Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 49
sem lét gamminn geisa við flest
tækifæri. Opin og hispurslaus sam-
skipti þar sem allt var látið fjúka.
Það studdi mig á þroskabrautinni og
margar skemmtilegar rökræðurnar
áttum við um skólastarf , mannrétt-
indamál, börnin o.fl. Ógleymanlegar
eru stundirnar þegar þú spilaðir á
orgelið og við sungum gömul lög og
slagara frá ungdómsárum þínum.
Við áttum margar ánægjulegar
stundir og margs er að minnast, eins
og þegar við gerðum okkur út með
krakkaskarann í daglangan berjamó
og þegar heim var komið vinnan við
að sulta og laga berjasaft. Tjaldúti-
legu að Þúfnavöllum með börnin,
tónleika sem við nutum saman og
allra afmælisboðanna og svo mætti
lengi telja.
Eitt sinn leiddir þú mig inn í heim
ykkar systkinanna á Efri-Hólum er
ég fékk að hlusta á lestur upp úr dag-
bókum Friðriks föður þíns, bóndans
í Efri-Hólum í Núpasveit, inn í líf
sem mótaði þig og gerði þig að því
sem þú varst. Þinn sterka persónu-
leika og þitt sterka svipmót Efri-
Hólafólksins eru börnin mín svo
gæfusöm að bera með sér inn í fram-
tíðina.
Þolinmóð hlustaðirðu á þau betur
en nokkur annar, föndraðir, spilaðir
og lékst við þau. Og alltaf tókstu
málstað þeirra þegar uppeldi for-
eldranna gekk nærri þeim. Ég hugsa
til þín með þakklæti fyrir hvað þú
varst börnunum mínum góð amma.
Alltaf voruð þið Steingrímur höfð-
ingjar heim að sækja og alltaf var ég
velkomin á heimili ykkar. Þrátt fyrir
skilnað okkar Friðriks hefur okkur
Helga alltaf verið tekið sem hluta af
fjölskyldunni á heimili ykkar í Rima-
síðu 18.
Laus við tilgerð, raungóð, vitur,
skáld og umfram allt mikil fjöl-
skyldumanneskja og mannvinur,
þannig minnist ég þín, sem mér þótti
svo vænt um. Þrátt fyrir að samveru-
stundum okkar hafi fækkað í seinni
tíð fylgdist ég vel með hvernig lífið
gekk hjá þér og það gladdi mig
ósegjanlega að fá að sitja hjá þér síð-
ustu dagana. Guð styrki Steingrím
þinn, synina og fjölskyldur þeirra í
sorginni.
Þórunn Bergsdóttir.
Elsku besta amma. Ég kveð þig
með miklum söknuði í hjarta mínu og
yfir mig streyma yndislegar minn-
ingar um samverustundir okkar. Þú
varst alltaf kát og glöð og tókst á
móti mér af hjartans hlýju þegar mig
bar að garði. Síðan þegar ég fór sjálf
að eiga börn var dásamlegt að sjá
hvernig þú tókst á móti þeim af sama
kærleik og hlýju. Þú hafðir óbilandi
trú á mér og hrósaðir mér í hástert
og var það mér mikil hvatning.
Barnabörn þín skiptu þig afar miklu
máli og þú varst ákaflega stolt og
montin af okkur öllum. Þú varst afar
fróð kona og gat ég setið tímunum
saman og drukkið fróðleik þinn í
mig. Þú vildir ávallt allt fyrir mig
gera og gerðir. Þú meira að segja
hélst upp á afmæli uppáhalds dúkk-
unnar minnar þegar ég var lítil, með
öllu tilheyrandi. Eitt af því skemmti-
legra sem ég gerði var að koma til
þín og klæðast öllum fínu kjólunum,
höttunum og kápunum þínum og
þykjast vera fín frú líkt og þú varst.
Þú varst með eindæmum ljóð- og
söngelsk og áttum við ófáar stundir
saman við orgelið þar sem við sung-
um og skemmtum okkur. Það var
mér mikils virði að geta skírt frum-
burð minn í höfuðið á þér á meðan þú
varst meðal okkar og veit ég að mikil
gæfa fylgir nafninu. Elsku amma
mín, það voru forréttindi að eiga þig
sem ömmu og mun ég sakna þín
ákaflega mikið. Ég veit að þú ert í
faðmi guðs núna og þér líður vel.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
Í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
Og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku afi, ég, Siggi, Guðrún Kar-
ítas og Agnes Erla sendum þér okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur. Megi
Guð veita þér styrk og blessun í sorg
þinni.
