Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
CISV á Íslandi er tuttugu ára
Mjög vinsælar
sumarbúðir
UM ÞESSAR mund-ir eru samtökinCISV að hefja
kynningu á starfsemi sinni
fyrir 2002. CISV eru al-
þjóðleg samtök sem reka
sumarbúðir barna. Ís-
landsdeild CISV hefur
starfað um tuttugu ára
skeið og hefur einmitt lagt
meiri kraft í kynninguna í
tilefni af afmælinu. For-
svarsmaður CISV á Ís-
landi er Jón Víðir Jakobs-
son og hann svaraði
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
– Segðu okkur aðeins frá
CISV, hvenær það var
stofnað og hvað stendur
helst upp úr í starfsem-
inni …
„CISV, Children’s Int-
ernational Summer Villag-
es, Alþjóðlegar sumarbúðir barna,
eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð
stjórnmálum og trúarbrögðum.
Það var bandarískur barnasál-
fræðingur, dr. Doris Allen, sem
stofnaði CISV árið 1951. Félagið
var stofnað upp úr seinni heims-
styrjöldinni, hugmyndina fékk
hún þegar sonur hennar spurði
hvort hann þyrfti að fara í herinn
og drepa fólk þegar hann yrði stór.
Félagið byggir á að veita börnum
tækifæri til að lifa saman á grund-
velli umburðarlyndis og jafnréttis,
hugsa og draga ályktanir í anda al-
þjóðavitundar. Með því að halda
sumarbúðir og gefa börnum frá
ólíkum löndum færi á að kynnast
ólíkri menningu og siðum, vinnum
við að friði í heiminum. Börnin
kynnast þarna ólíkri menningu og
siðum um leið og þau kynna sína
eigin. Í venjulegum sumarbúðum
eru börn frá 12–15 mismunandi
þjóðlöndum saman og reynt er að
hafa þau sem mest blönduð.“
– Upp úr hverju var stofnuð Ís-
landsdeild?
„Fyrsti íslenski hópurinn fór til
Svíþjóðar 1954 og svo fóru hópar
1971 og 1972, en full starfsemi
hófst ekki fyrr en Íslandsdeild var
formlega stofnuð 8. október 1981.
Þá hafði verið reglulegt starf frá
1978. Kveikjan var, að félagarnir
vildu gera þetta formlegt og fara
að huga að því að auka starfsem-
ina og halda sumarbúðir á Íslandi.
Það var svo sumarið 1984 sem
fyrstu sumarbúðirnar fyrir 11 ára
voru haldnar á Íslandi.“
– Hver er helsta starfsemi Ís-
landsdeildarinnar?
„Við sendum árlega út 5–8 hópa
af krökkum á aldrinum 11–15 ára í
sumarbúðir víðsvegar um heim-
inn. Hver hópur er tvær stelpur og
tveir strákar sem öll eru jafngöm-
ul, auk fararstjóra. Einnig tökum
við þátt í unglingaskiptum, þá
sendum við tíu unglinga á heimili
erlendis þar sem þau búa með
jafnöldrum sínum og koma svo
heim og vinir þeirra búa hjá þeim.
Það er fjögurra vikna mjög spenn-
andi dagskrá. Stóra verkefnið
okkar er að halda sumarbúðir.
Undanfarin ár höfum við haldið
búðir árlega fyrir mis-
munandi aldurshópa.
Afmælisárið var metár,
en við héldum búðir
sumarið 2000 fyrir 17–
18 ára, þá áramótabúð-
ir fyrir 14–15 ára. Um páskana
2001 tókum við á móti stórum hóp
færeyskra barna og síðasta sumar
héldum við sumarbúðir fyrir 11
ára. Þar voru 70 börn, hvaðanæva
úr heiminum og bjuggu saman í
fjórar vikur í Smáraskóla.“
– Eru þetta þekktar og vinsælar
sumarbúðir … e.t.v. trúarlegar?
