Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 52
MINNINGAR
52 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það var í nóvember-
mánuði 1938 sem tvær
reykvískar fjölskyldur
hreiðruðu um sig í eig-
in húsnæði á Víðimel
38: Axel Andersen
klæðskerameistari og kona hans,
Guðbjörg, fluttu ásamt dóttur sinni,
Ásu, á efri hæðina. Á neðri hæðina
fluttu foreldrar mínir, Guðfinnur
Þorbjörnsson og Marta Pétursdótt-
ir, ásamt mér, Pétri bróður mínum
og móðurafa okkar, Pétri Þórðar-
syni, sem hélt upp á 70 ára afmæli
sitt í nýja húsinu 10. desember sama
ár. Ásu fannst mikill fengur í að fá
afa í húsið og ekki leið langur tími
þangað til hún tryggði sér að hún
fengi að kalla Pétur Þórðarson afa.
En afi okkar barnanna á Víðimel dó
árið 1942. Árið 1945 fjölgaði svo um
einn íbúa í húsinu því að þá eign-
uðumst við Pétur bróðurinn Þor-
björn. Árið 1954 eignaðist svo Ása
eldri dóttur sína, Guðbjörgu Ásu.
Árið 1938 var öðru vísi umhorfs á
Melunum en núna. Mig minnir að að-
eins Víðimelur 31 og 37 og 39 hafi
verið fullbyggð á undan 38 og 40 sem
eru parhús eins og mörg húsin á
Víðimel. Það eru svalir á báðum
hæðum á nr. 38 og 40, sem var ný-
lunda á þessum tíma. En nýbygging-
unum fjölgaði og þar með íbúunum
við götuna. Gatan varð vinsælt leik-
svæði fyrir alls konar leiki, þar á
meðal boltaleiki. Ása naut sín vel
meðal tápmikilla krakka og eignaðist
marga vini meðal leikfélaganna en
hún var alla tíð mjög opin og fé-
lagslynd.
Hún var orðin 15 ára þegar ég fór
með ms. Dronning Alexandrine til
Kaupmannahafnar á leið minni til
Svíþjóðar árið 1947. Eitt af fyrstu
bréfunum sem ég fékk stuttu eftir að
ég kom á áfangastað var mjög fallegt
og hjartnæmt bréf frá Ásu.
Það var alltaf gagnkvæm vinátta
milli íbúa efri og neðri hæðar og
bæði foreldrar Ásu og foreldrar mín-
ir bjuggu á Víðimel 38 til dauðadags.
Axel dó árið 1975 og Guðbjörg 1976.
Eftir lát móður sinnar flutti Ása á
æskuheimili sitt ásamt yngri dóttur
sinni, Regínu, og áfram hélt hið góða
samband sem hafði verið við foreldra
Ásu. Það var gott að vita af Ásu í
húsinu. Hún lét sér annt um foreldra
mína og bróður og ég vona að hún
hafi skynjað að ég kunni að meta
það. Faðir minn dó árið 1981 og móð-
ir mín 1992.
Í dag er yngsti frumbygginn á
Víðimel 38 kvaddur hinstu kveðju.
Ég votta dætrum hennar, Guð-
björgu Ásu og Regínu, og fjölskyld-
ÁSA
ANDERSEN
✝ Ása Andersenfæddist 27. júní
1932 í Kaupmanna-
höfn. Hún lést 29.
mars síðastliðinn á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
og fór útför hennar
fram frá Neskirkju
9. apríl.
um þeirra innilega
samúð. Blessuð sé
minning Ásu Ander-
sen.
Vigdís
Guðfinnsdóttir.
Þegar sól Ásu minn-
ar Andersen er hnigin
til viðar er við hæfi að
tileinka henni vísukorn
úr bókinni Engillinn
eftir H.C. Andersen,
danska ævintýraskáld-
ið góðkunna. Ef Ása
hefði enn verið á meðal
vor hefði hún ugglaust sagt sisona að
ekki væri nú verra að hafa tvo And-
ersena í málinu.
Nei, nei, það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér;
engill þú ert og englum þá
of vel kann þig að lítast á!
Englunum mun áreiðanlega þykja
mikið til Ásu koma.
Ása Andersen var hvort tveggja í
senn, lífsins sól og barn ljóssins.
