Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 33

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 33 TÓMAS R. Einarsson bauð upp á Kúbudjass á Jazzhátíð Reykja- víkur í fyrra og í Múlanum mátti enn heyra Tómas og félaga glíma við mambóa, tjatjatja, bólero, gua- gúanókur og kántrý. Svo hafði blús og bopp bæst í hópinn. Þessir tónleikar báru af tónleik- um Tómasar á djasshátíðinni eins- og gull af eiri. Hljómsveitin þekkti verkin betur, en það skipti ekki sköpum heldur hitt, að nú var ein- um slagverksleika fleira í hljóm- sveitinni. Pétur Grétarsson hafði bæst í í hópinn á kongó og bongót- rommur og munaði aldeilis um það. Í latínusveiflunni þarf mikið slag- verk og það skilaði sér í upphafs- verkinu, Títóisma, sem ekki er kennt við króatíska skæruliðafor- ingjann sem stjórnaði Júgóslavíu af mestri list heldur timbalemeistar- ann frá Puerto Rico, Tito Puente. Þar sem sem víðar lék Eyþór frá- bæran píanósóló, uppfullan af dramatík og dýnamík. Havana var líka uppfullt af tíóisma og Hilmar þar frábær einsog víðar – kannski var það hinn nýi ryþmíski kraftur sveitarinnar sem fyllti hann þeim eldmóði sem mér fannst vanta í leik hans á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tilbrigði Tómasar um Fallandi lauf (Autum Leaves) nefnist Nýtt lauf og ríkti þar trúnaður við Kosma, ekki síst í spuna Eyþórs og Hilmars. Þessi útgáfa var mun betri en sú sem heyra mátti á djasshátíðinni og bassasóló Tóm- asar fínn. Það er þannig með Tóm- as að sérhver sóló hans hefur list- rænan tilgang og er þaulhugsaður frá upphafi til enda og mátti best heyra það í frábærum sóló hans í Rómönsu eða Rómantík í Reykja- vík. Þar var hvergi tóni ofaukið. Ballöður hafa löngum verið aðal Tómasar og Næstum of hægt og Logn eru fyrsta klassa tónsmíðar og andstæðurnar í Logni skemmti- legar: impressjónískir hljómar Ey- þórs og bassalína Tómasar hljóma í sífellu móti rafhljóðum Hilmars og simbalasargi Matthíasar og allt er það samtvinnað af maragasi Pét- urs. Í Seigfljótandi léku Eyþór og Hilmar aftur á móti klassíska djassballöðusólóa við karabíuhryn- inn. Einsog á djasshátíðinni gerði Skagginn, eða Eftir gresjunni kem- ur maður, mikla lukku. Þessi ópus hefur gengið undir mörgum nöfn- um; Vestur hér á landi á og Hall- bjarnarhylling má nefna til viðbót- ar og spilun þessa kántríslagara sagði Tómas helgast af því að hann væri fæddur á Blönduósi og stutt væri þaðan til Skagastrandar. Það er aukaatriði. Aðalatriðið var að Skagginn braut tónleikana skemmtilega upp. Ný verk voru á efnisskrá kvölds- ins. Leikandi latínsveifla í Skakkt og blúsað karabíubopp í Emmblús. Tómas á örugglega eftir að þróa þessi verk einsog þau sem áður höfðu heyrst og hljómuðu enn bet- ur en fyrr. Það er háttur alvörul- istamanna og eitt er víst; ég hef aldrei heyrt betri karabíusveiflu leikna af Íslendingum. ÞAÐ var hart bopp á efnisskrá sextetts Ástvaldar Traustasonar og flest verkin höfðu þeir djassbræð- ur, Ástvaldur og Ólafur Jónsson, skrifað upp eftir plötum þar sem hljóðfæraskipan var söm og í sext- ettnum. Fyrst á efnisskránni var No Me Es Queca eftir tenórsaxófónjöfur- inn Joe Henderson. Það var lítið harðboppbragð af leik sextettsins í upphafi, enda held ég að ég hafið aldrei heyrt íslenska hljómsveit ná tökum á þeim stíl. Ein fegursta ballaða Billy Strayhorns var næst á dagskrá. Þetta var sextettgerð Ólafs á útsetningu hollenska bassa- leikarans Joris Teepe, sem hér lék á tónleikum með Kristjönu Stef- ánsdóttur, og hann skrifaði fyrir tvo saxófóna og hrynsveit. Ballaðan var á bak og burt en hressilegur Killer Joe andi sveif yfir vötnunum. Svo kom Funkallero Bill Evans í útsetningu Ástvaldar Traustasonar og þá Blue Heaven eftir tromp- etleikarann Dave Douglas, er hann skrifaði undir áhrifum af frægri út- setningu Marry Lou Williams á My Blue Heaven. Þarna átti Birkir Freyr fínan sóló og blés sveiflukafl- ann af miklum krafti og Ólafur Jónsson skreytti sóló sinn með minnum frá svingtímanum. Þetta var best leikna verkið fyrir hlé enda harðboppið fjarri. Eftir hlé var byrjað heldur dauf- lega á klassískum Joe Henderson, A Shade of Jade, þar sem fyrstu taktarnir í sóló Ólafs voru beint eftir Coltrane-bókinni. Aftur á móti hrökk bandið í gang í túlkun sinni á Crises eftir Freddy Hubbard og tókst Birki Frey og Ólafi vel að fanga hina melódísku hugsun Hubbards í spunanum og Birgir Braga og Erik Qvik léku stuttan dúett í Haggard/Bauduce stílnum. Ástvaldur Traustason lék einn I Fall In Love Too Easily í minningu vinar sína Sigurðar Hrafns Guð- mundssonar, sem var liðtækur djassgítaristi. Túlkun Ástvaldar var einlæg og einföld en áhrifamik- il. Lokalagið á efnisskránni var One By One eftir Wayne Shorter og var hrynsveitin þar upp á sitt besta og Samúel Jón fór um víðan völl í sóló sínum. Hann er ekki mikill bíbopp- leikari, en var ansi uppátektarsam- ur í spunanum. Ástvaldur var þétt- ur í sóló sínum og sem fyrr fólst styrkur hans í einföldum línum studdum sterkum hljómum. Aukalagið var klassík af Blue Train John Coltranes, Moments Notice, en einsog í Henderson ópusunum vantaði kraft í leikinn. Mér flaug í hug eftir tónleikana að þessum sextett hentaði vel verk af efnisskrá Jazztetts Art Farmers og Benny Golssons, því þótt þeir væru miklir bopparar var tónlist Jazz- kvartettsins mýkri og ljóðrænni en harðbopparana. Norrænt harðbopp og Karabíudjass Vernharður Linnet Múlinn í Kaffileikhúsinu Hilmar Jensson gítar, Eyþór Gunnarsson, píanó og kongótrommur, Tómas R. Ein- arsson bassa, Pétur Grétarsson, kongó- og bongótrommur og annað karab- íuslagverk, Matthíasd M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Fimmtudags- kvöldið 18.4. 2002. KVINTETT TÓMASAR R. EINARSSONAR DJASS Birkir Freyr Matthíasson trompet, Sam- úel Jón Samúelsson básúnu, Ólafur Jóns- son tenórsaxófón, Ástvaldur Traustason píanó, Birgir Bragason bassa og Erik Qvik trommur. Fimmtudagskvöldið 11.4. 2001. SEXTETT ÁSTVALDAR TRAUSTASONAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.