Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 51
Nú þegar komið er
að leiðarlokum vil ég
minnast Unnar svil-
konu minnar. Undan-
farin ár hefur hún átt
við mikla vanheilsu að
stríða sem hún tókst á
við af miklum kjarki. Fyrir nokkr-
um árum greindist hún með ill-
kynja sjúkdóm, gekkst undir að-
gerð og fékk sæmilega heilsu eftir
það. Ekki löngu síðar greindist hún
með Alzheimer og kom þá í ljós að
fyrra meinið var enn til staðar.
Unnur var ekki tilbúin að gefast
upp og reyndi að lifa sem eðlileg-
ustu lífi með stuðningi barna sinna.
En þar kom að hún sá að baráttan
var töpuð og lagðist inn á sjúkra-
stofnun.
Þegar maður kom til hennar, allt-
of sjaldan, heilsaði hún brosandi og
glöð eins og hún hefði beðið manns.
Eitt sinn sagði hún, nú er ég búin
að selja íbúðina mína, ég get ekki
lengur haldið heimili, dótið mitt
geymi ég hjá börnunum mínum.
Síðast er ég kom til hennar fyrir
tveim vikum kom hún á móti mér,
fallega klædd eins og venjulega, og
sagði, Sigga mín, ertu komin, gam-
an að sjá þig. Við settumst niður en
samtalið var slitrótt, minnið var
farið að bila.
Unnur var síðari kona Garðars
tengdabróður míns en hann missti
fyrri konu sína af barnsförum að-
eins 21 árs gamla. Þessi missir var
honum mjög þungbær, svo það hef-
ur ekki verið auðvelt fyrir Unni að
græða þau sár og koma til Ísafjarð-
ar, Reykjavíkurstúlkan, inn í fjöl-
skyldu þar sem allir sem henni
tengdust höfðu þekkst nánast frá
UNNUR
BRYNJÓLFSDÓTTIR
✝ Unnur Brynjólfs-dóttir fæddist í
Reykjavík 3. nóvem-
ber 1933. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 25. mars síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá Ás-
kirkju 4. apríl.
barnæsku. En henni
var vel tekið frá fyrstu
tíð og allir vildu að
stúlkunni hans Gæja
liði vel og að þau yrðu
hamingjusöm enda
varð hún fljótt ein af
hópnum. Með Unni
komu ferskir vindar,
t.d. var hispursleysi
hennar og hreinskilni
fljótlega þekkt í fjöl-
skyldunni. En okkur
lærðist að vera ekkert
að móðgast yfir orðum
hennar heldur meta að
verðleikum þá góðu
manneskju sem fjölskyldan hafði
eignast. Hún tókst á við þau verk-
efni sem biðu hennar fyrir vestan
og áður en varði var hún sennilega
mesti Vestfirðingurinn.
Fyrsta heimili Garðars og Unnar
var á Ísafirði en síðar fluttu þau til
Flateyrar þar sem þau bjuggu um
árabil. Á Flateyri eignuðust þau
góða vini, ólu þar upp börnin sín
fimm og byggðu sér fallegt raðhús
á Drafnargötu 11, þar sem þau
undu hag sínum vel. Þar var gott að
koma og tekið vel á móti manni,
enda Unnur frábær húsmóðir. Oft
var tekið lagið, enda bæði hjónin af-
ar söngelsk og höfðu gaman af að
gleðjast í hópi góðra vina. Milli
heimila okkar var mikill samgangur
og sunnudagsbíltúrarnir urðu
margir milli Ísafjarðar og Flateyr-
ar. Bræðurnir tóku þá oftast fram
taflið og kepptust við að máta hvor
annan, sem gat tekið langan tíma.
Unnur vissi sem var ekkert dygði
nema þolinmæði svo hún hafði oft-
ast með sér handavinnu. Enda var
hún snillingur í höndunum. Stund-
um löbbuðum við í Krókinn til Önnu
mágkonu og Lúlla og fengum þar
kaffisopa og spjall.
