Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 48

Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún SigríðurFriðriksdóttir fæddist 29. septem- ber 1918 á Efri-Hól- um í Núpasveit. Hún lést 4. apríl 2002 á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Friðrik Sæ- mundsson bóndi, f. 12.5. 1872, d. 25.10. 1936, og Guðrún Halldórsdóttir ljós- móðir, f. 12.7. 1882, d. 15.10. 1949. Þau bjuggu á Efri-Hól- um. Systkini Guðrúnar eru Halldóra, f. 3.6. 1903, d. 21.10. 1985, kennari, maki Sigurður Björnsson; Sæ- mundur f. 28.6. 1905, d. 3.8. 1977, framkvæmdastjóri, maki Guð- björg Jónsdóttir; Dýrleif, f. 14.10. 1906, d. 1996, ljósmóðir, maki Daníel Ág. Daníelsson; Þórný, f. 24.12. 1908, d. 18.8. 1968, hús- mæðrakennari, maki Hrafn Svein- eru: 1) Friðrik, f .19.3. 1945, skrif- stofumaður í Reykjavík, maki Þór- unn Bergsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Guðrún Jónína, f. 23.2 1967, Steingrímur, f. 22.5. 1969, Guðný, f. 18.11. 1971, og Hrefna, f. 30.3 1973; 2) Bernharð, f. 23.2 1948, veitingamaður á Akureyri, maki Sigurbjörg Steindórsdóttir. Börn þeirra eru Berghildur Erla, f. 1.2. 1968, Bernharð Stefán, f. 14.8. 1969, Björg Maríanna, f. 9.12. 1972, og Steingrímur Magnús, f. 22.5 1982; 3) Bergur, f. 23.10. 1954, verkfræðingur á Akureyri, maki Þóra Ragnheiður Þórðardóttir. Börn þeirra eru Emil Þór Vigfús- son (fóstursonur Bergs), f. 14.2. 1974, Gyða Ragnheiður, f. 23.8. 1979, og Stefán Steingrímur, f. 21.7. 1984. Langömmubörn Guðrúnar eru tólf. Guðrún lauk prófi frá Kennara- skóla Íslands og starfaði við kennslu ásamt húsmóðurstörfum. Síðast starfaði hún á skóladag- heimilinu Brekkukoti. Guðrún og Steingrímur bjuggu á Dalvík og Akureyri. Síðustu árin bjuggu þau í Rimasíðu 18. Útför Guðrúnar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. bjarnarson; Margrét, f. 11.6. 1910, d. 9.10. 1989, húsmóðir, maki Þórhallur Björnsson; Kristján, f. 21.7. 1912, d. 26.4. 1980, iðnrek- andi, maki 1 Arnþrúð- ur Karlsdóttir, maki 2 Oddný Ólafsdóttir; Jó- hann, f. 21.5. 1914, d. 8.3. 1986, iðnrekandi, maki 1 Oddný Ingi- marsdóttir, maki 2 Gunnlaug Eggerts- dóttir; Svanhvít, f. 27.9. 1916, kennari, maki Stefán Björns- son; Barði, f. 28.3. 1922, hrl., maki Þuríður Þorsteinsdóttir. Guðrún giftist 24.8. 1943 Stein- grími Bernharðssyni, bankaúti- bússtjóra. frá Þverá í Öxnadal, f. 16.6. 1919. Foreldrar hans voru Bernharð Stefánsson alþingismað- ur, f. 8.8. 1889, d. 23.11. 1969, og Hrefna Guðmundsdóttir húsmóð- ir, f. 1.8. 1895, d. 2.5. 1981. Synir Guðrúnar og Steingríms Guðrún Sigríður var yngst sex systra og næstyngst tíu barna for- eldra minna. Örverpið er sá, sem þessar línur ritar. Hún var mikil uppáhaldsmanneskja hjá öllum á heimilinu, enda glaðlynd og skemmtileg, músíkölsk og lét snemma fjúka í kviðlingum. Þórður Jónsson, sem um tíma var vinnu- maður á Efri-Hólum, orti þessa vísu um hana: Gunna Sigga er fagurt fljóð fjörug ljóðin syngur, litla stúlkan ljúf og góð leikur við hvern sinn fingur. Það var oft glatt á hjalla hjá unga fólkinu í Efri-Hólum, einkum yfir sumartímann, þegar Atli Már Árnason og Gunnþórunn Björns- dóttir bættust í hópinn. Við krakk- arnir áttum stórbú uppi í svokallaðri Klöpp og helli, sem hét Skútustaðir. Þar voru ráðstefnusalir okkar. Kolur og Kampur hétu hundar okkar og þegar við vorum send fram á Dal til að hreykja sverði fjórmenntum við stundum á Jarpi