Maríanna Bernharðsdóttir.
Mínar ljúfustu bernskuminningar
tengjast Guðrúnu ömmu. Hún var
svona amma sem hvert mannsbarn
óskar sér og ég naut góðs af því.
Amma hafði sterk persónueinkenni
og snerti alla þá sem hún hitti með
góðvild sinni og glaðværð. Það er svo
margs að minnast en fyrst langar
mig að nefna að aldrei, hvorki fyrr né
síðar, hef ég fengið eins hlýlegar
móttökur og þegar ég sótti ömmu
heim. Alveg sama hversu upptekin
hún var, alltaf breiddi hún út faðm-
inn og umvafði mig af öllu hjarta,
bauð mér upp á trakteringar og
spjall.
Það var ævintýri að heimsækja
hana og Steingrím afa þegar ég var
lítil og í þeim heimsóknum fengum
ég, systir mín og frænkur gjarnan að
punta okkur upp í samkvæmiskjóla
af henni og setja upp fína hatta. Þá
púðruðum við okkur hátt og lágt og
varalituðum okkur í gríð og erg. Þar
á eftir þrömmuðum við montnar upp
og niður götuna við húsið þeirra til
að nágrannarnir sæju líka hve fínar
við vorum. Amma tók þátt í þessu
með okkur af mikilli ánægju og
leyfði okkur að róta endalaust í föt-
unum sínum, skartinu og snyrtivör-
um.
Á unglingsárum leitaði ég oft til
ömmu og trúði henni fyrir ýmsu sem
snerist fyrir mér og uppskar góð ráð
sem ég hef getað nýtt mér í gegnum
lífið.
Amma hafði mjög gaman af því að
syngja og spila og við sátum oft
löngum stundum fyrir framan org-
elið hennar og sungum hástöfum.
Hún hafði mjög fallega rödd og radd-
aði lögin sem við sungum af mikilli
kúnst. Ég á líka margar minningar
frá jólaboðum hjá henni og afa þar
sem stórfjölskyldan hittist. Og þrátt
fyrir að amma væri iðulega á þönum
í boðunum að reiða fram mat og kök-
ur gaf hún sér alltaf tíma fyrir
barnabörnin og spjallaði og söng fyr-
ir okkur.
Amma gaf mér ást, hrós, hvatn-
ingu, ráð og síðast en ekki síst gaf
hún mér alltaf tíma. Hún var óspör á
að segja mér hvað henni þætti vænt
um mig, hrósaði mér í hástert, hvatti
mig áfram en þrýsti þó aldrei á mig
og gaf sér tíma til að spjalla, sem við
gerðum oft. Þá veltum við fyrir okk-
ur lífinu og tilverunni og hvað tæki
við eftir þessa jarðvist. Hún var
mjög trúuð og efaðist ekki um að
annað líf tæki við að þessu lífi loknu
þar sem hún myndi hafa nóg fyrir
stafni eins og í þessu lífi. Mig langar
að enda þessi fáu orð um stórbrotna
konu á ljóði eftir hana þar sem trúar-
sannfæring hennar kemur glöggt í
ljós.
Ég sé hann sitja og fræða,
Sáðmanninn jörðu á.
Við mannfjöldann mikla ræða
meistarann himnum frá.
Langt er nú liðið síðan
leiftrinu um heiminn sló.
Þann fagra boðskap blíðan
mennirnir bekenna alltaf þó.
Ég kom af kólguslóðum
kalin með opin sár
Krists að kærleiksglóðum
og kenni ei lengur mitt fár.
(Guðrún Sigríður Friðriksdóttir.)
Elsku amma mín, þú varst mér
fyrirmynd á margan hátt og ég
þakka þér fyrir það og allt sem þú
gafst mér. Guð geymi þig.
Elsku Steingrímur afi, ég, Börkur,
Sigurbjörn Bernharð og Edvard
Dagur sendum þér okkar dýpstu
samúðarkveðjur, Guð veri með þér.
Berghildur Erla Bern-
harðsdóttir.
