Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 51

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 51 dýrin. Það var svo síðasta vor að við gengum saman út á Þingholtshöfða þar sem við settumst niður, spjölluð- um saman, reyktum okkar síðasta vindil og fylgdumst með lífinu við höfnina. Verður þessi stund ein af dýrmætari minningum mínum um mann sem setti svip á bæinn og alltaf var gaman að hitta. Ég vil þakka afa mínum samfylgdina í gegnum árin og fari hann í friði. Kristín Jóhanna. Fréttin um andlát Palla kom okk- ur, sem með honum fylgdumst, ekki á óvart, svo hafði heilsu hans hrakað jafnt og þétt allra síðustu ár. Með honum er genginn mikill vinur okkar og foreldra okkar, og þakklátur hug- urinn reikar til þeirra mörgu sam- verustunda, í leik og starfi, sem við áttum með honum. Páll átti alla sína ævi heima í Stykkishólmi og raunar mestalla æv- ina í sama húsinu, Hlíðarenda, við Silfurgötu. Hann gerði ekki víðreist, Hólmurinn nægði alveg og var honum kær og heima fannst honum best að vera. Þar þekkti hann líka alla, tók menn, unga sem aldna, tali á förnum vegi og var vinsæll samferðamaður með þægilegt og einlægt viðmót. Hann fékk líka hið fallega viðurnefni vinur, sem segir best til um hvernig nærveru hann hafði. Það er því sjón- arsviptir í Hólminum þegar Palli Odds kveður og spjall við hann, úti á götu, um veðrið og landsins gagn og nauðsynjar verður að bíða betri tíma. Páll kvæntist Sæmundu Þorvalds- dóttur 1946 og stofnuðu þau heimili sitt í „dalnum“ við Silfurgötu og bjuggu þar alla tíð, fyrst í sambýli við foreldra hans, Kristínu og Odd, með- an þau lifðu. Skemmtilegar æsku- minningar okkar tengjast heimili þeirra Palla og Sæmu, stelpurnar þeirra voru leikfélagar okkar og þá tíðkaðist að unga fólkið gengi inn og út hvert heima hjá öðru. Hjá þeim var ríkjandi mikil gæska og græskulaus gleði með smitandi hlátri húsmóður- innar í fyrirrúmi, og þar var okkur tekið eins og einum úr fjölskyldunni. Þá var og mikill samgangur milli æskuheimila okkar og þeirra, nábýli, samstarf og skyldleiki leiddi til vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Fjölskylda Sæmu og Palla hélt vel saman með sterkum böndum, því voru það þungbær áföll er Böðvar lést í febrúar 1986, á þrítugasta aldursári, frá eiginkonu og tveimur ungum dætrum, og aftur er Sæma féll frá, að- eins einu og hálfu ári síðar, rétt rúm- lega sextug. Kom þá ljós hve sam- band þeirra hjóna var náið og innilegt og átti Palli lengi mjög erfitt eftir þessi þungu högg. Þá skipti sköpum hve vel fjölskyldan stóð saman í and- byrnum og hvernig systkinin studdu og hvöttu pabba sinn áfram. Tókst Palla að létta drunganum af sér þótt sárin greru skiljanlega aldrei, því hann var í raun viðkvæmur og tilfinn- ingaríkur maður, undir niðri, þótt hann vildi ávallt virka hress og glaður í dagsins önn. Palli stundaði verkamannavinnu alla sína ævi og vann yfir hálfa öld hjá fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar. Það segir sína sögu um tryggð hans, en ekki síður hversu mikils störf hans voru metin. Honum vannst vel, hann var verklaginn og gekk að hinum margvíslegu störfum sem sinna þurfti af öryggi og dugnaði. Oft var vinnu- dagurinn langur og drjúgu verki skil- að. Þótt Palli kysi jafnan að hafa hlut- ina í föstum skorðum, fagnaði hann framförum og bættum aðstæðum á vinnustað og lifði vissulega tímana tvenna í þeim efnum. Kynslóð hans, sem óðum er að kveðja, hefur átt drýgsta framlagið til mestu þjóð- félagsumbóta sem orðið hafa á Ís- landi. Við hin yngri stöndum í mikilli þakkarskuld við þá kynslóð og ekki síst hinn óbreytta daglaunamann. Palli stundaði í mörg ár fjárbúskap og voru fyrst fjárhúsin og hlaðan í túnfætinum við Silfurgötu, en síðar varð að flytja búskapinn uppfyrir bæ- inn. Þeir