gamla, sem skildi mannamál. En vorvindar standa stutt og unga fólkið fór brátt að kanna heiminn. Við Gunna Sigga vorum lengst heima af systkinunum í Efri-Hólum, enda yngst, en svo kom röðin að okkur. Guðrún fór í Kenn- araskólann og brautskráðist þaðan 1940, en ég í Menntaskólann á Akureyri og tók þar stúdentspróf 1943. Við vorum þó bæði að mestu heima á sumrin til 1943, en 24. júlí það ár giftist Guðrún Steingrími Bernharðssyni. Þau voru skóla- systkini í Kennaraskólanum. Stein- grímur var um tíma kennari á Ak- ureyri og síðar skólastjóri barnaskólans á Dalvík, en frá 1959 þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir, útibússtjóri Búnaðarbank- ans á Akureyri. Á brúðkaupsdegi Guðrúnar og Steingríms var mikil brúðkaupsveisla í Efri-Hólum. Veðrið var yndislegt, stafalogn og sólskin. Það var farið í leiki úti á túni, m.a. í „eitt par fram fyrir ekkju- mann“, þar sem Bernharð Stefáns- son gerði mikla lukku. Þetta var fjöl- menn veisla og mikil gleði. Undir borðum hélt Bernharð Stefánsson, faðir brúðgumans, frábærlega skemmtilega ræðu fyrir minni brúð- hjónanna og svo var stiginn dans langt fram á nótt. Þetta var síðasta stórveislan, sem ég var í heima í Efri-Hólum. Eftir að Gunna Sigga og Stein- grímur stofnuðu heimili hefi ég og húsfreyja mín heimsótt þau og notið frábærrar gestrisni þeirra hvenær sem tækifæri hefir gefist. Stundir með þeim voru okkur ávallt sól- skinsstundir. Þá var einstakt að sjá þá nákvæmu smekkvísi og frábæru umhirðu, sem á heimilinu réð ríkj- um, jafnt utan húss sem innan. Í stofu þeirra er m.a. stórt danskt málverk af gömlum fallegum konum, sem í ellinni virðast að fullu sáttar við lífið og tilveruna. Ekkert raskar ró þeirra og takmarkalausri þolin- mæði. Myndin orkar róandi og bæt- andi á hvern, sem lítur hana augum. Mér finnst hún hrein gersemi og gefa heimilinu tiginn blæ. Síðustu árin var Gunna Sigga mjög sjúk og veikindi hennar erfið fyrir fjölskyldu hennar, sérstaklega Steingrím mág minn. Í þessu veik- indastríði hefir hann sýnt hvílíkur ágætismaður hann er. Börn þeirra hjóna og barnabörn gerðu líka allt sem þeim hugkvæmdist til að létta systur minni veikindastríðið. Hún var yndisleg systir, sem öllum vildi liðsinna og alls staðar koma fram til góðs. Megi hún hvíla í guðs friði. Hún var ljós á vegum allra, sem kynntust henni. Barði Friðriksson. Elsku Guðrún mín, þá er þessum þjáningum lokið. Það hellast yfir mig minningarnar þessa síðustu daga. Kynni okkar eru orðin löng, enda ég bara stelpukjáni þegar við kynnt- umst. Ég hafði aldrei séð svo netta og röska konu sem þig, alltaf sí- starfandi, hvort sem það var utan heimilis eða innan. Alltaf gafstu mér þó tíma, og margar spjallstundirnar áttum við, naut ég góðs af því hversu fróð, ljóð- og söngelsk þú varst. Sérstaklega naut ég þess þegar þú settist við orgelið og við sungum saman. Skáld varstu mjög gott og margar á ég vísurnar eftir þig sem þú samdir til okkar við hin ýmsu tækifæri. Svo varstu mér ekki verri þegar ég eignaðist börnin, gladdist með mér yfir hverju þeirra eins og þau væru þín eigin. Marga flíkina saumaðir þú og prjónaðir handa þeim og oft velti ég því fyrir mér hvort þú þyrftir ekkert að sofa, svo miklu komstu í verk. Heimili ykkar Steingríms var alltaf opið og þar var mjög gestkvæmt, þótti mér þetta skrýtið í byrjun okkar kynna en sá þó fljótlega að þvílík vinsemd, gest- risni og höfðingsskapur