Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að barst í tal í hópi samstarfsmanna um daginn hvað væri mikið af minning- argreinum í Mogg- anum, hvort dauðsföll væru óvenjumörg nú um stundir. „Er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta?“ sagði einn. „Hvað, dauðs- föllin?“ sagði annar og allir hlógu. Það verður víst ekki komist hjá dauðsföllunum en það er hlýtur að vera hægt að koma einhverjum böndum á minningargreinarnar í Mogganum. Í meðalmogga taka minning- argreinar yfir u.þ.b. tíu síður. Þynnka hefur reyndar hrjáð Moggann á tímabili en fólk deyr hvort sem yfir stend- ur góð- ærisfyllirí eða timburmenn og minning- argreinarnar streyma inn. Þetta er auðvitað viðkvæmt umræðuefni, dauðinn og allt sem honum tengist, og lítið rætt. Sorg- in sem leggst yfir fólk þegar ein- hver því nákominn deyr. Hefðin sem hefur skapast fyrir minning- argreinunum í Mogganum. Og að ætla að brjóta þá hefð og setja fólki yfirbuguðu af sorg stólinn fyrir dyrnar og meina því að tjá sig í landsblaðinu, hlýtur að vera erfitt verkefni, jafnvel óyfirstíg- anlegt. Eins er það viðkvæðið að þegar sá látni eða sú látna er einhver sem maður sjálfur þekkir, finnst manni flest réttlætanlegt í þess- um efnum. Af hverju viljum við opinbera minningar okkar um látna að- standendur, þakklæti til þeirra eða væntumþykju? Býður hefðin okkur það og erum við komin í minningargreinakapphlaup? En það er kannski hluti af eins við- kvæmu efni: Eru minningargrein- arnar orðnar „stöðutákn“ þess látna? Og er þá ekki einum of langt gengið? „Hér á landi er það talið til mannréttinda að fá um sig minn- ingargrein. „Það verður einhver að skrifa eftir hann/hana“, er gjarnan viðkvæðið þegar einhver er kvadd- ur hinstu kveðju – fyrr er kveðjan ekki fullkomnuð. Vanti minning- argreinina er engu líkara en að líf viðkomandi einstaklings hafi verið merkingarlaust, jafnvel mark- laust,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í grein í TMM árið 1999. Minningargreinar hafa þróast á forvitnilegan hátt undanfarinn áratug eða svo. Minningargreinar sem opin bréf og minning- argreinar frá foreldrum eða mök- um eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Það fyrrnefnda er algeng leið til að losa um sorgina en svo má aft- ur deila um hvort skynsamlegt er að birta slík opin bréf fyrir alþjóð. Mér segir svo hugur að skyn- samlegt sé fyrir syrgjendur að skrifa bréf til hins látna, til að fá útrás fyrir sorgina og tilfinningar sem vakna við andlát einhvers ná- komins. En þetta bréf ættu syrgj- endur að eiga fyrir sig og sína nánustu. Ég hef ekki farið á námskeið í ritun minningargreina en slík námskeið eru þó í boði og er það frábært framtak hjá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og Sölva Sveinssyni skólameistara sem hefur kennt á þessu námskeiði. Þar er rætt um minning- argreinar, hvað eigi að vera í minningargrein til þess að hún geti talist góð og hvað beri að forðast að skrifa, að því er fram kom í viðtali við Sölva í Morg- unblaðinu í byrjun síðasta árs þegar námskeiðinu var hleypt af stokkunum. Um sama leyti var fjallað um málið í fleiri greinum eða bréfum til Morgunblaðsins og sýndist sitt hverjum. Sumum finnst fáránlegt að koma einhverri reglu á minn- ingargreinarnar, þær væru bara krúttlegar í núverandi mynd og sýndu þessa margumtöluðu sér- stöðu Íslendinga (nú virðumst við hafa sérstöðu á öllum sviðum