Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 11 NÍU frumvörp urðu að lögum á Alþingi í gær. Þar á meðal frumvarp til laga um breyt- ingu á almennum hegningar- lögum og lögreglulögum. Með samþykkt frumvarpsins bætt- ist m.a. við ný grein í hegn- ingarlögin sem veitir aukna refsivernd fyrir ógnun eða valdbeitingu gagnvart erlend- um sendierindrekum hér á landi svo og fyrir eignaspjöll- um sem unnin eru á sendi- ráðssvæði eða hótunum um að fremja slík eignaspjöll. Einnig var með samþykkt frumvarps- ins bætt við nýju ákvæði í lög- reglulögin til þess að auka heimildir lögreglu til að „halda uppi allsherjarreglu á opinberum fundum,“ eins og það er orðað í athugasemdum frumvarpsins. „Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mót- mælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á op- inberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður hylji andlit sitt eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann,“ segir í nýja laga- ákvæðinu. Þá bætist við lögreglulögin ákvæði sem kveður á um að starfslokaaldur lögreglu- manna verði lækkaður í 65 ár. Er breytingin gerð í samræmi við samkomulag sem náðist við gerð kjarasamninga við lögreglumenn síðasta sumar. Níu frum- vörp að lögum ALÞINGI samþykkti fimmtán þingsályktunartillögur á þing- fundi á laugardag. Flestar snúa þær að alþjóðamálum, þ. á m. má nefna ályktun um að Al- þingi heimili að Ísland gerist aðili að Kýótó-bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar sem gerð var hinn 10. des- ember 1997. Markmið Kýótó- bókunarinnar er að minnka út- streymi gróðurhúsalofttegunda sem hefur, að því er fram kem- ur í greinargerð þingsályktun- artillögunnar, aukist undanfar- in 150 ár, fyrst og fremst í iðnríkjum. Ályktun Alþingis Ísland gerist aðili að Kýótó-bók- uninni ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10 í dag en þá verður frum- varp ríkisstjórnarinnar um rík- isábyrgð til handa Íslenskri erfðagreiningu m.a. tekið til annarrar umræðu. Eldhús- dagsumræðunni sem vera átti í dag, skv. starfsáætlun þingsins, verður hins vegar frestað til morguns. Enn er ekki vitað hvenær þingfrestun verður en upphaflega var stefnt að því að þing færi í sumarfrí á morgun, miðvikudag. Ljóst er að það næst ekki og er talað um að svo geti farið að þingið fari ekki í sumarfrí fyrr en í næstu viku. Það mun hins vegar skýrast í lok vikunnar. ÆTTINGJAR og vinir Jóns Múla Árnasonar útvarps- þular kvöddu hann í Salnum í Kópavogi sl. laugardag, en Jón Múli lést 1. apríl sl. 81 árs að aldri. Meðal þeirra sem fluttu minningarorð voru Ögmundur Jónasson, al- þingismaður og formaður BSRB, og dóttir Jóns Múla, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Við athöfnina var flutt tónlist eftir Jón Múla. Meðal flytjenda voru Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari, Guðmundur Jónsson óperusöngvari og félagar úr sönghópi Ríkisútvarpsins, en hann skipuðu Eyþór Gunnarsson, Óskar Gíslason og Sif Ragnhildardóttir. Fyrir athöfnina lék Skólahljóm- sveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar. Morgunblaðið/Sverrir Jón Múli Árnason kvaddur NÍUNDA borgarstjóraráðstefna samtakanna ECAD, evrópskra borga gegn eiturlyfjum, verður sett á Grand hóteli í Reykjavík af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Ráðstefnan stendur yfir í tvo daga og lýk- ur henni síðdegis á föstudaginn. Um tugur er- lendra fyrirlesara flytur erindi auk innlendra fyr- irlesara. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mannréttindum í samhengi við fíkniefnavandann, þ.e. rétti fólks til að búa í umhverfi án ólöglegra fíkniefna, sem byggist á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um baráttuna gegn fíkniefnum. Melvyn Levitsky, prófessor í almannatengslum og stjórnsýslu við Syracuse-háskóla, flytur erindi um alþjóðlegar stefnur og forvarnir, en Levitsky á baki áratuga langan feril hjá bandarísku utanrík- isþjónustunni og hefur gegnt sendiherrastöðu í Brasilíu og Búlgaríu og annast alþjóðleg fíkniefna- málefni sem aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Dr. Torgny Peterson, framkvæmdastjóri ECAD, hefur verið tíður gestur á Íslandi á liðnum árum, en hann hefur áratuga reynslu af fíkniefna- málefnum í Svíþjóð og hefur síðastliðinn áratug verið framkvæmdastjóri alþjóðlegrar miðstöðvar, Hassela Nordic Network, sem m.a. veitir ráðgjöf um stefnur í fíkniefnamálefnum. Peterson flytur erindi um skipulagða glæpi og hvernig lýðræði stendur ógn af eiturlyfjahringum. Tilnefndur til Emmy-verðlaunanna fyrir sjónvarpsfréttamennsku Erindi fyrirlesarans Wade West nefnist Nýju drottnarar heimsins, en West er háskólakennari í Flórída og er þaulreyndur sjónvarpsfréttamaður