Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 65 HÓPUR nýsveina í húsasmíði fékk sveinsbréf sín afhent við hátíðlega athöfn laugardaginn 6. apríl síðast- liðinn. Athöfnin fór fram að við- stöddum fjölda gesta í sal meist- arafélaganna við Skipholt í Reykjavík. Alls fengu 38 nýsveinar víðs vegar af landinu sveinsbréf sín afhent og var ein kona í hópnum að þessu sinni. Meistarafélag húsasmiða og Tré- smiðafélag Reykjavíkur standa að afhendingunni en formaður sveins- prófsnefndar, Konráð Ingi Torfa- son, afhenti sveinsbréfin. Georg Theódórsson frá Reykjavík fékk viðurkenningu fyrir bestan árang- ur. Með nýsveinunum á myndinni eru Finnbjörn Hermannsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, lengst til vinstri, og Baldur Þór Baldvinsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, lengst til hægri. Sveinsbréf í húsasmíði Röð keppenda brenglaðist Rangt var farið með röð keppenda í tvöfaldri fegurðarsamkeppni Vestur- lands. Kári Gunnarsson frá Grundar- firði og Andri Haukstein Oddsson frá Borgarnesi lentu í þriðja sæti. Davíð Hlíðkvist Ingason frá Grundarfirði var valinn vinsælastur af strákunum og Ása Þóra Guðmundsdóttir frá Akranesi var valin vinsælust af stúlk- unum. Anna María Sigurðardóttir var einnig valin Oroblu-stúlkan. Ferðamálasamtök Suðurlands Röng mynd birtist með eftirfarandi frétt um málþing og aðalfund Ferða- málasamtaka Suðurlands. Beðist er velvirðingar á mistökunum og fréttin birt hér aftur: Ferðamálasamtök Suðurlands funduðu fyrir stuttu á veitingastaðn- um Kristjáni X. á Hellu þar sem ferðaþjónustufólk úr fjórðungnum kom saman og hlýddi á fróðleg erindi og réð ráðum sínum um komandi ver- tíð. Á fyrri hluta fundarins fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem ný stjórn tók við taumunum undir for- ystu Eyju Þóru Einarsdóttur á Mold- núpi, en aðrir í stjórn eru Erla Ívars- dóttir á Geirlandi, Eymundur Gunnarsson, Hveragerði, Gústaf Stolzenwald, Stokkalæk, og Áslaug Rut Áslaugsdóttir í Vestmannaeyj- um. Á fundinn komu Reynir Sveins- son, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, og Sverrir S. Sigurðsson, kynningar- og markaðsfulltrúi Ár- borgar, en þeir fluttu fróðleg erindi um starfsemi og markaðsmál á heimaslóðum sínum. Þá kynnti Þórdís Eiríksdóttir, verkefnisstjóri hjá Leonardo da Vinci-áætluninni, starfsemi samtak- anna, en starfsfólk upplýsingamið- stöðva fór einmitt nýlega til Glasgow á vegum verkefnisins. Fjörlegar um- ræður urðu að erindum loknum um markaðsmál, en til stendur að kynna Suðurland myndarlega á ferðakynn- ingunni Ferðatorg 2002 sem haldið verður í Smáralind 19.–21. apríl nk. Brotaþoli ekki dóttir ákærða Ranglega var sagt í frétt blaðsins í gær að brotaþoli í kynferðisbrota- máli, sem Hæstiréttur dæmdi í á fimmtudag, væri dóttir ákærða í mál- inu. Hið rétta er að brotaþoli var vin- kona dóttur ákærða. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Í DAG verður opið hús í Háskólan- um í Reykjavík þar sem kynnt verð- ur nám sem í boði er við skólann skólaárið 2002–2003. Á hálftíma fresti verður sérstök kynning á deildum skólans, nemendur, kennar- ar og námsráðgjafar munu svara spurningum um námið og gestum verður boðið í skoðunarferðir um skólann. Þær námsleiðir sem í boði eru við skólann skólaárið 2002–2003 eru eft- irfarandi: Lögfræði Tölvunarfræði Tölvunarfræði – fjarnám Viðskiptafræði Viðskiptafræði – háskólanám með vinnu MBA með áherslu á mannauðs- stjórnun Jafnframt verða kynntir náms- styrkir sem Háskólinn í Reykjavík veitir, en alls munu 34 nýnemar hljóta námsstyrki í formi niðurfell- ingar skólagjalda. Opið hús hjá Háskólanum í Reykjavík REYKJAVÍKURLISTINN mun halda fund í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í dag, laugardaginn 20. apríl. Fundurinn stendur frá kl. 12.15 til 14. