Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 54
✝ Jón Múli Árna-son, þulur og tón- skáld, fæddist á Kirkjubóli á Kolbein- stanga á Vopnafirði 31. mars 1921. Hann lést á gamla Land- spítalanum við Hringbraut á öðrum degi páska, 1. apríl sl. Foreldrar Jóns Múla voru Árni Jóns- son frá Múla, f. 24.8. 1891, d. 2.4. 1947, alþm. í Reykjavík, og kona hans, Ragn- heiður Jónasdóttir í Brennu, f. 16.11. 1892, d. 27.11. 1956, hús- móðir. Systkini Jóns Múla eru Val- gerður, f. 8.12. 1918, d. 4.2. 1999, húsmóðir og verkakona í Reykja- vík; Jónas, f. 28.5. 1923, d. 5.4. 1998, blaðamaður, kennari, alþm. og skáld; Guðríður, f. 26.5. 1925, d. 21.10. 1988, húsmóðir í Reykja- vík; og Ragnheiður, f. 26.5. 1925, húsmóðir í Washington D.C. Jón Múli var kvæntur Þórunni Scheving Thorsteinsson 1947–50. Dóttir þeirra er Hólmfríður, f. 6.8. 1947, búsett í Reykjavík, í sambúð með Gesti Jensen og er sonur hennar Jón Múli Franklíns- son, í sambúð með Ingólfi Þór Péturssyni. Jón Múli var kvæntur Guðrúnu Jónu Thorsteinsson 1954–69. Dætur þeirra eru Ragnheiður Gyða, f. 15.1. 1957, dagskrár- gerðarmaður á menningardeild RÚV, dóttir hennar er Guðrún Valgerður Ragnheiðardóttir, og Oddrún Vala, f. 3.10. 1962, fulltrúi á Fréttastofu útvarps. Eiginkona Jóns Múla frá 9.1. 1974 er Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir, f. 28.5. 1941, þulur. For- eldrar hennar eru Pétur Péturs- son þulur og k.h. Ingibjörg Birna stofu en lengst af þulur. Þá starf- aði hann á leiklistardeild um ára- bil og var fulltrúi á tónlistardeild. Hann hafði umsjón með vikuleg- um djassþáttum í Ríkisútvarpinu frá 1945 og nánast samfellt til starfsloka 1995. Þá kynnti hann jafnan í útvarpi tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands frá stofn- un hennar 1950 til 1990. Jón Múli söng í ýmsum kórum, var einn af stofnendum Lúðra- sveitar verkalýðsins og blés þar á trompet í tvo áratugi. Hann er í hópi ástsælustu tónskálda þjóðar- innar og ásamt Jónasi, bróður sínum, höfundur ýmissa söng- leikja og gamanþátta. Hann er höfundur laganna í hinum vin- sælu söngleikjum þeirra Delerí- um búbónis, sem sýndur var í Iðnó 1961 og tíu árum síðar í Þjóðleikhúsinu, sem og í Færeyj- um, og Járnhausnum, sem var há- tíðarsýning Þjóðleikhússins í til- efni fimmtán ára afmælis þess 1965. Þá samdi hann sönglögin í Rjúkandi ráði, 1959, og Allra meina bót, 1961, auk þess sem hann samdi fjölda annarra vin- sælla dægurlaga. Hann skrifaði vikulega pistla í Þjóðviljann um árabil. Bækur eftir Jón Múla: Djass, 1985; Þjóðsögur Jóns Múla Árna- sonar, I. bindi 1996, II. bindi 1998 og III. bindi 2000; Söngdansar Jóns Múla 1. hefti 1995 og 2. hefti 1996. Jón Múli sat í Nordjazz-ráði 1974–78, í Útvarpsráði 1978–82, var endurskoðandi Jazzvakning- ar um árabil, einn af stofnendum Jazzklúbbs Reykjavíkur, sat á BSRB-þingi 1958 fyrir starfs- mannafélag Ríkisútvarpsins, æfði hnefaleika í frístundum og lauk dómaraprófi í íþróttinni. Jón Múli verður kvaddur í Salnum í Kópavogi og Listasafni Kópavogs í dag og hefst athöfnin klukkan 17.30. Þeir sem vilja minnast hans láti neyðaraðstoð við Palestínu njóta þess með minningargjöf, merktri Jóni Múla, á reikning félagsins Ísland- Palestína nr. 542-26-6990. Jónsdóttir húsmóðir. Dóttir Jóns og Ragnheiðar er Sól- veig Anna, f. 29.5 1975, búsett í St. Paul í Minnesota, gift Magnúsi Sveini Helgasyni, sem þar stundar nám, og eru börn þeirra Jón Múli og Guðný Margrét. Börn Ragnheiðar Ástu af fyrra hjóna- bandi eru Pétur Gunnarsson, f. 18.3. 