Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI MILLIRÍKJA-verkefnisnefnd Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, The International Visits Program, hefur valið þrjá listamenn í Vesturheimi til að heimsækja Ísland í ár og á næsta ári, og einn til að heimsækja staði í Norður-Ameríku, en fjölmargar umsóknir bárust um styrkina. Rokkasmiðurinn Doug Rogn- valdson frá Edmonton í Kanada er væntanlegur til Íslands í október n.k. til að sýna hvernig hann fer að við smíðina. Faðir hans hannaði rokk snemma á nýliðinni öld, blandaði saman íslenskri og kan- adískri tækni, og síðan hafa synir hans fimm framleitt yfir 2.000 rokka. Ruth Christie frá Selkirk í Mani- toba er kunn sagnakona frum- byggja og er gert ráð fyrir að hún komi til landsins vorið 2003. Hún segir ekki aðeins sögur heldur kynnir hvernig ýmsir kunnir frum- byggjahlutir eru gerðir. Martha Brooks frá Winnipeg er þekktur unglingabókahöfundur og ekki síður kunn sem jasssöngvari, en innan skamms er von á bókinni True Confessions of a Heartless Girl eftir hana. Djassdiskur henn- ar, Change of Heart, hefur notið mikilla vinsælda í Kanada, en von- ast er til að hún komi með þriggja manna sveit sína til Íslands í sept- ember 2003. Verkefnisnefndin hefur jafn- framt ákveðið að stuðla að kynn- ingu listafólks í Norður-Ameríku og er það sérstakt verkefni. Fyrsti þátttakandinn í því verður Ross Snashall, listmálari frá Calgary og kennari í hlutastarfi. Hann er að- eins 26 ára en hefur sýnt víða í Kanada og er áætlað að hann fari um Norður-Ameríku með verk sín sumarið 2003. Þjóðræknisfélagið á Íslandi vinnur með Þjóðræknisfélagi Ís- lendinga að Vesturheimi að þess- um menningarsamskiptum með dyggum stuðningi Flugleiða og sérstaks menningarsjóðs í Kanada, The Cultural Exchange Fund of the Canada Iceland Foundation inc. Sjóðurinn byggist á frjálsum framlögum og veitir Gail Einarson- McCleery, formaður verkefnis- nefndarinnar, allar nánari upplýs- ingar, en netfang hennar er ice- gem@compuserve.com. Milliríkja-verkefnisnefnd Þjóðræknisfélagsins vestra Styrkþegar valdir fyrir árin 2002 og 2003 UM liðna helgi gekkst félagsdeild Þjóðræknisfélagsins í Lundar í Manitoba í fyrsta skipti fyrir bóndadegi og var góð þátttaka. Lundar er um 100 km norður af Winnipeg, skammt frá strönd Mani- tobavatns. Íbúar Lundar eru um 700 og margir þeirra af íslensku bergi brotnir. Þó nokkrir tala ís- lensku og í vetur hefur verið boðið upp á íslenskukennslu á staðnum á laugardögum. Starf félagsdeildar Þjóðrækn- isfélagsins í Lundar var endurvakið nýverið og var bóndadagurinn liður í því. Evelyn Thorvaldson, sem ætt- uð er frá Lundar en býr nú í Winni- peg, setti samkomuna í Bún- aðarfélagshúsinu á staðnum. Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, flutti erindi og greindi frá bóndadeginum á Íslandi. Hann færði einnig bókasafninu í Lundar myndbandsspólu og geisladisk með nýju efni um Ísland og annað kynn- ingarefni af ýmsu tagi um Ísland. Lillian Vilborg, ritstjóri Lögbergs Heimskringlu, dreifðu nýjasta ein- taki blaðsins auk þess sem oddviti sveitarfélagsins og fulltrúi kan- adíska landbúnaðarmála í Lundar fluttu ávörp. Wanda Erickson Brandson er forseti Lundardeildar Þjóðrækn- isfélgsins og Donny Thorkelson varaforseti, en hann hefur verið á Íslandi sem þátttakandi í svonefndu Snorraverkefni. Samkoman tókst vel og var haft á orði að hún yrði árlegur viðburður hér eftir. Evelyn Thorvaldson setti sam- komuna í Lundar. Bóndadagur