Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hæfileikinn til að njóta lífsins og listarinnar í botn – ekki síst djassins – fylgdi Jóni til síðasta dags og sá hæfileiki átti ekki sístan þátt í að gera hann að einum helsta alþýðu- fræðara tuttugustu aldarinnar. Hann var í sama klassa og Sverrir Kristjánsson og Björn Th. Björns- son. Trúði á það sem hann kynnti og þótti svo undurvænt um það og ekki spillti hve íslenskan lék honum á tungu. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að þessir fræðarar trúðu á mannkynið og áttu sameiginlega hugsjón um jöfnuð allra manna og meirað segja látinn vinnur Jón Múli þeim er mannfyrirlitningaröfl heimsins ofsækja og leggur neyðar- aðstoð við Palestínu lið. Hann þekkti af eigin raun hvernig valdastéttin leikur þá sem hlýða ekki boðum hennar. Haustið 1934 heyrði Jón Múli fyrst djass í alvöru og varð aldrei samur eftir það. Þetta var einhver píanisti að leika blús. Jón hélt í Hljóðfærahúsið og keypti plötu með Red Nichols And His Five Pennies að spila Riverboat Shuffle. Kostaði hún tvær og fimmtíu. Trompetleikur Red Nichols átti ekki sístan þátt í að Jón fór skömmu síðar að læra á hljóðfærið hjá Albert Klahn, tromp- etmeistara úr Þýskalandi, á vegum Lúðrasveitar Reykjavíkur. Aðrir trompetmeistarar og aðrar lúðra- sveitir stóðu þó hjarta Jóns nær er stundir liðu: Louis Armstrong, Ell- ington-bandið og Lúðrasveit verka- lýðsins, sem hann stofnaði með fé- lögum sínum; blés hann þar í kornett. Jón kunni allra manna best að meta lúðrasveitir og því nafni nefndi hann gjarnan stórsveitir djassins og sagði oft að allt það all- rafínasta í íslenskri tónlist ætti ræt- ur að rekja til lúðrasveitanna. Djassþættir Jóns Múla voru djassakademía þjóðarinnar, en það var ekki fyrren hann fór að kenna djasssögu við djassdeild Tónlistar- skóla FÍH að hann hlaut sæmdar- heitið djassprófessorinn. Afrakstur þeirrar kennslu var eina bókin sem út hefur verið gefin á íslensku um djasstónlist. Nefndist hún einfald- lega Djass. Þar fór Jón ekki alltaf troðnar slóðir og sem sannur ís- lenskur alþýðufræðari skáldaði hann í eyðurnar af miklu innsæi og er sag- an um Mugg og skálmpíanistann Abba Labba í Harlem sannari en margt sem sannreyna má. Söngdansar Jóns Múla munu lifa með Íslendingum svo lengi sem þjóð- in heldur lagi og þeir hafa orðið ótelj- andi djassleikurum yrkisefni frá Rúnari Georgssyni og Árna Schev- ing til Eyþórs Gunnarssonar og Ósk- ars Guðjónssonar, að ógleymdum Niels-Henning Ørsted Pedersen og Finn Ziegler. Fyrir hönd Jazzvakningar votta ég Ragnheiði Ástu, dætrum Jóns, stjúpbörnum og barnabörnum inni- lega samúð og við Anna Bryndís sendum þeim kveðju okkar. Enginn hefur kennt mér betur hvernig á boða fagnaðarerindi djassins án þess að gleyma nokkru sinni að rætur hans liggja í frelsisbaráttu hins smáða og þjáða. Þegar samlíðunin með manneskjunni á ekki lengur heima í djasstónlist verður hún hvorki tónlist mín né Jóns Múla og hann hafði á réttu að standa þegar hann sagði að djassmúsíkin væri stórkostleg sönnun þess að innra með okkur byggi eitthvað æðra en við skildum. Vernharður Linnet. „Jón Múli Árnason les fréttirn- ar …“ – ofan af línskápnum gamla inni í miðbaðstofu, þar sem við látum líða úr okkur eftir hádegismatinn. Hans er að sönnu röddin, og þótt handaverka Philips sjái á útlitinu stað, er nálægðin allt að því þreif- anleg. Hér varði raddhafi á unglings- árum nokkrum afar ánægjulegum dögum til rúmlegu – þá að eigin sögn grunaður um heilahristing eftir fall af hestbaki við heimflutning af Grænavatnsengjum – og sinnti lestri Þúsund og einnar nætur – bæði hátt og í hljóði – af slíkri ákefð og innlifun að fóstra hans, hún amma mín, var