Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 61
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 61 Í dag milli kl. 14 og 16 verður opið á skrif- stofu okkar í Bæjar- hrauni 22, Hafnarfirði, þar sem við verðum með kynningu á ný- byggingum í Hafnar- firði. Við erum með á skrá yfir 40 eignir í byggingu í Áslandinu í Hafnarfirði, raðhús, parhús, einbýlishús og fjölbýli. Kíktu við! Kaffi á könnunni og með því. Opið laugardag og sunndag milli kl. 14 og 16. Nýbyggingadagar í Hafnarfirði! Bæjarhrauni 22 Hafnarfirði Sími 565 8000 • www.hofdi.is KVÖLDVAKA verður sunnudags- kvöld 21. apríl kl. 20 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Að venju mun Örn Arnarson ásamt hljómsveit og félögum úr kór kirkjunnar leiða tónlist og söng. Yfirskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er kirkjan og stjórn- málin. Fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði við bæj- arstjórnarkosningarnar í vor mæta á kvöldvökuna og svara því hvort þau telji að boðskapur Krists eigi eitthvað erindi við samtímann. Þau sem mæta eru Gestur Svav- arsson frá Vinstri grænum, Hildur Helga Gísladóttir frá Framsókn- arflokknum, Gunnar Svavarsson frá Samfylkingunni og Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri frá Sjálfstæð- isflokknum. Auk þeirra munu prest- ar kirkjunnar fjalla um þessa sömu spurningu. Þetta er eflaust í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar umræðu stjórn- málamanna í kirkju í aðdraganda kosninga og verður áhugavert að hlýða á boðskap flokkanna á þess- um vettvangi. Það eru allir hjartanlega vel- komnir til þessarar kvöldvöku í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Kuggur og Málfríður í Grensáskirkju Í FYRRAMÁLIÐ, sunnudag kl. 11, verður sýnt í Grensáskirkju barna- leikritið „Ævintýri Kuggs og Mál- fríðar“ sem byggt er á vinsælum barnabókum Sigrúnar Eldjárn. Þar segir frá því að Kuggur litli er flutt- ur í nýtt hverfi. Í því hverfi búa eng- ir krakkar en mest gamalt fólk og honum leiðist. Þá kynnist hann Mál- fríði. Hún er gömul kona en ung í anda. Saman lenda þau í ýmsum æv- intýrum. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið. Áður hafði verið auglýst að það yrði sýnt í Grensáskirkju í mars en sú sýning var afboðuð samdægurs vegna veikinda leikara. Sýningin er liður í barnastarfi safnaðarins sem fer fram alla sunnudaga kl. 11 árdegis. Leikritið höfðar einkanlega til barna undir 10 ára aldri og sýning þess er að sjálf- sögðu öllum opin, endurgjaldslaust. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 21.apríl kl. 20:30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðruleysis. Lofgjörðina leiðir söng- konan lífsglaða Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðr- anna Birgis og Harðar Bragasona. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir pre- dikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina og þjónar ásamt prestunum Karli V. Matthíassyni og Jakobi Ágústi Hjálmarssyni. Jafn- framt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Í lok stundarinnar verður alt- arisganga við altari Dómkirkj- unnar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kem- ur og leitar af heiðarleika og ein- lægni eftir samfélagi við Guð. Það sem einkennir messurnar er létt sveifla í helgri alvöru. Allir eru vel- komnir. Eftir messuna verður Ömmukaffi í Austurstræti 20 (Gamli Hressing- arskálinn) sérstaklega opið fyrir þau sem koma til messunnar, en það er bjart og reyklaust kaffihús í hjarta borgarinnar. Barnamessa í Dómkirkjunni BARNASTUND verður í Dómkirkj- unni á sunnudaginn. Stundin hefst með messunni kl. 11:00 en fer síðan fram á kirkjuloftinu. Það verður létt og skemmtilegt andrúmsloft ásamt góðu samfélagi barna og fullorð- inna í Dómkirkjunni á sunnudaginn. Umsjón verður í höndum Þorvaldar