Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN Þorkelsdóttir opnar í dag sýningu á nýjum vatnslitaverkum í aðalsal og kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin nefnist Flæði og er náttúr- an kveikjan að myndum Kristínar líkt og oft áður. Verkin eru unnin með kunnuglega staði fyrir sjónum, s.s. Esju, Þingvelli og Lakagíga en Kristín málar landslagsmyndir sín- ar undantekningalítið á ferðalög- um. „Ég mála undir berum himni þegar veður leyfir og hef komið mér upp nokkurs konar ferða- vinnustofu í bílnum. Ég nærist á þessum ferðum, finn sterkar fyrir lífsneistanum þessa daga sem ég er að mála,“ segir Kristín. Vatnslitir eru sá efniviður og aðferð við mynd- sköpun sem á hug og hjarta Krist- ínar. „Mér hefur alltaf fundist vatnsliturinn vera mín leið til að takast á við landslagið, sem ég skynja í raun sem myndverk sem er stöðugt að breytast vegna ut- anaðkomandi áhrifa, einkum birt- unnar. Mitt sjónarhorn er auðvitað líka breytilegt, og þegar ég byrja að mála ákveðið mótíf vil ég leggja út í óvissuna og taka áhættu. Vinnslu- ferlið og hreyfing mótífsins gagn- vart ljósgjafanum á meðan ég mála skapar ákveðið pláss fyrir hið óvænta.“ Á sýningunni eru hátt í sextíu myndverk, sem Kristín hefur unnið á síðustu þremur árum. „Verkin hafa þróast á þessum tíma. Ég vinn nú meira með áhrifin af fyrirmynd- inni, fremur en að elta hana uppi þó svo að ég hafi gaman af því líka. Það má kannski segja að verkin á sýn- ingunni fari á milli þessara póla, þó svo að ég sé tvímælalaust á leiðinni út í meiri abstraksjón. Þá hef ég verið mjög upptekin af vetrarbirt- unni, og eru margar myndanna mál- aðar um vetur eða vor. Ég hef litið talsvert til náttúrunnar í kringum Reykjavík, og þeirrar ómetanlegu nærveru sem Esjan veitir. Kistufell- ið í Esjunni er til dæmis mótíf sem hefur kallað á mig ár eftir ár, en ég vanrækt þar til í vetur. Ég mála fjallið alltaf síðla dags, því þá er Esj- an fallegust,“ segir Kristín. Á sýningunni er að finna fimm rósamyndir, sem Kristín hefur unn- ið beint inn í hinn sérstæða boga- vegg í aðalsal Hafnarborgar. „Það mætti kannski lýsa verkinu sem nokkurs konar innsetningu í rýmið. Rósirnar mynda eitt verk sem áhorfandinn sér ekki allt samtímis og nýtur þess á sama hátt og hann skoðar blómagarð eða les ljóðabók. Enda heitir verkið Rósaljóð. En maður verður virkilega að taka á sig rögg til þess að mála rósir, því það er svo sterklega greypt inní mann að svoleiðis geri maður bara ekki. Ég byrjaði að yfirvinna þessa fælni fyrir nokkrum árum þegar ég fékk oft rósir frá rósabóndanum í Dalsskarði. Fljótlega fann ég hjá mér þörf til þess að stúdera rósirnar í málverki og fara þannig í læri hjá skaparanum.“ Kristín Þorkelsdóttir hefur hald- ið fjölmargar einkasýningar með vatnslitaverkum og tekið þátt í sam- sýningum Akvarell Ísland. Hún hef- ur einnig verið virk á sviði graf- ískrar hönnunar. Á síðari árum segist hún hafa gerst æ ákveðnari við að skapa sér tíma til að mála, og leitað sífellt nýrra, ögrandi við- fangsefna. Opnun sýningarinnar Flæði verð- ur sem fyrr segir kl. 15 og mun Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngja þar við píanóleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Litbrigði landsins Morgunblaðið/Ásdís Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður við verkið Rósaljóð á sýningunni í Hafnarborg. Tvær myndlistarsýningar, Flæði og Hring- brot, verða opnaðar í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag kl. 15. Heiða Jóhannsdóttir leit þar inn og fann vatnslitaverk og leirskúlptúra. BJARNI Sigurðsson opnar á neðri hæðinni í Hafnarborg sína fyrstu myndlistarsýn- ingu hér á landi. Hann fæst við leirlist en býr í Árósum í Danmörku þar sem hann rek- ur verkstæði ásamt fleiri listamönnum. Sýninguna nefnir Bjarni Hringbrot en þar er að finna leirskúlptúra sem allir eru byggðir á hring- forminu. Bjarni segir formið fyrst og fremst mynda grunn fyrir þær áferðartilraunir sem hann hefur einbeitt sér að í leirvinnslunni. „Ég hef verið að gera tilraunir með glerungamyndanir á yfir- borði leirsins. Þannig skapa ég tiltölulega hreint form í steinleir og húða með þunnu lagi af mýkri leir. Þegar kem- ur að glerjuninni fær verkið hins vegar á sig endanlega mynd. Ég hef t.d. leikið mér að því að egna saman ólíkum gerðum glerunga sem eiga ekki saman og láta þá „takast á“ í ofninum. Oft gerist eitt- hvað mjög óvænt í þessari vinnsluaðferð, og er misjafnt hversu mikla stjórn ég hef á ferlinu.“ Bjarni hefur í gegnum árin þróað fleiri hundruð gerðir glerunga og má glöggt sjá þess merki í verkunum, sem minna oft á íslenska náttúru í hrjúfleika sínum og litbrigð- um. Sum verkanna eru brennd allt að fjórum sinnum að sögn Bjarna, stundum með þangi og ösku til að ná fram nátt- úrulegri áferð. Með því að nota fleiri lög af glerungum leitast hann jafnframt við að endurspegla litasamspil ís- lensks landslags, sem Bjarni segir hafa mikil áhrif á sköp- un sína. „Ég heillast af gróf- leika og litbrigðum landsins, og óendanlegum birtingar- myndum þeirra. Sama er að segja um leirinn, sem getur tekið á sig óendanlega marg- ar myndir í ólíkri meðhöndl- un,“ segir Bjarni að lokum. Landslag í leir Bjarni Sigurðsson gerir tilraunir með glerunga í leirverkum sínum. heida@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.