Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 61

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 61
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 61 Í dag milli kl. 14 og 16 verður opið á skrif- stofu okkar í Bæjar- hrauni 22, Hafnarfirði, þar sem við verðum með kynningu á ný- byggingum í Hafnar- firði. Við erum með á skrá yfir 40 eignir í byggingu í Áslandinu í Hafnarfirði, raðhús, parhús, einbýlishús og fjölbýli. Kíktu við! Kaffi á könnunni og með því. Opið laugardag og sunndag milli kl. 14 og 16. Nýbyggingadagar í Hafnarfirði! Bæjarhrauni 22 Hafnarfirði Sími 565 8000 • www.hofdi.is KVÖLDVAKA verður sunnudags- kvöld 21. apríl kl. 20 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Að venju mun Örn Arnarson ásamt hljómsveit og félögum úr kór kirkjunnar leiða tónlist og söng. Yfirskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er kirkjan og stjórn- málin. Fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði við bæj- arstjórnarkosningarnar í vor mæta á kvöldvökuna og svara því hvort þau telji að boðskapur Krists eigi eitthvað erindi við samtímann. Þau sem mæta eru Gestur Svav- arsson frá Vinstri grænum, Hildur Helga Gísladóttir frá Framsókn- arflokknum, Gunnar Svavarsson frá Samfylkingunni og Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri frá Sjálfstæð- isflokknum. Auk þeirra munu prest- ar kirkjunnar fjalla um þessa sömu spurningu. Þetta er eflaust í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar umræðu stjórn- málamanna í kirkju í aðdraganda kosninga og verður áhugavert að hlýða á boðskap flokkanna á þess- um vettvangi. Það eru allir hjartanlega vel- komnir til þessarar kvöldvöku í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Kuggur og Málfríður í Grensáskirkju Í FYRRAMÁLIÐ, sunnudag kl. 11, verður sýnt í Grensáskirkju barna- leikritið „Ævintýri Kuggs og Mál- fríðar“ sem byggt er á vinsælum barnabókum Sigrúnar Eldjárn. Þar segir frá því að Kuggur litli er flutt- ur í nýtt hverfi. Í því hverfi búa eng- ir krakkar en mest gamalt fólk og honum leiðist. Þá kynnist hann Mál- fríði. Hún er gömul kona en ung í anda. Saman lenda þau í ýmsum æv- intýrum. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið. Áður hafði verið auglýst að það yrði sýnt í Grensáskirkju í mars en sú sýning var afboðuð samdægurs vegna veikinda leikara. Sýningin er liður í barnastarfi safnaðarins sem fer fram alla sunnudaga kl. 11 árdegis. Leikritið höfðar einkanlega til barna undir 10 ára aldri og sýning þess er að sjálf- sögðu öllum opin, endurgjaldslaust. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 21.apríl kl. 20:30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðruleysis. Lofgjörðina leiðir söng- konan lífsglaða Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðr- anna Birgis og Harðar Bragasona. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir pre- dikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina og þjónar ásamt prestunum Karli V. Matthíassyni og Jakobi Ágústi Hjálmarssyni. Jafn- framt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Í lok stundarinnar verður alt- arisganga við altari Dómkirkj- unnar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kem- ur og leitar af heiðarleika og ein- lægni eftir samfélagi við Guð. Það sem einkennir messurnar er létt sveifla í helgri alvöru. Allir eru vel- komnir. Eftir messuna verður Ömmukaffi í Austurstræti 20 (Gamli Hressing- arskálinn) sérstaklega opið fyrir þau sem koma til messunnar, en það er bjart og reyklaust kaffihús í hjarta borgarinnar. Barnamessa í Dómkirkjunni BARNASTUND verður í Dómkirkj- unni á sunnudaginn. Stundin hefst með messunni kl. 11:00 en fer síðan fram á kirkjuloftinu. Það verður létt og skemmtilegt andrúmsloft ásamt góðu samfélagi barna og fullorð- inna í Dómkirkjunni á