Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 69 DAGBÓK SUMARGJÖFIN fæst hjá okkur Glæsilegt úrval af skóm og töskum Kringlunni sími 553 2888 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Kraftur og greind gerir þig spennandi. Kröftug afstaða þín til lífsins og tilverunnar og hollusta við þína nánustu er til eftirbreytni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugaðu að bankareikning- unum, þú hyggur á fjár- hagsráðstafanir á næst- unni svo gott er að vita hvort innistæða er fyrir þeim. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er allt í lagi að hugsa bara um sjálfan sig í dag, endurnærast og safna kröftum fyrir næstu átök. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Notaðu daginn til að slappa af, í kyrrð og ein- veru, bæði andlega og lík- amlega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ráðfærðu þig um framtíð- arplönin við vini og þína nánustu. Þeirra ábending- ar gætu skýrt hvað er fært og hvað ekki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér verður varpað fram í kastljósið og taktu þeirri ábyrgð sem sett verður á þínar herðar því þú stend- ur undir henni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þrá þín til að brjótast út úr daglegri rútínu er eðlileg. Gerðu eitthvað annað til að örva hugann. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stattu klár á því hvað þú vilt og hvað ekki og gerðu öðrum það ljóst svo þér verði ekki fengin verkefni sem þú vilt ekki glíma við. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Náin skoðanaskipti við ein- hvern í dag mun kenna þér margt. Þú munt sætta þig betur við ólíkt verðmæta- mat þitt og annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að vinna skipulega í dag, heima fyrir eða í vinnu. Þú færð stuðning til þess frá þínum nánustu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástin og tilfinningalífið verður með betra móti í dag og næstu vikur. Hafðu þig vel til svo tækifærin verði sem mest. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þátttaka þín í heimilislíf- inu fer nú vaxandi svo að eftir er tekið. Sýndu því ánægju, öðrum til eftir- breytni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú fyllist ánægju yfir þeirri ást sem umvefur þig dags daglega. Gagn- kvæmni í þeim efnum er af hinu góða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HÖFÐINGI SMIÐJUNNAR Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. Í belgnum er stormahvæs. Í smiðjunni er ryk og reykur og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt. Hér er voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva. Í steðjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maður, sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hörð og æðaber. – – – Davíð Stefánsson SÖGNIN „redobl „ býr yfir sérkennilegu tvíeðli – tjáir stundum gróðafíkn í skjóli styrks, og stundum tap- hræðslu í ljósi veikleika. Af þessu tvíeðli sagnarinnar spretta ýmsar redoblsraun- ir. Förum aftur til ársins 1987, þar sem Bretar og Sví- ar eru að keppa í undanúr- slitum HM: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁK854 ♥ DG102 ♦ D5 ♣103 Vestur Austur ♠ 106 ♠ D9732 ♥ 765 ♥ ÁK984 ♦ ÁK73 ♦ 2 ♣Á764 ♣G9 Suður ♠ G ♥ 3 ♦ G109864 ♣KD852 Vestur Norður Austur Suður Forrester Lindqvist Armstrong Fallenius – – 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass Pass 3 grönd Dobl Pass Pass Redobl Pass PASS Pass Svíanir Fallenius og Lindqvist gleyma aldrei þessu spili – og Forrester sennilega ekki heldur. Opn- un Armstrongs í austur á tveimur gröndum sýndi tvo liti (þó ekki lauf) og 7–10 punkta. Forrester sagði þrjú hjörtu