Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 43 s e m e r f i t t e r a ð y f i r g e f a s ó fa r Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00 OPIÐ: N O N N I O G M A N N I • N M 0 6 0 7 4 / si a. is þægilegir sófar blár, grænn, grár og svartur/hvítur 119.000kr. Florida 2ja og 3ja sæta tmhusgogn.is Vortilboð á reiðhjólum Sími 525 3000 • www.husa.is 24” reiðhjól, 18 gíra. Verð áður: 28.990 kr. 17.400 kr. HUGTAKIÐ „mannauður“ er æ meir notað í ýmsu samhengi. Venjulega er það notað yfir at- gervi vinnuaflsins, ekki síst menntun og færni til að skila ým- iskonar sérhæfðri vinnu. Tilkoma þessa hugtaks inn í málið veit vonandi á gott. Fái mannauður ein- hvern viðlíka sess í samfélaginu og auður af hefðbundnara tagi er bjart framundan í þjóðmálunum, ekki síst í menntamálum. Fyrir grunnskólann, það skólastig sem nýlega komst í hendur sveitar- stjórna, hlýtur hugtakið mannauður að vekja væntingar um aukið vægi og bættan aðbúnað. Samkvæmt orðanna hljóðan er grunnskóli, stofnun þar sem lagður er grunnur að mennt- un einstaklingsins, þar sem áxöxtun mann- auðsins hefst fyrir al- vöru. Starf í grunn- skóla er krefjandi. Þar þarf að hyggja til framtíðar en samtímis verður að sníða starfið þannig að það þjóni þörfum nemenda og foreldra í dag. Grunn- skólinn hefur því mið- ur á síðustu árum og áratugum verið vett- vangur harðvítugra kjaradeilna, sem á stundum hafa komið hart niður á þriðja að- ila, nemendum. Rót þessara deilna er að stórum hluta gamalgróin vantrú hérlendis á skóla og á það starf sem þar fer fram. Í skamm- sýni og skorti á yfirsýn hafa svo stjórnvöld ýtt undir þessa hégilju landans og spornað gegn réttmæt- um kröfum uppeldisstéttanna um betri viðgjörning. Kjarabarátta kennara hefur því ekki síst verið viðureign við stjórnvöld um að koma mennta- og skólamálum fram- ar í forgangsröðina og krafa til þeirra um að láta verkin tala. Hækkun á „gengi“ grunnskólans Undirritaður hefur reynslu af skólavist barna sinna bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Þar er ólíku saman að jafna, Íslandi í óhag. Oft hefi ég saknað þeirrar blöndu af alúð, virð- ingu og atvinnumennsku sem mér fannst einkenna skólavist sonar míns í Gautaborg. Ekki það að kennarar á Íslandi séu lakari eða að börn á Íslandi verri nemendur. Öðru nær. Munurinn liggur fyrst og gremst í hinu almenna viðhorfi til skóla og skólastarfs. „Bókvitið verð- ur ekki í askana látið“ er vitaskuld bara frumstæð sultardropaspeki sem Íslendingar þurfa að gera upp við. Verra er þó að yfirvöld hafa gert sér skjól úr þessum viðhorfum í viðleitni sinni við að halda niðri kjörum uppeldisstéttanna, þeirra sem eru að skapa og ávaxta mann- auðinn. Eftir að hafa upplifað skólastarf frá fyrstu hendi sem faðir, endur- tekin skoðanaskipti við aðra for- eldra, samræður við kennara og talsverðar pælingar er niðurstaða mín sú að skólastarf skorti „status“ hér á landi. Gengi málaflokksins er of lágt skráð ef svo má segja. E.t.v. lætur það rótgróinni iðnaðarþjóð eins og Svíum betur en veiðimanna- samfélaginu á Íslandi að leggja rækt við skólastarf, starfsemi sem horfir svo rækilega til framtíðar. En þetta er allt að koma hér á Fróni. Lífið hér mitt úti í norður Atlantshafinu er ekki lengur sá salt- fiskur sem það var. Tilveran hefur orðið fjölþættari með hverju árinu ekki síst hér í borgarsamfélaginu. Reykjavík er orðin alvöru borg þar sem framtíðin ber að dyrum án taf- ar. Lykillinn að þeim dyrum eru menntamálin og sá lykill er í hönd- um okkar sjálfra. Sáning og uppskera Gengi grunnskólans verður ekki talað