voru þó nokkrir tómstunda- bændurnir í Stykkishólmi á þessum árum, sem héldu tengslum við sveita- upprunann og settu vissulega skemmtilegan svip á byggarlagið. Palli var bóndi í sér, hann hafði mikið yndi af bjástri við kindurnar og naut sín vel í þessu litla afmarkaða sam- félagi „bændanna“. Nú er skilnaðarstundin runnin upp. Palli okkar hefur gengið sína lífs- leið á enda og viljum við þakka honum samfylgdina af alhug og þær ljúfu minningar sem hann skilur eftir. Sá góði drengur á vísa góða heimkomu, þar sem bíða hans vinir í varpa. Fjölskyldunni sendum við innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum henni Guðs blessunar. Jóhanna og Ellert. Okkur langar með nokkrum orðum að kveðja þig, elsku Palli afi. Við geymum góðar minningar um þig í hjarta okkar. Það er ógleymanlegt hversu gaman var að koma í heim- sókn til þín í Hólminn og fá að leika sér í klettunum fyrir ofan húsið þitt, sem eru heill ævintýraheimur út af fyrir sig, og tína þar berin. Þú komst líka oft í heimsókn til okkar á Hvann- eyri og við fórum oft í gönguferð til að hitta fólkið sem var við vinnu því þú varst svolítill bóndi í þér. Við viljum segja þér, afi, að þegar við skrifum þessar línur til þín þá er glampandi sól og gott veður. Þú hefðir nú verið ánægður með það. Nú ertu kominn til pabba og ömmu sem þú saknaðir svo mikið og við vit- um að þau taka vel á móti þér. Við huggum okkur við það að nú höfum við einn ástvin til sem vakir yfir okk- ur. Við söknum þín, elsku afi. Mamma vill þakka þér fyrir öll árin sem hún þekkti þig og þann stuðning sem þú veittir okkur alla tíð. Guð blessi þig og alla þér nákomna. Oddný Eva, Særún Ósk, Rósa, Kristján, Aðalheiður og Andrés. Þeim fækkar samferðamönnum mínum sem ég kynntist þegar ég kom til Stykkishólms árið 1942. Og nú hef- ur Palli horfið af sjónarsviðinu eftir farsæla lífsgöngu. Hann var Hólmari af lífi og sál, það fór ekki á milli mála og í sama húsinu eða sama staðnum átti hann heima til hinstu stundar. Já, hann vann líka á sama stað hjá fyr- irtæki Sigurðar Ágústssonar lengst af ævinni, vakandi og vildi hagsæld fyrirtækisins fyrst og fremst, því eins og hann sagði þegar við áttum tal saman: Það er okkar gróði að fyrir- tækið vaxi og dafni. Þess njótum við. Það var gaman að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar eins og sagt er. Var vel að sér og fylgdist með framvindu tímans, fagnaði hverju framfaraspori í bænum og eins og sagt er: Góður Hólmari. Öll samskipti okkar voru þannig, tryggðin og áreið- anleikinn var alltaf til staðar. Fyrir það og okkar samskipti vil ég nú þakka. Ég bið þann sem öllu stýrir að vaka yfir honum og ástvinum hans. Já, þökk fyrir allt sem þú varst þessu byggðarlagi. Árni Helgason, Stykkishólmi. Palli vinur er farinn. Hann er far- inn til Sæmu frænku, Böðvars og þeirra sem fóru á undan. Ég veit að það eru fagnaðarfundir. Margar góð- ar minningar á ég úr Dalnum, heimili Palla og Sæmu. Að koma þar við í gamla daga fá mjólk og kökur við stóra volduga eldhúsborðið og spjalla, spila á spil eða fá að kíkja í Vikuna, alltaf höfðu þau tíma. Á vorin var svo farið með í fjárhúsin til að skoða lömbin og ekki var minna fjörið þegar kom að slætti og það þurfti að hirða og koma heyinu í hlöðuna á haustin. Alltaf var hreint og fínt í Dalnum hjá Palla þó að Sæmu nyti ekki lengur við. Páll Oddsson var maður sem setti svip á bæinn okkar, á hjólinu sínu með vindilstúf á milli varanna sem hann vellti fram og til baka af mikilli leikni. Hann hafði gaman af því tala um gamla tímann og oft sagði hann sögur frá sínum yngri árum, eða skellti fram stöku. Það er erfitt að missa heilsuna og Palli blessaður var orðin þeyttur Og þegar stund var milli stríða, hafði hann oft orð á því að hann skildi ekki hvernig væri komið fyrir sér. En nú hefurðu fengið friðinn Palli minn og ég kveð þig með þínum ein- kennis orðum „Blessaður vinur.