Tilgangur þessara skrifa er að
varpa ljósi á hvernig ég upplifði hana
Gunnu Siggu ömmu mína. Þegar ég
velti henni fyrir mér kemur eitt orð
fyrst upp í hugann. Stærsta orðið.
Kærleikur. Kærleikur hennar gagn-
vart öllum og öllu. Hljómar í raun
klisjukennt. Sérstaklega í minning-
argrein. Samt er það málið. Ekki
mikil á velli en góðvild og kærleikur í
öfugu hlutfalli við stærðina.
Tilfinningarík. Sterkar skoðanir.
Stóð fast á sínu. Með sín prinsipp.
Hvikaði ekki frá þeim.
Hún var sæt. Sæt kona. Hún átti
einstakan mann sem lifir hana. Þau
voru glæsileg hjón.
Á afmælisdögum fékk maður kort
frá Gunnu Siggu. Bjó þau til sjálf. Á
hverju einasta korti fylgdi vísa. Vísa
um hvers lags mannkosti maður
hefði að geyma. Stundum kannski
fullsterkt að orði kveðið. Þótti vænt
um það.
Mér þótti vænt um hana.
Emil Þór.
Elsku amma Gunna.
Tilhugsunin um að þú sért farin
frá mér er mér enn svo fjarlæg. Ég
man þegar ég var lítil stelpa þá hugs-
aði ég stundum um það að einhvern
tímann hlytir þú að deyja, en þú hug-
hreystir mig alltaf og sagðir að það
væri langt í það.
En nú ertu farin, elsku hjartans
amma mín, en hjarta mitt er fullt af
minningum um þig og samveru-
stundir okkar. Þú varst mér svo góð
og mér leið alltaf svo vel hjá þér og
afa í Rimó. Það voru ófá skiptin sem
ég gisti hjá ykkur og við fórum í
gömlu sloppana og þú færðir mér
ristað brauð og te í rúmið. Þú varst
yndisleg kona og þér var svo margt
til lista lagt.
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín ólýsanlega en mér finnst
gott að hugsa til þín á góðum stað hjá
mömmu þinni og pabba. Guð varð-
veiti minningu þína.
Gyða.
Amma mín hún Gunna Sigga var
afar góð kona. Hún var mikil barna-
gæla og þótti vænt um öll börn sem
hún sá, og enda hafði hún starfa af
því að sinna þeim. Fyrstu minningar
mínar um ömmu eru frá jólaboðun-
um sem hún og afi héldu fyrir alla
niðja sína. Þar skartaði amma alltaf
sínu fegursta og var afar glæsileg.
Flestar minningar um ömmu eru þó
frá því þegar hún var að semja ljóð
því að hún var hagmælt með ein-
dæmum og einnig söng hún vel og
mikið.
Þrátt fyrir hvað amma var góð var
nú eitthvert skap í henni og ég man
eftir einum jólum þar sem amma
beitti því til að koma vilja sínum í
verk. Það var svo að hún og afi
borðuðu hjá okkur á aðfangadags-
kvöld fyrir örfáum árum og eitthvað
barst í tal fimleikahæfni ömmu á
árum áður. Þá vildi hún nú sýna
okkur hvernig hún bar sig að á
slánni í gamla daga og tók sig til og
stóð á einum fæti og hallaði sér fram
og var lárétt í loftinu, á níræðisaldri
og líkaminn orðinn slitinn, en hún
gat það.
Jæja, amma, nú ertu komin til
guðs eftir gott líf. Ég bið hann um að
geyma þig vel og treysti á að þú
haldir áfram að syngja um Gústa í
Hruna, sem kunni ekkert annað en
að drekka, slást og fífla kvenfólk, þó
að þú sért komin yfir móðuna miklu.
Ég mun sakna þín, amma, en um leið
hugsa til allra góðu minninganna
sem við áttum saman, og lesa ljóðin
sem þú gafst mér í gegnum árin. Guð
geymi þig, amma mín, og vertu sæl
að sinni.
Stefán Steingrímur.
Guðrún Sigríður tók brosandi á
móti okkur feimnum börnunum þeg-
ar við mættum fyrsta daginn í litla
barnaskólann í Glerárþorpinu. Skól-
inn var fámennur enda Glerárþorp
ekki þéttbýlt í þá daga. Auk þess var
þessi árgangur minni en flestir aðrir,
mig minnir að 12 eða 14 börn hafi
sest sjö ára gömul í fyrsta bekk. En
langt er síðan og þetta man ég ekki
glöggt. Hins vegar er ljóslifandi
myndin af kennaranum, sem leiddi
þessa mislitu hjörð fyrstu skrefin á
menntabrautinni. Ég sé Guðrúnu
Sigríði fyrir mér brosandi og glað-
lega, og einnig man ég að barnið fékk
hrós þegar vel var gert og hvatningu
til að halda áfram á sömu braut.
„Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir
máltækið og þakklátur er ég fyrir
það sem hún gaf mér og þá alúð er
hún sýndi í mikilvægu starfi sínu.
Nokkur ár eru síðan leiðir okkar
Guðrúnar Sigríðar lágu saman síð-
ast, en hún mundi vel eftir þessum
fámenna bekk og nemendunum sín-
um, og brosandi rifjuðum við upp
liðna tíð. Þessa mynd af Guðrúnu
Sigríði mun ég áfram eiga í sjóði
minninganna og fyrir þá mynd og
það sem barnakennarinn gaf ungu
fólki með starfi sínu og viðmóti
þakka ég Guði. Ég bið Guð að varð-
veita Guðrúnu Sigríði í sínu eilífa ríki
himnanna og blessa minningu henn-
ar. Ástvinum hennar sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Jón Helgi Þórarinsson.
✝ Jón Kárasonfæddist í Garðs-
vík á Svalbarðs-
strönd 7. nóvember
1926. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri hinn
6. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Líney Sveinsdóttir
frá Hæringstöðum, f.
20. júlí 1911, d. 1.
september 1968, og
Kári Baldursson frá
Grund í Höfðahverfi,
f. 7. nóvember 1906,
d. 5. september 1996.
Jón ólst upp hjá móður sinni og
fósturforeldrum hennar Bergi
Bergssyni og Oddnýju Bjarna-
dóttur fyrst í Garðsvík og síðar í
Meðalheimi. Hann fluttist árið
1944 með móður
sinni og stjúpföður
Theodór Laxdal í
nýbýlið Túnsberg,
sem þau höfðu þá
nýlega stofnað. Hálf-
systkini Jóns sam-
mæðra, börn Líneyj-
ar og Theodórs, eru
Freydís, f. 1941,
Sveinberg, f. 1942,
Helga, f. 1944, Svav-
ar Páll, f. 1945,
Oddný, f. 1948, d.
1990 og Lilja, f.
1950. Systkini sam-
feðra eru Anna, Sig-
urfljóð og Ellert.
Jón var ókvæntur og barnlaus.
Útför Jóns fer fram frá Sval-
barðskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.30.
Jonni eins og hann var kallaður af
sínum nánustu var tíður gestur á
heimili foreldra minna frá því ég
man eftir mér og seinna á mínu
heimili meðan ég bjó í Túnsbergi.
Sögur af sjálfum sér og öðrum var
hann fús að þylja svo á stundum
þótti manni nóg um. Hann hafði
lúmskt gaman af því. Seinna meir
þegar ég þurfti á þessum sögum að
halda, þá vildi hann lítið tala,
kannski bara af því honum gast ekki
að segulbandstækinu sem ég var
með. En svona var hann bara óút-
reiknanlegur. Hann lumaði oft á
ýmsu sem glatt gat lítið hjarta og
dætur mínar fengu seinna meir að
kynnast. Jólapakka fengum við á
hverju ári og einhverju gaukaði ég
að honum líka. Hann bjó lengi í einu
herbergi í Sveinbjarnargerði þar
sem hann vann síðustu starfsárin.
Þar var rúmið hans og útvarpið sem
hann hafði mjög gaman af að hlusta
á. Jonni var dulur persónuleiki,
hann barst ekki mikið á en hafði
samt sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og gat oft skotið mjög
fast. Hann var einfari og hleypti
fólki ekki mjög nálægt sér og mjög
sérstakur persónuleiki.
Jonna fannst sérstaklega gott að
vera hjá okkur í „gamla húsinu“ um
áramót, þar fannst honum hann eiga
heima, enda hafði hann búið þar
lengi með móður sinni Líneyju og
Theodór stjúpföður og börnum
þeirra. Níu manns í 50 fermetra
húsnæði, það hlýtur að hafa verið oft
þröngt á þingi þar. En samt sagði
Jonni mér að stundum hefðu verið
þar næturgestir! Fannst mér erfitt
að trúa því, sérstaklega þegar ég
sjálf fór að búa í húsinu og kvartaði
yfir þrengslum.