viss um það til hinstu stundar hálfri öld síðar að sú hlyti að vera skemmti- legust bóka. Hér er hún því á heimaslóð – þessi djúpa, hljómþýða rödd sem hefur fyllt baðstofuna geislum höfuðborg- arsólarinnar, frá því hún rann upp að baki Móskarðshnjúka fyrr í morgun, og á eftir að merla þar léttstígar öld- urnar í fjörunni við Kolbeinshaus, er líður að kveldi. Og eftir sólarlag er eins víst að hún leiði fjarstadda sveitamenn til sætis á sinfóníutón- leikum í Háskólabíói, ellegar bjóði þeim samfylgd sína þangað sem svartur maður leikur á lúður sinn þöndum kinnum – og heitir Arms- trong – eins og súgþurrkunarmótor- arnir sem sjá um trommuleikinn í stórsveit mannlífsins við Mývatn. Er ekki grunlaust um að hverjum bónda þyki mótor sinn músíkantinum radd- fegurri, enda votaband ekki lengur reitt heim af engjum og ættjarðarlög óhrakin úr vígi síðasta lags fyrir fréttir. Þannig fylgjumst við með veðra- brigðum gegnum gluggann á þular- stofunni við Skúlagötu, hvort heldur er í náttúrunni nær eða meðal mis- viturra manna um veröld alla. Þulir ríkisútvarpsins hafa einkalykil að hjarta þjóðarinnar – eru sameiginleg rödd hennar – sameign – jafnvel sameiningartákn: heimilisvinir sem vekja hana að morgni, flytjendur veðurfregna og válegra tíðinda, við- mælendur í önn eða einsemd dagsins – og fylgja henni loks til hvílu að kveldi, alltaf nálægir, fastir punktar í fláráðum heimi. Og þar hefur Jón Múli um árabil verið fremstur meðal jafningja, sá sem hvað næmast gælir við hljóðnemann með rödd sinni: heimilismaður á hverjum bæ og: „sjómenn íslenskir erum við“. Svo eitt kvöld er röddin stigin ofan af furuskápnum gamla og hefur lík- amnast í dyrum stóarhússins þar sem hún amma mín situr á bekkjar- enda með físifjölina sína og bakar flatbrauð. Og er hún nær að átta sig, hverfur hún á sömu stundu í faðm eigandans sem loks er kominn að vitja gamalla kynna, rækja frænd- skap og rifja upp minningar frá sum- ardvöl á æskuárum. Orðlistin hefur valið sér Grænavatnsbæ til að blómgast þetta kvöld. Það er glatt á hjalla og ýmsir fleiri útvarpsmenn fljótlega mættir á staðinn í sama lík- ama með tilheyrandi rödd, látbragði og kækjum – og kveðja loks í logninu um lágnættið úti á hlaði með flat- brauðspart í hendi. Löngu síðar fær alþjóð að njóta frásagna þular síns, útfgefinna á bók undir titlinum Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar I–III – og hefði ekki verið verra hefðu þær verið hljóðsettar. Þessar sögur bera fyrst og fremst vitni um lífssýn hans – þær eru því sannar, og breytir engu þótt í ein- hverju beri ekki saman við minni allra annarra og það sem þeir vilja hafa fyrir og nefna rétt. Allt er túlk- unum háð – og „af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá“. Góð saga er eins og hún er sögð á hverjum tíma e.t.v. besta heimildin um þann er hana segir, því að auk atburðarásar og lýsingar persóna og aðstæðna, þá hefur hún að geyma innlifun, sam- kennd og áherslur sögumannsins. Og þegar þetta fer saman sem hér leiðir það til þess skilnings sem er forsenda fyrir því að lífsharmónían fái að hljóma af fullum styrk, hvort sem hún er útsett á klassískan máta í Vínarvals eða með djassívafi í Suð- urríkjasveiflu – eða bara rauluð í ein- lægni Einu sinni á ágústkveldi. Svo er komið árið 2002. Mars bú- inn: Þá berst sú frétt að kvöldi, að Jón Múli sé allur – og mun eiga eftir að reynast ekki síður ósamkvæm svo- kölluðum staðreyndum en ýmsar aðrar fréttir sem sagðar hafa verið í gegnum tíðina þann dag. Rödd hans í útvarpinu mun að sönnu ekki líkam- nast fyrir okkur framar, líkt og fyrir mér í eldhúsganginum á Grænavatni forðum. En maðurinn var ekki síður heyrður en séður – meira að segja yfirheyrður – dæmdur – og af sum- um um tíma fordæmdur – á pólitísku kuldaskeiði þar sem ekki var alltaf rúm fyrir umburðarlyndi. Enn ómar okkur í hlustum sú rödd sem kvaddi morgunútvarpið á sínum tíma með Benny Goodman: „It’s the last time, babe – it’s the very last time.