1960, blaðamaður, kvæntur Önnu Mar- gréti Ólafsdóttur leikskólakenn- ara og eru börn þeirra Ragnheið- ur Ásta, Anna Lísa og Pétur Axel; Eyþór Gunnarsson tónlistarmað- ur, f. 9.9. 1961, kona hans er Ellen Kristjánsdóttur söngkona og eru börn þeirra Sigríður, sambýlis- maður hennar er Pétur Snorra- son, Elísabet, Elín og Eyþór Ingi; og Birna Guðrún Gunnarsdóttir, f. 12.3. 1965, kvikmyndagerðar- maður, í sambúð með Árna Daní- el Júlíussyni sagnfræðingi. Jón Múli ólst upp á Kirkjubóli fyrstu árin en flutti með foreldr- um sínum til Reykjavíkur og síð- an til Seyðisfjarðar er hann var níu ára. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur er Jón Múli var þrettán ára og bjó hann þar síð- an. Þá var hann unglingur í sveit á Grænavatni í Mývatnssveit. Jón Múli lauk stúdentsprófi frá MR 1940, prófi í forspjallsvísind- um og efnafræði við HÍ 1941, var við nám í trompetleik hjá Albert Klahn og tónfræði hjá Karli O. Runólfssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og tvo vetur í söng- tímum hjá Pétri Á. Jónssyni. Jón Múli var háseti á togurum, línuveiðurum og mótorbátum sumrin 1937–43. Hann starfaði hjá RÚV frá 1946, fyrst á frétta- Stuttu áður en karl faðir okkar dó sagði hann við Jón Múla: „Klukkurn- ar eru farnar að glymja okkur, bróð- ir sæll, þá er víst farið að vanta skemmtikrafta þarna uppi.“ Þetta fannst Jóni Múla fyndið og þrátt fyr- ir bágt heilsufar þeirra beggja hlógu þeir eins og smástrákar. Svona húm- or og svona hlátur einkenndi jafnan samskipti þeirra bræðra. Jón Múli var óaðskiljanlegur hluti af lífi pabba og þar með okkar systk- inanna líka. Minningarnar eru óþrjótandi og flestar mjög skemmti- legar: Óteljandi gönguferðir þar sem náttúruunnandinn Jón Múli hafði gaman af að fræða okkur krakkana um það sem fyrir augu bar, allt frá skóf á steini til stærstu himintungla. Ógleymanleg er til dæmis fjallgang- an á Gerpi, þegar við horfðum berg- numin á miðnætursólina og drógum svo í morgunsárið fyrir silung í Sandvíkinni. Þá voru ferðirnar ofan úr Borgarfirði í Trabantinum ekkert sérstaklega dauflegar. Alls kyns fíflalæti og fjör og svo skellti Jón Múli Trabbanum í kappakstur suður alla Melasveit; í minningunni hafði hann alltaf betur. Þó er ekki óhugs- andi að sú minning sé örlítið lituð af þeim áróðri sem við fengum sífellt að heyra frá bróður hans um að Jón Múli væri bestur í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Við systkinin vorum líka tíðir gest- ir hjá Jóni Múla í Útvarpshúsinu við Skúlagötu. Það helgaðist af því að í mörg ár tíðkaðist að framlengja víxla bara þrjá mánuði í senn. Þessar heimsóknir okkar voru sem sagt farnar fyrir pabba til að fá uppá- skrift hjá Jóni Múla. Það var ævin- týralegt að heyra hann lesa fréttirn- ar og sjá hann svo koma út úr þularstofunni og þó að hann hefði mikið að gera gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla við okkur. Uppá- skriftinni fylgdu oftast svolítið mein- legar athugasemdir um fjármálavit litla bróður hans. Jón Múli ætlaðist til að við kæmum þessum athuga- semdum til skila og oft fylgdu líka framlengingarvíxlar frá honum fyrir litla bróður að skrifa upp á. Við höfðum oft ástæðu til að