru sniði þá en nú gerist. Hann sagði mér oft söguna af því er hann, þá vélstjóri á Kolbeini unga, mætti Porquoi-pas? í hafnarkjaftinum í Reykjavík, og horfði á eftir því sigla út í sortann, í veður sem önnur skip voru að forðast. Porquoi-pas? fórst út af Mýrum í vonskuveðri 16. sept- ember 1936 og með því 39 menn. Afi taldi jafnan að hann væri sá síðasti er sá það skip ofansjávar. Síðar hélt afi í land þar sem hann vann hjá Vélasjóði ríkisins, annar tveggja manna sem höfðu eftirlit og umsjón með vélakosti ríkisins á Ís- landi. Var það ærinn starfi sem kost- aði mikil ferðalög. Seinna réðst afi í að kaupa vörubíl, og varð útgerð og akstur vörubifreiða ævistarf hans. Að vera bílstjóri í þá daga var sveip- að dýrðarljóma. Bílstjórar voru hálf- guðir í augum fólks. Hvað þá ef þeir gátu gert við vélar líka. Tekur ef- laust heilaskurðlæknum fram í dag. En ég er þess fullviss að afi hefur ekki ofmetnast í sínu hlutverki. Afi var áræðinn og duglegur, en jafn- framt traustur og greiðvikinn. Hann leysti vel af hendi öll þau verk er honum voru falin, enda varð hann vinsæll til vinnu og voru honum þess vegna falin ýmis sérverkefni. Afi var myndarlegur maður. Hann gekk beinn í baki fram á síð- asta dag. Hann hafði þykkt hár sem með árunum varð silfurhvítt, sterk- lega höku og virðulegt nef. Þegar hann sagði til aldurs átti fólk það til að efast, svo unglegur var hann. Hann var auk þess ungur í anda alla tíð. Hann gekk að öllum sem jafn- ingjum og átti afar auðvelt með sam- ræður við alla menn. Hann var áhugasamur um hagi annarra og ef hann átti þess kost rétti hann hjálp- arhönd. Afi var afar draumspakur og sá oft fyrir hluti sem aðrir ekki sáu. Þannig kom hann einu sinni í veg fyrir að skip sem hann var á strand- aði. Ekki löngu fyrir andlát sitt, þá á sjúkrabeði, var hann enn að koma fjölskyldu sinni á óvart með þessum eiginleikum sínum. Þegar litið er yf- ir farinn veg er margs að minnast. Afi hefur alltaf verið mér afar kær, ekki bara besti afi, heldur í raun minn besti vinur. Alla tíð frá því ég var lítill polli hef ég sótt í samvistir við hann. Sem krakki gat ég hossast allan daginn marga tugi ferða sömu leið fram og til baka í vörubílnum hans. Bara það að vera með honum var manni allt. Sterklegar, vinnulún- ar, stórar og hlýjar hendur afa fram úr uppbrettum ermum, neftóbaks- lyktin, Bismarkbrjóstsykurinn í hanskahólfinu, titringurinn í bílnum og skröltið í verkfærunum, hitinn úr miðstöðinni blandaður vélareykn- um, allt þetta náði hátindi í kaffitím- anum þegar nestisboxið var dregið fram og kaffibrúsinn opnaður. Auð- vitað var vinnumaðurinn ég nestað- ur líka. Amma sá um það. Hún var frábær bakari sem bakaði jafnvel eina sort sér handa mér, hún vissi sko best hvað sælkeranum féll. Þau eru ófá handtökin í lykilverk- um uppbyggingu Akraness sem afi hefur ekki komið að í starfi sínu. Hafnargarðar, vegagerð hvers kon- ar, dráttarbraut, hafnargerð, bygg- ing Sementsverksmiðjunnar sem aðrar byggingar; alls staðar liggja einhver verk langrar starfsævi hans. Afi var greindur maður og minn- ugur. Hann var og stálheiðarlegur og samviskusamur. Mér hefur oft orðið hugsað til þess hver lífsleið afa hefði orðið ef efni hefðu staðið til mennta. Í eðli sínu var hann alþýðu- maður, hann var góður leiðtogi, sanngjarn og úrræðagóður. Hann var alla tíð sáttur við sitt og þakkaði ævinlega forsjóninni. Mig undraði stundum er afi talaði um hversu heppinn hann væri þegar hann tal- aði um hversu mikið lán væri yfir fjölskyldu sinni, en margt fannst manni þar vera honum mótdrægt í seinni tíð, sérstaklega við mörg ótímabær fráföll ástvina hans og af- komenda. Afi og amma eignuðust þrjú börn, en tvö þeirra eru á lífi. Amma lést árið 1991. Var hún afa mikill harmdauði og var honum ávallt mikill söknuður að henni. Saman höfðu þau upplifað tvísýna