Þegar ég var yngri var mikið
sport að fara með Jonna í bíltúr þótt
kannski væri það ekki annað en smá
hringur um hlaðið heima eða upp í
fjallið ofan við Túnsberg.
Bílinn sinn passaði hann sérstak-
lega vel, aldrei sá ég hann öðruvísi
en hreinan. Ennfremur lagði hann
ætíð inn númerin á veturna, sagðist
ekki þurfa á bíl að halda þá. Hann
fór alla tíð vel með allt sem hann
eignaðist. Jonni ferðaðist lítið nema
um næsta nágrenni og vegna vinnu
og aldrei fór hann út fyrir landstein-
ana. Fannst honum ekki mikið til
um allt þetta flakk á fólki og hann
tjáði mér það einu sinni að það sem
við eltumst við til útlanda væri
mestmegnis varningur sem seldist
ekki einu sinni á útsölu í Dublin!
Jonni vildi lítt tjá sig um móður
sína, Líneyju ömmu mína, þótt mik-
ið reyndi ég til þess. Vissi ég þó að
hann unni henni heitt og tók ótíma-
bært fráfall hennar mjög nærri sér
þótt hann segði það aldrei berum
orðum. Harma sína bar hann ekki á
torg.
Ein af betri minningum um Jonna
er þegar hann einu sinni sem oftar
kom í mat til mín, að ekki leist hon-
um betur en svo á uppistöðuna í
matnum að hann sagði með þjósti:
„Ég borða ekki hænu,“ en þegar
upp var staðið þá kláraði hann úr
pottinum! Þessi hæna reyndist
þannig bara nokkuð góð (kjúklinga-
pottréttur). Undrun elstu dóttur
minnar var mikil yfir þessu en Jonni
bara hló.
Skólaganga Jonna var ekki löng,
einungis fjögur ár. Sagði hann sjálf-
ur að það væri meira en nóg því það
væri meira af lífinu sjálfu að læra en
bókum.
Jonni fór mjög snemma að vinna
fyrir sér eins og tíðkaðist á þeim
tíma. Um fermingu var hann kom-
inn í vegavinnu þar sem hann hand-
mokaði möl með skóflu. Var hann
síðar í mörg sumur starfsmaður
Vegagerðar ríkisins og mun hann
eiga handtök í flestum vegum Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Mun margt
eldra fólk minnast Jonna standandi
á „tipp“ á þjóðvegum héraðsins
mokandi möl og greiða þannig fyrir
för samferðafólks síns. Átti hann
margar góðar minningar frá þessum
sumrum þar sem oft var legið við í
tjöldum sumarlangt. Á vetrum fór
hann oft á vertíðir til Vestmanna-
eyja. Hann var verkamaður á slát-
urhúsinu á haustin og síðustu starfs-
árin vann hann í alifuglabúinu í
Sveinbjarnargerði og man ég mest
eftir honum þar. Eitt og annað tók
hann sér fyrir hendur, oft hjálpaði
hann pabba við búskapinn eða fór
með okkur systkinin að veiða niðrá
Hamri. Hann sankaði að sér hinu og
þessu, allt frá laxaflugum til bóka!
Jonni var alla tíð heilsuhraustur
og þurfti lítið að leita til lækna. Ekki
fyrr en hann fékk heilablæðingu fyr-
ir fáeinum árum og flutti hann þá á
dvalarheimilið í Skjaldarvík og síðar
í Kjarnalund sem stendur í fögru
umhverfi Kjarnaskógar.
Jonni frændi minn var hávaxinn
og þrekinn en ævilöng erfiðisvinna
hlaut að lokum að segja til sín og síð-
ustu árin virtist hann hrörna hratt.
Líkami hans var orðinn veikburða
og þurfti hann að leggjast inn á
sjúkrahús. Hafði hann þar stutta
viðdvöl eða einungis tæpa fjóra sól-
arhringa og kvaddi hann þennan
heim á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri að morgni 6. apríl s.l.
Þykist ég vita að amma Líney,
móðir hans, hafi tekið vel á móti
honum og búi honum nú skjól á nýju
tilverustigi.
Far þú í friði, kæri frændi, og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Líney.
JÓN
KÁRASON