En lífinu fylgja bæði ljós og
skuggar, í ágúst 1986 lést Garðar
skyndilega úr hjartabilun, aðeins
54 ára að aldri. Hann hafði átt við
vanheilsu að stríða um skeið, þó all-
ir vonuðu það besta. Þetta var mik-
ið áfall fyrir fjölskylduna og ekki
löngu síðar flutti Unnur til Reykja-
víkur með dætrum sínum en syn-
irnir bjuggu áfram fyrir vestan þar
til snjóðflóðin miklu féllu að þeir
fluttu einnig.
Unnur vann í mörg ár í Hagkaup-
um við afgreiðslu eða þar til að hún
missti heilsuna. Það var gaman að
koma að kassanum til hennar og
spjalla eins og tíminn leyfði. Nú er
hún farin í ferðina sem við förum öll
að lokum. Ég og börnin mín þökk-
um henni samfylgdina og vottum
börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum okkar dýpstu samúð
og biðjum þeim guðs blessunar.
Sigríður Aðalsteins.
Kæra Unnur, mig langar að
kveðja þig hér vegna þess að til
jarðarfarar þinnar var mér ekki
fært að koma.
Ég vil þakka þér öll okkar kynni
frá því Gæi frændi kom vestur með
fallegu og glaðlyndu konuna sína
Unni frá Reykjavík.
Þau Gæi og Unnur komu oft til
foreldra minna Önnu og Lúðvíks í
Krók 2 á Ísafirði og þá var gleði,
fjör, og hressilegar umræður í eld-
húsinu í Króknum.
Hvíl í friði, kæra Unnur mín.
Nú ljómar dýrðardagur,
hin dimma nótt er liðin hjá,
og friðarbogi fagur
Guðs föðurhimni blikar á.
Um dauðans dimmar álfur
nú dýrleg birta skín.
Guðs sonur, Jesús sjálfur,
er sól og unun mín.
Nú leynist enginn lengur
á lausnara síns fund,
en frjáls og glaður gengur
til Guðs á helgri stund.
(V. Briem.)
Börnum Unnar og Garðars,
Birnu, Þór, Sesselju, Rúnari og
Hrannari,
tengdabörnum og barnabörnum,
votta ég mínu dýpstu samúð.
Nafnið fagra frelsarans
fylgi ykkur og hlífi.
Ætíð vaki augu hans
yfir ykkar lífi.
(Höf. ók.)
Ólína Louise Lúðvíksdóttir.
Mig langar að minn-
ast í örfáum orðum
gamals frænda sem
gaf mér alveg nýja sýn
á lífsbaráttu fyrri tíð-
ar.
Hér er ekki ætlunin að rekja ævi-
feril Sæmundar, til þess er ég ekki
nógu kunnug, en ég get einungis
skrifað um það sem ég vissi og
þekkti af eigin raun.
Ég kynntist honum ekki fyrr en
ég flutti norður í Hrútafjörð árið
2000. Ég er afar þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
Sæmundi, hafa fengið að að heyra
svo margt úr þeim viskubrunni sem
hann átti með sér. Það var hrein-
lega með ólíkindum hversu gott
minni hans var og hversu mikið
hann vissi um fyrri tíma. Frásagnir
hans gáfu mér alveg nýja sýn á at-
burði og lífsbaráttu fyrri tíðar.
Hversu fátt var sjálfgefið í því að
eiga alltaf nóg að bíta og brenna.
Þetta eru hlutir sem við nútíma-
fólkið þekkjum ekki, en ættum
samt að vita. Ekkert af því sem við
höfum er í raun sjálfgefið og var
það svo sannarlega ekki hér fyrr á
tíð.
SÆMUNDUR
BJÖRNSSON
✝ SæmundurBjörnsson fædd-
ist í Grænumýrar-
tungu 29. janúar
1911. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga hinn
11. mars síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Staðar-
kirkju 16. mars.
Ungur missti hann
móður sína, eða tólf
ára gamall. Faðir hans
var ekki heima í heið-
arkotinu þegar hún dó,
bara börnin. Bara
þetta mótaði hann, að
ég tel, umfram flest
annað í lífi hans. Móð-
urmissir er óendan-
lega sár ungviðinu.
