Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var engin lognmolla yfir vinnustaða- fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Húsasmiðjunni á miðvikudag þar sem sköp- uðust líflegar umræður og ýmis kosningalof- orð voru gefin. Fjórir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins mættu í mötuneyti Húsa- smiðjunnar, Björn Bjarnason, borgarstjóra- efni flokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem skipar 4. sætið, Guðlaugur Þór Þórðar- son, í 5. sæti og Gísli Marteinn Baldursson, 7. sæti. Sjálfstæðismenn sögðust vilja taka á fjár- málum borgarinnar með öðrum hætti en hingað til hefur verið gert. Stöðva skulda- söfnun og greiða niður skuldir. Þeir lofuðu að lækka fasteignaskatt á eldri borgara og afnema holræsaskattinn. Fasteignaskattur á eldri borgara lækkaður á næsta ári Úr salnum komu efasemdir um að staðið yrði við þessi loforð, en Björn sagði að fast- eignaskattur á eldri borgara yrði lækkaður strax á næsta ári, næði flokkurinn meiri- hluta, og holræsaskatturinn yrði lækkaður í áföngum. Hann sagði skuldir borgarinnar aukast um 9 milljónir króna á degi hverjum. Þeirri óheillaþróun þurfi að snúa við. Fjölga þyrfti íbúum í borginni og laða að fyrirtæki. Þannig mætti auka tekjustofn borgarinnar. Björn sagði það stefnu flokksins að koma til móts við barnafjölskyldur og börn með áherslu á málefni leik- og grunnskólans og eldri borgara með eflingu hjúkrunarþjón- ustu og uppbyggingu hjúkrunarrýma. Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsa- smiðjunnar, sagði að allir sem eru í rekstri viti að til að spara, þurfi að skera niður og þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hann spurði hvernig flokkurinn ætlaði að ná því að lækka skatta, ná tökum á skuldasöfnun borgarinnar og bæta þjónustuna á sama tíma. Björn sagði að ekki væri hægt að halda áfram á sömu braut og láta skuldirnar aukast og aukast. Hann sagði að sjálfstæð- ismenn hefðu ekki látið 1.700 milljónir í Línu.Net og farið í aðrar fjárfestingar sem hann taldi óskynsamlegar hefðu þeir verið í meirihluta. Breyttar áherslur í fjármálum Annar starfsmaður sagði að það hljóti að þurfa að skera niður. „Sumt er forgangs- röðun, annað er niðurskurður. Við ætlum að byrja á því að selja Línu.Net,“ sagði Björn. „Er það ekki verðlaust fyrirtæki?“ var kall- að úr salnum. „Það kemur þá í ljós. Við ætl- um að taka á stjórnkerfi borgarinnar, við teljum að þar hafi skipulagið orðið það mikið að hægt er að spara,“ svaraði Björn. Hann sagði borgina fá um 2,5 milljarða á ári á sig í vöxtum og það þurfi að stöðva. Guðlaugur Þór sagði engan vilja hjá R- lista til að hagræða og að engin virðing væri borin fyrir fjármunum borgarinnar. Sér- fræðiaðstoð hafi t.d. ekki verið boðin út, millistjórnendum hafi fjölgað mikið og alltaf verði erfiðara fyrir íbúa að koma boðum til ákvarðanatakenda. Hann sagði íbúa í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur vera ánægðari með þjónustu sem sveitarfélagið stendur fyrir en Reykvíkingar. Starfsmaður sem býr í póstnúmerinu 108 sagði að hann væri að reyna að bæta skólann í sínu hverfi og spurði hvort Reykjavík væri hugsanlega orðin of stórt sveitarfélag. Björn sagðist telja að færa þurfi skólana nær íbú- um. Hann vildi skipta borginni upp í 4–5 svæði sem heyrðu undir mismunandi fræðsluskrifstofur. Þannig gætu foreldrar valið milli skólahverfa sem myndi skapa samkeppni milli skóla og boðleiðir milli for- eldra, kennara og skóla myndu styttast. KR-ingar fái aðstöðu til íþróttaiðkunar Annar starfsmaður spurði um áherslur Sjálfstæðisflokks í byggingarmálum. „Við teljum að Geldinganes eigi að vera framtíð- arbyggingarlandið í Reykjavík. Við sjáum ekki að þróunin eigi að vera sú að byggt verði uppi um holt og hæðir. Við viljum ekki að Geldinganesið verði sprengt í loft upp og flutt vestur í bæ. Það yrði meiriháttar um- hverfisslys. Það er yfirlýst stefna R-listans að Geldinganesið eigi að vera hafnarsvæði, við teljum að þar megi byggja fyrir 8–10 þúsund manns,“ sagði Björn. KR-ingur í salnum spurði hvers vegna sjálfstæðismenn vilji ekki þétta byggð í Vesturbæ með því að byggja á uppfyllingum í Eiðisvík. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagðist telja að ekki væru forsendur fyrir íbúabyggð þar. „Við teljum ekki forsendur til að flytja Geldinganes frá Geldinganesi yf- ir í Eiðisvík. Eins teljum við að umferð- armannvirki og annað mæti ekki þeim kröf- um sem þyrftu að vera til staðar. Þetta hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til æfingasvæðis KR. Við höfum í gegnum tíð- ina stutt vel við það íþróttafélag og styðjum og skiljum óskir KR-inga um þetta svæði,“ sagði Hanna Birna. Gísli Marteinn sagði að KR-ingar vilji miklu frekar æfingasvæði við Ægisíðuna eða í Vatnsmýrinni þegar flugvöllurinn fer að hopa. „Get ég treyst því að Sjálfstæðisflokk- urinn lofi okkur æfingasvæði í framtíðinni,“ spurði KR-ingurinn og játti Gísli Marteinn því. Björn Bjarnason sagði Sjálfstæðisflokkinn vilja gera ráðstafanir til að fleira fólk geti búið í miðbæ Reykjavíkur. Gísli Marteinn sagði að byggja mætti upp í Skuggahverfi, þar sem reyndar er búið að skipuleggja byggð, eins mætti byggja á Slippsvæðinu og Vatnsmýrinni. Hann sagði marga kaupmenn við Laugaveg vilja rífa húsin sín, sem eru friðuð, og byggja ný sem henti betur í versl- unarrekstri og að flokkurinn vildi leyfa hús- eigendum sem vilja að rífa húsin sín og byggja ný. Morgunblaðið/RAX Líflegar umræður sköpuðust á vinnustaðafundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokks í Húsa- smiðjunni þar sem m.a. var rætt um fjármál borgarinnar, skattheimtu og skipulagsmál. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks á vinnustaðafundi í Húsasmiðjunni Vilja breyttar áherslur í fjármál- um borgarinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, frambjóðendur á lista R-listans til borgarstjórnar, óskuðu sér- staklega eftir óþægilegum og erfiðum spurn- ingum þegar þau heimsóttu starfsmenn Sam- skipa í mötuneyti fyrirtækisins í gær. Atvinnulíf í borginni í framtíðinni var talsvert til umræðu, löggæsla og skipulagsmál. Borgarstjóri sagði Reykjavík ekki eiga í samkeppni við önnur sveitarfélög um heldur við útlönd. „Til að Reykjavík geti keppt við útlönd þurfa lífsgæði að vera með því besta sem gerist á Vesturlöndum, það er á grundvelli lífsgæða sem við keppum. Fólk þarf að vilja búa hérna, eiga hér sín börn og ala þau upp og hér þurfa fyrirtæki að vilja setjast að. Þess vegna eru það lífsgæðin sem skipta öllu máli og að því munum við vinna á næsta kjörtímabili,“ sagði hún. Nauðsynlegt að tryggja höfninni stækkunarmöguleika Dagur, sem er í 7. sæti listans, sagði fimm atriði einkum skipta máli um hvort komandi kynslóðir muni velja að búa í Reykjavík í fram- tíðinni eða annars staðar í heiminum. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf, framsækið atvinnulíf með spennandi atvinnutækifærum, alþjóðleg- ur borgarbragur, nútímalegir stjórnunarhætt- ir og góð og skilvirk þjónusta. Hann sagði sóknarfærin í atvinnumálum gríðarleg, nefndi aukinn ferðamannastraum og uppbyggingu hátækni- og þekkingariðnaðar í Vatnsmýrinni. „Ef við ætlum að hafa alvöru at- vinnulíf og útflutningsiðnað má ekki gleyma höfninni og þróunarmöguleikum hennar,“ sagði Dagur. Borgin hafi sagst reiðubúin að fara í samningaviðræður við sveitarfélögin í kring til að leita sameiginlegra lausna til að höfn framtíðarinnar þurfi ekki að vera í Geld- inganesi. En meðan þær viðræður séu ekki hafnar verði að tryggja höfninni stækkunar- möguleika vegna þess hvað Reykjavík hafi gríðarlega möguleika sem umferðarmiðstöð norðursins í framtíðinni. Hann sagði að ekki sé verið að hugsa til 5 eða 10 ára, heldur 50. Sjálf- stæðismenn hafa lýst sig mjög mótfallna hafn- argerð í Geldinganesi og vilja reisa þar íbúa- byggð. „Þetta er eitt af því sem tekist verður á um hvort atvinnulíf sé eitthvað sem óhreinki byggðina eða hvort það sé hluti af því að hugsa til framtíðar og þess hvernig borg við viljum byggja upp.