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flyt- ur erindi um þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Reykjavík síðustu átta árin og í kjölfarið verður opnað fyrir spurningar úr sal til pallborðs. Í pallborði verða Ingibjörg Sólrún, Alfreð Þorsteinsson og Árni Þór Sig- urðsson. Þetta verður fyrsti fundurinn í fundaröð Reykjavíkurlistans á laug- ardögum fram að kosningum undir yfirskriftinni: „Spjalltorgið“. Allir eru velkomnir. R-listinn með spjallfund LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi við gatnamót Lönguhlíðar og Miklu- brautar skömmu fyrir kl 13 á fimmtudag.Þar laust saman 13 ára dreng á reiðhjóli á leið yfir Miklu- braut, og jeppabifreið, með þeim af- leiðingum að drengurinn féll í göt- una og meiddist á fæti og olnboga. Kona sem ók jeppanum tók niður nafn drengsins en gerði hvorki grein fyrir sjálfri sér né tilkynnti atvikið til lögreglunnar. Hún er því beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík sem og vitni sem geta varpað ljósi á atburðinn. Lýst eftir vitnum LEIKSKÓLI KFUM og KFUK við Holtaveg verður vígður við hátíðlega athöfn sunnudaginn 21. apríl kl. 15:30. Við það tækifæri mun formaður byggingarnefndar, Arnmundur Kr. Jónasson, rekja gang fram- kvæmda, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur leiða hús- blessun og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flytja ávarp og opna skólann formlega. Leik- skólabörn munu einnig syngja. Að athöfninni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og fólki gefst kostur á að skoða húsakynni skólans. Kl. 17:00 verður svo samkoma þar sem formaður KFUM og KFUK, sr. Ólafur Jóhannsson, verður ræðumaður. Vígsla leik- skóla KFUM og KFUK MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá dómstóli ÍSÍ í lyfjamálum, sem undirritaðir hafa óskað birtingar á: Þeir Birgir Guðjónsson og Júlíus Hafstein hafa gert að umtalsefni í Morgunblaðinu að undanförnu nið- urstöðu dómstóls ÍSÍ í fjórum lyfja- málum sem hann fjallaði um fyrir ári. Við undirrituð skipuðum dómstól- inn. Af greinum þessum verður helst ráðið að við höfum átt þátt í ein- hverju samsæri forystumanna íþróttahreyfingarinnar til þess að halda hlífiskildi yfir íþróttamönnum sem gerast sekir um lyfjamisnotkun. Þrátt fyrir að okkur sé þvert um geð að taka þátt í svo lágkúrlegri um- ræðu sem þessari teljum við okkurt skylt að láta nokkur orð falla til varnar mannorði okkar og starfs- heiðri. Við fullyrðum að hvorki Ellert B. Schram né einhver annar úr forystu ÍSÍ hafði eða reyndi á nokkurn hátt að hafa áhrif á störf eða niðurstöðu dómsins, heldur aðeins Birgir sjálfur og þeir talsmenn ákærðu sem fluttu mál þeirra, eins og vera ber. Voru þær leikreglur, sem dóm- stólnum eru settar, því í einu og öllu í heiðri hafðar. Í ákæruskjali Birgis gegn tveimur körfuknattleiksmönnum gerði hann sjálfur þær kröfur ,,að með tilliti til ákvæða um mildandi ástæður í 12. gr.“ [reglugerðar um lyfjaeftirlit] um viðurlög telji ,,Heilbrigðisráð að Lyfjadómstóll ÍSÍ meti hversu víð- tækt bannið verði“. Með vísan til þessarar kröfugerð- ar, sem skýrð var ákærðu í hag til samræmis við almennt viðurkennd sjónarmið í refsimálum, þótti refsing þeirra hæfilega ákveðin útilokun frá þátttöku í íþróttaæfingum og íþróttakeppni, sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðila þess eða félaga eða deilda innan þeirra í einn mánuð frá 17. apríl 2001 en þann dag tók gildi bráðabirgðabann ákærðu til þátttöku í keppni á vegum ÍSÍ, sam- bandsaðila þess eða deilda innan þeirra samkvæmt heimild í 8. gr. reglugerðar um lyfjaeftirlit. Sjálfur hafði Birgir haft forgöngu um að bjóða körfuknattleikskonu að fella niður refsingu hennar ef hún játaði brot sitt. Engin heimild er fyr- ir slíkum samningum í lögum eða reglugerðum ÍSÍ. Í reglugerð þeirri, sem körfuknattleikskonan var talin hafi brotið, voru engin