Föður sinn missti
hann tólf árum síðar.
Harkan, vinnan og fá-
tæktin í smáu heiðar-
koti uppi á Holta-
vörðuheiðinni má
segja að hafi tekið frá honum for-
eldrana. Síðar á ævinni upplifði Sæ-
mundur það sem ekkert foreldri
ætti að þurfa að lifa, en það er að
missa börnin sín. En svona er lífið
stundum grimmt. Og þetta var al-
gengt í þá daga. Börnin alast upp
hjá vandalausum, verða fullorðin,
köld og hörð eins og móðurjörðin
sem fóstraði þau. Hlýjuna vantar
svo átakanlega þegar foreldrarnir
deyja of snemma. Mýktin kemur
síðar, og er þá stundum blandin dá-
litlum biturleika. Sæmundur kunni
ógrynnin öll af vísum. Það er synd
að hafa ekki skráð eitthvað af þessu
meðan tími vannst til. Svo alltof
margt fer með hans kynslóð, alltof
margt sem fellur í gleymskunnar
dá. Ég þekkti Sæmund alltof stutt,
en nóg samt til að hann verði mér
minnisstæður alla ævina.
Hrútatunguheimilið hefur alla tíð
verið rómað fyrir rausnarskap og
gestrisni. Konu sína, Þorgerði
Tómasdóttur, missti hann 1974.
Sæmundur var svo heppinn að búa í
skjóli fjölskyldunnar í Hrútatungu
allt til enda nánast. Hann var lán-
samur að eiga góðan og umhyggju-
saman son þar sem Gunnar er og
þessa líka frábæru tengdadóttur
hana Sigrúnu. Það er áreiðanlega
leitun á öðru eins. Áreiðanlega hafa
síðustu árin hans verið hans bestu í
lífinu, og honum mikilsvert að lifa
það að sjá barnabörn sín vaxa úr
grasi. Svona hár aldur er ekki sjálf-
gefinn, en það segir sig sjálft að
margt var hann bæði búinn að sjá,
heyra og upplifa.
En nú er hann horfinn á vit feðra
sinna og ég veit að nú líður honum
vel.
Ég bið algóðan guð að blessa
minningu Sæmundar Björnssonar í
hjarta allra þeirra sem voru svo
lánsamir að kynnast honum.
„Þar sem góðir menn fara, þar
eru guðs vegir.“
Guðrún Jóhannsdóttir.
kom, Gunnar litlu síðar. Allt þetta er
svo sem ærið nóg tilefni til að kunn-
ingsskapur þróist og vinátta. Eitt er
þó ótalið og það er líklega mikilvæg-
ast, en það er að við höfðum gaman
af sömu hlutunum. Einn vinur minn,
kallar það að ,,að eiga húmor saman“
(hliðstæða við orðatiltækið að eiga
skap saman).
Gunnar kynntist eftirlifandi konu
sinni, Guðríði Austmann, Döddu, eft-
ir skamma dvöl á Suðurnesjum.
Fyrstu búskaparárin áttu þau heima
í Keflavík en fluttust svo til Hvera-
gerðis þar sem þau hafa búið síðan,
þar var þeirra heimabyggð og starfs-
vettvangur stærstan hluta anna-
samrar ævi. Þau urðu eins og svo
margir af okkar kynslóð að byrja
með tvær hendur tómar og koma sér
upp þaki yfir höfuðið og ala upp börn
sín við miklu þrengri afkomumögu-
leika en nú bjóðast. Á þeirri tíð þótti
það býsna góður árangur að geta
kríað úr 30.000 króna lán í banka ef
mann vantaði 100.000 krónur svo að
dæmi sé tekið og þá þótti það sjálf-
sagt mál að flytja inn í hús sem nú
myndu ekki einu sinni kallast tilbúin
undir tréverk, bara ef kominn var
eldhúsvaskur og klósett.
Þegar Gunnar kynntist Döddu
hafði hún nýlega misst móður sína
og í hennar hlut kom að annast að
miklu leyti uppeldi fjögurra yngri
bræðra, mislengi eftir aldri þeirra.