Sjálfkrafa leiddi þetta til þess að hún
var persónugervingur lífskraftsins
og léttleikans sem sameinaði einfald-
leik, létt gaman og djúpa alvöru.
Lífshlaup hennar snérist ekki fyrst
og fremst um hana sjálfa heldur alla
aðra. Hún lét það snúast um fjöl-
skylduna númer eitt, tvö og þrjú,
mikið um vinina og okkur samstarfs-
fólkið, að ekki sé talað um þá sem
minna mega sín í þjóðfélaginu en síð-
ast en ekki síst skipuðu blessuð dýr-
in alveg sérstakan heiðursess hjá
Ásu. Í hennar stóra hjarta voru því
sannarlega margar vistarverur fyrir
jafnt menn sem málleysingja.
Franski flugmaðurinn Antoine de
Saint-Éxupéry, höfundur þeirrar
heimsfrægu bókar, Litli prinsinn,
segir einmitt í bók sinni: „Aðeins
með hjartanu getum við séð skýrt!
… Hið mikilvægasta er ósýnilegt.“
Sannarlega mikið til í þessu. Ása
vissi líka að mannfólkið er fjölbreyti-
legt og það búa ekki allir í litlum
kössum sem allir eru eins, hvað þá að
hægt sé að leggja reglustiku eða
tommustokk á fólk til þess að meta
þann ólíka mannauð sem að býr í
hverju og einu okkar.
Alls þessa varð ég fljótlega
áskynja eftir að leiðir okkar Ásu lágu
saman í starfi hjá Flugmálastjórn Ís-
lands. Hún starfaði í bókhaldsdeild
og gekk ávallt til sinna verka af alúð
og samviskusemi með sitt eðlislæga
bros á vör. Þarna á Reykjavíkurflug-
velli óx og dafnaði vinátta okkar í
röskan áratug og síðan áfram eftir
að Ása lét af störfum. Stelpan sá um
að aldrei varð birtuskortur í okkar
hlýja selskap svo skuggarnar áttu
sér aldrei neinnar viðreisnar von.
Á þessum tímamótum í lífinu er
mér efst í huga þækklæti og virðing
fyrir að hafa fengið að kynnast hinni
góðhjörtuðu konu. Sú sýn sem Ása
hafði á lífið og tilveruna, og ég hef
hér að framan reynt að rekja í aðal-
atriðum eins og þau komu mér fyrir
sjónir, er vissulega verðugt íhugun-
arefni fyrir okkur þegar hvers kyns
harka og óbilgirni í samskiptum
fólks virðist sífellt vera að færast í
aukana, flestir að reyna að skara
eins mikinn eld að sinni köku og þeir
geta og eltingarleikurinn við fáfengi-
lega og dauðlega hlut í hámarki. Ása
mín stóð alls, alls ekki fyrir þrjú síð-
asttöldu atriði, þ.e. óbilgirnina, per-
sónulega hagsmunapotið og elting-
arleikinn.
Það er þetta með lífskraftinn. Ása
þurfti aldrei að vera með ný og ný
virkjunaráform á prjónunum til að
afla orku í sinn alkunna lífskraft.
Hún sótti hann „ganske pent“ í sig
sjálfa sig eins og annað. Það má
segja að hún hafi verið sitt eigið
orkufyrirtæki og það sjálfbært eins
og hvað fínast þykir í dag þegar ekki
þarf neina utanaðkomandi aðdrætti.
Auðlindin sem Ása virkjaði með svo
góðum árangri var hið góða skap
með tilheyrandi glaðværð. Þannig
lagði hún sig beinlínis í framkróka
við að hafa hlutina eins ánægjulega
og frekast var kostur á og oftar en
ekki fann hún spaugileg og kannski
umfram allt jákvæð sjónarhorn á
hinum ýmsustu málum er voru til
umræðu þá og þá stundina. Yfirleitt
voru þetta pósitívar og vitrænar at-
hugasemdir kryddaðar fyrsta flokks
húmor. Að þessu leyti voru þær
Pollýanna eins og systur.