Víðissonar, Maríu Ellingsen og Jón- asar M. Ingólfssonar. Andrea Gylfadóttir í Hafnarfjarðarkirkju GUÐSÞJÓNUSTAN í Hafnarfjarð- arkirkju kl. 11.00 á sunnudaginn kemur 21. apríl verður með léttu sniði. Söngkonan vinsæla Andrea Gylfadóttir flytur sönglög með djasssveiflu og gefandi textum við undirleik Kjartans Valdimarssonar píanóleikara. Fyrir stuttu héldu þau tónleika í Akureyrarkirkju og vöktu mikla hrifningu. Andrea söng líka á liðnu hausti með Fjarðarbandinu í fjölsóttri dægurlagamessu í Hafn- arfjarðarkirkju. Kór kirkjunnar syngur einnig lof- gjörðarsálma. Allir prestar kirkj- unnar annast helgiþjónustu. Eftir guðsþjónustuna er opið hús í safn- aðarheimilinu Strandbergi. Prestar og sóknarnefnd Hafn- arfjarðarkirkju. Kvöldmessa í Grensáskirkju KVÖLDMESSA verður í Grens- áskirkju annað kvöld, sunnud. 21. apríl, kl. 20. Að þessu sinni verður dansatriði í messunni. Tinna Ágústsdóttir og Hákon Atli flytja það en þau eru nemendur í Listdansskóla Íslands. Kvöldmessan byggist á einföldu og aðgengilegu formi. Tónlistin er lífleg og ljúf. Kirkjukórinn leiðir al- mennan söng, auk þess að syngja sérstaklega nokkur lög undir stjórn organistans, Árna Arinbjarn- arsonar. Þá er líka bænagjörð og orð Guðs er lesið og íhugað. Alt- arisganga er í lok messunnar. Eftir á verður á boðstólum kaffi, djús og kex. Komum og fögnum saman í húsi Drottins! Kvennakór í Kópavogskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður sunnu- daginn 21. apríl kl. 14. Kvennakór Kópavogs, sem nýlega var stofn- aður, kemur í heimsókn og syngur að lokinni prédikun. Kórinn skipa tugir kvenna og hann hefur æft af krafti undanfarna mánuði en stjórn- andi hans er Natalía Chow. Kór Kópavogskirkju syngur einnig í guðsþjónustunni og leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Julian Hew- lett kórstjóra og organista. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Hjallakirkja – Tónlistarandakt TÓNLISTARANDAKT verður í Hjallakirkju í Kópavogi á sunnduag kl. 17.00. Þau Gréta Þ. Jónsdóttir messósópran og Jón Ólafur Sigurðs- son organisti Hjallakirkju sjá um tónlistarflutninginn og sóknarprest- urinn séra Íris Kristjánsdóttir sér um talað mál. Þessar stundir sem taka um 40 mínútur eru bornar uppi af tónlist- arflutningi og inn á milli er upp- lestur, ritningarlestur og bæn. Að þessu sinni verður flutt „Hug- leiðing um Davíðssálm 29“ eftir þýska barokktónskáldið Heinrich Shütz fyrir söngrödd og orgel. Meistari Bach samdi nokkra sálm- forleiki yfir páskasálma og verða nokkrir þeirra fluttir ásamt Prelú- díu í G dúr BWV 541. Þá verða flutt- ar tvær aríur úr óratóríunni Elía eftir Mendelssohn ásamt orgelverki eftir hann. Af íslenskum verkum má nefna sálminn „Ó, undur lífs“ við lag Jakobs Hallgrímssonar og einn- ig lag Páls Ísólfssonar við sálminn „Ég kveiki á kertum mínum“. KFUM&K – opnun leikskólans FORMLEG opnun leikskólans verð- ur kl. 15.30. Formaður bygging- arnefndar, Arnmundur Kr. Jón- asson flytur ávarp. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur húsblessun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri flytur ávarp og opnar leik- skólann. Kl. 17:00 Samkoma þar sem sr. Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM og KFUK í Reykjavík, talar. Barnasamkoma hefst kl. 17. Tveggjahæða strætóinn verður á staðnum. Allir krakkar 6 ára og eldri hvattir til að fjölmenna. Barnagæsla fyrir yngstu börnin í Maríustofu. Fjölskyldumáltíð á hagstæðu verði eftir samkomuna. Vaka kl. 20:30. Hvað fæ ég að launum? Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson talar og syngur ein- söng. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Endurmenntunar- dagur Prestafélags Íslands MENNTANEFND PÍ vill vekja at- hygli á endurmenntunardegi í Grensáskirkju 29. apríl. Dagskráin er öllum opin og til þess gerð að efla guðfræðilega um- ræðu. Dagskrá endurmenntunardags- ins er sem hér segir : 15:00 Lúther og fyrsta boðorðið. Erindi dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. 