refsiákvæði og því ekki um annað að ræða en að sýkna. Það er því ljóst að kröfugerð Birg- is í þremur þessara mála var ekki í neinu samræmi við þann furðulega málflutning sem hann hefur haft frammi í fjölmiðlum eftir uppkvaðn- ingu dómanna. Í fjórða málinu var um að ræða er- lendan leikmann sem sem fallið hafði á lyfjaprófi erlendis og hafði mál hans verið afgreitt þar. Varð því ekki hjá því komist að vísa þessu máli frá dómi. Við undrumst mjög skrif þessara tveggja manna og frábiðjum okkur með öllu þær aðdróttanir að við höf- um brugðist skyldum okkar sem dómarar í umræddum málum. Grein Júlíusar er vonandi rituð af vanþekk- ingu um efnið en ekki verður annað séð en að grein Birgis sé skrifuð gegn betri vitund hans. Væru þeir báðir menn að meiru bæðust þeir af- sökunar á þessum skrifum sínum. Þeir, sem vilja kynna sér málið, eru hvattir til þess að lesa dómana og þær reglugerðir sem niðurstöður þeirra byggjast á en hvort tveggja má finna á heimasíðu ÍSÍ. Örn Höskuldsson Helgi I. Jónsson Jóhannes Albert Sævarsson Brynjólfur Jónsson Ragnheiður Karlsdóttir Tilhæfulausar aðdróttanir BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Gísla Má Gíslasyni prófess- or: „Líkt og fram kom í fréttum Rík- isútvarpsins 17. og 18. apríl hefur einn höfunda að matsskýrslu um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu gert alvarlegar athugasemdir við það að mikilvægum upplýsingum í skýrslunni hafi verið sleppt úr drögum sem send voru Skipulags- stofnun og þeim hefði jafnvel verið haldið leyndum. Vegna þess hafi skýrslan ekki lýst afleiðingum framkvæmdarinnar, eins og ætlast er til með lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Um er að ræða yf- irsjón af hálfu VSÓ-ráðgjafar, sem hefur umsjón með skýrslugerðinni, en hvort það er gert með vitund og vilja Landsvirkjunar skal ósagt lát- ið. Líkt og fram kom var það ég sem kom þessum athugasemdum höfundarins og undirverktaka VSÓ-ráðgjarar á framfæri við Skipulagsstofnun. Stofnunin hefur af því tilefni farið fram á að VSÓ- ráðgjöf, sendi inn ný drög að mats- skýrslu til stofnunarinnar. Þessum ávirðingum, sem fram komu í fréttum RÚV, hefur hvorki Landsvirkjun né VSÓ-ráðgjöf svarað eða reynt að skýra út. Hins vegar hafa Landsvirkjun og VSÓ- rágjöf sent frá sér sameiginlega yf- irlýsingu þar sem látið er að því liggja að ástæða gerða minna sé sú að ekki hafi verið „notaðar að fullu upplýsingar úr skýrslum eftir mig og telja upphlaup [mitt] spegla andstöðu [mína] við Norðlingaöldu- veitu“. Staðreyndin er sú að við lestur matskýrsludraga VSÓ-ráð- gjafar var notað orðalag sem benti til annarra áhrifa framkvæmdar- innar en raunverulega verða, hvort sem upplýsingar voru teknar úr mínum skýrslum eða úr um 40 öðr- um skýrslum vísindamanna og sniðgengnar voru upplýsingar sem lýstu neikvæðum áhrifum fram- kvæmdarinnar. Auk þess hef ég ekki lýst yfir að ég sé andsnúinn Norðlingaölduveitu eða öðrum virkjunum og virkjanaáformum Landsvirkjunar, en vil engu að síð- ur að tekin sé upplýst ákvörðun um þessa framkvæmd eins og aðrar. Ég hef aftur á móti bent á að Þjórsárver eru ein dýrmætasta náttúruperla landsins og ég hef spurt hvort réttlætanlegt sé að gera þar 32 km² lón til að framleiða 1,6% af óvirkjarðri raforku úr vatnsföllum á Íslandi.“ Yfirlýsing frá Gísla Má Gísla- syni F-LISTI frjálslyndra og óháðra í Reykjavík opnar kosningaskrifstofu í dag, laugardaginn 20. apríl, í Að- alstræti 9 kl. 15–18. Allir velunnarar F-listans eru boðnir velkomnir til að gleðjast yfir þessum áfanga í kosn- ingabaráttunni, segir í fréttatilkynn- ingunni. Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir flytja stutt ávörp. Gísli Helgason og Herdís Hall- varðsdóttir leika nokkur lög. Kaffi verður á könnunni. F-listinn opnar kosninga- skrifstofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.