“ Jón Múli er langt í frá allur. Hann mun eiga sitt sæti við flest eldhús- borð eða leggja sig eftir matinn með mönnum svo lengi sem hádegisfrétt- ir eru lesnar kl. tuttugu mínútur gengin í eitt, og verða á músíkalskri gönguför með þjóð sinni um langa framtíð – hvort heldur hún flýtir sér á stefnumót eða heimtar aukavinnu: svo lengi sem hún veit sitt rjúkandi ráð og frestar ekki jólunum fram til 30. mars. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni. Í dag verður Jóns Múla Árnasonar minnst, hann kvaddur, honum þakk- að, í Salnum í Kópavogi og í Lista- safni Kópavogs. Þeim sem vilja láta eitthvað af hendi rakna í hans minn- ingu er bent á fjársöfnun til neyð- araðstoðar við Palestínu og reikning samtakanna Ísland-Palestína. Nema hvað? Þannig tvinnast sam- an við ferðalok ástríðurnar í lífi hans, tónlistin og baráttan fyrir betri heimi. Ég kynntist Jóni Múla aðeins lítillega á seinustu árum. Mér finnst ég þó hafa þekkt hann þeim mun bet- ur í gegnum Jónas bróður hans og, eins og öll mín kynslóð, í gegnum út- varpið. Mögnuð röddin sem þjóðin lifði með um áratuga skeið og ógleymanlegir djassþættir hans eru einhvern veginn inngrónir í vitund manns, jafnóaðskiljanlegur hluti af því að vera Íslendingur sem kominn er til fullorðinsára og norðanvindur- inn eða miðnætursólin á vorin. Minn- isstæðastur er hann mér þó í hlut- verki sínu sem herstöðvaandstæð- ingur, fyrir þrumandi baráttu- söngva, í ræðustól með krepptan hnefann á lofti, fremstur í göngu með frakkalöfin flaksandi. Þökk sé Jóni Múla Árnasyni fyrir allt það sem hann gaf okkur. Fyrir röddina og útvarpsþættina, fyrir tónlistina og hans stóra þátt í perlum þeirra bræðra. Síðast en ekki síst fyrir baráttu hans fyrir friði og rétt- læti sem hann trúði á. Jón Múli Árnason var ekki maður mikilla málamiðlana eða undanslátt- ar í skoðunum. Margir voru honum ósammála en enginn þarf að efast um hjartalag hans. Skyldi einhverj- um verða slíkt á ætti þeim hinum sama að nægja að hlusta á tónlistina sem hans stóra heita Íslendings- hjarta lét okkur eftir. Steingrímur J. Sigfússon. Happafengur var það fyrir okkur í stigaganginum þegar þau Jón Múli og Ragnheiður Ásta ásamt ungri dóttur settust hér að fyrir nærfellt átján árum. Auðvitað þekktum við eins og aðr- ir landsmenn til þessara ágætu hjóna í gegnum hinn eina sanna fjöl- miðil Ríkisútvarpið, en hér voru þau skyndilega í návígi við okkur og kynntu sig með þeirri vinsemd og reisn, sem þeim var eðlislæg. Man ég vel að Jóni var skenkt í staupi kínverskt hrísgrjónabrenni- vín, sem einhver átti til að fagna nýj- um íbúa. Ósagt skal látið hvort þetta staup og þau sem á eftir fylgdu af þessum ágæta drykk hafi orðið til þess að brátt gerðist Jón bindind- ismaður á heimsmælikvarða, hvort sem var á áfengi, tóbak, kjöt eða fisk. Árrisull var Jón með afbrigðum. Á dimmustu vetrarmorgnum í stór- hríðum og frosti upp úr kl. 6 var hann gjarnan mættur með reku sína til að ryðja snjósköflum úr húsdyr- um og tröppum. Kallaði hann þetta morgunleikfimi og satt að segja held ég að honum hafi þótt því meira gaman sem snjórinn var meiri eftir nóttina. Aldrei hef ég vitað snjó mok- að að slíkri ánægju og listfengi, enda fengu aldrei neinir þar nærri að koma. Minnisstæðir eru sólríkir sumar- dagar þá er við hittumst á bílastæð- inu og Jón tók að segja sögur með sínum lotulanga stíl. Þá var eins gott að vera ekki að flýta