Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHaukar, Valur, Afturelding og KA í undanúrslit / B1–B2 Brian Marshall hættur með landsliðið í sundi / B1 4 SÍÐUR32 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Halldór LaxnessKilja n LESBOK LESBÓKIN í dag er tileinkuð Halldóri Kiljan Laxness í tilefni af aldarafmæli skáldsins 23. apríl nk. Blaðinu fylgir einnig blaðauki þar sem endurprentuð er bókin Skeggræður gegnum tíðina sem byggð er á samtölum Matthíasar Johannessens og Halldórs Lax- ness er birtust í Morgunblaðinu á sínum tíma en hún kom út árið 1972 í tilefni af sjötugs- afmæli Halldórs myndskreytt af danska teiknaranum Hans Bendix. Á forsíðu afmælisblaðsins er málverk af Halldóri Laxness sem Bragi Ásgeirsson, list- málari og myndlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins í áratugi, hefur málað sérstaklega af þessu tilefni. Blaðið hefst á ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Ólafur Ragnarsson, útgefandi Halldórs í hálfan annan áratug, rifjar upp brot úr óbirt- um samtölum sínum við Nóbelsskáldið og segir frá leit að greinum, ljóðum og sögum sem Halldór skrifaði í blöð undir dulnefninu Snær svinni á unglingsárum – áður en Barn náttúrunnar kom út. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur leitin leitt í ljós að rithöfundarferill Halldórs Laxness hófst með birtingu fjögurra ljóða í Morgunblaðinu 13. júní 1916 undir áðurnefndu dulnefni. Þetta er kafli úr bók sem Ólafur vinnur nú að um Halldór og er væntanleg í haust. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræðir við Auði Laxness, ekkju Halldórs, og Einar Falur Ing- ólfsson segir í máli og myndum frá húsi skáldsins, Gljúfrasteini, en á morgun verður gengið frá kaupum ríkisins á húsinu. Jónas Ragnarsson skrifar grein þar sem sagt er frá útgáfudögum og viðtökum skáld- sagna Halldórs Laxness. Þar kemur meðal annars fram að skáldsögur Halldórs komu út á öllum tímum ársins, allt frá 6. febrúar til 18. desember og að bækurnar dreifðust á alla daga vikunnar. „Ein kom sennilega út á sunnudegi, þrjár á mánudegi, ein á þriðjudegi, ein á miðvikudegi, fjórar á fimmtudegi, sjö á föstudegi og fimm á laugardegi. Oft urðu þetta metsölubækur og einu sinni seldist bók upp samdægurs,“ segir í grein Jónasar. Í blaðinu er birtur formáli Uffes Ellemann-Jensens, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, að nýrri þýð- ingu á Sjálfstæðu fólki sem koma mun út í Danmörku á þessu ári. Einnig rita Jon Cook, deildarforseti enskra og amerískra fræða við East Anglia- háskólann í Englandi, og finnski rithöfundurinn Antti Tuuri greinar um skáldið. Þá er lýst í stuttum útdráttum samskiptum Halldórs og Morgunblaðsins. Auk framangreindra vill Morgunblaðið þakka eft- irtöldum fyrir veitta aðstoð við efnisöflun og vinnslu blaðsins: Fjölskyldunni á Gljúfrasteini, Ólafi J. Engilbertssyni, Adam Foss, Gyldendal-útgáfunni og Vöku-Helgafelli. Davíð Oddsson Jon Cook Jónas Ragnarsson Uffe Elleman- Jensen Lesbókin tileinkuð aldarafmæli Nóbelskáldsins Leyndarmál Laxness Í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. október 1919 auglýsti Bóka- verslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar „Börn náttúrunnar“ en næst þegar blaðið kom út, þriðjudaginn 7. október, var nafn bókarinnar orðið rétt, „Barn náttúrunnar“. Á bókar- kápunni er höfundur sagður „Halldór frá Laxnesi“ eins og það er orðað í síðari auglýsingunni en ekki þeirri fyrri. Þetta voru fyrstu auglýsingarnar um bók eftir Halldór. Ólafur Ragnarsson og Halldór Laxness. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Matthías og Halldór á Morgunblaðinu 1980. Annti Tuuri Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Magnús Hjörleifsson FULLTRÚAR alþjóðlega álfyrir- tækisins Alcoa hafa verið á Íslandi undanfarna daga til að kynna sér möguleika á byggingu álvers á Reyð- arfirði sem nýti orku frá Kára- hnjúkavirkjun. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra sagði að frekari viðræður um málið myndu eiga sér stað milli Alcoa og Fjárfest- ingarstofunnar – orkusviðs á næstu vikum. „Þeir fulltrúar sem voru hér á landi þekkja þetta verkefni og telja það ágætlega mótað. Þeir hafa áhuga á að gera hagkvæmniúttekt á því. Þeir munu taka sér nokkrar vik- ur í það og þegar þeirri vinnu er lok- ið, vonandi í júní, munu hlutirnir væntanlega skýrast. Þá ætti að vera orðið ljóst hvort teknar verða upp al- vöruviðræður,“ sagði Valgerður. Samtöl hafa átt sér stað undan- farna daga milli nefndarinnar sem iðnaðarráðherra fól að kanna áhuga erlendra fjárfesta á byggingu álvers á Austurlandi, en hún er undir for- ystu Finns Ingólfssonar. „Frum- kvæði að viðræðunum kom frá Alcoa þegar fréttir bárust af því að hik væri komið á Norsk Hydro. Allir sem rætt hafa við þessa fulltrúa Al- coa eru sannfærðir um að þeir séu að skoða þetta af fullri alvöru. Mér finnst jákvætt að þeir skuli bregðast svona skjótt við og koma til viðræðna við okkur svo skömmu eftir að þeir höfðu samband. Það er hins vegar varasamt að draga of miklar álykt- anir af þessu á þessu stigi,“ sagði Valgerður. Finnur Ingólfsson segir útilokað að segja hvað viðræðurnar muni leiða af sér, en í þeim hafi verið góð- ur andi. „Fulltrúar frá Fjárfestinga- skrifstofu og Alcoa eru að skoða ein- staka þætti málsins og munu gera það næstu daga,“ sagði Finnur. Að- spurður sagði hann að með „ein- stökum þáttum“ ætti hann við „alla þætti“ málsins. Hann benti á að hér væri um nýtt verkefni að ræða og væri á þessari stundu ekki neinn hluti af Reyðarálsverkefninu. „Þarna er bara nýr aðili kominn að málinu. Það er mjög gott að fá þá inn á þessari stundu og fyrr en menn bjuggust við, en hver niðurstaðan verður, veit enginn.“ Alcoa er stærsta fyrirtæki á Vest- urlöndum í áliðnaði og er með starf- semi á öllum sviðum þess iðnaðar, þ.e. súrálsframleiðslu, álframleiðslu og úrvinnslu. Starfsmenn þess eru 129 þúsund í 38 löndum og er velta fyrirtækisins um 2.300 milljarðar króna. Alcoa í viðræðum um byggingu álvers Alcoa átti frumkvæði að viðræðunum GAMLIR kjólar, hattar, skór og föt voru til sýnis á tískusýningu á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær. Sextán manns sýndu þar gömul föt úr fórum heimilismanna og kom sýningarfólkið bæði úr röð- um íbúa á Hrafnistu og starfs- fólks. Elsti kjóllinn var í eigu móður næstum áttræðrar konu, það var náttkjóll úr lérefti og hvít nátt- húfa í stíl. Á þessari mynd sýna Tryggvi Blöndal, fyrrverandi skipstjóri á Esjunni, og Guðbjörg Elíasdóttir, starfskona á saumastofunni, göm- ul föt. Tryggvi er í fötum sem hann notaði þegar hann stýrði Esjunni um höfin og heldur Guð- björg á silfurref sem var móðins að setja yfir herðarnar og hafa við fína kjóla. Lovísa Einarsdóttir, samskipta- fulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði, segir að um 70–80 áhorfendur hafi fylgst með tískusýningunni og allir hafi skemmt sér kon- unglega. Morgunblaðið/Ásdís Sýndu tísku liðinna tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.