Það er alls ekki hægt að minnast
Ásu Andersen án þess að víkja
nokkrum orðum að ástríðu hennar
fyrir blessuðum dýrunum. Ef ég
hefði átt að sjá hana í einhverju öðru
hlutverki en því, sem henni var út-
hlutað í lífinu, yrði einna helst um að
ræða ævintýrapersónu í Hálsaskógi,
þá sem náskyldur ættingi Lilla klif-
urmúsar. Samfélag okkar mann-
fólksins er ekkert ósvipað því sem
gerist í Hálsaskógi. Við erum sund-
urleitur hópur með mismunandi
áhugamál og skapgerð. Allir þurfa
að sýna tillitssemi, vænlegast að lifa í
sátt og samlyndi og hjálpa hvert
öðru til gagns og gleði. Hún hefði
t.a.m. sómt sér vel í á rölti með Lilla
um skógarstíginn, bæði í sólskins-
skapi, með gítara um háls og syngj-
andi hárri raust:
Hér kemur Lillimann klifurmús,
sem kæti ber inn í sérhvert hús,
ein regluleg söngva og músíkmús
og meistara gítar-sláttumús.
Tra la la la la, tra la la la la
tra la la la la tra la la la la
(Torbj. Egner – Kristján
frá Djúpalæk.)
Öll dýr áttu hvert bein í Ásu og
ætíð voru miklir fagnaðarfundir ef
eitthvert þeirra varð á vegi hennar.
Þetta var sérlega eftirtektarvert og
mjög vinalegt. Hún var ókrýndur
hollvinur gæludýra starfsmanna
Flugmálastjórnar sem og villtu dýr-
anna á flugvallarsvæðinu og í Öskju-
hlíðinni. Ég fékk með reglulegu
millibili spurningar um líðan kanínu-
skottanna minna, labradorhundur
eins starfsmannsins er kom reglu-
lega í heimsókn fékk ávallt á föstu-
dögum eitthvert góðgæti úr lófa Ásu
og kanínufjölskyldan, sem bjó undir
afgreiðslu Íslandsflugs, var undir
sérstakri vakt gagnvart krökkum er
vildu fanga þær í net sín og þannig
mætti lengi áfram telja. Persónulega
tel ég að framkoma fólks við dýrin
segi mikið um innri mann. Þessi
kostur í fari Ásu vissi því á gott.
Einn flugvallarstarfsmaður sagði
mér á dögunum að alltaf hefði verið
hægt að hressa hana við í erfiðri
veikindabaráttu hennar með því að
taka upp tal um dýrin. Ef allir vinir
Ásu úr dýraríkinu væru ekki mál-
leysingjar myndu þeir örugglega
hafa margt fallegt um hana að skrifa
í minningargreinum á þessum blað-
síðum og ansi er ég hreint hræddur
um að Morgunblaðið í dag væri þá
talsvert þykkara en raun ber vitni.
Jörðin – þessi allra dauðlegra
sameiginlegi fararskjóti, kvað Jónas
Hallgrímsson. Læknavísindin geta
stundum afvopnað manninn með ljá-
inn en ráða því miður ekkert við
sandkornin í stundaglasinu. Því varð
Ása að axla sín skinn og draga fram
farteskið fyrir tæplega þremur árum
er vágestur krabbameinsins knúði
dyra. Um síðustu áramót tók korn-
unum í glasinu hins vegar að fækka
verulega. Þennan lokaþátt lífsbar-
áttunnar háði Ása undir gunnfána
bjartsýninnar, af æðruleysi eins og
hverri annarri staðreynd og eins og
sannri hetju sæmdi. Þar var léttleiki
hennar traustur bandamaður. Þess
vegna fór hún miklu lengra en nokk-
ur þorði að vona. Við þekkjum það
flest býsna vel að góða skapið ber
okkur langt, bæði til að auðvelda til-
veruna eða dylja eitthvað sem bærist
innra með okkur. Bjartsýni Ásu á líf-
ið var hreint og beint smitandi enda
leit hún á það sem Guðs gjöf.
Ása gekk á fund feðra sinn að
kvöldi föstudagsins langa. Í augum
kristinna manna eru páskarnir hátíð
gleðinnar. Þeir eru sigurhátíð. Það
var einmitt á páskunum sem lífið
sigraði dauðann með krossfestingu
og upprisu Jesú Krists. Allar götur
síðan hefur þessi sigurboðskapur
verið eitt af grundvallaratriðum
kristindómsins. Á kveðjustundinni
var Ása því trú sjálfri sér allt til
dauða. Sálmurinn fallegi, Sigurhátíð
sæl og blíð, er sunginn í nær öllum,
ef ekki öllum, kirkjum landsins um
páskahátíðina til vitnis um þetta:.
