Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTNIBRAUT 37-41 GRAFARHOLTI Sölusýning í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, milli kl. 13 og 16. Um er að ræða nýtt fjölbýlishús sem er í bygg- ingu á góðum útsýnisstað norðanmegin í hverfinu. Tvær full- búnar íbúðir til sýnis á staðnum. Gjörið svo vel að líta við. Sölumenn frá Skeifunni fasteignamiðlun og byggingaraðili á staðnum. HINN 25. maí nk. munu Reykvíkingar ganga að kjörborðinu. Sú ákvörðun sem þeir taka í kjörklefanum getur skipt miklu máli fyrir framtíðarhag þeirra. Skuldir borgar- innar hafa aukist gíf- urlega í tíð núverandi meirihluta R-listans. Að skuldadögum kem- ur þótt síðar verði. Annaðhvort verður að hækka álögur á borg- arbúa til að standa undir aukinni skulda- byrði eða fresta verður framkvæmdum og draga úr þjónustu. Það síðara hefur verið áberandi í stjórnsýslu R- listans. Mikilvægum framkvæmdum í samgöngumálum borgarinnar hef- ur verið frestað um óákveðinn tíma eins og bygging mislægra gatna- móta við Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut þó um sé að ræða ein hættulegustu gatnamót borgarinn- ar. Biðlistar eftir dagvist á vegum borgarinnar lengjast þrátt fyrir að afnám biðlistanna hafi verið eitt aðalkosn- ingaloforð R-listans undanfarin kjörtíma- bil. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hafa einnig lengst verulega. Um er að ræða ófremdar- ástand og eru mörg dæmi um það að eldri Reykvíkingar hafi þurft að flytja í ná- grannasveitarfélögin til að fá úrlausn mála sinna. Sjálfstæðismenn vilja tryggja hag eldri borgara og öryrkja. Efna á til sérstaks átaks í þessum málum í samvinnu við ríkisvaldið, lífeyris- og sjúkra- sjóði og verja milljarði til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og eyða þannig biðlistum. Einnig verð- ur eldra fólki og öryrkjum gert auð- veldara að búa sem lengst í eigin húsnæði. Þetta verður gert með því að stórlækka fasteignaskatta á íbúð- arhúsnæði eldri borgara og öryrkja. Einnig verður lögð áhersla á að efla þjónustu til eldri borgara sem halda eigið heimili þannig að þeir geti ver- ið sem lengst heima. En það eru ekki allir öryrkjar og eldri borgarar sem eru svo heppnir að búa í eigin húsnæði. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að leysa húsnæðisvanda þeirra fjölskyldna sem búa við óvið- unandi aðstæður og eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Þetta verður gert með því að fjölga leigu- íbúðum á vegum borgarinnar. Reykvíkingar, atkvæði okkar skipta máli. Af útslitum kosninganna ræðst hvaða hagsmunir verða látnir hafa forgang næstu árin í stjórn borgarinnar. Betra líf fyrir eldri borgara og öryrkja Þórey Aðalsteinsdóttir Höfundur er lögfræðingur. Reykjavík Sjálfstæðismenn, segir Þórey Aðalsteinsdóttir, vilja tryggja hag eldri borgara og öryrkja. Í LEIÐARA í nýj- asta hefti breska viku- ritsins „The Econom- ist“ er fjallað um átökin í Miðausturlöndum. Þar segir meðal annars að Palestínumenn og Ísraelar saki hverjir aðra um að eyðileggja allar vonir um frið. „The Economist“ segir að báðir hafi rétt fyrir sér. Á Íslandi er hópur manna sem má ekkert annað heyra en að allt sem fari úrskeiðis sé Ísraelum, og Ísraelum einum að kenna. Einn þessara manna er Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 16. þessa mánaðar. Samkvæmt hans kenningum er Ísr- aelsríki eiginlega ekki til, heldur að- eins samansafn af vondum gyðingum sem „sölsuðu undir sig ættjörð Pal- estínumanna, og hröktu þá í útlegð“. Og, segir hann: „Allt sem Palestínu- menn hafa gert er afleiðing þessarar svívirðu, og veikburða tilraun þeirra til að ná fram rétti sínum.