sem nauðsynlega þarf að standa vörð um). Aðrir vilja gera svo róttækar breytingar á minningargreinum að þær verði ekkert nema það sem nú er feitletrað í byrjun þeirra, þ.e. staðreyndir úr ævi viðkomandi. Hvað með milliveginn? Hann hlýtur að vera til. Í fyrsta lagi að stytta minningargreinarnar veru- lega og taka fyrir að birt séu opin bréf til hins látna. Námskeið í minningargreinaritun verði skyldufag í framhaldsskólum, jafnvel í efsta bekk grunnskóla svo öruggt sé að allir öðlist ein- hverja þekkingu á þessu sviði, því hefðin fyrir að skrifa minning- argreinar er ekki að deyja. Þetta verður að duga til að byrja með. Sölvi hefur bent á að ritstjórn blaða geti sett ákveðnar reglur og til álita kæmi að hans mati að taka fyrir að birt séu opin bréf til hins látna sem minningargrein. Einnig að setja skorður við því að nán- ustu aðstandendur skrifi um sína, þ.e. foreldrar, börn og makar. Sölvi bendir á að sá sem skrifar minningargrein verður að vera í hæfilegri fjarlægð frá þeim látna, annars geti nálægðin verið orðin svo mikil að greinin verði fremur útrás fyrir sorg en minning um þann látna. Minningargreinar hafa glatað tilgangi sínum, þ.e. að vera minn- isvarði um hinn látna, mannkosti hans og lífshlaup. Minning- argreinar nútímans eru minn- ingabrot þar sem ritarinn kemur oftar en ekki við sögu, þær eru tjáning söknuðar, þakklætis, væntumþykju í garð hins látna og samúðar til annarra aðstandenda. Það væri nú óskandi að við gæt- um tjáð allt þakklætið og vænt- umþykjuna áður en viðkomandi er dáinn! Aftur að sérstöðunni marg- umtöluðu. Morgunblaðið hefur vakið athygli meðal erlendra blaðamanna m.a. fyrir þá sérstöðu að vera opið blað, opið fyrir að- sendum greinum og minning- argreinum. Erlend blöð birta nefnilega bara minningargreinar um þekkta einstaklinga og þá er minningargreinin (í eintölu) skrif- uð innan blaðsins. Minning um mann Námskeið í minningargreinaritun verði skyldufag í framhaldsskólum jafnvel í efsta bekk grunnskóla svo öruggt sé að allir öðlist einhverja þekkingu á þessu sviði, því þessi hefð er ekki að deyja. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ÞAÐ er bæði ómanneskjulegt og óskynsamlegt að hafa Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í því upp- námi sem hún hefur verið um langt skeið vegna fjárskorts. Vandamálin byrjuðu að hrannast upp við stöðina þegar skipulags- breytingar voru gerðar árið 1996. Þá jukust verulega til- vísanir til stöðvarinn- ar, ekki síst vegna barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess sem stöðin fékk aukin verkefni frá barna- og unglinga- geðdeildinni vegna einhverfra barna. Aukning hefur líka orðið mikil vegna einhverfutilvika, m.a. vegna þess að grein- ingartæknin er orðin mun betri og örugg- ari en áður var. Í ný- legu svari félags- málaráðherra til mín kom fram að einhverfutilvik hafa þrefaldast á stuttum tíma og er reiknað núna með 20 börnum í hverjum árgangi á móti 9–10 börnum árið 1999. Vel á annað hundrað börn eru á biðlist- um og bið eftir brýnni greiningu og þjónustu getur verið eitt til tvö ár. Við þessu þarf að bregðast með aukinni þjónustu. Auk þess er afar erfitt að fá starfsfólk að stöðinni, m.a. vegna þess að launakjör eru þar miklu lélegri en á öðrum sam- bærilegum stofnunum, og má t.d. nefna að laun margra starfsmanna stöðvarinnar eru um 20–30% lægri en annars staðar. Dæmi eru um að starfsfólk