Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 29 ÚR VESTURHEIMI STRENGJAKVARTETT eftir Jón Leifs var fluttur í Calgary um helgina og er þetta senni- lega í fyrsta sinn sem strengja- kvartett eftir hann er fluttur í Kanada. Á tónleikum strengjakvar- tettsins „The Beau Quartet“, sem haldnir voru í Norræna húsinu í Calgary, The Scand- inavian Centre, sunnudaginn 14. apríl, var fluttur strengjakvar- tett númer 2 eftir Jón Leifs, Vita et Mors. Að sögn Hall- gríms Benediktssonar, ræðis- manns Íslands í Calgary, voru tónleikarnir vel sóttir og tónlist Jóns Leifs, sem var fáum við- stöddum kunnug, var mjög vel tekið. „Þetta er sennilega í fyrsta sinn, sem strengjakvart- ett eftir Jón Leifs er fluttur í Kanada,“ segir Hallgrímur Benediktsson. „Beau-kvart- ettinn tók verkið nokkuð mýkri tökum en Yggdrasill-kvartettinn frá Svíþjóð gerir á sinni upp- töku, en kom þó vel til skila angist og sorg þeirri, sem í verkinu liggja.“ Beau kvartettinn er skipaður hljóðfæraleikurum úr Fílharm- oníusveit Calgary, Calgary Phil- harmonic Orchestra, og hefur hann getið sér gott orð fyrir tónleika og upptökur, m.a. á kvartettum eftir Carl Nielsen og Jan Sibelius, að sögn Hall- gríms. Á efnisskrá þessara tón- leika voru einnig strengjakvart- ett Jan Sibeliusar, Voces Intimae, og þáttur úr strengja- kvartett Edvards Griegs op. 27, ásamt útsetningum fyrir strengjakvartett á Dans Anítru og Brúðarmarsinum að Troll- haugen eftir Grieg. Tónleikarnir voru haldnir að frumkvæði norrænu klúbbanna í Calgary. Nýmæli í menningarlífi Kanada Strengjakvartett eftir Jón Leifs fluttur í Calgary ÚTGÁFUSTYRKUR íslensku rík- isstjórnarinnar til vestur-íslenska vikublaðsins Lögbergs Heims- kringlu í Winnipeg í Kanada hef- ur verið hækkaður úr 8 þúsund kanadískum dollurum í 15 þúsund kanadíska dollara í ár og er því að jafnvirði um 950 þúsund krón- ur. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að efla og treysta samskiptin við Vestur-Íslendinga á fjölmörg- um sviðum og hefur auknu fjár- magni verið varið til ýmissa verk- efna. Í því sambandi má nefna ríflegt framlag til íslenska bóka- safnsins við Manitoba háskóla í Winnipeg, mikinn stuðning við ís- lenskudeild skólans og menning- armiðstöðina í Gimli, The Water- front Centre, þar sem meðal annars er safn íslenskrar menn- ingararfleifðar í Vesturheimi. Um árabil hefur vestur-íslenska vikublaðinu Lögbergi Heims- kringlu verið veittur nokkur út- gáfustyrkur, en á þessu ári var styrkurinn hækkaður um nærri helming, eða úr 8 þúsund kan- adískum dollurum í 15 þúsund kanadíska dollara. Eiður Guðnason, sendiherra, sem gegnir starfi aðalræðismanns Íslands í Winnipeg, afhenti styrk- inn í liðinni viku. Julianna Bjorn- son, kennari og formaður útgáfu- stjórnar LH, veitti styrknum viðtöku í móttöku á heimili að- alræðismannshjónanna. Við- staddir voru Lillian Vilborg, sem er ritstjóri blaðsins, aðrir starfs- menn og útgáfustjórnin. Juliana Bjornson, formaður útgáfustjórnar Lögbergs Heimskringlu, veitti styrknum viðtöku, en Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, afhenti henni ávísunina fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Útgáfustyrkurinn til LH hækkaður HERDÍS Storgaard, framkvæmda- stjóri Árvekni, hvetur börn og for- eldra til að huga vel að öryggisbúnaði nú þegar hjólatíminn er hafinn. „Notkun á hjálmum hefur því miður dregist saman undanfarin tvö ár, en hún var mjög útbreidd um tíma, eink- um meðal yngri barna,“ segir hún. Þegar hjálmur er keyptur á að gæta þess að stærðin passi við ummál höfuðs sem mælt er yfir breiðasta hluta þess frá enninu. „Fólk á ekki bara að kaupa ein- hvern hjálm. Hjálmar eru mismun- andi að gerð og frá mismunandi lönd- um og höfuðlag fólks er ólíkt, því er mikilvægt að máta vel áður en keypt er. Best er að starfsfólk verslana sem selja hjálma leiðbeini viðskiptavinum því verið er að selja öryggisbúnað og á ábyrgð seljenda að tryggja að ör- yggissjónarmið séu ekki fyrir borð borin vegna vanþekkingar.