“ Áslaug I. Kristjánsdóttir. „Staður þar sem eru engin vandamál. Heldurðu að það sé til svoleiðis staður, Toto? Það hlýtur að vera. Það er ekki staður sem þú kemst til á báti eða í rútu. Hann er langt, langt í burtu. Fyrir aftan tunglið, fyrir ofan rigninguna.“ (Úr VALUR GUÐMUND- UR VALSSON ✝ Valur Guðmund-ur Valsson fædd- ist í Reykjavík 24. desember 1959. Hann lést 14. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Val- ur Guðmundsson, býr í Kanada, og Ingunn Ásgeirsdótt- ir, býr í Reykjavík. Valur átti tvær syst- ur, Ingibjörgu Önnu Karlsdóttur, og Berglindi Valsdótt- ur. Valur átti tvær sambúðir að baki. Fyrri sam- býliskona hans var Kristín Guð- jónsdóttir frá Blönduósi. Áttu þau einn son, Val Óðin, f. 13.2. 1984. Seinni sambýliskona hans var Jónína Pálsdóttir frá Reykja- vík og áttu þau dóttur, Valdísi, f. 23.11. 1992. Útför Vals fór fram frá Selja- kirkju 21. mars. Galdrakarlinum í Oz.) Ég vil hugsa mér Val einhvers staðar fyrir ofan regnbog- ann, öllum þunga af honum létt, fljúgandi eins og Pétur Pan með allan heiminn fyrir sjónum. Ég sé hann brosa, eitthvað er honum skemmt – þú veist ekki alltaf hvað það er sem kitlar hann því hann sér oft hluti sem fara framhjá þér og mér. Hann er frjáls og getur skapað þau listaverk sem við, sem þekkjum og elskum hann, vitum að hann hefur hugmynda- flug og getu til. Þau eru áreið- anlega tengd vísindum, himinhvolf- inu, undurfurðulegu landslagi frá öðrum plánetum jafnvel. Hann verður aldrei gamall; allt- af hinn eilífi unglingur í hjarta sínu. Alltaf að teygja sig í hugsun, láta hrikta í takmörkunum. Tak- mörk eru ekki lengur hans vanda- mál. Valur hefði áreiðanlega verið Pétri sammála þegar hann sagði: „Að deyja hlýtur að vera stórkost- legt ævintýri.“ Ingibjörg Ásgeirsdóttir. ✝ Arnór ValdimarJónsson fæddist í Hafnarfirði 12. des- ember árið 1930. Hann lést á Sjúkra- húsi Ísafjarðar 14. apríl síðastliðinn. Hann var sonur Sig- ríðar Ásgeirsdóttur gullsmiðs, f. 7. sept- ember 1903, d. 14. maí 1981, og Jóns Valdimarssonar vél- smiðs, f. 10. júlí 1900, d. 31. maí 1988. Systkini Arnórs voru Flosi Þórarinsson út- varpsvirki, f. 23. mars 1924, d. í október 1945; Kristín Álfheiður dagmóðir, f. 2. ágúst 1929, d. 10. nóvember 1991; Halldór ökukenn- ari, f. 8. febrúar 1932; Hörður sjó- maður, f. 8. maí 1933, d. í mars 1967; Elín Matthildur tónlistar- kennari, f. 26. september 1940; Þórunn verslunarmaður, f. 30. nóvember 1941, og tvíburarnir Gunnhildur kennari og Flosi bif- reiðastjóri, f. 27. febrúar 1945. Hinn 23. desember 1961 kvænt- ist Arnór Þuríði Huldu (Stellu) Kristjánsdóttur, f. 4. júlí 1938. Börn þeirra eru: 1) Jóna Sigur- björg, f. 16. febrúar 1959. Maður hennar er Víðir Jónsson, f. 31. jan- úar 1956. Börn þeirra eru: Valdi- mar, f. 10. september 1978, Jón Eggert, f. 22. apríl 1980, Halldóra Frið- gerður, f. 27. apríl 1983, og Stella, f. 30. ágúst 1987. 2) Flosi, f. 6.febrúar 1962. Hann á son, Guðjón Alex, f. 8. desember 1999. 3) Kristján Valdimar, f. 9. mars 1965. 4) María Sigur- laug, f. 27. október 1966. Börn hennar eru Arnór Gabríel, f. 4. október 1993, og Jón Valdimar, f. 26. september 2000. Arnór lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Er því lauk hélt hann suður og nam vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni. Samhliða því stundaði hann nám við Iðnskólann í Reykjavík. Arnór kom aftur til Ísafjarðar árið 1956 og kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni árið 1957. Alla sína búskapartíð bjuggu þau á Ísafirði, lengst af í Miðtúni 31. Arnór vann hin ýmsu störf, m.a. á sjó, við Skipasmíðastöð Ísafjarð- ar, Bifreiðaeftirlitið og leigubíla- akstur. Hin síðari ár starfaði hann hjá Ísafjarðarbæ. Arnór verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. „Þið verðið að borða matinn ykk- ar svo þið verðið stór og sterk eins og afi.