tíma en amma fékk ung berkla og þurfti að liggja tvö ár á Vífilsstöðum, en afi veiktist alvarlega um sextugt og var ekki hugað líf. Bæði náðu sér af veikindum sínum, en afi aldrei að fullu þó svo hann léti aldrei á því bera. Eftir að amma dó bjó afi einn. Það kom aldrei til greina að hann færi inn á elliheimili. Hann var alltof ungur til þess. Ég er afar þakklátur fyrir afa og ömmu er hennar naut við. Ég er þeim þakklátur fyrir þann tíma er ég bjó hjá þeim og þau önnuðust mig sem bestu foreldrar. Ég er þakk- látur afa fyrir þann bakhjarl sem hann hefur verið mér og fjölskyldu minni. Ég er þakklátur fyrir allan þann góða tíma sem við höfum átt saman, ferðalögin og gagnkvæmar heimsóknir. Svo ekki sé minnst á öll reglulegu símtölin, en hann varð alltaf að fá að heyra í afastrák reglu- lega. Ég er þakklátur fyrir allar bænir hans og einlæga umhyggju í okkar garð, fyrir það hversu vel hann hefur vakað yfir okkur fram á síðasta dag. Afi veiktist af krabbameini sem dró hann fljótt til dauða. Hann átti síðustu daga sína á Sjúkrahúsi Akraness í frábærri umönnun hjúkrunarfólks þar. Ég vil koma á framfæri einlægu þakklæti til þeirra sem önnuðust hann þar og veittu honum rausnarlega af hlýju og um- burðarlyndi ásamt því að sanna enn hæfni sína í umönnun. Það var ómet- anlegt að mega halda þar til hjá afa síðustu daga hans og halda í hlýjar sterklegar hendur hans. Ég bið góð- an guð að blessa alla hina afastrák- ana og afastelpurnar. Nú hefur verið höggvið vandfyllt skarð, en minning- in um góðan og göfugan mann gleymist ekki. Farvel, elsku vinur, blessuð sé minning þín. Eyþór Eðvarðsson. Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. Amen. (Gömul bæn.) Elsku vinur. Nú þegar þú ert far- inn í þína hinstu ferð, sjáum við þig ekki lengur og fáum ekki lengur ánægjulegar og skemmtilegar heim- sóknir þínar, þá erum við svo þakk- lát fyrir þessa daga sem við höfum fengið að njóta með þér. Það var gleðilegt hvernig gömul sláttuvél, sem fyrri eiganda hússins okkar láð- ist að skila, kom því til leiðar að við fengum að kynnast þér. Við hjónin erum þessari sláttuvél innilega þakklát. Á þessum stuttu tveimur árum fengum við að kynnast síung- um skemmtilegum vini sem skilur eftir ógleymanlegar minningar hjá okkur. Þú gafst okkur í einlægni af ómetanlegum auði þeirrar gífurlegu reynslu sem þú aflaðir á langri ævi. Í hjörtum okkar er mikill fögnuður og gleði þegar við minnumst þín, elsku vinur. Guð blessi þig og geymi, Árni í Lykkju. Vinir þínir á Mánabraut 9. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 47 Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Amma Margrét hefur nú kvatt þennan heim rétt rúmlega 88 ára gömul. Þótt síðustu dagarnir á spít- alanum hafi verið henni erfiðir var hún ótrúlega hraust og líkamlega vel á sig komin fram að því. Það er skrít- ið til þess að hugsa að eiga ekki eftir að koma aftur í heimsókn til ömmu og margs er að minnast þegar við lít- um til baka. Í minningunni sjáum við hana fyr- ir okkur í gönguferð, með hattinn sinn og stafinn. Nær væri ef til vill að kalla þetta kraftgöngu, svo rösk- lega gekk hún og svo reffileg var hún. Amma var félagslynd og hafði mikinn áhuga á ættfræði. Það brást ekki að í hvert sem við komum í heimsókn til hennar ræddi hún um ættir manna sem við vorum misvel að okkur í!! Hún fylgdist ætíð vel með tískunni, hafði gaman af að hafa sig til og var alltaf með skartgripi í stíl. Ljúft er að minnast fjölskyldu- boðanna hjá henni og afa Þórði á Sólvallagötunni, þar sem ömmu- stelpurnar átta fengu að klæða sig upp í kjólana hennar, háu hælana og setja á sig fallega skartið. Amma Margrét hafði yndi af bók- um og áhugi hennar á tungumálum var mikill. Hún talaði dönsku, sænsku og ensku og var svo til sjálf- menntuð í þessum tungumálum, lærði meðal annars með því