er vand- fundin. Skírnarveislur ásamt veislum af öllu mögulegu tilefni héld- uð þið upp á fyrir okkur Benna og það var, eins og annað sem þið kom- uð nálægt, gert af miklum glæsi- brag. Elsku Guðrún, ég á eftir að sakna þín mikið, því ég hef misst einn minn besta vin og skarð þitt er vandfyllt. Steingrími votta ég mína dýpstu samúð sem annaðist þig af einstakri alúð síðustu ár. Ég veit að fáir fara í spor hans, þvílík var um- hyggja hans. Elsku Guðrún, ég veit að við hittumst aftur og þá verður fögnuður. Takk fyrir allt, ég veit með vissu að ljósið umlykur þig því gleði og ljóssins barn varst þú. Vinur minn. Þú væntir aldrei of mikils af mér. Þú fagnaðir þegar mér gekk vel, en álasaðir mér ekki fyrir að mistakast. Þú veittir mér alla þá hjálp sem þú megnaðir – en meira skiptir þó að þú varst til staðar. Þín tengdadóttir, Sigurbjörg Steindórsdóttir. Elsku Guðrún. Nú þegar komið er að leiðarlokum renna minningarnar í gegnum hugann. Ég man þegar ég kom fyrst á heimili þitt fyrir 28 árum og þú spurðir svo hvasst hvaða stúlka þetta væri. Ég hélt að þú vær- ir bálreið og varð svo hrædd að ég gat ekki stunið upp nokkru orði. En ég lærði fljótt að það var ekki ástæða til hræðslu og ljúfari og betri konu hef ég ekki kynnst. Ég minnist margra ánægjulegra samverustunda. Ég minnist árlegra berjaferða þegar þú virtist stokkin út, komin hátt upp í hlíð og byrjuð að tína áður en bíllinn stoppaði og tal- aðir hátt um hvað það væri dásam- legt að vera úti í náttúrunni. Ég minnist þín þegar ömmu- og lang- ömmubörnin komu í heiminn, hversu glöð þú varst og alltaf var viðkom- andi langfallegasta barn sem þú hafðir séð. Ég minnist þín komandi í afmæli barnabarnanna geislandi af gleði og alltaf kom vísa með pakk- anum. Hvenær sem við þurftum að- stoð varstu boðin og búin og alltaf var gott til þín að leita. Ef til vill kynntist ég þér best síð- ustu árin. Fram að þeim tíma varstu alltaf svo upptekin við að hugsa um aðra að þú gafst sjálfri þér e.t.v. lít- inn gaum. Sú viðkynning er mér mjög mikils virði. Vonandi endurgalt ég þér í einhverju alla hjálp þína við okkur. Elsku Guðrún, ég þakka þér samfylgdina og allt það góða sem þú kenndir mér. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Ragnheiður. Það er mikil eftirsjá að þér, amma mín. Þú áttir erfitt síðustu árin því heilsunni hrakaði.Það var mjög gott að geta kvatt þig um páskana því við vissum að þú varst á förum. Ég minnist þín mest fyrir dálæti þitt á börnum og hve vel þú tókst alltaf á móti okkur. Þú varst mjög ör- lát við okkur – varst besta skemmt- un okkar, sérstaklega þegar þú sagðir sögur, kenndir okkur spil, föndur og söng. Þú varst mjög tón- elsk og þess nutum við oft, sérstak- lega við gamla orgelið ykkar afa. Ljóð þín voru sérstaklega falleg og munu lifa með minningu þinni. Ég bið Guð að styrkja afa og fjöl- skylduna. Bernharð Stefán Bernharðsson, Sólbjörg Guðný Sólversdóttir, Christine Björg Morancais, Alexander Freyr Bernharðsson, Viktor Logi Bernharðsson. Nú er elsku amma dáin og minn- ingarnar streyma fram. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er hvað það var alltaf gott að koma til ömmu. Alltaf tók hún á móti okkur krökkunum opnum örmum og dekraði við okkur á allan hátt. Frá því ég man eftir mér var hún alltaf föndrandi með okkur, söng og sagði sögur og svo á sumrin fór hún með okkur í vinsæla lautartúra þar sem nesti var borðað og náttúran skoðuð. Nú í seinni tíð, þótt amma væri orðin lasburða og veik, fann maður áfram alltaf þessa væntumþykju frá henni og áhuga á því sem maður var að gera og hvernig maður hafði það. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleymdu’ ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engum ég unna má öðrum en þér. (Höf. ók.) Elsku amma, Guð geymi þig. Guðný. Elsku amma mín, besta amma í heimi. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til þín, þú dekraðir svo við mann. Við gerðum margt skemmti- legt, föndruðum, fórum í lautartúra, spiluðum á spil eða að þú spilaðir á orgelið og við sungum. Þú lést mér líða svo vel og sýndir mér mikla væntumþykju. Þú kenndir mér að biðja og trúa á Guð, það var allt svo fallegt og gott í þínum huga. Þú hafð- ir svo fallega útgeislun að mann langaði alltaf að hlaupa í faðm þinn og kyssa þig. Þú varst alveg sérstak- lega góð við börn og máttir ekkert aumt sjá. Elsku amma, ég veit að Guð og góðir ættingjar hafa tekið á móti þér þegar þú kvaddir þennan heim. Guð blessi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín nafna, Guðrún. Nú er Gunnasigga búin að kveðja þennan heim. Hún var yngst af systrum móður minnar, Halldóru Friðriksdóttur. Nú eru Svanhvít og Barði ein eftir á lífi af hinum litríku og eftirminnilegu móðursystkinum mínum. Hún fæddist í Efri-Hólum í Núpa- sveit og ólst upp á því glaðværa atorkuheimili sem flest barnabörn afa míns og ömmu þekkja úr frá- sögnum foreldra sinna. Þar var alltaf margt um manninn; börnin tíu, vinnufólk og gestir sem að garði bar úr fleiri en einni átt, flesta líklega af Axarfjarðarheiði sem þá var fjölfarin gönguleið á milli byggðarlaga. Móðir mín sagði mér að Gunn- asigga hefði verið einstaklega bráð- ger og lífleg á barnsaldri en mjög viðkvæm, tekið nærri sér ef einhver átti bágt og viljað gleðja og bæta. Eitt sinn er gömul einfætt kona var að gráta vegna ógæfu sinnar sagði Gunnasigga af sinni barnslegu bjart- sýni: Þú skalt ekki gráta, fóturinn vex áreiðanlega á þig aftur. Okkur krökkunum var sagt mjög margt frá atvikum og fólki í uppvexti þeirra systkinanna, tilsvör og vísur sem þá féllu til. Allt fékk það und- arlega mikið líf í hugum okkar. Vinnumaður nokkur á bænum, Þórður að nafni, orti um þær syst- urnar: Halldóra hörpuna slær. Hreim þýðum úr henni nær. Dýrleif er dýrindis mær. Sem dagsljóminn Þórný er skær. Magga er mönnunum kær. Mikið hljóp Svana í gær. Á Guðrúnu er goðablær. Glettnin í augunum hlær. Þessi vísa var oft sungin í bernsku minni er þær systur hittust. Þótti sumum hún lýsa þeim ótrúlega vel í fáum orðum nema kannski þeirri sem hljóp – sem er nú augljóslega bara rímsins vegna – en svo merki- lega vill til að hún hleypur enn, 85 ára gömul. Leið Guðrúnar lá í Kennaraskóla Íslands og lauk hún kennaraprófi ár- ið 1940. Eftir það kenndi hún hálfan vetur hjá móður minni í Núpasveit- arskóla og síðan við barnaskólann á Akureyri þar til hún árið 1943 giftist Steingrími Bernharðssyni. Brúð- kaup þeirra var haldið í Efri-Hólum og veit ég af annarra frásögn að þar var ekkert við nögl skorið í veiting- um og mikið fjör, söngur og dans. Svana frænka sem var nýkomin heim eftir að hafa lent í hernámi Þjóðverja í Noregi og flúið til Sví- þjóðar sýndi þar snilld sína í verki sem veislumeistari. Engin börn voru í brúðkaupinu nema einhverra hluta vegna hafði ég slæðst með, fjögurra