sunnudaginn. Umsjón verður í höndum Þorvaldar Víðissonar, Maríu Ellingsen og Jón- asar M. Ingólfssonar. Andrea Gylfadóttir í Hafnarfjarðarkirkju GUÐSÞJÓNUSTAN í Hafnarfjarð- arkirkju kl. 11.00 á sunnudaginn kemur 21. apríl verður með léttu sniði. Söngkonan vinsæla Andrea Gylfadóttir flytur sönglög með djasssveiflu og gefandi textum við undirleik Kjartans Valdimarssonar píanóleikara. Fyrir stuttu héldu þau tónleika í Akureyrarkirkju og vöktu mikla hrifningu. Andrea söng líka á liðnu hausti með Fjarðarbandinu í fjölsóttri dægurlagamessu í Hafn- arfjarðarkirkju. Kór kirkjunnar syngur einnig lof- gjörðarsálma. Allir prestar kirkj- unnar annast helgiþjónustu. Eftir guðsþjónustuna er opið hús í safn- aðarheimilinu Strandbergi. Prestar og sóknarnefnd Hafn- arfjarðarkirkju. Kvöldmessa í Grensáskirkju KVÖLDMESSA verður í Grens- áskirkju annað kvöld, sunnud. 21. apríl, kl. 20. Að þessu sinni verður dansatriði í messunni. Tinna Ágústsdóttir og Hákon Atli flytja það en þau eru nemendur í Listdansskóla Íslands. Kvöldmessan byggist á einföldu og aðgengilegu formi. Tónlistin er lífleg og ljúf. Kirkjukórinn leiðir al- mennan söng, auk þess að syngja sérstaklega nokkur lög undir stjórn organistans, Árna Arinbjarn- arsonar. Þá er líka bænagjörð og orð Guðs er lesið og íhugað. Alt- arisganga er í lok messunnar. Eftir á verður á boðstólum kaffi, djús og kex. Komum og fögnum saman í húsi Drottins! Kvennakór í Kópavogskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður sunnu- daginn 21. apríl kl. 14. Kvennakór Kópavogs, sem nýlega var stofn- aður, kemur í heimsókn og syngur að lokinni prédikun. Kórinn skipa tugir kvenna og hann hefur æft af krafti undanfarna mánuði en stjórn- andi hans er Natalía Chow. Kór Kópavogskirkju syngur einnig í guðsþjónustunni og leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Julian Hew- lett kórstjóra og organista. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Hjallakirkja – Tónlistarandakt TÓNLISTARANDAKT verður í Hjallakirkju í Kópavogi á sunnduag kl. 17.00. Þau Gréta Þ. Jónsdóttir messósópran og Jón Ólafur Sigurðs- son organisti Hjallakirkju sjá um tónlistarflutninginn og sóknarprest- urinn séra Íris Kristjánsdóttir sér um talað mál. Þessar stundir sem taka um 40 mínútur eru bornar uppi af tónlist- arflutningi og inn á milli er upp- lestur, ritningarlestur og bæn. Að þessu sinni verður flutt „Hug- leiðing um Davíðssálm 29“ eftir þýska barokktónskáldið Heinrich Shütz fyrir söngrödd og orgel. Meistari Bach samdi nokkra sálm- forleiki yfir páskasálma og verða nokkrir þeirra fluttir ásamt Prelú- díu í G dúr BWV 541. Þá verða flutt- ar tvær aríur úr óratóríunni Elía eftir Mendelssohn ásamt orgelverki eftir hann. Af íslenskum verkum má nefna sálminn „Ó, undur lífs“ við lag Jakobs Hallgrímssonar og einn- ig lag Páls Ísólfssonar við sálminn „Ég kveiki á kertum mínum“. KFUM&K – opnun leikskólans FORMLEG opnun leikskólans verð- ur kl. 15.30. Formaður bygging- arnefndar, Arnmundur Kr. Jón- asson flytur ávarp. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur húsblessun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri flytur ávarp og opnar leik- skólann. Kl. 17:00 Samkoma þar sem sr. Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM og KFUK í Reykjavík, talar. Barnasamkoma hefst kl. 17. Tveggjahæða strætóinn verður á staðnum. Allir krakkar 6 ára og eldri hvattir til að fjölmenna. Barnagæsla fyrir yngstu börnin í Maríustofu. Fjölskyldumáltíð á hagstæðu verði eftir samkomuna. Vaka kl. 20:30. Hvað fæ ég að launum? Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson talar og syngur ein- söng. