Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 33 TÓMAS R. Einarsson bauð upp á Kúbudjass á Jazzhátíð Reykja- víkur í fyrra og í Múlanum mátti enn heyra Tómas og félaga glíma við mambóa, tjatjatja, bólero, gua- gúanókur og kántrý. Svo hafði blús og bopp bæst í hópinn. Þessir tónleikar báru af tónleik- um Tómasar á djasshátíðinni eins- og gull af eiri. Hljómsveitin þekkti verkin betur, en það skipti ekki sköpum heldur hitt, að nú var ein- um slagverksleika fleira í hljóm- sveitinni. Pétur Grétarsson hafði bæst í í hópinn á kongó og bongót- rommur og munaði aldeilis um það. Í latínusveiflunni þarf mikið slag- verk og það skilaði sér í upphafs- verkinu, Títóisma, sem ekki er kennt við króatíska skæruliðafor- ingjann sem stjórnaði Júgóslavíu af mestri list heldur timbalemeistar- ann frá Puerto Rico, Tito Puente. Þar sem sem víðar lék Eyþór frá- bæran píanósóló, uppfullan af dramatík og dýnamík. Havana var líka uppfullt af tíóisma og Hilmar þar frábær einsog víðar – kannski var það hinn nýi ryþmíski kraftur sveitarinnar sem fyllti hann þeim eldmóði sem mér fannst vanta í leik hans á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tilbrigði Tómasar um Fallandi lauf (Autum Leaves) nefnist Nýtt lauf og ríkti þar trúnaður við Kosma, ekki síst í spuna Eyþórs og Hilmars. Þessi útgáfa var mun betri en sú sem heyra mátti á djasshátíðinni og bassasóló Tóm- asar fínn. Það er þannig með Tóm- as að sérhver sóló hans hefur list- rænan tilgang og er þaulhugsaður frá upphafi til enda og mátti best heyra það í frábærum sóló hans í Rómönsu eða Rómantík í Reykja- vík. Þar var hvergi tóni ofaukið. Ballöður hafa löngum verið aðal Tómasar og Næstum of hægt og Logn eru fyrsta klassa tónsmíðar og andstæðurnar í Logni skemmti- legar: impressjónískir hljómar Ey- þórs og bassalína Tómasar hljóma í sífellu móti rafhljóðum Hilmars og simbalasargi Matthíasar og allt er það samtvinnað af maragasi Pét- urs. Í Seigfljótandi léku Eyþór og Hilmar aftur á móti klassíska djassballöðusólóa við karabíuhryn- inn. Einsog á djasshátíðinni gerði Skagginn, eða Eftir gresjunni kem- ur maður, mikla lukku. Þessi ópus hefur gengið undir mörgum nöfn- um; Vestur hér á landi á og Hall- bjarnarhylling má nefna til viðbót- ar og spilun þessa kántríslagara sagði Tómas helgast af því að hann væri fæddur á Blönduósi og stutt væri þaðan til Skagastrandar. Það er aukaatriði. Aðalatriðið var að Skagginn braut tónleikana skemmtilega upp. Ný verk voru á efnisskrá kvölds- ins. Leikandi latínsveifla í Skakkt og blúsað karabíubopp í Emmblús. Tómas á örugglega eftir að þróa þessi verk einsog þau sem áður höfðu heyrst og hljómuðu enn bet- ur en fyrr. Það er háttur alvörul- istamanna og eitt er víst; ég hef aldrei heyrt betri karabíusveiflu leikna af Íslendingum. ÞAÐ var hart bopp á efnisskrá sextetts Ástvaldar Traustasonar og flest verkin höfðu þeir djassbræð- ur, Ástvaldur og Ólafur Jónsson, skrifað upp eftir plötum þar sem hljóðfæraskipan var söm og í sext- ettnum. Fyrst á efnisskránni var No Me Es Queca eftir tenórsaxófónjöfur- inn Joe Henderson. Það var lítið harðboppbragð af leik sextettsins í upphafi, enda held ég að ég hafið aldrei heyrt íslenska hljómsveit ná tökum á þeim stíl. Ein fegursta ballaða Billy Strayhorns var næst á dagskrá. Þetta var sextettgerð Ólafs á útsetningu hollenska bassa- leikarans Joris Teepe, sem hér lék á tónleikum með Kristjönu Stef- ánsdóttur, og hann skrifaði fyrir tvo saxófóna og hrynsveit. Ballaðan var á bak og burt en hressilegur Killer Joe andi sveif yfir vötnunum. Svo kom Funkallero Bill Evans í útsetningu Ástvaldar Traustasonar og þá Blue Heaven eftir tromp- etleikarann Dave Douglas, er hann skrifaði undir áhrifum af frægri út- setningu Marry Lou Williams á My Blue Heaven. Þarna átti Birkir Freyr fínan sóló og blés sveiflukafl- ann af miklum krafti og Ólafur Jónsson skreytti sóló sinn með minnum frá svingtímanum. Þetta var best leikna verkið fyrir hlé enda harðboppið fjarri. Eftir hlé var byrjað heldur dauf- lega á klassískum Joe Henderson, A Shade of Jade, þar sem fyrstu taktarnir í sóló Ólafs voru beint eftir Coltrane-bókinni. Aftur á móti hrökk bandið í gang í túlkun sinni á Crises eftir Freddy Hubbard og tókst Birki Frey og Ólafi vel að fanga hina melódísku hugsun Hubbards í spunanum og Birgir Braga og Erik Qvik léku stuttan dúett í Haggard/Bauduce stílnum. Ástvaldur Traustason lék einn I Fall In Love Too Easily í minningu vinar sína Sigurðar Hrafns Guð- mundssonar, sem var liðtækur djassgítaristi. Túlkun Ástvaldar var einlæg og einföld en áhrifamik- il. Lokalagið á efnisskránni var One By One eftir Wayne Shorter og var hrynsveitin þar upp á sitt besta og Samúel Jón fór um víðan völl í sóló sínum. Hann er ekki mikill bíbopp- leikari, en var ansi uppátektarsam- ur í spunanum. Ástvaldur var þétt- ur í sóló sínum og sem fyrr fólst styrkur hans í einföldum línum studdum sterkum hljómum. Aukalagið var klassík af Blue Train John Coltranes, Moments Notice, en einsog í Henderson ópusunum vantaði kraft í leikinn. Mér flaug í hug eftir tónleikana að þessum sextett hentaði vel verk af efnisskrá Jazztetts Art Farmers og Benny Golssons, því þótt þeir væru miklir bopparar var tónlist Jazz- kvartettsins mýkri og ljóðrænni en harðbopparana. Norrænt harðbopp og Karabíudjass Vernharður Linnet Múlinn í Kaffileikhúsinu Hilmar Jensson gítar, Eyþór Gunnarsson, píanó og kongótrommur, Tómas R. Ein- arsson bassa, Pétur Grétarsson, kongó- og bongótrommur og annað karab- íuslagverk, Matthíasd M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Fimmtudags- kvöldið 18.4. 2002. KVINTETT TÓMASAR R. EINARSSONAR DJASS Birkir Freyr Matthíasson trompet, Sam- úel Jón Samúelsson básúnu, Ólafur Jóns- son tenórsaxófón, Ástvaldur Traustason píanó, Birgir Bragason bassa og Erik Qvik trommur. Fimmtudagskvöldið 11.4. 2001. SEXTETT ÁSTVALDAR TRAUSTASONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.