frekar en þrjá tígla til að gera NS erfiðara um vik að komast inn í sagn- ir ef litir makkers væru spaði og tígull. Annars vildi hann spila þrjú hjörtu. Þeg- ar að Fallenius kom í suður sá hann sér leik á borði að koma báðum litum sínum á framfæri með óvenjulegri þriggja granda sögn. Fall- enius leit svo á að hann hefði neitað punktaríkum spilum með því að passa opnun austurs og því hlyti sögnin að sýna láglitina. Forrester doblaði og á þessu stigi hafði Lindqvist enga ástæðu til að melda, enda með góða fyrirstöðu í hálitunum og jafn stutta lág- liti. Fallenius hefði betur sagt fjóra tígla, en hann taldi ekki víst að makker væri með á nótunum og redoblaði „til að taka af allan vafa“! Lindqvist var sennilega löngu búinn að átta sig á því að makker ætti láglitina. Hann taldi sig hafa sýnt jafna liti með passinu yfir þremur gröndum og skildi ekki hvað makker var að fara með redoblinu. En komst svo að þeirri niður- stöðu að það hlyti að vera uppástunga um að spila þrjú grönd ef norður ætti fyrir- stöður í hálitunum. Og sagði pass! Vörn Bretanna var ná- kvæm og Fallenius fékk að- eins fjóra slagi – tvo á spaða, einn á hjarta og einn á lauf. Fimm niður, eða 2.800 í AV, sem mun vera stærsta út- gjöf í slíku spili á heims- meistaramóti. Á hinu borð- inu spiluðu NS þrjá tígla í NS, sem unnust slétt, svo inntekt Breta var 21 IMPi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 e6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. b3 O-O 8. Bb2 d5 9. e3 Rc6 10. cxd5 exd5 11. d4 He8 12. Hc1 Bf8 13. He1 Hc8 14. Bh3 Hb8 15. Re2 Re4 16. Rf4 cxd4 17. Rxd4 Rxd4 18. Dxd4 Dd6 19. Hed1 Hbd8 20. Bg2 a6 21. a3 Hd7 22. b4 Hed8 23. h4 a5 24. bxa5 bxa5 25. Da4 Rc5 26. Dc2 Da6 27. Df5 Ra4 28. Bd4 Rb6 29. Re6 fxe6 30. Dxe6+ Kh8 31. Dxb6 Bxa3 32. Ha1 Bb4 33. Bh3 Hd6 34. Dc7 Hg8 35. Hdc1 Bc6 Staðan kom upp á Amber mótinu sem lauk fyrir skömmu í Monakó. Vassily Iv- ansjúk (2717) hafði hvítt gegn Ljubomir Ljubojevic (2548) . Fyrr í skákinni hafði Úkraínumaðurinn sýnt snilldartaka og nú lauk hann skák- inni með glans. 36. Bxg7+! Hxg7 37. Db8+ Hg8 38. Dxb4 axb4 39. Hxa6 Hgg6 40. Hb6 Bd7 41. Hxd6 Hxd6 42. Bxd7 Hxd7 43. Hc8+ Kg7 44. Hb8 d4 45. Hxb4 dxe3 46. fxe3 Hd2 47. Kf1 Hc2 48. Hf4 h5 49. Hf5 Kg6 50. Hg5+ Kh6 51. e4 Ha2 52. e5 Hb2 53. e6 Hb6 54. He5 og svartur gafst upp. Íslandsmót framhaldsskóla- sveita fer fram dagana 20. og 21. apríl í Faxafeni 12. Öllum framhaldsskólum á landinu er heimil þátttaka. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. apríl, er fimmtugur Hjörtur Þór Björnsson, forstjóri Skrifstofu Rannsóknastofn- ana atvinnuveganna, Bjarmalandi 2, Reykjavík. Hjörtur og kona hans, Þór- unn Halldórsdóttir, verða erlendis á afmælisdaginn. 90ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 21. apríl, verður níræð Rósa Teitsdóttir, Austurgötu 15, Keflavík. Eiginmaður henn- ar var Ólafur Ingimundar- son múrarameistari, sem er látinn. Rósa verður með heitt á könnunni á afmælis- daginn frá kl. 15 og vonast til að sjá sem flesta, en af- þakkar blóm og gjafir. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. apríl, er sjötugur Jón Aðal- steinsson læknir. Hann og eiginkona hans, María Kristjánsdóttir, eru að heiman í dag.           