vera ánægð með þennan frænda okkar og fáir menn voru jafnmiklir töffarar í okkar augum og hann. Hvað hann var t.d. smart með pípuna að taka síldartunnurnar frá dömunum á planinu á Norðfirði! Þar sló hann í gegn sem víðar. En ánægðust vorum við þó með hann þegar honum tókst að vinna ástir eftirlætisfrænku okk- ar, hennar Ragnheiðar Ástu. Eftir það stóð hann okkur nær en nokkru sinni fyrr. Krakkarnir hans Jónasar. Síðast hittumst við Jón Múli á mannamóti. Ég sagði við hann að þetta væri þokkalegt, eða hitt þó heldur, sem maður væri að frétta af háttalagi hans uppá síðkastið, hann lægi bara hverja banaleguna á fætur annarri. Jón setti þá á langa og flókna og gráhlægilega lýsingu á því hvernig kvenraddir hefðu kvakað sig aftur til meðvitundar og lífs í síðustu spítalalegu. Ég skildi hann svo að honum væri ekki keppikefli að bæta árum við lífið úr því hann gæti ekki lengur bætt lífi í árin, farinn að heilsu. Þannig hjöluðum við blíðlega, gömlu vinnufélagarnir, þá sjaldan við hittumst seinni árin. Þegar ég hóf störf á nýjum vinnu- stað, Fréttastofu Útvarps, 1. des. ’49, var Jón Múli þar fyrir sem fréttaþul- ur. Hann var einn þeirra sem mót- uðu þennan vinnustað, gerðu hann sérstakan, lærdómsríkan, stundum skrautlegan, stöku sinnum ævin- týralegan, aldrei leiðinlegan. Sumir þessara manna áttu gáfu fyndninnar, Múli þar á meðal. Þegar þeim tókst best upp leið manni eins og í rússí- bana. Þetta voru lífsreyndir, fjöl- menntaðir menn með sín fastmótuðu lífsviðhorf. Þegar Thorolf Smith var til dæmis staurblankastur skrapp hann í bæinn og keypti tvo alklæðn- aði og ein smókingföt og sagði: Aldr- ei að láta fátæktina buga sig. Þetta þótti mér nýstárlegt eins og margt fleira í fari þessara nýju vinnufélaga sem áttu raunar eftir að ala mig upp að ýmsu leyti. Með Jóni Múla kveður sá síðasti af mínum fyrstu vinnu- félögum hjá útvarpinu. Maður verður dálítið þegjandaleg- ur í hjartanu á svona kveðjustund. Jón Múli vann í öllum deildum út- varpsins, náði einhverskonar hástigi í alhliða útvarpsmennsku. Hann var frumkvöðull í rabbi við hlustendur í morgunútvarpi. Þetta spjall var svo eðlilegt og afslappað að fólk hélt að hann mælti þetta af munni fram. Það var galdurinn. Jón Múli var hins veg- ar svo fínn útvarpsmaður að hann vandaði ævinlega undirbúning. Eng- inn kom oftar en hann í blaðakompu fréttastofunnar að fletta upp í Sal- monsen gamla, einu alfræðibókinni sem til var, væri hann í vafa um eitt- hvað. Jón Múli bar þá virðingu fyrir hlustendum að kasta aldrei höndun- um til neins. Skyldurækni, trú- mennska, samviskusemi – eru þetta hundfúlir, úreltir eiginleikar? Hvað sem því líður einkenndu þeir öll út- varpsstörf Jóns Múla. Það munar meira um hvern ein- stakling í litlu samfélagi eins og okk- ar á Íslandi en hjá milljónaþjóðum, mikilvægi hans er meira og mann- gildi væntanlega hærra metið. Hér þurfa svo margir að vera þúsund- þjalasmiðir. Jón Múli var einn þeirra, maður margra strengja. Hann skrifaði í bækur þjóðsögur af sér og sínum og samferðafólki, hann blés í horn í lúðrasveit, hann orti lausavísur þeg- ar honum þóknaðist, hann samdi fræg leikrit með öðrum og útvarps- þætti, djassaði þessa þjóð af lífs og sálar kröftum, kynnti alla tónleika sinfóníunnar af klassískri háttvísi, samdi lög sem allir kunna, varð hér einskonar þjóðareign sem útvarps- maður. Jón