í Lund- ar í fyrsta sinn Tannstönglabox Verð kr. 2.590 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 SÁ merkisviðburður verður á tónleikum yngri deildar Tónlistar- skólans í Reykjavík í Háteigskirkju á sunnu- dagskvöld, að frumflutt verður tónverk eftir 12 ára nemanda skólans, Bjarna Frímann Bjarnason, sem einnig leikur á fiðlu með hljómsveitinni. Verk hans, Maritimus, verð- ur þar í félagi við þátt úr Brandenborgarkons- erti nr 3 og tvo þætti úr Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur og hljóm- sveit eftir Jóhann Seb- astian Bach; Allegro og Menúett úr Flugeldasvítu eftir Händel, Svítu eftir Rameau, Adagio eftir Barber og svítuþátt eftir Gust- av Holst. Einleikarar í verki Bjarna eru þær Greta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og Catherine María Stankiewicz sellóleikari, en Greta Salome og Magdalena Dubik leika einleik með hljómsveitinni í konsert Bachs fyrir tvær fiðlur. Unnur María Ingólfsdóttir er stjórnandi hljómsveitarinnar. „Í hljómsveit yngri deildar eru nemendur allt upp í sjöunda stig, en eftir að Listahá- skólinn kom til sögunnar tökum við nemendur allt niður í þriðja stig, og þeir fá að vera með í hljómsveitinni. Ég er búin að stjórna sveitinni í fimm ár, og það hefur verið ótrú- lega gaman að vinna með þessum krökkum. Þetta er hörkuduglegt fólk og stór hluti af hljómsveitinni er mjög efnilegur fyrir sinn aldur. Krakkarnir eru á aldrinum 12–24 ára, – þetta er breitt bil, en samt eru allir mjög glaðir og vinna vel.“ Þær Greta Salóme og Magðalena eru fimmtán og fjórtán ára og leika einleik í konsert Bachs fyrir tvær fiðlur. Þær byrjuðu báðar í hljóm- sveitinni í fyrra og hafa ekki leikið einleik með henni áður. „Þetta er rosalega gaman, en smá erfitt. Við þurfum að æfa meira af því við er- um með einleik, og við æfum okkur líka saman tvær okkar raddir. Það er rosalega gaman,“ segja þær báð- ar samtaka einum rómi þegar þær eru spurðar að því hvernig það sé að vera svona mikið í tónlistinni og finnst það allt í lagi þótt þær hafi lítinn tíma til að sinna öðru. Þær eru ekki bara í sínum spilatímum og í hljómsveitinni, þær spila líka sam- an í strengjakvartett. Einleikshlut- verkin vefjast ekkert fyrir þessum ungu stúlkum: „Maður finnur rosa- lega góðan anda frá krökkunum þegar maður er að spila sóló, og stjórnandinn okkar, Unnur María, er rosalega góð manneskja og gam- an að vinna með henni.“ Bjarni Frímann Bjarnason er tónskáldið í hópnum, en leikur líka í hljómsveitinni. Maður hlýtur að spyrja sig úr hvers konar umhverfi tólf ára strákur spretti sem bæði er flinkur á fiðlu og semur hljómsveit- artónlist. „Þetta tilfelli hér kemur ekki úr sérlega músíkölsku um- hverfi. Ég á þó alveg dásamlega foreldra sem eru lítið músíkmennt- aðir, en mamma syngur í kór. Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára á fiðlu í Suzuki-skólanum, en er löngu hættur því. Mig langaði ekki til að læra á neitt. Mig langaði bara til að liggja heima í leti og gera eitthvað alveg fáránlegt, sem væri bara gjör- samleg tímaeyðsla. En ég sé eftir því að hafa látið þannig, ég kann bara vel við mig svona eins og ég er. Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að semja tónlist, ég held ég hafi verið sex eða sjö ára. Þá samdi ég nokkra strengjakvartetta. Mér finnst þeir sönn glöp þegar ég lít til baka, en þeir hafa þýðingu fyrir mig.