ára gömul. Ekkert man ég beinlínis af veisluhaldinu sjálfu, hvorki veit- ingum né dansi og söng, en hitt er mér í barnsminni að ég varð fyrir því að detta niður allbrattan stiga og svo vildi til að sjálfur brúðguminn var einmitt staddur rétt fyrir neðan stig- ann og greip mig þegar ég kom þar veltandi og bjargaði mér þar með frá beinbrotum og sjálfsagt bráðum bana. Það voru mín fyrstu kynni af Steingrími sem síðan eru orðin bæði löng og góð. Hefur hann sýnt mér og mínu fólki vináttu og tryggð æ síðan. Þau settu saman bú sitt á Akur- eyri og eignuðust brátt tvo syni, Friðrik og Bernharð. Nokkrum ár- um síðar fæddist svo þriðji sonurinn, Bergur. Stundum á sumrin var Gunnasigga hjá mömmu í skólanum heima með litlu strákana sína og á ég margra góðra stunda að minnast frá þeim tíma, ekki síst er mér minn- isstæður söngurinn og hljóðfæra- slátturinn sem fylgdi henni alltaf, einnig fyndni hennar og fjör, örlæti og góðvild. Þegar ég var þrettán ára var ég hjá henni um fimm vikna skeið en þá bjuggu þau Steingrímur á Dalvík þar sem hann var skólastjóri. Hún var mér góð og skemmtileg þá sem ævinlega og tók mig með sér í heim- sóknir til nágranna, til innkaupa í kaupfélaginu og oft örkuðum við fram í Árgerði að heimsækja Dýr- leifu og Daníel. Allt þótti mér það jafnskemmtilegt. Hún söng fyrir mig, fór með kvæði, orti vísur og kallaði mig dísina sína dýru. Eftir að foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur hittumst við aðallega á Hraunteignum hjá mömmu og var það tilhlökkunarefni þegar von var á Gunnusiggu og Steingrími. Þegar leiðin lá til Akureyrar heim- sótti ég þau ævinlega og var jafnan tekið þar eins og hvítum hesti. Ég minnist margra dásamlegra stunda með þeim þegar gróður í görðum þeirra stóð í blóma í öllum regnbog- ans litum og þau léku við hvern sinn fingur. Þá var ævinlega töfrað fram allsnægtaborð og voru þau Stein- grímur samtaka í gestrisni sinni og rausn í öllu. Þá var sungið og spilað, hún sýndi manni myndir og sagði margt eftirminnilegt og merkilegt sem ekki verður rakið hér en sumt geymt í minni, þó ekki allt, því mið- ur, því það var þess virði. Því er ekki að leyna að ellin reynd- ist henni þung og hún leið óbærileg- ar þjáningar á sál og líkama. Samt var alltaf gaman að hitta hana. Í síð- asta skiptið sem ég sá hana söng hún fyrir mig kvæði sem ég hafði aldrei heyrt fyrr og hafði afskaplega gam- an af. Mér finnst hún eiginlega vera nær mér núna en mörg undanfarin ár, hún er ljóslifandi í huga mér eins og hún raunverulega var áður en sjúk- dómsraunir höfðu breytt henni. Vini okkar og venslamanni, Stein- grími, og frændum mínum, Frissa, Benna og Bergi og fjölskyldum þeirra, sendum við Vikar okkar bestu samúðarkveðjur. Vilborg Sigurðardóttir. Með þakklæti í huga kveð ég þig, kæra fyrrverandi tengdamóðir. Þakklæti fyrir hvað þú varst mér á lífsleiðinni og reyndist börnum mín- um góð amma. Við kynntumst fyrst þegar fjöl- skyldan bjó í Strandgötunni og ég varð heimilisgestur og var síðan allt í einu orðin ein af fjölskyldunni og mér var tekið opnum örmum. Hlý og góð varstu við stelpuna af Brekkunni og allt vildirðu gera fyrir okkur unga fólkið. Fyrir mig sem hafði alist upp í rólegri sjómannsfjölskyldu þar sem pabbi var skipstjóri og mamma oft- ast ein með okkur krakkana var það mikil upplifun að kynnast fjölskyldu GUÐRÚN SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.