að lesa bækur og tímarit en rétt rúmlega sextug fór hún reyndar til Svíþjóðar að læra sænsku sem hlýtur að hafa talist óvenjulegt fyrir konu af henn- ar kynslóð. Skömmu áður fór hún að vinna á bókasafni Norræna hússins en hafði fram að þeim tíma helgað sig heimilisstörfum og börnum sín- um þremur. Gaman var að fara með henni á bókasafnið og skoða allar út- lensku bækurnar og blöðin. Við systkinin kveðjum ömmu með söknuði en um leið með þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Margrét, Snorri og Hrafnhildur. Margrét Sigurðardóttir föður- systir mín er látin og með henni er gengin mikil ágætiskona. Við leið- arlok er mér bæði ljúft og skylt að þakka frænku minni alla vináttu í minn garð og þá elskusemi sem hún sýndi mér og mínu fólki alla tíð. At- vikin höguðu því þannig til að sam- gangur minn við Margréti varð meiri en við annað skyldfólk í föð- urætt. Árin sem faðir minn var sýslumaður á Patreksfirði gengum við þrjú eldri systkinin í Mennta- skólann í Reykjavík. Sjálfsagt hefur það verið erfið ákvörðun fyrir for- eldra mína að láta þrjá unglinga vera í lausagöngu í höfuðborginni og til þess að veita okkur þó eitthvert aðhald fundu þau húsnæði fyrir okk- ur á Sólvallagötu 13, mitt á milli heimils ömmu okkar Ásdísar á Ás- vallagötu 28 og heimilis Margrétar og hennar ágæta manns Þórðar Guðmundssonar á Sólvallagötu 7. Systur mínar voru eldri og betur sjálfbjarga en ég og ekki talin ástæða til að gera sérstakar ráðstaf- anir fyrir þær, en Margrét og Þórð- ur tóku mig sem kostgangara í hálft fæði og nokkra vetur snæddi ég á hverjum degi hádegismat með þeim MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 29. jan- úar 1914. Hún and- aðist í Reykjavík 21. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 3. apríl. hjónunum. Síðar fluttu foreldrar mínir á Sól- vallagötuna og var ávallt mikill samgang- ur milli heimilanna. Margrét var falleg kona með blíðan svip og fjörlegt bros, var létt á fæti og með létta lund, hárið kolsvart og þykkt eins og á suð- rænum þokkadísum. Hún bar gott skyn á lögun og liti og fram í háa elli klæddi hún sig af sígildri smekkvísi, laus við glys og gling- ur. Frænku minni fylgdi ávallt ferskur andblær, því hún hafði lif- andi áhuga á umhverfi sínu og fylgd- ist af gaumgæfni með velferð vina og vandamanna. Í raun var hún frænk- an í fjölskyldunni sem þekkti alla og allir þekktu og hún gat miðlað til okkar hinna vitneskju um náskylda og fjarskylda ættingja. Slíkt er hverri stórfjölskyldu nauðsynlegt. En Margrét hafði ekki bara áhuga á að upplýsa okkur um atburði líðandi stundar, henni var ekki síður mik- ilvægt að við yngri fjölskyldumeð- limirnir og okkar börn hefðum skiln- ing á kjörum forfeðra okkar. Þess vegna átti hún í handriti sjálfsævi- sögu föður síns, Sigurðar Þórólfs- sonar, skólastjóra Lýðskólans á Hvítárbakka, og hvatti okkur til að lesa það og beitti sér svo fyrir því að ritið var nýlega gefið út í bókar- formi. Það var góður skóli fyrir ungan pilt að fá að njóta samvista við Mar- gréti og Þórð, því þau voru sann- kallað sómafólk. Allt í þeirra fari og framgöngu var heiðarlegt og heil- brigt og þeim tókst í sínu daglega lífi að finna hinn gullna meðalveg hlut- anna. Hvergi of, hvergi van. Þeirra viðhorf til manna og málefna ein- kenndust af yfirvegun og kristilegu umburðarlyndi. Heimilið var smekk- legt og stílhreint og þar var staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sín- um stað. Sem dæmi um stöðugleik- ann í lífinu má geta um það að Þórð- ur vann allan sinn starfsferil, í meira en 50 ár, hjá fyrirtækinu Hvann- bergsbræðrum við að kaupa og selja skó. Hann sá ekki ástæðu til að breyta um starfsvettvang, enda naut hann mikils trausts síns vinnuveit- anda. Samræður okkar í hádeginu voru einatt á léttu nótunum í takt við lyndiseinkunn þeirra