Múli talaði ekki um sjálfan sig á vinnustað né sína hagi, hvað þá að hann hældi sjálfum sér – nema af einu: að hafa Reykjahlíðarættar- blóðkorn sem væru einstök í veröld- inni, líktust aðeins úlfaldablóðkorn- um. Væri hann stundum geðvondur sagði maður: múli-fúli, eru þessi blóðkorn þín kannski hornótt? Þá kemur í hugann fyrsta og eina tilsögnin sem ég fékk í útvarps- mennsku. Jón Múli sagði uppúr þurru: það heyrist smellur þegar þú byrjar að tala. Opnaðu munninn áður en opnað er fyrir hljóðnemann. Áður fyrr var stundum sagt að Út- varpið væri háskóli þjóðarinnar. Sé eitthvað hæft í því hefur Jón Múli verið þar verðugur lærifaðir, lagt sitt af mörkum til íslenskrar menningar. Ég veit ekki hvort Jóni Múla tókst það vandaverk að finna sína réttu hrynjandi í dansi lífsins. Lífið er allt jafnvægislist, þetta snýst allt um að leita jafnvægis. Ég ætla að leyfa mér að muna eftir því sem öðru fremur einkenndi þennan góða dreng þegar við kynntumst fyrir margt löngu – gleðinni og hlátrinum, hvort sem til- veran var í jafnvægi eða ekki. Margrét Indriðadóttir. Það var gaman að fá að kynnast Jóni Múla. Við fórum oft, ég og Eyj- ólfur, heim til hans og konu hans. Jón Múli var alltaf svo kátur og hress og sagði brandara. Heimili þeirra var svo fallegt í Keldulandi 19 og þau hjónin alltaf indæl og gott að koma til þeirra. Við Aldís munum sakna góðs drengs. Ég vona að Guð veri með þér Jón Múli og styrki Ragnheiði Ástu. Stefán Konráðsson og Aldís Ágústsdóttir. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast, starfa með og eignast vináttu Jóns Múla Árnasonar. Hann verður minnisstæðari flestum öðrum mönn- um og kemur þar margt til. Hann var sterkur persónuleiki með ríka rétt- lætiskennd, einarður í skoðunum, ljúfur félagi, fjölfróður og hæfileika- ríkur svo af bar. Fundum okkar bar fyrst saman í fréttastofu Ríkisútvarpsins við Skúlagötu 1963. Löngu fyrr hafði vaknað virðing mín og aðdáun á Jóni Múla. Röddin, meðferð á íslensku máli og þekkilegt útlit varð aðdáun- arefni. Eftir margra ára kynni og samstarf bættust við aðrir virðing- arverðir þættir í fari og framgöngu þessa magnaða og heillandi manns. Margar urðu morgunstundirnar í kaffistofu þula á sjöttu hæð eða í kaffistofu fréttastofunnar á fjórðu, þar sem dægurmálin voru rædd. Og ekki aðeins dægurmálin, heldur ýmis grundvallaratriði í heimspólitíkinni þar sem tekist var á um gagnsemi kommúnisma og kapítalisma og allar stefnur þar á milli. Sjaldnast ríkti lognmolla á þess- um kaffi- og hvíldarstundum. Jón Múli var mjög afdráttarlaus í pólitískri afstöðu sinni og gaf hlut sinn hvergi. Stundum virtust skoð- anir hans öfgakenndar. Ég er þó sannfærður um að allt hans lífsvið- horf mótaðist af umhyggju fyrir lít- ilmagnanum, andúð á græðgi og auð- valdi og réttlætiskennd, sem var honum jafneðlileg og andardráttur- inn. Þessi lífsviðhorf má greina í öllum verkum Jóns Múla. Þau ganga eins og rauður þráður í gegnum öll hans skrif. Ég held hann hafi aldrei hvikað frá þeim skoðunum, sem urðu til í ungum huga hans og hann þurfti að gjalda nokkuð fyrir. Fáa hefi ég þekkt heilsteyptari á þessu sviði. Persónuleiki Jóns Múla spannaði stóran hluta af litrófi mannlegra hæfileika. Hann var skarpgreindur, fjölhæf- ur listamaður, tónskáld og rithöf- undur og hafði yfirburða góð tök á ís- lenskri tungu. Og