Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skeifan 17 • Sími 550 4000 • www.atv.is Á ÖÐRUM degi opinberrar heim- sóknar forseta Íslands til Rússlands hitti Ólafur Ragnar Grímsson m.a. Vladimír Pútín. Fundurinn fór fram í Kreml og segir Ólafur að hann hafi verið óvenjuefnisríkur. Meðal þess sem bar á góma var áhugi Rússa á að reisa súrálsverk- smiðju á Íslandi, en þeir hafa m.a. skoðað aðstæður í nágrenni Ak- ureyrar fyrir slíka verksmiðju. Á blaðamannafundi sagði Pútín að frá því Rússland viðurkenndi sjálfstæði Íslands árið 1944 hafi ekkert orðið til þess að varpa skugga á samband ríkjanna. „Þvert á móti var land þitt sá staður þar sem þíðan hófst,“ sagði Pútín og vís- aði til leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjofs í Reykjavík árið 1986. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra fundaði í gær með rúss- neskum starfsbróður sínum, Ígor Ívanov. Halldór segir góðan anda í samskiptum ríkjanna og vel hafi verið unnið úr þeim málum sem voru á dagskránni þegar Halldór heimsótti Rússland í haust. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Lengst til vinstri er Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra en við hlið þeirra eru túlkar og aðstoðarmaður Pútíns. Viðræður forsetanna í Kreml  Pútín áhugasamur/38 50% fjölg- un við- skiptavina hjá Bónusi VIÐSKIPTAVINUM verslana Bónuss hefur fjölgað um 50% á undanförnum 12 mánuðum. Milli 320.000 og 330.000 manns versla í Bónusi í mánuði hverj- um. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, kveðst ánægður með aukið verðskyn almennings undan- farin misseri og það að val á matvöruverslunum snúist orðið meira um budduna en áður. „Okkar markmið er að selja vöru á besta fáanlega verði og það virðist vera að skila sér. Við gerum verðkannanir í öll- um stórmörkuðum sex daga vikunnar sem gerir 50–60.000 verð á viku að jafnaði,“ segir hann. Guðmundur segir að Bónus muni áfram „gera allt til þess að bjóða lægsta verðið á mark- aðnum. Viðskiptavinir borga okkur launin og verða sér sí- fellt betur meðvitandi um þetta markmið okkar. Við það ætlum við að standa,“ segir hann.  Um 330.000 manns/29 KAUPÞING banki hf. hefur keypt 60% hlutafjár fasteignafélagsins Þyrpingar hf. Seljendur bréfanna eru Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, Lilja Pálmadóttir og móðir þeirra, Jónína S. Gísladóttir, ekkja Pálma heitins Jónssonar sem kenndur var við Hagkaup. Kaupþing hefur enn- fremur tryggt sér kaup á þeim hlut- um í Þyrpingu sem enn eru í eigu Lilju Pálmadóttur, eða um 10% til viðbótar. Af þeim 30% eignarhlut sem eftir er á Ingibjörg Pálmadóttir hátt í 20%. Hún er sú eina úr fjöl- skyldunni sem ekki selur hlut sinn, en ekki náðist í hana vegna þessa. Af- gangur hlutafjárins er í dreifðri eign. Óskar Magnússon, stjórnarfor- maður Þyrpingar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða sölunnar væri sú að hagstætt verð hafi boðist og þetta hafi verið álitið gott tæki- færi. Þá sagði hann að einnig spilaði inn í að komið hefði verið að því að hver og einn eigendanna vildi geta tekið ákvörðun um fjárfestingu óháð öðrum. Aðspurður sagði Óskar að salan væri ekki vegna þess að föst áform væru um aðrar fjárfestingar, því ekk- ert lægi fyrir um þær. Kanna sameiningu við Stoðir og skráningu á markað Í samtali við Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, kom fram að þetta hafi verið til um- ræðu síðasta hálfa árið eða svo, en samningaviðræður hafi staðið í um tvo mánuði. Kaupþing á fasteignafélagið Stoðir í félagi við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og Baug. Eiga Stoðir með- al annars húsnæði höfuðstöðva þess- ara þriggja fyrirtækja, Höfðaborg í Borgartúni, auk fleiri eigna, alls að verðmæti um fimm milljarðar króna. Ármann sagði aðspurður að nú yrði kannaður möguleiki á samein- ingu Stoða og Þyrpingar, en Þyrping ætti nálægt fimmtán milljörðum króna í fasteignum. Við sameiningu félaganna yrði því til félag með um tuttugu milljarða króna í eignum og áhugavert gæti verið að skoða þann möguleika að setja það á markað. Ár- mann sagði að áætlað væri að sam- einað félag yrði með um 1,5 til 1,6 milljarða króna hagnað fyrir afskrift- ir. Í fréttatilkynningu segir að Þyrp- ing hf. sérhæfi sig í þróun og rekstri fasteigna. Helstu eignir félagsins séu verslunarmiðstöðin Kringlan, Hótel Esja og Loftleiðir, Holtagarðar (IKEA-húsið) og húsnæði margra verslana Baugs. Alls eigi Þyrping um 30 fasteignir sem séu alls tæpir 120 þúsund fermetrar. Þá hafi félagið einnig unnið að þró- unarverkefnum og dæmi um slík verkefni séu stækkun Hótels Esju, bygging íbúða í Skuggahverfinu, bygging hótels á horni Aðalstrætis og Túngötu og íbúðabyggð við Norður- bakka í Hafnarfirði. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að kaupin séu háð áreiðanleika- könnun og stefnt sé að því að henni ljúki innan þriggja vikna. Þá kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál. Kaupþing kaupir 60% hlutafjár í Þyrpingu GENGI íslensku krónunnar styrkt- ist um 0,7% í gær og hefur ekki verið sterkara frá því í apríl í fyrra. Gengið hefur styrkst um rúmlega 6% frá áramótum og um rúmlega 13% frá því það náði lágmarki í nóvember í fyrra. Vísitala krónunnar sést á með- fylgjandi mynd, en hún mælir verð erlends gjaldeyris og lækkar þess vegna þegar krónan styrkist. Hefur jákvæð áhrif á verðlag Í Hálffimm fréttum Búnaðarbank- ans í gær segir að ýmsar ástæður séu fyrir þessari þróun, þar með taldar jákvæðar horfur í verðlags- málum og afgangur á vöruviðskipt- um. „Haldist þessi styrking krón- unnar má gera ráð fyrir jákvæðum verðlagsáhrifum en opinberar verð- bólguspár Seðlabanka og Þjóðhags- stofnunar gerðu ráð fyrir umtalsvert lægra gengi. Fréttir um verðlækk- anir síðustu daga renna stoðum und- ir þessa skoðun,“ segir í Hálffimm fréttum.   8 .  "+   391"!" "391". :/;90 1  2 ! 3  1  #      121 Krónan styrktist um 0,7% BÆJARSTJÓRAR landsins koma saman á Suðurnesjum um helgina til að bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum. Í gær fóru þeir meðal annars upp á Keflavíkurflugvöll í heimsókn til björgunarsveitar varnarliðsins. Á meðan félagar þeirra skoðuðu Sikorsky „Pave Hawk“ björg- unarþyrlurnar bauð Gísli Gíslason á Akranesi Guðjóni Hjörleifssyni úr Vestmannaeyjum í nefið. Korn í nefið Morgunblaðið/RAX Bæjarstjórar/19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.