upp, hvorki úr ráðherra- né borgarstjórastjól. Vilji menn upp- skeru duga orðin ein og sér ekki sem útsæði. Grunnskólastigið þarf fjárframlög sem gerir það sam- keppnisfært við aðrar atvinnugrein- ar. Borgaryfirvöld eiga að taka af skarið, móta stefnu þar sem grunn- skólinn og starfið þar fær þann sess sem því ber á okkar tímum. Reykja- víkurborg hefur fulla lögsögu yfir grunnskólanum og hefur því ein- göngu í eigin barm að líta. Grunn- skólinn þarf á því að halda að borg- in láti verkin tala. Það er sjálfsögð krafa að borgaryfirvöld staðfesti trú sína á gildi menntunar með því að stuðla að því að þau störf sem unnin eru á vettvangi grunnskólans séu metin að verðleikum. Grunnskólinn er vagga mannauðs Björn Guðbrandur Jónsson Reykjavík „Bókvitið verður ekki í askana látið,“ segir Björn Guðbrandur Jónsson, er vitaskuld bara frumstæð sultar- dropaspeki. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 5. sæti F-listans í Reykjavík. NEMENDUR frum- greinadeildar hafa stundum komið að máli við mig og spurt hvernig standi á því að deildin og það nám sem þar er boð- ið upp á virðist lítið þekkt í þjóðfélaginu. Eftirfarandi greinar- korni er ætlað að bæta úr því. Frumgreinadeild Tækniskóla Íslands hef- ur verið starfrækt síðan 1964, fyrst sem undir- búningsdeild og síðar bættist við raungreina- deild, þannig að frum- greinadeildin er fjög- urra anna nám á framhaldsskólastigi. Deildinni er fyrst og fremst ætlað að tryggja verkmenntuðu fólki viðhlít- andi undirbúning að námi í sérgreina- deildum skólans. Deildin hefur því verið valkostur verkmenntaðs fólks og frá og með hausti 2002 gefst þeim, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla eða sambærilegu prófi, kostur á því að ljúka þessu námi á þremur önnum í stað fjögurra. Von- ast er til að þessi breyting mælist vel fyrir meðal þessa hóps. Annar hópur sem sækir í síauknum mæli nám í frumgreinadeild TÍ er fólk sem af ein- hverjum ástæðum lauk ekki námi í framhalds- skóla en vill nú taka upp þráðinn að nýju. Frumgreinadeildin hefur hentað þessum hóp vel. Námið er stundað í dagskóla og tekur tvö ár. Þótt um áfangakerfi sé að ræða eru nemendur í sama bekk frá því þeir inn- ritast í deildina. Þetta er mörgum ómetanleg festa í skólastarfinu og auk þess hafa nemendur ríkan að- gang að skólanum utan hefðbundins kennslutíma. Slíkt hefur t.d. fjöl- skyldufólk kunnað vel að meta. Inn- gönguskilyrði fyrir þennan hóp eru 20 ára aldur og allt að tveggja ára starfs- reynsla sem viðkomandi sérgreina- deild metur. Eftir 2. önn í frumgreinadeild geta nemendur farið í bygginga-, raf- magns- og véliðnfræði, sem m.a. gef- ur þeim meistararéttindi. Jafnframt geta þeir nemendur sem eru 25 ára eða eldri farið í iðnrekstrarfræði að lokinni 2. önn hafi þeir góða starfs- reynslu að auki. Námi í frumgreina- deild lýkur með raungreinadeildar- prófi. Þetta próf veitir rétt til að hefja nám í öllum deildum Tækniskólans, þ.e. í tæknifræðideildum, rekstrar- deild og heilbrigðisdeild auk náms í öðrum háskólum, innlendum sem er- lendum. Við ykkur sem eruð að hugsa um nám í haust og uppfyllið skilyrði um inngöngu vil ég segja þetta: Verið vel- komin í frumgreinadeild Tækniskóla Íslands. Þar sem reynsla og verkmenntun skipta máli Málfríður Þórarinsdóttir Höfundur er forstöðumaður frumgreinadeildar TÍ. TÍ Þeim, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla eða sambærilegu prófi, gefst kostur á því, segir Málfríður Þórarins- dóttir, að ljúka þessu námi á þremur önnum í stað fjögurra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.