“ Það er náttúran sem helst blæs tónskálinu unga anda í brjóst, – hann sækir innblástur í dýr, fugla, himin, haf og jörð og oft er hann friðlaus og verður að fá sér labbitúr niður að sjó til að horfa á sólarlagið. Verkið hans heitir Maritimus. „Það þýðir Við hafið og er latína. Ástæð- an fyrir því að ég tek nafnið úr lat- ínu er sú að latínan er ágætis mál. Hún er hljómfögur og kröftug. Mér finnst íslenskan ágæt, en hún er viðkvæm. Hún er fallegasta tungu- málið, engin spurning, – en mjög vandmeðfarin.“ Það kemur í ljós að allir sjö þættir verksins bera lat- neska titla, og til hægðarauka fyrir hina sem ekki skilja latínu heita þeir: Við sjóinn, Óveður, Sólargeisli, Sjófuglar, Tregasöngur andarinnar yfir látnum unga sínum, Engill í tómi og Útfararsálmur. Á kápu verksins er ennfremur að finna eft- irfarandi upplýsingar tónskáldins um tilurð verksins: Svítan Mariti- mus var samin að morgni hins 2. febrúar 2002, undir áhrifum frá síð- degisgönguferð um Ægisíðu í fimm stiga frosti og norðaustan belgingi. Tónleikarnir í Háteigskirkju á sunnudagskvöldið hefjast kl. 20.00. „Ég fæ innblástur úr náttúrunni“ Bjarni Fr. Bjarnason með nóturnar að verki sínu og tveir einleikaranna, Greta Salóme Stefánsdóttir og Magdalena Dubik. LAXNESSÞING, ráðstefna um ævi og verk Halldórs Laxness, var sett síðdegis gær í Háskólabíói. Magnús Magnússon rithöfundur og sjónvarpsmaðurinn góðkunni frá Skotlandi flutti opnunarer- indið, en einnig fluttu erindi Ólaf- ur Ragnarsson útgefandi og Ingi- björg Haraldsdóttir rithöfundur og þýðandi. Kynnir var Guðrún Nordal bókmenntafræðingur. Í erindi sínu sem Magnús nefndi The Fish can sing, fjallaði hann um þýðingar á verkum Lax- ness yfir á enska tungu. Magnús hefur þýtt Brekkukotsannál og Paradísarheimt á ensku, en yf- irskrift erindis hans var titill Brekkukotsannáls á ensku. Ingibjörg Haraldsdóttir lýsti kynnum sínum af skáldinu er hún heimsótti hann ung stúlka að Gljúfrasteini árið 1969. Inntak er- indis hennar var hversu mjög hún kveið fundinum við átrúnaðargoð sitt og svo hversu ljúfmannlega skáldið tók henni. Ólafur Ragnarsson greindi frá því að í leitirnar hefði komið áður óþekkt efni eftir Halldór Laxness er birt var í Morgunblaðinu, Æsk- unni og Skinfaxa á árunum 1916– 18 er Halldór birti undir dulnefn- inu Snær svinni. Í sérrriti um Halldór Laxness er fylgir Morg- unblaðinu í dag er grein eftir Ólaf þar sem hann segir frá þessu efni. Greindi hann frá því að í haust er væntanleg bók hans um samskipti þeirra Halldórs, en Ólafur var útgefandi hans fyrir hönd Vöku-Helgafells frá 1985. Ráðstefnan, sem stendur fram á sunnudag, er haldin á vegum Bókmenntafræðistofnunar, Eddu- miðlunar og útgáfu, Stofnunar Sigurðar Nordals og Morg- unblaðsins og verður þar fjallað um hinar mörgu hliðar höfund- arverks Halldórs í hátt í þrjátíu erindum og umræðum í mál- stofum. Laxnessþing hafið Morgunblaðið/Sverrir Magnús Magnússon flytur setningarræðu Laxnessþings. SAMTÖK um leikminjasafn verða með dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 19.30 í tengslum við málþing um Halldór Laxness sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Leik- ararnir Arnar Jónsson, Guðrún Stephensen og Hjalti Rögn- valdsson lesa brot úr verkum skáldsins. Fram koma söngvar- arnir Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Anna Sigríður Helgadóttir ásamt Karlakórnum Stefni og sönghópi undir stjórn Jónasar Þóris Þórissonar. Dagskráin er í samstarfi við Hugvísindastofnun og er að- gangur ókeypis. Laxness í Ráðhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.