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Endurmenntunar- dagur Prestafélags Íslands MENNTANEFND PÍ vill vekja at- hygli á endurmenntunardegi í Grensáskirkju 29. apríl. Dagskráin er öllum opin og til þess gerð að efla guðfræðilega um- ræðu. Dagskrá endurmenntunardags- ins er sem hér segir : 15:00 Lúther og fyrsta boðorðið. Erindi dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. 16:00 Kaffi og uppistand. 16:30 Guðfræði á ólíkum vettvangi. Rætt verður um hvernig guðfræðin nýtist á ólíkum vettvangi. Umræður. 17:30 Söngstund. 17:45 Notkun Netsins við guð- fræðiiðkun. Frummælendur eru þau : Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur, sr. Carlos Ari Ferrer og sr. Íris Kristjánsdóttir. Umræður. 19:00 Leikfimi. 19:15 Matur. 20:00 Predikun við útför. Frummælendur eru þau sr. Flóki Kristinsson, sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir og sr. Örn Bárður Jóns- son. Rætt verður eðli og tilgangur útfararpredikunarinnar. Umræður. 21: 00 Lok dagskrár. Kvöldbænir. Stjórnmálamenn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Fríkirkjan í Hafnarfirði. FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðis- félaganna í Vesturbyggð hefur samþykkt nýtt fyrirkomulag á framboði Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Vest- urbyggð 25. maí næstkomandi. Framboðslistinn mun bera heit- ið D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins átt samstarf við Kol- brúnu Pálsdóttur, bæjarfulltrúa Vesturbyggðarlistans, og mynda nú meirihluta í bæjarstjórn með henni. Kolbrún hefur ákveðið að ganga til samstarfs við sjálfstæðismenn í kosningunum í vor og taka sæti á listanum ásamt fleira fólki sem ekki er flokksbundið í Sjálfstæðis- flokknum. Listinn er þannig skip- aður: 1. Jón B.G. Jónsson, yfir- læknir og forseti bæjarstjórnar, Patreksfirði, 2. Guðmundur Sævar Guðjónsson, húsasmíðameistari og bæjarfulltrúi, Bíldudal, 3. Kolbrún Pálsdóttir, kaupmaður og formað- ur bæjarráðs, Patreksfirði, 4. Þur- íður Ingimundardóttir, hjúkrunar- forstjóri og bæjarfulltrúi, Patreksfirði, 5. Geir Gestsson sjó- maður, Patreksfirði, 6. Nanna Á. Jónsdóttir bóndi, Efri-Rauðsdal, Barðaströnd, 7. Jón Páll Jakobs- son skipstjóri, Bíldudal, 8. Keran Stueland Ólason ferðaþjónustu- bóndi, Geitagili, Örlygshöfn, 9. Gunnar Ingvi Bjarnason sjómaður, Patreksfirði, 10. Ýr Harris Einars- dóttir húsmóðir, Patreksfirði, 11. Víðir Hólm Guðbjartsson bóndi, Grænuhlíð, Arnarfirði, 12. Óskar H. Gíslason, skipstjóri, Patreks- firði, 13. Erlendur Kristjánsson rafvirkjameistari, Patreksfirði, 14. Ingveldur Á. Hjartardóttir trygg- ingafulltrúi, Patreksfirði. Listi Sjálfstæðis- flokks og óháðra í Vesturbyggð B-LISTI Framsóknarmanna ogóflokksbundinna í Hveragerði opn- aði nýlega heimasíðu sína. Slóðin er www.xb.is/hveragerdi Á heimasíðunni eru birtar upplýs- ingar um frambjóðendur listans vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga, fréttir af kosningastarfi, myndasyrpur og þegar fram í sækir stefnuskrá listans, segir í fréttatil- kynningu. Heimasíða B-lista í Hveragerði INNGRITUN er hafin í orlofs- vikur Bergmáls á Sólheimum í Grímsnesi. Fyrri vikan verður 23.–30. maí og er ætluð fyrir blinda og lang- veika. Síðari vikan verður 23.–30. ágúst og er ætluð krabbameins- sjúkum, segir í frétt frá Líknar- og vinafélaginu Bergmáli. Orlofsvikur Bergmáls á Sólheimum GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Farið verður í heimsókn til Íslenskrar erfðagreiningar. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórs- son. KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Sam- koma í kvöld kl. 20.30. Gestir samkom- unnar eru hópur sem kallast Worship Planet frá Bandaríkjunum. Þeir ætla að sjá um alla dagskrá samkomunna, vitn- isburði og kröftuga tónlist. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjart- anlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Akureyrarkirkja. Krossamaraþon æskulýðsfélagsins kl. 15 í safnaðar- heimili. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.