stöðvarinnar hafi hækk- að um 50–60 þúsund krónur í laun- um á mánuði með því að fara í sam- bærileg störf hjá sveitarfélögunum. Skýringin á þessu er að fjárhags- staða stofnunarinnar hefur verið svo þröng, að ekki hefur verið hægt að gera svokallaða stofnanasamn- inga við starfsfólk með líkum hætti og annars staðar. Brot á lögum Úthlutun sveitarfélaganna á fé til grunnskóla vegna fatlaðra barna getur oltið á greiningu stöðvarinn- ar og það er ekki for- svaranlegt að börn fái ekki þá sérkennslu sem þau eiga rétt á. Sér- stuðningur og sér- kennsla, sem börn með þroskafrávik eiga rétt á, er víða í algjörri óvissu. Forsenda þjón- ustu, sem fötluð börn eiga rétt á samkvæmt lögum, um málefni fatl- aðra byggist á að barn- ið hafi fengið greiningu og í sumum tilvikum geta umönnunarbætur foreldra oltið á að barn- ið fá greiningu stöðv- arinnar. Félagsmála- ráðherra verður að gera sér grein fyrir því að hann sinnir ekki embættisskyldu sinni með því að halda stöðinni í svo miklu fjársvelt, að það bæði skerðir og kemur í veg fyrir að þroskaheft börn fái þjónustu. Það er brot á lögum um málefni fatlaðra og grunnskólalögum. Aukin afköst – fleiri skjólstæðingar Fram hefur komið að löng bið fatlaðra barna eftir greiningu og meðferð geti komið í veg fyrir að þau nái nokkurn tíma þann þroska sem hægt væri með réttri meðferð sem hæfist fyrr. Jafnvel þó Grein- ingarstöðin fengi þá 4 starfsmenn til viðbótar sem nú er verið að aug- lýsa eftir, þá væri starfsmanna- fjöldinn sá sami og hann var fyrir ári. Þá höfðu þegar myndast langir biðlistar eftir þjónustu m.a. ársbið eftir þjónustu fyrir grunnskóla- börn. Félagsmálaráðherra, sem ábyrgð ber á þessum málaflokki, bítur líka höfuðið af skömminni þegar hann reynir að afgreiða langa biðlista með því að lýsa yfir óánægju með afköst starfsmanna. Það er ráðherra til ævarandi skammar að halda slíku fram. Stað- reyndin er sú að afköst stöðvarinn- ar hafa aukist gríðarlega á und- anförnum árum. Hagræðing og breytt skipulag hefur leitt til þess að kostnaður við hvern einstakling sem fær þjónustu hefur minnkað um 70% á 6 ára tímabili. Aftur á móti hefur frá árinu 1997 hópur barna með þroskafrávik sem þarf á aðstoð stöðvarinnar að halda tvöfaldast meðan fjöldi starfsfólks hefur staðið í stað. 107% aukning hefur orðið á skjólstæðingum á 5 ára tímabili meðan fjöldi starfs- fólks hefur aukist um 8,6%. Fjöldi skjólstæðinga var 290 árið 1996 en var árið 2000 511 einstaklingar. Forgangsröðun ráðherra Það vafðist ekki fyrir ráðherrum við fjárlagagerðin fyrir jólin að auka framlög til aðalskrifstofa ráðuneytanna um 170 milljónir króna. En það er með ólíkindum hvað það vefst fyrir ráðherrum að veita 30–40 milljónir króna til Greiningarstöðvarinnar sem gjör- breyta myndi stöðunni og stytta biðlista verulega. Starfsemi stöðv- arinnar er gríðarlega mikilvæg og það fyrirbyggjandi starf sem þar fer fram tryggir sparnað sem elli kæmi fram í útgjöldum síðar í heil- brigðiskerfinu. Það sem þó skiptir mestu máli er að þjónusta stöðv- arinnar skiptir öllu fyrir þroska- möguleika fatlaðra einstaklinga. Úrlausn verður því að fást tafar- lausn. Réttur fatlaðra Jóhanna Sigurðardóttir Þjónusta Þjónusta Greining- arstöðvarinnar, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, skiptir öllu fyrir þroskamöguleika barna. Höfundur er alþingismaður. TILEFNI þessarar greinar er viðbrögð tveggja forsvars- manna útgerðarfyrir- tækja, þ.e. Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja, í fjölmiðl- um. Ástæða viðbragða þeirra var upplýsingar sem komu fram í svari frá sjávarútvegsráð- herra við fyrirspurn frá mér um viðskipti með aflaheimildir og orð sem ég lét falla í umfjöllun minni um það efni. Ég sagði m. a. að sum af þeim fyrir- tækjum, sem mest hefðu selt frá sér, hefðu líklega verið nærri gjald- þroti en úr þeim hafi verið búnar til peningavélar með sölu veiðiheim- ilda. Í gögnum frá Fiskistofu kom fram að þessi fyrirtæki hefðu flutt til óskyldra aðila mikið magn afla- heimilda. Þessar upplýsingar eru allar réttar og eftir því sem ég veit best ætla útgerðarfyrirtækin ekki að óska eftir neinum breytingum á skráningu þeirra hjá Fiskistofu. Forsvarsmenn útgerðanna leggja báðir í samskonar leiðangur. Þeir hamast við að útskýra það fyrir þjóðinni að þeir hafi ekki verið að leigja frá sér aflaheimildir heldur fá þær geymdar hjá vinum og kunn- ingjum í greininni. Fyrirtæki þeirra hafi ekki haft nema sáralitlar tekjur af kvótaleigu. Það að ég skuli hafa leyft mér að gera ráð fyrir því að þeir fengju markaðs- verð fyrir þær veiði- heimildir sem þeir fluttu til óskyldra aðila virðast þeir túlka með þeim hætti að ég sé að reyna að koma höggi á fyrirtæki þeirra. Ég hef engan áhuga á að skaða einstök fyrir- tæki í útgerð. Ég er hins vegar andstæð- ingur þess að Íslands- mið verði að einkaeign fáeinna útgerðarfyrir- tækja. Með því að upp- lýsa um flutning afla- heimilda milli óskyldra aðila var ég að koma því á framfæri hvernig nú- gildandi reglur virka í reynd. Ég hef aldrei álasað útgerðarmönnum fyrir að selja veiðiheimildir á markaðs- verði þótt ég sé á móti kerfinu. Þeir hafa til þess fullt leyfi stjórnvalda. Það er Alþingi sem ber ábyrgðina á því stjórnkerfi fiskveiða sem gildir á Íslandsmiðum. Ég er á móti þeim reglum og vinn að því að fá þeim breytt. En úr því að þessir ágætu forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar og Samherja vilja báðir hafa eign- arhaldskerfi veiðiréttarins áfram er ekki úr vegi að spyrja: Hvers vegna þá að hlaupa í útskýringar á því að þeir hafi, í stað þess að tryggja fyr- irtækjum sínum hæsta endurgjald fyrir veiðiréttinn, kosið að smeygja sér framhjá reglum um flutning aflaheimilda milli ára með því að fá aflaheimildirnar geymdar hjá óskyldum útgerðum? Finnst þeim sjálfum eitthvað athugavert við að nýta rétt sem þeir vilja að útgerðin hafi? Í viðbrögðum þeirra er fólginn tvískinnungsháttur. Þeir vilja hafa reglur sem gerir útgerðunum kleift að selja aðgang að miðunum á ok- urverði í skjóli einokunar en finnst samt betra að útskýra það fyrir þjóðinni að þeir noti þennan mögu- leika í hófi. En það er sama hvað einstakir forsvarsmenn rembast við að út- skýra hvernig þeir hafi nýtt sér þær reglur sem gilda, slíkt breytir engu um eðli kerfisins og um eðli kerf- isins á umræðan að snúast. Afleið- ingar einkaeinokunarinnar, sem þessir ágætu menn vilja viðhalda, sjá allir, lokuðum klúbbi útvalinna hefur verið afhentur möguleiki á að gleypa réttinn til að veiða fisk við Ís- land og stærstu klúbbfélagarinir eru nú sem óðast að éta hina smærri. Tvískinnungur Jóhann Ársælsson Einokun Ég er hins vegar andstæðingur þess, segir Jóhann Ársælsson, að Íslands- mið verði að einkaeign fáeinna útgerðar- fyrirtækja. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.