„Já, þetta eru mjög vinsælar
sumarbúðir hjá þeim sem þekkja
til og krakkarnir fara oftast oftar
en einu sinni. Við höfum hins veg-
ar ekki verið nógu dugleg að láta
vita af okkur þannig að við erum
kannski ekki mjög þekkt félag á
Íslandi. Það geta allir ræktað sína
trú sem það vilja, en félagið er al-
gjörlega óháð trúarbrögðum. Við
höfum haft saman í einum sum-
arbúðum börn sem eru kristin,
múslimar, gyðingar, hindúar og
shintotrúar og getum því sagt að
við séum alveg óháð á því sviði.“
– Er dýrt að senda börn í sum-
arbúðir á vegum CISV?
„Það kostar sitt, en er alls ekki
dýrt miðað við þá lífsreynslu sem
barnið öðlast. Allt starf á vegum
félagsins er unnið í sjálfboðavinnu
og því er aðeins greitt fyrir far-
gjald barnsins, hluta úr fargjaldi
fararstjóra og svo til félagsins á
Íslandi en engin laun og ekkert
fyrir að vera í búðunum sjálfum.
Það sem rennur til félagsins er svo
notað til að halda búðir á Íslandi
með reglulegu millibili.“
– Þið gáfuð út geisladisk á dög-
unum … í hvaða tilgangi?
„Á síðasta ári voru liðin 50 ár frá
stofnun félagsins og 20 ár frá því
að Íslandsdeildin var stofnuð. Til
að halda upp á það gaf CISV á Ís-
landi út geisladisk með öllum vin-
sælustu lögunum úr sumarbúðun-
um. Við fengum nokkra þekkta
söngvara, meðal annars Eyjólf
Kristjánsson og Pál Rósinkranz,
auk barnakórs til að syngja lögin
inn á diskinn. Svo voru líka nokkr-
ir lagvissir félagsmenn sem sungu
með. Diskurinn er fjáröflun fyrir
sumarbúðahald á vegum CISV og
hefur hlotið góðar viðtökur meðal
félagsmanna um allan heim enda
vel til hans vandað.“
– Og sumarið 2002?
„Í sumar munum við
senda hópa í fimm sum-
arbúðir fyrir ellefu ára
og einar búðir fyrir 15
ára. Við tökum einnig þátt í ung-
lingaskiptum fyrir 13–14 ára til
Hamborgar og það er spennandi
verkefni og öðru vísi upplifun
heldur en venjulegar búðir, því
þar fá krakkarnir að kynnast
venjulegu heimilislífi í öðru landi.
Enn eru örfá sæti laus þannig að
áhugasamir geta haft samband við
okkur, t.d. um vefsíðuna www.-
cisv.is.“
Jón Víðir Jakobsson
Jón Víðir Jakobsson fæddist í
Reykjavík 7. janúar 1970. Stúd-
ent frá Versló 1990. Einkaflug-
mannspróf 1992 og í tölvuþjón-
ustu hjá Íslenskri forritaþróun
og hjá Hug frá 1994 til síðustu
áramóta er hann söðlaði um og
gerðist töframaður. Kynntist
CISV 1993 og hefur dregið alla
vagna félagsins síðan. Formaður
frá 2000.
Diskurinn er
fjáröflun fyrir
sumarbúðir
Ég fer nú bara líka í Bláa lónið.
ÞINGKONA og tveir ráðherrar
Framsóknarflokksins skrýddust
peysufötum og buðu nemendum
Kvennaskólans í Reykjavík í morg-
unkaffi í gær, en nemendur héldu þá
upp á peysufatadaginn í skólanum.
„Framsóknarmaddömurnar“ þrjár,
þær Jónína Bjartmarz, Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra og Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra, veittu af rausnarskap og
virtust nemendur hinir ánægðustu
með tiltækið. Þetta mun vera í þriðja
skipti sem þingkonur flokksins
standa fyrir slíkum morgunverði.
Kvennó í kaffi
hjá framsókn-
armaddömum
Morgunblaðið/Þorkell
Ráðherrarnir báru sig fagmannlega að við að skenkja nemendum
Kvennaskólans í Reykjavík svaladrykk, ekki þó mysu.