Sigurhátíð sæl og blíð
ljómar nú og gleði gefur,
Guðs son dauðann sigrað hefur,
nú er blessuð náðartíð.
Nú er fagur dýrðardagur,
Drottins ljómar sigurhrós,
nú vor blómgast náðarhagur,
nú sér trúin eilíft ljós.
(Páll Jónsson.)
Það var aldrei takmark Ásu And-
ersen að verða ríkasta manneskjan í
kirkjugarðinum. Gráglettin hefði
stelpan úr bókhaldinu getað sagt að
við fæðumst sem frumrit og deyjum
sem afrit. Í þessu samhengi má
kannski velta upp þeirri spurningu
hvort ein hliðin á lífinu sé e.t.v. bók-
hald? Það er í sjálfu sér prýðilegt
innlegg í nútímann og alla þá um-
ræðu um hagvöxt og peninga sem
hér tröllríður öllu og hleypir fáu öðru
að. Þrátt fyrir allt þetta peningatal
er staðreyndin jú sú að við fæðumst
nakin í þennan heim og höldum úr
honum því sem næst nakin. Það eru
nefnilega engir vasar á líkklæðun-
um. Þegar öllu er á botninn hvolft
fjárfesti bókhaldsstelpan okkar af
skynsemi. Hún fjárfesti á himni í
óforgengilegum verðmætum sem
hvorki mölur né ryð fá grandað. Á
lífsleið sinni millifærði Ása á himna-
reikninginn með réttlætiskennd,
heilindum og miskunnsemi og um-
hyggju fyrir öllu er lífsandann dreg-
ur. Hjá okkur, er hana þekktu vel,
skilur Ása eftir sig ríkulegan fjár-
sjóð góðra minninga sem verðugt
verður að orna sér við með því að líta
af og til um öxl í framtíðinni.
Dætrum Ásu, börnum og barna-
börnum votta ég innilega samúð
mína og óska þeim með til hamingju
með að hafa átt svona góða stelpu
eins og Ása sannarlega var og segi
við þau bjarta framtíð.
Nú þegar stelpan úr bókhaldi
Flugmálastjórnar hefur kvittað fyrir
líf sitt óska ég henni Guðs friðar um
eilíf ár.
Gunnar Þorsteinsson.
Einstaka sinnum verða á vegi
manns, litla stund, manneskjur sem
ná inn að hjarta og sál – þótt sam-
veran hafi verið lítil og vegalengdin
alltof stutt sem gengin var saman.
Þegar svo háttar eru það gæði vin-
áttunnar en ekki magn sem skiptir
máli. Tilviljun ræður oft för og svo
var um kynni okkar Ásu Andersen
sem hófust fyrir sex árum þegar ég
kom með Tómas; feitan og pattara-
legan fresskött, í varanlegt fóstur til
Ásu. Ása var svo elskuleg að taka
Tómas þegar ljóst varð að fjölskyld-
an á Urðarstígnum varð að dvelja
langdvölum utan höfuðborgarinnar
og því var Tommi karlinn einn heima
á meðan. Það þótti ekki mannúðlegt,
eða gott uppeldi á myndarlegum
ketti og því varð úr að Tómas flutti
alfarinn til Ásu ömmu á Víðimelinn.
Skömmu áður hafði Ása misst kött-
inn sinn í hárri elli og vildi því gjarn-
an taka að sér Tómas og setti ekki
fyrir sig þótt kötturinn væri kominn
af léttasta skeiði.
Þar með hófust kynni fjölskyld-
unnar af Ásu. Í hartnær sex ár var
hún vakin og sofin yfir velferð Tóm-
asar sem lifði eins og blómi í eggi hjá
Ásu; hlaut konunglegt atlæti, besta
fóður sem völ var á, mjúka rekkju og
síðast en ekki síst, stóran skammt af
hlýju og væntumþykju. Fjölskyldan
á Urðarstígnum leit af og til í heim-
sókn til Ásu og Tómasar – en hann sá
aðeins Ásu sína sem hann hafð tekið
miklu ástfóstri við. Um jólin kom
jafnan kveðja frá Ásu og Tómasi og
heimsóknir fjölskyldunnar á Víði-
melinn urðu smámsaman að símtöl-
um þar sem spurt var frétta af Tóm-
asi.