“ Starfsmaður í salnum spurði um lóðaúthlut- anir og hvort áfram yrði notast við sama fyr- irkomulag og tíðkast hefur. Ingibjörg sagði tvenns konar fyrirkomulag notað við lóðaút- hlutun. Verktakafyrirtæki taki þátt í gegnum útboð en einstaklingar kaupi lóðir á föstu verði. Hún sagðist ekki eiga von á því að breyting yrði á úthlutunarreglum og sagði útboð til fyr- irtækja forsendu þess að land borgarinnar nýt- ist betur. Þeir sem kaupi úr sér gengin mann- virki og rífi til að byggja ný hús í þeirra stað geti ekki keppt ef borgin úthluti á sama tíma lóðum á niðurgreiddu verði í útjarðri borgar- innar. Lykilatriði að miðborgin þrífist sem miðstöð verslunar og þjónustu Spurt var um hvar Sundabrautinni væri ætl- aður staður. Borgarstjóri sagði ríkið vilja fara innri leið eftir strandlengjunni en að borgin vilji fara þvert yfir sundið um brú eða göng sem sé dýrara. Borgin vilji að Sundabraut tengi Grafarvogshverfi við Sæbraut, til að styrkja miðbæinn, í stað þess að Sundabraut tengi Grafarvogshverfið við Reykjanesbraut og þaðan Smárann í Kópavogi. Ingibjörg sagði að búið væri að fjárfesta gríðarlega í miðborg Reykjavíkur og borgar- stjórn yrði að gæta hagsmuna þeirra sem hafa fjárfest í borginni. „Það er algjört lykilatriði að miðborg Reykjavíkur þrífist sem miðstöð verslunar og þjónustu, stjórnsýslu og menn- ingar. Ekki bara fyrir borgina, heldur fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef miðborg Reykjavíkur nær ekki því hlutverki verða ekki bara Reyk- víkingar fátækari, heldur allt svæðið.“ Einn starfsmanna spurði um stefnu R- listans hvað löggæslu og súlustaði varðar. Borgarstjóri sagði að borgin væri búin að vera í stöðugum viðræðum við lögregluna í Reykja- vík og dómsmálaráðherra um eflingu löggæslu án árangurs. Ingibjörg sagði lögregluna undir- mannaða, hún hafi 290 stöðugildi en þyrfti að vera með 340 svo viðunandi væri. „Við viljum gjarnan fara í viðræður um að taka löggæsluna yfir og þá gætum við stjórnað því hvernig þessi mannskapur er,“ sagði Ingi- björg. Starfsmaðurinn sem vakti máls á lög- gæslumálum spurði um önnur ráð. Borgar- stjóri sagði lögregluna afskaplega mikilvæga, sérstaklega í hverfunum. Lögreglan geti þann- ig tengst samfélaginu betur, kynnst ungling- unum í hverfinu og unnið forvarnarstarf, t.d. gegn veggjakroti. Hvað súlustaðina varðar sagði Ingibjörg það almenna reglu að þeir verði ekki í borginni nema undir sérstökum ákvæðum og ekki í miðbæ Reykjavíkur. Þeir sem þegar séu komnir til sögunnar verði þó áfram. Höfuðborgarstjórn komið á fót Aðspurð sagði Ingibjörg illmögulegt að sam- eina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og sagði óæskilegt að hafa eitt stórt sveitarfélag í landinu og tugi lítilla. Hún sagðist þó hafa áhuga á að komið yrði á fót höfuðborgarstjórn sem færi einungis með stór mál eins og um- ferðarkerfið, skipulagsmál, landnotkun, rekst- ur sameiginlegra svæða, holræsi, veitur og sorp. Spurt var um nýtt fyrirkomulag á sorphirðu. Borgarstjóri sagði stefnt að því að þeir sem flokki sorp sitt borgi minna fyrir sorphirðu en aðrir. Ingibjörg sagði að 20 nýjum móttöku- stöðvum ætti að bæta við áður en breyting- arnar taka gildi og kom fram að hámarksvega- lengd frá heimilum borgarbúa í næstu flokkunarstöð eigi að vera einn kílómetri. Morgunblaðið/Ásdís Borgarstjóri sagði Reykjavíkurborg eiga í samkeppni við útlönd, keppt væri á grundvelli lífsgæða og því yrði unnið að því að bæta lífskjörin á næsta kjörtímabili. Frambjóðendur R-lista á fundi með starfsmönnum Samskipa Reykjavík keppir við útlönd á grund- velli lífsgæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.