listamaðurinn Jón Múli var tilfinningaríkur ljúflingur, sem gaf þjóðinni fallegar og verð- mætar gjafir, er lengi munu halda nafni hans á lofti. Jón Múli birtist mörgum sem margslunginn persónuleiki. En alltaf greindi ég einn hreinan og tæran tón í sál hans og sá tónn hljómaði sem krafa um jöfnuð og réttlæti í sam- félagi manna. Deila má um þær leið- ir, sem hann taldi færastar til að hrinda hugsjóninni í framkvæmd, en ekki verður efast um heilindin sem að baki bjuggu. Jón Múli varð að glíma við mikil líkamleg veikindi síðustu ár ævinnar, en andinn var alltaf óbugaður. Þá gáfust stöku sinnum góðar stundir til að minnast liðinna daga og félaganna á gömlu Gufunni. Heil kynslóð brautryðjenda í fjölmiðlun á Íslandi er nú að mestu horfin. Þar er þáttur Jóns Múla stór og mikilvægur. Hann var einn af risunum hjá Ríkisútvarp- inu; litríkur hæfileikamaður, stór í sniðum og ljúfur félagi, sem nú hefur gengið lífsins götu á enda. Hann á inni mikið þakklæti fyrir verk sín og störf og hans verður lengi saknað. Árni Gunnarsson. Við andlát Jóns Múla Árnasonar vakna ótal minningar um hartnær 65 ára góða vináttu og ánægjulegar samverustundir. Á nokkrum menntaskólaárum okkar átti hann heima á Hverfisgötunni beint á moti mér. Jónas, yngri bróðir hans, var bekkjarbróðir minn og kynntist ég Jóni á heimili þeirra. Tílviljunarkennd atvik urðu til þess að kynni okkar jukust. Faðir hans, Árni Jónsson frá Múla , alþing- ismaður og ritstjóri Vísis, fór til Bandaríkjanna og hlustaði þar á hljómsveit Duke Ellingtons. Heim kom hann með plötu hljómsveitar- innar með St. Louis Blues á annarri hliðinni og Creole Love Call á hinni. Um svipað leyti fórum við nokkur pör að hittast á laugardagskvöldum og dansa eftir tónlist af grammófón- plötum. Keypti ég plötur með helstu dægurlögum þess tíma. Af tilviljun voru nokkrar þeirra með einhvejum Fats Waller og tríói og kvartett Benny Goodmans. Þessi hljómlist heillaði okkur Jón strax og hlustuð- um við á hana saman. Gleymi ég ekki hrifningu okkar þegar Jón hlustaði í fyrsta sinn á Louis Armstrong af plötu heima hjá mér. Okkur tókst báðum að útvega gamla beyglaða trompeta og reyndum með mjög svo takmörkuðum árangri að stæla snill- inginn. Plötukaup jukust og rit um djass voru lesin, allt vatt þetta upp á sig og við Jón urðum ólæknandi djassfíklar. Að því kom að Jón varð manna fróðastur um djass. Djass- þættir hans í útvarpinu voru til fyr- irmyndar og hefur enginn hér starf- að lengur né verið honum fremri á því sviði. Richard Thors, skólabróðir Jóns, gaf honum í gríni í afmælisgjöf bók- ina Fuglinn í fjörunni eftir Halldór Kiljan Laxness. Báðir héldu að þetta væri barnabók. Jón lét sig samt hafa það að lesa hana. Þannig hófst ein- læg aðdáun hans á ritum Laxness, sem varð það mikil, að á undanförn- um árum, þegar ég heimsótti hann á spítölum, lá alltaf bók eftir Laxness á borðinu við rúm hans og auðvitað segulbandstæki. Við djassinn bætt- ist þannig annað sameiginlegt áhugamál. Jón Múli var myndarlegur maður með mikla persónutöfra, næma kímnigáfu og einstaka frásagnar- hæfileika. Var hann því hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, ekki síst í hópi góðra vina sem gerðu sér daga- mun. Góð vinátta er með því dýrmæt- asta sem við getum öðlast. Veitti Jón JÓN MÚLI ÁRNASON MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.