sér. Hann var sagnamaður frábær og sjór af fróð- leik. Jón elskaði fífla og sóleyjar og allt sem sprettur úr íslenskri mold. Fuglavinur mikill og ósínkur á korn til smávinanna fögru sem flögra um Fossvoginn. Laðaði hann þá til sín á svalirnar í hundraða tali. Frá mér, konu minni og öllum íbú- um í Keldulandi 19 flyt ég heilar þakkir fyrir nánd þína og vinsemd í öll þessi mörgu ár. Birgir Ólafsson. Aldrei munum við sem fengum Gufuna í eyrun á hverjum morgni gleyma röddinni sem sagði okkur frá gráklæddri konu sem barðist við norðaustanáttina á Skúlagötunni. Og ekki fer úr minni myndin af trillunni sem maraði í hálfu kafi útá Engeyj- arsundi. Litbrigðum Esjunnar, skuggum Skarðsheiðar og raunar öllu útsýninu úr þularglugganum við Skúlagötu var lýst af svo mikilu næmi að einstaka augnablik munu áfallt fylgja þeim sem heyrðu. Röddin, talandinn, skarpskyggnin og innsæið komu frá Jóni Múla. Hann var heimilisvinur og sérstakur erindreki okkar hinna, maðurinn sem sagði okkur fréttirnar, las okkur tilkynningarnar, túlkaði fyrir okkur tónlistina og kynnti fyrir okkur nýj- asta nýtt í öllu sem okkur gat hugs- anlega komið við. Og tónlistin, kaup- maður, já tónlistin varð einhvern- veginn öll svo grefilli góð ef Jón Múli lét hana hljóma. Maður fékk alltaf að vita aðeins meira en maður reiknaði með. Og svo gerðist það að hann sat hvorki við hljóðnemann né fóninn og þá gátu líka komið úr viðtækinu þessir einkennilega íslensku tónar, þetta voru sérkennilegar raðir af tónum sem Jón Múli setti saman og kallaði söngdansa. Og söngdansar þessir höfðu á mann áhrif sem lýstu sér þannig að tónarnir ómuðu í koll- inum löngu eftir að búið var að slökkva á útvarpinu. Jón Múli var í Félagi tónskálda og textahöfunda og var þar heiðurs- félagi síðustu árin sem hann lifði. Hann gaf okkur meira með tónlist sinni en flestir aðrir og við erum svona hver í sínu horninu að vona að við fáum honum einhvern daginn nógsamlega þakkað. Jóni þótti vænt um þetta félag og hann leit á laga- smiði og textahöfunda sem vini sína. Í viðtali við einn af þessum vinum sínum lét hann einhverju sinni þau orð falla, að tónsmíðar hans kæmu frá hjartanu, þær þvingaði ekkert og þær þyrftu aldrei að glíma við hindr- anir. Hann sagðist helst hallast að því að tónlistin kæmi að ofan. En þegar reynt var að fá frá honum nán- ari skýringar, þá talaði hann um feg- urð tónlistarinnar og þá var einsog raddblærinn fylltist af tónum og óræðum hljómum. Og þegar hann var spurður útí þá sálma hversvegna í ósköpunum honum hefði tekist að skapa svona margar perlur í formi söngdansa, þá kom glampi í auga, Jón Múli brosti og kom sér hjá því að svara spurningunni, en sagðist þess í stað eitt sinn hafa fengið þau um- mæli að hafa verið einsog kartafla á heimilum Íslendinga í hálfa öld. Og þau ummæli sagði hann það mesta hrós sem hægt væri að hugsa sér. Jón Múli Árnason er einn af þeim sem aldrei geta dáið, tónlist hans er einfaldlega þannig að hún mun lifa, jafnvel þótt mennirnir hverfi á braut, allir sem einn. Menn tala um dóm og dauða, á draumunum nærast þeir. Menn líta í logann rauða, þann loga sem aldrei deyr. (K.H.) Fyrir hönd félaga í FTT, Kristján Hreinsson. Þegar Jón Múli Árnason fór að leita að vinnu rúmlega tvítugur kvaðst hann hafa kunnað það eitt að spila á plötuspilara og þar af leiðandi farið beinustu leið upp í Útvarp. Kunnáttuleysi hans í hagnýtum iðn- um og lærdómsgreinum varð gæfa þjóðarinnar. Að öðrum þulum ólöst- uðum kom enginn mönnum mjúkleg- ar fram úr rúmi. Svo fyrir tilviljun fór þessi DJ sinnar tíðar að búa sjálf- ur til músík, af því hana þurfti í leik- ritin sem hann samdi með Jónasi bróður sínum og stundum líka Stef- áni