“ Elskulegur afi okkar er sofnaður svefninum langa eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann tók veikindum sínum af miklu æðru- leysi og aldrei lét hann okkur sjá hversu þjáður hann var. En þannig var bara hann afi, stór og sterkur. Alla tíð fylgdist hann með okkur í leik og starfi, hvort sem það var í skólanum eða tómstundum. Um hver jól og hvert vor beið hann spenntur eftir því að heyra ein- kunnirnar okkar og þegar við hringdum var hann vanur að spyrja okkur hvort við hefðum sprengt einkunnaskalann eina ferðina enn. Ef okkur vanhagaði um eitthvað reyndi afi að bæta úr því. Minn- isstætt er t.d. þegar Halldóra byrj- aði í tónlistarskólanum en þá tók hann sig til og útbjó nótnastand handa henni því hann vissi að hana vantaði það, að vísu var þetta ekki fullkominn nótnastandur en hann nýttist þó vel til að byrja með. Seinna meir fór afi svo í hljóðfæra- verslun og keypti almennilegan nótnastand fyrir hana. Þegar tón- listarskóli Bolungarvíkur hélt ár- lega tónleika var afi alltaf í salnum með kvikmyndatökuvél á lofti til að mynda okkur þegar við spiluðum lögin okkar. Hvort sem um var að ræða afmæli, fermingar, útskriftir eða annað fylgdi honum yfirleitt myndavél. Þegar Jón Eggert tók þátt í „Gettu betur“ fylgdist afi spenntur með, hvort sem keppnin var í út- varpi eða sjónvarpi. Hann tók keppnirnar upp á spólu og passaði vel að ekki væri tekið yfir þær. Þegar Valdimar byrjaði í háskóla- námi fylgdist afi grannt með því og þeir töluðu mikið um námið. Oft barst talið að stjórnmálum og áttu þeir oft á tíðum löng samtöl um stjórnmál þrátt fyrir að þeir væru á öndverðum meiði í þeim málum. Svona var afi í hnotskurn, alltaf að hugsa um okkur og til okkar. Það kom klárlega í ljós þegar Stella keppti á skíðamóti Íslands nú á vor- dögum. Þrátt fyrir mikil veikindi og sjúkrahúslegu fylgdist afi með af- rekum Stellu, hvort sem það var í gegnum sjónvarp, útvarp eða síma. Hann sagði við hana að þegar hann kæmi heim af sjúkrahúsinu ætlaði hann að smíða handa henni gull- skáp til að geyma alla verðlauna- gripina. Því miður var það ekki raunin þar sem veikindi hans höfðu betur að lokum. Það var alltaf gott að tala við afa, hann tók öllu með stóískri ró og var ekkert að æsa sig yfir einu né neinu og það verður skrýtið að koma í heimsókn á Ísafjörð þegar hans nýtur ekki við. En minningin um afa lifir í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Elsku amma, missir þinn er mik- ill. Við biðjum góðan guð að styrkja þig og styðja í þinni miklu sorg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þín barnabörn Valdimar, Jón Eggert, Halldóra Friðgerður og Stella. Elsku afi minn. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þú ert í himnaríki með öllum hinum engl- unum og þeir passa þig fyrir mig. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur við mig. Ég man þegar þú gafst mér rauðu veiði- stöngina, hún var svo svakalega flott og ég fór niður á bryggju að veiða og sagði þér ef ég veiddi eitt- hvað. Það var svo gaman þegar þú sagðir mér sögurnar á kvöldin, þú kunnir svo margar sögur og það var svo gaman að heyra þig segja frá því sögurnar voru svo spenn- andi og skemmtilegar. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért dáinn, þú varst besti vinur minn og ég er allt- af að hugsa um þig. Ég veit að amma er einmana eft- ir að þú dóst. Ég vil bara að hún viti að mér þykir vænt um hana og ég vona að englarnir vaki yfir henni. Elsku afi, ég skal reyna að passa ömmu eins vel og ég get. Þinn Arnór Gabríel. ARNÓR VALDIMAR JÓNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.