hjóna. Við Þórður sátum saman við lítið inn- skotsborð í eldhúsinu og Margrét stjanaði í kringum okkur með mat- inn. Nákvæmlega kl. 12:20 þagnaði svo umræðan og við tókum til við að innbyrða með matnum hinn daglega skammt af fréttum Ríkisútvarpsins. Fastur liður þá voru fréttir frá hinu stríðshrjáða Víetnam. Þaðan sendi ég nú samúðarkveðjur til barnanna, þeirra Kristínar, Sigurðar og Hildi- gunnar, og annarra syrgjenda. Blessuð sé minning Margrétar Sig- urðardóttur. Jón Ásbergsson. Kveðja frá Norræna húsinu Í dag kveðjum við Margréti Sig- urðardóttur, en hún starfaði í bóka- safni Norræna hússins við afgreiðslu á sunnudögum frá miðjum áttunda áratug í tæplega tuttugu ár. Við köll- uðum hana því „Sunnudags-Mar- gréti“, og líkaði henni nafnið vel. Margrét var mjög félagslynd og átti starfið afar vel við hana. Hún hafði verið heimavinnandi húsmóðir, en fannst tilbreyting í að komast út að vinna. Norræna húsið með sinn ys og þys var réttur staður fyrir Margréti. Hún ávann sér vináttu allra sem unnu með henni, hvort sem var starfsfólk, forstöðumenn eða stjórn- arfólk. Margrét kom oft í heimsókn eftir að hún hætti að vinna og tók þá gjarnan til hendinni í bókasafninu, meðan hún hafði þrek til. Margrét var í hópi fyrstu Íslend- inga, sem áttu þess kost að sækja námskeið í sænsku við Framnäs- lýðháskólann í Norrbotten í Norður- Svíþjóð. Þessi námskeið hafa staðið yfir á hverju sumri frá 1974. Hún var virkur þátttakandi í Félagi Fram- näsfara og var kjörin heiðursfélagi fyrir störf sín í þágu félagsins. Sem dæmi um þau störf má nefna að hún lét sér annt um hópa nemenda sem hingað komu frá Norðurkollu (Nordkalotten) hvert sumar til þess að nema íslensku og kynnast landi og þjóð. Margrét bauð þessum nor- rænu nemendum oft í heimsókn á Sólvallagötuna og hélt bréfasam- bandi við ýmsa sem hún kynntist í Svíþjóð. Margrét var Vesturbæingur, ólst upp á Seltjarnarnesi og bjó lengst af á Sólvallagötunni, en flutti austur fyrir læk þegar líða tók á ævina og bjó í Hvassaleiti 58. Síðasta árið bjó hún á Dvalarheimilinu Hrafnistu. Margrét þekkti því Reykjavík vel og var mjög fróð um fólk og ættir þess. Það var gaman að heyra hana segja frá bæjarlífinu hér áður fyrr. Margrét var alltaf smekklega klædd og hugsaði vel um útlitið. Hún lét ekki veður eða ófærð aftra sér frá að fara „niður í bæ“. Hér var hún alltaf aufúsugestur og notalegt að finna væntumhyggju hennar og tryggð við sinn gamla vinnustað og okkur öll, sem hún starfaði með. Nú eru þær horfnar góðu „heldri“ konurnar, sem unnu í Norræna hús- inu um langt skeið, þær Else Aass og Margrét Sigurðardóttir. Þeirra er saknað en minning þeirra lifir meðal okkar sem störfuðu með þeim. Það var gott að vera í návist þeirra. Aðstandendum Margrétar send- um við, vinir og samstarfsmenn hennar í Norræna húsinu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar. Það var alltaf svo gott að kíkja í heimsókn til þín. Við gátum spjallað um svo margt og ég gat alltaf sagt þér frá öllu. Þú varst alltaf svo yndisleg og góð við mig. Aldrei þreyttist þú á því að spila við mig, hvort sem það KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Kristín Sæ-mundsdóttir fæddist á Kaganesi í Helgustaðarhreppi við Reyðarfjörð 26. febrúar 1919. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 30. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkur- kirkju 6. apríl. var lúdó, yatzy eða ól- sen, ólsen. Það var alltaf svo gott að koma til þín niður í Sæból og eftir að þú fluttir í Víðihlíð var það ekki síðra. Þar naust þú góðrar umönnunar og þér leið vel, þó að heilsan væri orðin léleg. Ég veit að núna ertu komin til afa og að ykkur líður vel saman hjá guði. Ég elska þig. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Kveðja. Þín Bjarnlaug Ósk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.