Jónssyni. Þá kom í ljós að hann gat ekki bara talað sig inn í hjarta þjóðarinnar, lögin hans fóru líka rak- leiðis þangað og hann varð að verð- leikum eitthvert ástsælasta söng- dansaskáld þjóðarinnar. Þegar hann á áttræðisaldri ritaði þjóðsögur sínar tókst ekki verr til en svo að sumar þeirra standa jafnfætis því besta sem íslenskir atvinnurithöfundar, með og án nóbels, hafa skrifað í þá veru. Hárfín íronían var alltaf stutt und- an; ef maður ætlaði að heilsa honum með venjulegu brunndæluhand- abandi á djasstónleikum pírði hann augun, rétti fram litla puttann og hvíslaði samsærislega: „It’s a small underworld.“ Hvað gerði Jón Múla jafnsérstak- an og raun bar vitni? Röddin, orð- færið, húmorinn? Allt þetta og meira til, hugur hans var flókið samspil ólíkra áhrifa. Hann hafði elegans og kúltúr á við heila aðalsfjölskyldu, en valdi sér kommúnismann að lífsskoð- un. Það var ekki augljós selskapur fyrir vel ættaðan betriborgarason. Hann var töffari að upplagi en hafði líka til að bera dásamlegt sentímen- talítet, ekki síst gagnvart músík. Flokkarnir í þénustu bandaríska heimsveldisins sviptu hann kosn- ingarétti eftir mótmælin við Nató- inngönguna 1949; samt gerði enginn Íslendingur meira til að kynna helsta framlag Bandaríkjamanna til heims- menningarinnar, djassinn. Og þótt Jón væri svarinn fjandmaður banda- rískra gróðapunga sótti hann margt í bandaríska fjöldamenningu og hefði verið auðvelt að ruglast á honum og kvennagullum Hollívúddfabrikkunn- ar um miðja öldina; hann hefði tekið sig vel út á Sunset Boulevard auk þess sem hann hefði getað rotað keppinautana, hnefaleikalærður maðurinn. Hann gaf lítið fyrir guð- dóminn en var trúmaður í pólitík og skipti höfðingjum heimsins í hetjur og skúrka. Efahyggjan átti ekki rúm í hjarta Jóns Múla og kannski hugleiddi hann aldrei þann möguleika að eng- inn þeirra væri verður stuðnings. En baráttuandinn dugði honum til lang- lífis, hann barðist gegn heilsuleysinu af sömu hörku og heimsveldisfrekju Bandaríkjamanna þótt hann hefði meiri húmor gagnvart veikindunum; ein eftirlætissaga hans var af því þegar hann hætti að anda um hríð og undi sér lengi dáinn við hjal hvít- klæddra engla uns hann náði and- anum á ný við mikinn fögnuð hjúkr- unarkvenna sem höfðu kallað hann úr helju. Aðeins einu sinni á ævinni hef ég verið að því kominn að leggjast í rúmið af hlátri, það var eftir ferðalag með Jóni og Ragnheiði Ástu. Hann gat spunnið eins og djassmaður, orðavalið hnitmiðað og óvænt og all- ur sjálfshátíðleiki víðs fjarri hjá manni sem í þeirri góðu ferð sagðist geta sannað að hann væri kominn af Snæfríði Íslandssól og Magnúsi í Bræðratungu; hann hefði fríðleikann frá Snæfríði og drykkjuskapinn frá Magnúsi! Fáir hafa skemmt mér meir á ævinni en Jón Múli; með mús- íkinni sinni, djassþáttunum, skrifun- um og síðast en ekki síst samræðum yfir mat eða kaffi, í síma og á förnum vegi; það voru alltaf jólin að lenda á snakki við þennan óútreiknanlega mann. Margt lærði ég af honum og skal ekki talið upp hér utan eitt; vandvirkni nær til alls, líka til þess að pússa skóna sína. Afstaðan til verksins skiptir máli: það sannaði hann með lífsstarfi sínu og það sönnuðu glampandi skór þess fagurkera sem flottastur var í tauinu um sína daga. Tómas R. Einarsson. Það var vel við hæfi að láta Jón Múla Árnason taka til máls bæði í út- varpi og sjónvarpi í þessari viku enda þótt hann sé illu heilli á bak og burt úr heimi hér. Ríkisútvarpið hefur oft verið í al- mennri umræðu á síðustu misserum, og þar hefur talsvert borið á þeirri skoðun, að eðlilegt væri að ríkissjóð- ur hætti að standa straum af þessu JÓN MÚLI ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.