Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 19

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 19 Starfsmannastjórnun Nám samhliða starfi Markviss og árangursrík endurmenntun Umsóknarfrestur er til 1. maí Dunhaga 7, sími 525 4444 netfang: www.endurmenntun.is ENDURMENNTUN HASKÓLA ÍSLANDS ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið CCP hf. og bandaríska útgáfufyrir- tækið Simon & Schuster Interactive hafa gert samning um útgáfu á tölvu- leiknum „Eve online: The Second Genesis.“ Samningurinn, sem undir- ritaður var í gær, felur í sér að Simon & Schuster eignast útgáfurétt að „Eve“ í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu. Simon & Schuster munu sjá um alla markaðssetningu og dreif- ingu leiksins á þessum svæðum. Samningurinn við Simon & Schuster er fyrsti útgáfusamningur CCP og er fyrirtækinu ákaflega mik- ilvægur. Með því að ná samningi við svo öflugt fyrirtæki opnast margar nýjar leiðir til þess að tryggja út- breiðslu „Eve.“ Síðast en ekki síst hljóðar samningurinn upp á umtals- verða fyrirframgreiðslu leyfisgjalda til CCP sem treystir fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Tölvuleikurinn „Eve online: The Second Genesis“ er svokallaður fjöl- þátttökuleikur, sem spilaður er á Netinu. Leiksviðið er fimm þúsund sólkerfi í fjarlægri framtíð. Nær ótakmarkaður fjöldi getur spilað leikinn samtímis. Leikir af þessu tagi eiga vaxandi vinsældum að fagna og er áskrifendafjöldi í hliðstæðum leikjum allt frá nokkrum tugum þús- unda upp í rúmlega 400 þúsund. Áætlað er að leikurinn verði gefinn út í haust, að því er segir í frétta- tilkynningu. Simon & Schuster er dótturfyrir- tæki fjölmiðlarisans Viacom, en önn- ur dótturfyrirtæki þess eru til dæm- is sjónvarpsstöðvarnar CBS, MTV og kvikmyndarfyrirtækið Para- mount. Simon & Schuster hefur með samningnum við CCP tryggt sér rétt til að útfæra hugmyndina að baki tölvuleiksins „Eve“ í öðrum greinum afþreyingariðnaðarins eins og í kvik- myndum, sjónvarpi og bókaútgáfu. CCP hefur unnið að gerð „Eve“ síðan 1999. Meðal stærstu hluthafa CCP eru Landssíminn, Íslenski hug- búnaðarsjóðurinn hf., stofnendur og starfsmenn CCP. Hjá fyrirtækinu eru 30 starfsmenn. CCP semur um útgáfu tölvuleiksins Eve-Online ÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðs- ins Einingar verður haldinn á Hótel Sögu í dag kl. 17.15. Á dagskrá fundarins eru m.a. stjórnartillögur Óttars Yngva- sonar til breytinga á samþykkt- um sjóðsins og kosning tveggja manna af fimm í stjórn sjóðs- ins. Tillaga hefur verið gerð um að Hörður Sigurgestsson og Bjarni Lúðvíksson sitji áfram fyrir hönd sjóðfélaga. Aðrir stjórnarmenn verða, að óbreyttu, tilnefndir af Kaup- þingi. Ársfundur Einingar í dag HAGNAÐUR Bakkvör Group fyrstu þrjá mánuði ársins nam 304,2 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta nam 390,4 milljónum króna. Í þessu uppgjöri kemur rekstur Katsouris Fresh Foods Ltd. (KFF), dótturfélags Bakkavör Group, í fyrsta sinn að fullu inn í rekstrartöl- ur félagsins. Rekstur Bakkavör Group, sem nú fer fram í átta lönd- um, var í samræmi við áætlanir og er þetta langbesta afkoma félagsins frá upphafi, að því er segir í fréttatil- kynningu. Rekstrartekjur félagsins voru 4.127 milljónir króna og veltufé frá rekstri 455,9 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 659,3 milljónum króna. Hagnaður Bakkavör Group fyrir fjármagnsliði (EBIT) var 512,5 millj- ónir króna. Fjármagnsgjöld námu 122,1 milljón króna á tímabilinu. Gengisbreytingar hafa óveruleg áhrif á rekstur Bakkavör Group, þar sem reksturinn er gerður upp í breskum pundum. Bakkvör Group nýtir sér ekki heimild til þess að reikna verðbreytingafærslu. Skattar tímabilsins námu 86,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er nú 31,7% án víkjandi skuldabréfs en að því meðtöldu 41,8%. Um síðustu áramót var eiginfjárhlutfallið 29,3% án víkjandi skuldabréfs, en að því meðtöldu 39,2%. Arðsemi eiginfjár var 17,4% á tímabilinu og veltufjár- hlutfallið 1,48 en var 1,41 í lok árs 2001. Bakkavör með 304,2 milljónir í hagnað FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Ericsson hefur tilkynnt um að það muni fækka stöðugildum um 10 þúsund í ár og um sama fjölda á næsta ári, alls um 20 þúsund. Á síðasta ári var stöðugildum fækk- að um 22 þúsund hjá Ericsson. Tilkynningin barst í kjölfar fregna af 40% samdrætti í pönt- unum hjá Ericsson á fyrsta árs- fjórðungi. Reuters Ericsson fækkar stöðu- gildum um 20 þúsund Tap fyrir skatta nam 5,4 millj- örðum sænskra króna, sem svar- ar til tæplega 51 milljarðs ís- lenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er mun verrri afkoma en spáð hafði ver- ið. Jafnframt kom fram að gert sé ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi í ár. Í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í Ericsson um ríflega 25% og hefur ekki verið lægra í fimm ár í kauphöllinni í Stokkhólmi. Stefnt er að hlutafjárútboði hjá Ericsson og samkvæmt upplýs- ingum frá stjórnendum félagsins hafa tveir stærstu hluthafarnir, Investor og Industrivarden, tekið vel í þá málaleitan að leggja meira fé í rekstur Ericsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.