FRÉTTIR LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar færði St. Jósefsspítala ágóðann af gaflarasölu vetrarins upp í tækja- kaup vegna speglunartækja fyrir meltingarsjúkdómadeild spítalans laugardag 13. apríl sl. Með þeim tækjum, sem nú er verið að kaupa til spítalans, er þessi deild orðin sú besta og fullkomnasta á landinu í þessari grein og markar tímamót í forvörnum og allri meðferð sjúk- dóma í meltingarvegi. Yfirlæknir spítalans, Ásgeir Theódórs, kynnti tækin og notkun þeirra og sýndi Lionsmönnum deildina og útskýrði starfsemina og hversu mikil breyting fengist með þessu. Þá útskýrði hann einnig hversu mun sjúklingavænni öll meðferð yrði með þessum breyt- ingum, sem nú væru rétt um það bil í höfn. Þá sæmdi klúbburinn yfirlækni spítalans, Ásgeir Theódórs, hjúkr- unarforstjórann Gunnhildi Sigurð- ardóttur og framkvæmdastjórann, Árna Sverrisson, gaflaramerki árs- ins af tilefninu. Fór athöfnin fram í kapellunni, sem áður var sóknarkirkja kaþ- ólska safnaðarins í Hafnarfirði og Garðabæ. Hefir söfnuðurinn nú byggt sér nýja kirkju uppi á Jófríð- arstaðatúni. Auk stjórnar sjúkra- hússins voru þarna meðlimir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, sitjandi formaður og viðtakandi formaður, formaður verkefnanefndar, einn af bæjarfulltrúum Hafnarfjarðar, sem er Lionsmaður, og fleiri. Viðtak- andi formaður bauð yfirlækni að koma í klúbbinn í haust og rifja upp að nýju hvernig er að vera starf- andi í Lions, hvað hann þáði. Ljósmynd/SHÞ Frá afhendingu gjafar Lionsklúbbs Hafnarfjarðar. Ásgeir Theódórs, yf- irlæknir St. Jósefsspítala, Valur Svavarsson, formaður verkefnanefnd- ar Lkl. Hafnarfjarðar, Sigurður H. Þorsteinsson, viðtakandi formaður klúbbsins, Ólafur Árni Halldórsson, starfandi formaður klúbbsins, og Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala. St. Jósefsspítala í Hafnarfirði færð gjöf Í TILEFNI 75 ára afmælis Ferða- félags Íslands 2002 verður efnt til rað- gangna um fornar þjóðleiðir. Fyrsta raðgangan verður farin sunnudaginn 21. apríl um Prestastíg á Reykjanesi. Þar var fyrrum fjölfarin leið milli Grindavíkur og Hafna og lengi vel nafnlaus eða þar til Staðarpresti var falið að sinna Kirkjuvogssókn í Höfn- um 1907 og gekk því þessa leið til emb- ættisverka. Þessi leið er því afar áhugaverð frá sögulegu sjónarhorni en ekki síður jarðfræðilegu því leiðin ligg- ur þvert á flekaskil milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna, sem svo eru nefndir. Því má segja, að þegar Presta- stígur er genginn, þá fari ferðalangar frá Ameríku til Evrópu. Reykjanes er að vissu leyti einstakt í sinni röð þar sem þar er eini staðurinn á jarðríki þar sem sést greinilega hvernig úthafs- hryggur gengur á þurrt land. Þátttakendur í hverri raðgöngu fá afhent upplýsingablað um leiðina og í þessu tilviki bæði um sögu, staðhætti og jarðfræði. Fararstjórar verða Sig- rún Huld Þorgrímsdóttir og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur. Þátttak- endur eru hvattir til að fá stimpil í prentaða áætlun F.Í. bls. 11 og safna síðan stimplum í raðgöngum. Blaðið er í raun happdrættismiði og að öllum göngum loknum verður dregið úr inn- sendum miðum og veglegir vinningar í boði. Brottför í þessa fyrstu raðgöngu er frá BSÍ kl. 10.30 á sunnudaginn með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Afmælisganga um prestastíg FORELDRAÞING Heimilis og skóla verður haldið í dag, laugardag- inn 20. apríl, , í samstarfi við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Í fréttatilkynningu segir að þingið sé vettvangur fyrir foreldra allra barna í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum til að skiptast á skoðunum, sýna samstöðu og koma á framfæri þeim málefnum sem brenna á þeim. Þingið er haldið á Hótel Sögu, frá klukkan 10 til 18. Ráðstefnugjald er 2.900 krónur og í fréttatilkynningu er foreldrum sem sækja þingið bent á að leita styrkja til að greiða þátttökugjald og farar- eyri þar sem það á við. Heimili og skóli boða til for- eldraþings 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.