Fjölskyldan varð því æði stór þegar
við bættust börn þeirra Gunnars og
Döddu.
Þau drógu hvergi af sér hjónin á
þessum erfiðu árum og skiluðu hlut-
verkinu með sóma.
Með árunum léttist svo róðurinn,
börnin uxu úr grasi og afkoman
batnaði og tími fór að gefast fyrir frí-
daga og tómstundagaman. Þau nutu
þess hjónin bæði að létta sér upp úr
hinu hversdgalega amstri, ferðast
innanlands og utan og grípa í stang-
veiði og höfðu sérstakt lag á því að
gera mikið úr litlu í þessum efnum.
Þar mátti margt af þeim læra.
Gönguferð í fjöru eða fjalli varð eft-
irminnilegt ævintýri, kvöldverður í
veiðihúsi varð að stórveislu, sam-
fundir og kynni við nýtt fólk urðu að
athyglisverðri og gleðilegri reynslu.
Þeim var það séstaklega lagið að
gera hversdagsleg smáatvik að
minnisstæðum atburðum sér í lagi ef
atvikin voru svolítið spaugileg. Fé-
lagsskapur við þau í sumarleyfum,
veiðiferðum og gagnkvæmum heim-
sóknum var ætíð kærkominn og
gleðilegur og þeirra stunda er gott
að minnast.
En sorgin gleymir engum. Í
hörmulegu sjóslysi við Raufarhöfn
fórust tveir ungir efnispiltar úr fjöl-
skyldunni árið 1974. Sá atburður
hafði að vonum langa skugga og sú
gamla kenning að tíminn lækni öll
sár á varla við í slíkum tilfellum. Að
vísu grær sárið oftast en örið verður
eftir og minnir á sig þótt árin líði.
Þegar einn úr vinahópnum hverf-
ur yfir móðuna miklu verða eins kon-
ar kaflaskil. Við sem eftir lifum eig-
um enn ófarinn einhvern spöl af
lífsleiðinni, langan eða skamman eft-
ir atvikum. Sú vegferð verður með
öðrum blæ en áður. Skarðið sem eft-
ir er skilið verður ekki fyllt. Vera má
að eitthvað komi í staðinn, þó aldrei
það sama og var.
Gunnar var glaðsinna maður og
skemmtilegur. Gleði hans var ekki
hávær heldur hófsöm og sívakandi.
Fyndið tilsvar, smellin skopsaga, vel
gerð vísa, allt voru þetta kærkomin
gleðiefni og honum lét hvort tveggja
jafnvel í þeim efnum að vera veitandi
og þiggjandi.
Iðnmeistarinn Gunnar var vand-
virkur maður og samviskusamur.
Honum var það metnaðarmál að þau
verk, sem hann og starfsmenn hans
unnu, væru gerð af fagmennsku og
vandvirkni.
Veiðimaðurinn Gunnar var hóg-
vær og afslappaður, lagði ekki mikið
upp úr stórveiði í fiskum eða kílóum
talið en naut slíkra ævintýra þó
manna best þegar þau buðust. Hon-
um féll best að fara sér hægt við
veiðiskap, finna sér góðan stað og
reyna flugurnar sínar hverja eftir
aðra. Tylla sér svo niður með kaffi-
brúsa og nestisbox og njóta stund-
arinnar.
Og nú er framundan veiðisumar
án félagsskapar við Gunnar. Oft mun
mér verða hugsað til hans og mörg
atvikin rifjast upp ef, ég fæ að rölta
um bakka veiðiánna með stöng í
hendi á komandi sumri. En minning-
arnar takmarkast ekki við stang-
veiðina eina. Leiðin er orðin löng og
atvikin margvísleg.
Víst man ég ýmis galsafengin
uppátæki okkar á Njarðvíkurárun-
um, reyndar svo galsafengin að ég
held að mig hljóti að misminna og
verða hreint ekki færð í letur.
Líka man ég eftir okkur í glaðvær-
um félagsskap í leikstarfsemi þar
sem gafst kærkomið tækifæri til
tjáningar og samskipta við skemmti-
legt fólk.