16:00 Kaffi og uppistand. 16:30 Guðfræði á ólíkum vettvangi. Rætt verður um hvernig guðfræðin nýtist á ólíkum vettvangi. Umræður. 17:30 Söngstund. 17:45 Notkun Netsins við guð- fræðiiðkun. Frummælendur eru þau : Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur, sr. Carlos Ari Ferrer og sr. Íris Kristjánsdóttir. Umræður. 19:00 Leikfimi. 19:15 Matur. 20:00 Predikun við útför. Frummælendur eru þau sr. Flóki Kristinsson, sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir og sr. Örn Bárður Jóns- son. Rætt verður eðli og tilgangur útfararpredikunarinnar. Umræður. 21: 00 Lok dagskrár. Kvöldbænir. Stjórnmálamenn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Fríkirkjan í Hafnarfirði. FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðis- félaganna í Vesturbyggð hefur samþykkt nýtt fyrirkomulag á framboði Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Vest- urbyggð 25. maí næstkomandi. Framboðslistinn mun bera heit- ið D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins átt samstarf við Kol- brúnu Pálsdóttur, bæjarfulltrúa Vesturbyggðarlistans, og mynda nú meirihluta í bæjarstjórn með henni. Kolbrún hefur ákveðið að ganga til samstarfs við sjálfstæðismenn í kosningunum í vor og taka sæti á listanum ásamt fleira fólki sem ekki er flokksbundið í Sjálfstæðis- flokknum. Listinn er þannig skip- aður: 1. Jón B.G. Jónsson, yfir- læknir og forseti bæjarstjórnar, Patreksfirði, 2. Guðmundur Sævar Guðjónsson, húsasmíðameistari og bæjarfulltrúi, Bíldudal, 3. Kolbrún Pálsdóttir, kaupmaður og formað- ur bæjarráðs, Patreksfirði, 4. Þur- íður Ingimundardóttir, hjúkrunar- forstjóri og bæjarfulltrúi, Patreksfirði, 5. Geir Gestsson sjó- maður, Patreksfirði, 6. Nanna Á. Jónsdóttir bóndi, Efri-Rauðsdal, Barðaströnd, 7. Jón Páll Jakobs- son skipstjóri, Bíldudal, 8. Keran Stueland Ólason ferðaþjónustu- bóndi, Geitagili, Örlygshöfn, 9. Gunnar Ingvi Bjarnason sjómaður, Patreksfirði, 10. Ýr Harris Einars- dóttir húsmóðir, Patreksfirði, 11. Víðir Hólm Guðbjartsson bóndi, Grænuhlíð, Arnarfirði, 12. Óskar H. Gíslason, skipstjóri, Patreks- firði, 13. Erlendur Kristjánsson rafvirkjameistari, Patreksfirði, 14. Ingveldur Á. Hjartardóttir trygg- ingafulltrúi, Patreksfirði. Listi Sjálfstæðis- flokks og óháðra í Vesturbyggð B-LISTI Framsóknarmanna ogóflokksbundinna í Hveragerði opn- aði nýlega heimasíðu sína. Slóðin er www.xb.is/hveragerdi Á heimasíðunni eru birtar upplýs- ingar um frambjóðendur listans vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga, fréttir af kosningastarfi, myndasyrpur og þegar fram í sækir stefnuskrá listans, segir í fréttatil- kynningu. Heimasíða B-lista í Hveragerði INNGRITUN er hafin í orlofs- vikur Bergmáls á Sólheimum í Grímsnesi. Fyrri vikan verður 23.–30. maí og er ætluð fyrir blinda og lang- veika. Síðari vikan verður 23.–30. ágúst og er ætluð krabbameins- sjúkum, segir í frétt frá Líknar- og vinafélaginu Bergmáli. Orlofsvikur Bergmáls á Sólheimum GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Farið verður í heimsókn til Íslenskrar erfðagreiningar. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórs- son. KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Sam- koma í kvöld kl. 20.30. Gestir samkom- unnar eru hópur sem kallast Worship Planet frá Bandaríkjunum. Þeir ætla að sjá um alla dagskrá samkomunna, vitn- isburði og kröftuga tónlist. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjart- anlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Akureyrarkirkja. Krossamaraþon æskulýðsfélagsins kl. 15 í safnaðar- heimili. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.