“ Stillingar auðveldari en áður Herdís segir hjálma hafa tekið miklum stakkaskiptum hvað stilling- ar varðar og að fyrir vikið sé miklu auðveldara að fá þá til þess að sitja rétt á höfðinu en áður. „Þegar hjálm- urinn er stilltur fyrir höfuð barnsins verður að gæta að því að hann sitji rétt strax í upphafi og setja hann beint ofan á höfuðið án þess að átt sé við stillingarnar. Hjálmurinn er alveg beinn ef hann nær niður að augabrún- um þegar horft er framan í barnið og einnig þarf að gæta þess að aftara bandið, sem er við hnakkann sé á rétt- um stað. Til beggja hliða eru bönd sem mynda þríhyrning, eða v-form þegar þau sitja rétt og er þá miðað við að eyrað falli inn í miðju þríhyrnings- ins. Spennan þar sem böndin mætast á síðan að vera í beinni línu við kjálka- liðinn. Þetta þarf að stilla báðum meg- in. Að því búnu er hökubandið stillt og þar þarf að passa að það sé þægilega hert og spennan sé aðeins til hliðar við hökuna ef ekki er svampur á milli. Bandið á að vera þétt við hökuna, en þó ekki of strekkt, og miðað er við að hægt sé að koma 1–2 puttum á milli. Á vart að haggast Ef barninu finnst hjálmurinn óþægilegur mætast böndin við eyrun ekki á réttum stað, til að mynda undir eyrnasneplunum, sem getur gefið kyrkingartilfinningu. Ef svo er þarf að byrja alveg upp á nýtt,“ segir hún. Þegar búið er að stilla hjálminn rétt er best að taka utan um hann beggja vegna og sjá hvort hægt er að hnika honum til og segir Herdís að hann eigi vart að haggast. „Stundum sér maður börn með hjálm sem búið er að ýta upp á ennið. Sum eru líka með húfu undir hjálminum og ég vil árétta að hjálmur er alveg gagnslaus ef hann er notaður svona,“ segir hún. Herdís segir að framleiðendur ábyrg- ist hjálma yfirleitt í 5 ár en ástæða sé til þess að skipta fyrr ef barn hefur oft dottið með hjálminn, þótt hann virðist ekki hafa orðið fyrir verulegu hnjaski. Hún leggur áherslu á að börn fleygi ekki hjálmunum sínum í gólfið, sem veiki þá, heldur hengi þá upp, og að þau setji alls ekki límmiða á ytra byrðið þar sem þeir geti minnkað eft- irgjöf yfirborðsins. „Hjálmur er mjög viðkvæmur bún- aður og endingin er kannski ekki nema 1–2 ár hjá yngstu börnunum.“ Hægt er að fá réttan búnað und- ir hjálminn sem heldur hita á höfðinu, í stað venjulegrar húfu. Morgunblaðið/Árni Sæberg ▲RÉTT. Eyrað á að vera í miðju þríhyrnings- ins og spennan við kjálkaliðinn. Einnig á að vera hægt að setja 1–2 fingur undir bandið. RANGT. Hjálmur sem hafður er uppi á enni veitir ekki vörn gegn áverkum og er því gagnslaus. Fallhjálmar með spennu eru einungis fyrir börn yngri en sex ára og henta vel á öruggum svæðum. Ef barnið er á leikvelli og festir höf- uðið, opnast spennan. Spenna á venjulegum hjólahjálmi gerir það ekki, og skapar kyrk- ingarhættu. Hjálm með grænni spennu má hins vegar ekki nota þegar hjólað er í umferð. Illa stilltur hjálmur er gagnslaus AVEDA kynnir mánuð jarðar í apríl á hverju ári og 2002 vill fyrirtækið vekja athygli á gróðurhúsaáhrifum í heiminum. Nú um helgina, fram til 20. apríl, styrkir Aveda á Íslandi verkefni Skógræktarfélags Reykja- víkur sem nefnist „grænn trefill um höfuðborgina“ af þessu tilefni og óskar jafnframt eftir framlagi frá viðskiptavinum í sama tilgangi, að því er segir í tilkynningu frá Aveda. VIÐSKIPTAVINUM verslana Bón- uss hefur fjölgað um 50% á und- anförnum 12 mánuðum og kemur hver Íslendingur í verslunina einu sinni í mánuði, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. 