“ Jæja. Það þýðir náttúrlega lítið að deila við mann sem hefur svona fastmótaðar og ákveðnar skoðanir. Fyrir aðra lesendur er þó rétt að leiðrétta það sem Guðbrandur segir um samn- ingaviðræðurnar í Camp David. Hann segir að það sé Stóralygi, frá áróðursmeisturum Ísraela, að Ara- fat hafi hafnað aðgengilegum friðar- tillögum Ehuds Baraks. Guðbrandur segir að um þetta hafi fjölmargir vitnað, sem voru viðstaddir viðræð- urnar, þar á meðal sumir öflugustu stuðningsmenn Ísraela, í bandarísku utanríkisþjónustunni. Guðbrandur nafngreinir engan þessara manna. Ég get hinsvegar nafngreint mann, sem þarna var viðstaddur, og sem segir allt annað. Sá maður heitir Bill Clinton, og hann stjórnaði þessum fundi. Hann var Arafat mjög reiður fyrir að hafna tillögum Baraks, og sagði að hann hefði þarna eyðilagt sögulegt tækifæri til friðar í Mið- austurlöndum. Nokkrum mánuðum eftir að Clinton lét af embætti, var frétta- maður vikuritsins Time í fámennu samkvæmi, þar sem Clinton talaði mjög opinskátt um til- raunir sínar til að koma á friði, og vonbrigðin yfir að það skyldi ekki takast. Hann sagði frá því að einn síðustu dag- anna sem hann var í Hvíta húsinu, hefði Arafat hringt í sig til þess að kveðja. Arafat hefði sagt við sig að lokum: „Þú ert mikil- menni.“ Clinton sagði að hann hefði svarað: „Nei, það er ég ekki. Og það er þér að kenna.“ Stóralygin er því upprunnin hjá áróðursmeisturum Arafats, sem eru að reyna að endur- skrifa söguna, sér til framdráttar. Palestínumenn þurfa svosem ekki á sjónhverfingum að halda þessa dagana því mönnum ofbýður þær heiftarlegu árásir sem Ariel Sharon lætur gera á byggðir þeirra. Það er ekki hægt að réttlæta það að leggja heilu bæina í rúst og drepa og meiða fjölda óbreyttra borgara, til þess að ná sér niðri á tiltölulega fámennum hópi hryðjuverkamanna. Arafat ber þó ekki minni ábyrgð á ástandinu en Sharon. Hann hefur leynt og ljóst stutt sprengjumorðingjana, sem hafa drepið hundruð Ísraela á und- anförnum misserum. Ef það hefði hentað honum hefði hann getað stöðvað þessar árásir fyrir löngu. Og þá um leið hefði verið hætt árásum Ísraela á palestínskar byggðir. Það er dálítið kúnstugt að sjá Yasser Arafat hampað sem friðar- postula og píslarvotti. Ekki síst þeg- ar haft er í huga að Ísrael er alls ekki fyrsta þjóðin sem sendir skriðdreka gegn honum. Á sjöunda áratugnum hafði hann bækistöðvar sínar í Jórd- aníu, ásamt þúsundum vígamanna, í samtökunum PLO. Þar var yfirgangur þeirra slíkur að árið 1970 sendi Hussein, konung- ur Jórdaníu, skriðdrekasveitir sínar inn í flóttamannabúðirnar þar sem PLO hélt til, og hrakti þá úr landi. Sýrlendingar neituðu PLO um bæki- stöðvar og þá lá leiðin til Líbanons. Líbanon var, hernaðarlega, margfalt veikara en Sýrland, og Líbanir fengu ekki rönd við reist þegar þúsundir og aftur þúsundir vígamanna Arafats streymdu yfir landamærin. Ríkisstjórn Líbanons reyndi að hafa hemil á Arafat og mönnum hans með samningum en þeir voru allir sviknir. Nýir samningar voru gerðir en Arafat sveik þá jafnóðum. Eftir margra ára sviksemi sendi ríkis- stjórn Líbanons her sinn gegn Ara- fat og mönnum hans, árið 1973. Þeim bardögum lauk með Malkert sam- komulaginu þar sem Arafat lofaði að flytja þungavopn frá flóttamanna- búðum sínum, hætta hryðjuverkum í Líbanon og hætta að nota flótta- mannabúðirnar sem æfingabúðir fyrir hryðjuverkasveitir sínar. Enn sveik Arafat og Palestínumenn áttu stóran þátt í borgarastríðinu í Líb- anon 1975-1976, sem kostaði um sex- tíuþúsund manns lífið. Arafat hélt áfram að semja og svíkja þartil Ísraelar stigu það óheillaskref, árið 1982, að gera inn- rás í Líbanon. Það var þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Ariel Sharon, sem stýrði þessari innrás, og hann fór langt fram úr því umboði sem ríkisstjórnin hafði veitt honum. Umboðið fól í sér takmarkaða og snögga árás innfyrir landamæri Líb- anons til þess að hreinsa burt víg- hreiður sem voru notuð til þess að skjóta eldflaugum inn í Ísrael. En Sharon hefur alltaf túlkað umboð og skipanir eftir eigin höfði og fyrr en varði var hann búinn að hertaka Beirút. Þeir Sharon og Arafat hafa því lengi eldað saman grátt silfur. Þeir hata hvor annan eins