og var einn fárra fréttamanna sem fengu á sínum tíma að fara inn í kjarnorkuverið í Tsjernóbyl. Hef- ur West verið tilnefndur til Emmy-verðlaunanna fyrir sjónvarpsfréttamennsku og hefur ennfremur starfað á mörgum öðrum sviðum s.s. barist gegn fíkniefnum innan heilbrigðisgeirans. Þá flytur Jane Narviliena, þingmaður litháíska þingsins, erindi um opin landamæri og Lionel Martijn frá Hollandi um samfélags- og borgarþró- un, en hann er varaforseti evrópsku samtakanna Quartiers en Crise. Þá veltir Malou Lindholm, fyrrum þingmaður Evrópuráðsins, því upp í erindi sínu hvort ESB ógni stefnumörkum ríkja í fíkniefnamálum. Fleiri erlendir gestir taka þátt í ráðstefnunni, Ingrida Labucka, dómsmálaráðherra Lettlands, sem ásamt Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra ræðir stefnu ríkis síns og verkefni í fíkniefna- málum. Um sama efni ræðir Kristina Axén Olin, aðstoðarborgarstjóri Stokkhólms, við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Gábor Demszky, borgar- stjóri Búdapest, flytur lokaerindi á ráðstefnunni. Meðal innlendra fyrirlesara má nefna dr. Þórólf Þórlindsson prófessor, sem ræðir um fíkniefna- notkun ungmenna í Evrópu. Dögg Pálsdóttir hrl. fjallar um verkefnið Ísland án eiturlyfja og Guðrún Agnarsdóttir læknir fjallar um mannréttindi og nú- tímaþrælahald. Borgarstjóraráðstefna Samtaka evrópskra borga gegn fíkniefnum Rætt um ógnir eiturlyfja- auðhringa og mannréttindi VEGNA frásagnar í Morgun- blaðinu sl. laugardag af vinnu- staðafundi Sjálfstæðisflokksins í Húsasmiðjunni vill Björn Bjarnason, oddviti listans, árétta að sjálfstæðismenn vilji ekki setja upp fjórar fræðslu- skrifstofur í Reykjavík, líkt og skilja hefði mátt af frásögn blaðsins, heldur skipta borginni upp í fjögur eða fimm skóla- hverfi með skólaráðum og hverfa þannig frá einu fræðslu- ráði þar sem væri einn áheyrn- arfulltrúi fyrir meira en 30 þús- und foreldra í Reykjavík. „Við höfum jafnframt boðað breytingar á fræðslumiðstöð- inni en aldrei minnst á það einu orði að setja upp fjórar fræðsluskrifstofur. Þvert á móti viljum við sameina skrif- stofuhald fyrir leikskóla og grunnskóla,“ segir Björn. Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík Vill skipta borginni upp í skóla- hverfi F-LISTINN, framboð Frjálslyndra og óháðra, opnaði kosningaskrifstofu í Aðalstræti 9, Miðbæjarmarkaðn- um, í Reykjavík á laugardag. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 16–18 virka daga en kl. 13–18 um helgar. Margir lögðu leið sína á skrifstof- una á laugardag. Efstu sæti listans skipa Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi, Margrét Sverrisdóttir fram- kvæmdastjóri og Gísli Helgason, for- maður Blindarfélagsins. Stefnuskrá framboðsins var kynnt en þar segir m.a. að F-listinn vilji sinna málefn- um sjúkra, aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna. Lýst er andstöðu við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun en Reykjavík á 45% hlut í Landsvirkjun. Morgunblaðið/Sverrir F-listinn opnar kosningaskrifstofu UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis hefur lagt fram á þingi tillögu til þingsályktunar um deilur Ísraels og Palestínumanna. Samstaða náðist í nefndinni um að leggja tillöguna fram og hefst hún á þessum orðum: „Al- þingi lýsir áhyggjum sínum af því ófriðarástandi sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs og fordæmir það of- beldi sem þar á sér stað. Alþingi legg- ur áherslu á að öryggi óbreyttra borgara sé tryggt og alþjóðleg mann- réttindi virt og telur brýnt að send verði eftirlitsnefnd frá Sameinuðu þjóðunum á svæðið í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“ Síðan segir: „Alþingi krefst þess að öllum ofbeldisverkum linni, þar á meðal sjálfsmorðsárásum og beitingu hervalds, að Ísrael dragi herlið sitt til baka frá sjálfsstjórnarsvæðum Pal- estínumanna, að deiluaðilar semji um vopnahlé og að hafnar verði friðarvið- ræður um sjálfstætt ríki Palestínu- manna og öryggi Ísraelsríkis innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra í samræmi við nýjustu ályktanir Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“ Fordæmir of- beldið fyrir botni Miðjarðarhafs EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur þremur erlendum mönnum á þrítugs- og fertugsaldri fyrir fjár- svik og skjalafals hér síðasta ár. Mennirnir eru m.a. sakaðir um að hafa lagt fram falsaðar millifærslu- beiðnir í erlendum bönkum og þann- ig fengið annarra fé millifært inn á reikninga sína hérlendis. Ákæru- valdið krefst refsingar yfir mönnun- um og að þeim verði gert að sæta upptöku á 5,3 milljónum króna. Ákærðir fyrir fjársvik ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.