Í seinni tíð voru þau símtöl þó
fremur farin að snúast um fréttir af
heilsu Ásu sjálfrar en Tómasar, enda
var hún þá orðin helsjúk. Mér er sér-
staklega minnisstætt hversu kát og
glaðsinna Ása var jafnan – allt til síð-
asta dags. Þótt hún vissi mæta vel að
hverju stefndi var aldrei hægt að
merkja biturð í fari hennar – heldur
einungis glaðværð og kátínu. Þegar
Ása var flutt á líknardeild Landspít-
alans hafði hún miklar áhyggjur af
Tómasi, sem þá var einn heima allan
daginn og saknaði Ásu sinnar sárt.
Það varð okkur fjölskyldunni því
mikil gleði þegar við gátum endur-
goldið Ásu þann greiða sem hún
gerði okkur þegar hún tók Tómas í
fóstur á sínum tíma. Við ákváðum á
skyndifundi að Tómas flytti aftur
heim á Urðarstíginn – nú nærri tólf
ára gamall, enn feitari og enn væru-
kærari en áður. Tómas fór tvisvar í
heimsókn til Ásu á Landspítalann
þar sem sjá mátti ljósmyndir af þess-
um hefðarketti uppi um alla veggi í
kringum rúmið hennar – innan um
myndir af börnum og barnabörnum.
Þessi litla saga af Ásu ömmu og
högnanum Tómasi segir meira en
mörg orð um Ásu Andersen. Það
þurfti ekki stóratburði til að kynnast
mikilli og merkri konu. Hún hafði
meiri áhyggjur af þeim sem eftir lifa
en var sátt við að dagur væri að
kveldi kominn hjá henni. Það eru að-
eins sannar hetjur sem þannig hugsa
á ögurstundu eigin lífs.
Guð blessi minningu hennar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar á Urð-
arstíg 15.
Ragnheiður Davíðsdóttir.
„Snúðu andlitinu mót sólinni og þú
munt ekki geta séð skuggana.“ Þessi
orð Helenar Keller koma upp í hug-
ann nú þegar mín kæra vinkona Ása
er látin.
Hún var sannkallað sólarbarn, og
sá alltaf björtu hliðarnar á tilver-
unni.
Ása var mörgum góðum kostum
gædd, hún var einstaklega lífsglöð,
bjó yfir miklum innri styrk var ákaf-
lega hjartahlý og góð manneskja,
sérstakur dýravinur og þá ekki síst
kattarvinur. Hún kunni að njóta þess
góða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Síðastliðin tvö – þrjú ár gekk Ása í
gegnum erfið veikindi og þá sýndi
hún svo sannarlega hvað í henni bjó,
þrátt fyrir erfiðleikana var gleðin
alltaf í fyrirrúmi, kjarkur hennar var
mikill og hún tókst á við verkefnið af
miklu æðruleysi.
Ég er þakklát fyrir þá fallegu
stund er við áttum saman nokkrum
dögum fyrir andlát hennar í sjúkra-
stofunni á líknardeildinni þar sem
Ása teygaði í sig geisla sólarinnar,
þá síðustu í þessu jarðlífi.
Margs er að minnast en ég læt
þessar fáu línur duga og þakka Ásu
minni fyrir allt það sem hún gaf mér.
Ég sendi dætrum hennar, tengda-
sonum og barnabörnum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Missir
þeirra er mikill, svo og annarra að-
standenda, og bið guð að senda þeim
styrk.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú.
Þó ævin sem elding þrjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
– Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Halla Nikulásdóttir.
Í morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
MAGNÞÓRA
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Magnþóra Magn-úsdóttir fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1948. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
laugardaginn 9.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 19. mars.
en veist nú í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema
staðar
og stjörnurnar slokkna
(Hannes Pétursson.)
Við eigum og munum
geyma allar góðu minn-
ingarnar um Diddu í
hjarta okkar um
ókomna framtíð. Elsku
Árni, Anna, Linda og
fjölskyldur, megi Guð
gefa ykkur styrk til að
takast á við þennan
mikla missi.
Guð blessi minningu Diddu
Elísa og fjölskylda.