320.000–330.000 manns versla í Bónusi í mánuði hverjum, að hans sögn. Guðmundur kveðst ánægður með aukið verðskyn al- mennings undanfarin misseri og það að val á matvöruverslunum snúist orðið meira um budduna en áður. „Okkar markmið er að selja vöru á besta fáanlega verði og það virðist vera að skila sér. Við gerum verðk- annanir í öllum stórmörkuðum sex daga vikunnar sem gerir 50–60.000 verð á viku að jafnaði. Bónus mun gera allt til þess að bjóða lægsta verðið á markaðinum, viðskiptavinir borga okkur launin og verða sér sí- fellt betur meðvitandi um þetta markmið okkar. Við það ætlum við að standa,“ segir hann. Mikil umræða hefur átt sér stað um rauða strikið og neysluvísitöluna á liðnum mánuðum og segir Guð- mundur engan vafa í sínum huga á því „að Hagstofan þurfi að taka meira tillit til hins breytta verslun- armynsturs“, það er í hve miklum mæli almenningur beinir viðskiptum sínum til Bónuss. „Það hlýtur að hafa áhrif á vísitöluútreikninga og þar með afkomu heimilanna, enda sýna kannanir að minna hlutfall ráð- stöfunartekna fari í matarinnkaup nú en áður,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Bónuss kveðst ánægður með mánaðarlega verðkönnun Samkeppnisstofnunar á ávöxtum og grænmeti. „Hins vegar vil ég minna á að stofnunin verði að kynna sér forsendur markaðarins áður en hún sendir frá sér frétta- tilkynningar. Bónus hefur boðist til þess að senda Samkeppnisstofnun allt innkaupsverð svo hægt sé að bera saman við þróun útsöluverðs. Samkeppnisstofnun á ekki að þurfa að geta sér til um ástæður verðlagn- ingar á markaðinum, eins og gert var í síðustu verðkönnun,“ segir hann. Innfluttir tómatar undir kostnaðarverði Fram kom í umræddri grænmet- isverðkönnun Samkeppnisstofnun- ar, sem greint var frá í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag, að meðalverð á innfluttum tómötum hefði hækkað um 33% frá 8. febrúar til 8. mars. „Kílóið af tómötum kostaði 249 krónur með virðisaukaskatti í Bón- usi 8. apríl síðastliðinn, á sama tíma var innkaupsverð á kílóinu 304 krón- ur án vsk. Í lok febrúar og byrjun mars hækkaði innkaupsverð á tóm- ötum úr rúmum 200 krónum á kíló án virðisaukaskatts upp í 320 án vsk. þar sem uppskerutíminn var að hefj- ast í Hollandi. Á sama tíma sagði landbúnaðarráðherra að allt innflutt grænmeti ætti að lækka um helming vegna afnáms innflutningstolla. Hann gleymdi hins vegar að gera ráð fyrir að nýtt uppskerutímabil væri að hefjast á sama tíma og á að vita að nýrri uppskeru fylgi ávallt hærra verð.“ Guðmundur segir að síðustu að kíló af innfluttum tómötum hafi ver- ið selt á nær óbreyttu verði í Bónusi frá 1. janúar á þessu ári og bendir á að innkaupsverð hafi ekki byrjað að lækka að ráði fyrr en á mánudaginn var. „Nú er verð almennt að lækka á mörkuðum úti þannig að neytendur eiga nú rétt á að sjá grænmetisverð lækka. Þar munum við verða í far- arbroddi, sem fyrr,“ segir hann. Um 330.000 manns fara í Bónus í hverjum mánuði Mánuður jarðar hjá Aveda ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.