og pestina og það er erfitt að sjá að þeir geti nokkrusinni sest saman að samn- ingaborðinu. Er annar þeirra skárri en hinn? Mín skoðun er sú að þessir tveir gömlu stríðsjálkar séu tíma- skekkja og hvor um sig ógæfa sinnar þjóðar. Friðarpost- ulinn Arafat Óli Tynes Miðausturlönd Mín skoðun er sú, segir Óli Tynes, að þessir tveir gömlu stríðsjálkar séu tíma- skekkja og hvor um sig ógæfa sinnar þjóðar. Höfundur er fréttamaður. VORIÐ er að koma. Eitt af vorverkunum er að unglingar í 10. bekk grunnskóla fara í gegnum samræmdu prófin, og hafa þar með lokið skólaskyldu. Í gegnum tíðina hef- ur það verið stórt verkefni í lífi ungling- anna. Það er í raun mikill áfangi að ljúka grunnskólanum og ekki verra að standa sig vel í prófunum. Það skapast alltaf ákveðið andrúmsloft í kringum lok prófanna. Því miður hefur það stundum vakið hjá okkur foreldr- unum og öðrum sem vinna með ung- lingum dálítinn kvíða, þegar til þess er hugsað hvernig unglingarnir muni nú fagna þessum áfanga. Eitt hefur mér lærst í starfi mínu sem uppalandi og sem prestur í vinnu með unglingum, það er hversu mikilvægt það er að vera myndugur. Myndugleiki er það að iðka sjálfs- skoðun og hafa gert sér grein fyrir veikleikum sínum og styrk, og kunna sjálf að meta það sem við höf- um fram að færa. Við höfum þekk- ingu, hæfileika og lífsreynslu. Það er óendanlega dýrmætt fyrir börnin okkar að alast upp við myndugleika, að finna að fullorðna fólkið geti miðlað mikilvægum gildum, gefið haldgóða vegvísa og sett sanngjarn- ar reglur sem staðið er við. Þannig hafa börnin okkar eitthvað að miða við, þegar þau þurfa að taka ákvarð- anir og standa með sjálfum sér síðar á lífsleiðinni. Mig langar að miðla ykkur af reynslu minni sem prestur í mið- borg Reykjavíkur. Miðborgin hefur oft á tíðum verið staður þar sem unglingar safnast saman í lok sam- ræmdu prófanna. Ég minnist þess þegar ég hóf starf mitt í miðborg- inni fyrir fjórum árum. Þá var það mér raunaleg lífsreynsla að fylgjast með nokkur hundruð unglingum „fagna“ því að skólaskyldunni væri lokið. Þessi fallegu börn minntu mig helst á það þegar ég bjó í Vestmannaeyjum og fylgdist með því þegar lundapysjurnar flugu ofan úr hömrunum beint í ljósin og lentu inni í miðjum bæ, þar sem þær ráfuðu um í umkomuleysi og fundu að þær voru ekki á réttum stað. En sem betur fer búa í Vest- mannaeyjum góðar manneskjur sem leit- uðu uppi þessi litlu skinn, fóru með þau út að bryggju eða út á Eiði og köstuðu þeim á flug í rétta átt. Mér til mikillar gleði hafa þau sem bera ábyrgð ákveðið að ganga fram undir slagorðinu „Samtaka nú!“. Skólar, foreldrafélög, Heimili og skóli og ýmsar stofnanir sem bera hag unglinga fyrir brjósti, hafa tekið höndum saman og sýnt mynd- ugleika. Skólar, foreldrafélög og fé- lagsmiðstöðvar bjóða upp á skemmtilegar og oft stórbrotnar ferðir í lok prófanna. En lögregla og þau sem starfa að æskulýðsmálum hafa verið í öflugu samstarfi að fylgjast með innan borgarmarka ásamt foreldraröltinu. Við sem stöndum að Miðborgar- starfi KFUM/K, sem er leitar- og næturstarf í miðborg Reykjavíkur, höfum haft opið aðsetur okkar í Austurstræti 20 undanfarin ár. Höf- um við því vel getað fylgst með þessari þróun. Og mér þótti það ekki leiðinlegt að horfa á miðborg- ina nær tóma á síðastliðnu vori er samræmdum prófum var lokið, og sitja með fullskrýddum lögreglu- þjónum, útiklæddum foreldrum, ÍTR-leiðtogum og æskulýðsfulltrú- um kirkna borða vöfflur og sötra kaffi og fara yfir þann árangur sem hafði náðst með góðum samtaka- mætti. Það breytir ekki því að við þurf- um að halda vöku okkar og vera meðvituð um þann myndugleika sem við eigum að rækta með okkur sjálfum. Stöndum saman á þessu vori og elskum börnin okkar. Verum myndug! Jóna Hrönn Bolladóttir Prófin Við þurfum, segir Jóna Hrönn Bolladóttir, að halda vöku okkar. Höfundur er miðborgarprestur. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.