Miklu síðar man ég svo eftir okkur
í félagsmálastússi stangveiðimanna,
þar sem við vorum orðnir fjarska-
lega ráðsettir, um tíma báðir for-
menn í stangveiðifélögum, sóttum
fundi og ráðstefnur og fluttum mál
okkar úr ræðustól af mikilli ábyrgð-
artilfinningu.
Líka man ég samfundi okkar á síð-
asta ári. Ánægjulega sem ætíð, en
eftir á að hyggja mátti sjá hvert
stefndi. Þrekið var þverrandi og þor-
ið líka. Ég man það núna að Gunnar
tók ekkert undir það þegar ég var að
planleggja að hann kæmi til mín
austur á Hérað næsta sumar að
veiða í Bjarglandsánni. Það var ekki
honum líkt.
Við vinir Gunnars hefðum svo
sannarlega viljað njóta samvistanna
við hann miklu lengur. En lífið er
víst svona, enginn veit hve vel það
kann að endast.
Fjölskyldu Gunnar og venslafólki
sendi ég samúðarkveðjur.
Sigmar Ingason.
Löngu og ströngu stríði er lokið.
Gunnar Kristófersson hefur öðlast
hvíld og frið. Við förum ekki í sjóbirt-
inginn eða bleikjuna á þessu vori.
Einhverjir aðrir nota flugurnar, sem
í vetur voru hnýttar af alúð og kunn-
áttu. Stangir og hjól bíða annarra,
sem vonandi fara um þau mjúkum
höndum og gæta þeirra og viðhalda
af sömu kostgæfni og eigandinn, sem
ekki fer með okkur í fleiri veiðiferðir
glaðbeittur og sæll. En kannski fylg-
ist hann með okkur og veitir ráð-
leggingar um hvar og með hvaða
flugu best er að egna fyrir lónsbú-
ann. Svo brosir hann og hlær í
skeggið ef takan verður góð. En
sumarið, sem við höfum svo lengi
beðið eftir, mun líða án jarðbundinn-
ar samveru við þennan góða félaga.
Gunnar Kristófersson var um
langt árabil pípulagningamaður og
meistari hjá Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði. Enginn maður þekkti
flókið og viðamikið lagnakerfið betur
en hann. Allt var það teiknað í minni
hans og hver vandi leystur með
skjótum og öruggum hætti. Hjálpin
var nærri þegar Gunnar gekk í hús
hægum skrefum í bláum smekkgalla
með tangir og tól í öllum vösum, der-
húfu á höfði, stundum svolítið
skakka. Hans iðn varð oft að vísind-
um í meðferð gufu og vatns og eftir
nokkra íhugun komu lausnir sem
stóðu í lærðari mönnum. Gunnar var
meistari í orðsins fyllstu merkingu;
einhver mesti meistari í pípulögnum
sem ég hef kynnst.
Menn á borð við Gunnar Kristó-
fersson eru hverju fyrirtæki og
hverri stofnun ómetanlegir. Í þeim
felst sá mannauður, sem allt skap-
andi starf byggist á. Í honum bjó sá
metnaður að hafa hlutina í lagi og
leita lausna, sem ekki yrðu of út-
gjaldafrekar. Með kunnáttu sinni og
útsjónarsemi tókst honum að finna
hagkvæmar lausnir á hverju verki.
Honum voru færðar þakkir fyrir frá-
bært starf og nú eru þær ítrekaðar
og endurteknar.
Persónulegu kynnin við Gunnar
skilja mikið eftir í minningunni.
Hann var vandaður maður til orðs og
æðis, hreinskiptinn og æðrulaus.
Góðar stundir áttum við saman við
veiðiár þar sem náttúrubarnið í hon-
um fékk að njóta sín.
Þar birtist annar meistari; sá sem
virtist vita meira en annað fólk um
fiskinn í ánni og hvernig árangurs-
ríkast væri að freista hans. – Veiði-
og pípulagningamanninn kveð ég
með söknuði og þakka honum frá-
bær störf og góðar stundir.
Árni Gunnarsson.
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli minningargreina