Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 19 Starfsmannastjórnun Nám samhliða starfi Markviss og árangursrík endurmenntun Umsóknarfrestur er til 1. maí Dunhaga 7, sími 525 4444 netfang: www.endurmenntun.is ENDURMENNTUN HASKÓLA ÍSLANDS ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið CCP hf. og bandaríska útgáfufyrir- tækið Simon & Schuster Interactive hafa gert samning um útgáfu á tölvu- leiknum „Eve online: The Second Genesis.“ Samningurinn, sem undir- ritaður var í gær, felur í sér að Simon & Schuster eignast útgáfurétt að „Eve“ í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu. Simon & Schuster munu sjá um alla markaðssetningu og dreif- ingu leiksins á þessum svæðum. Samningurinn við Simon & Schuster er fyrsti útgáfusamningur CCP og er fyrirtækinu ákaflega mik- ilvægur. Með því að ná samningi við svo öflugt fyrirtæki opnast margar nýjar leiðir til þess að tryggja út- breiðslu „Eve.“ Síðast en ekki síst hljóðar samningurinn upp á umtals- verða fyrirframgreiðslu leyfisgjalda til CCP sem treystir fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Tölvuleikurinn „Eve online: The Second Genesis“ er svokallaður fjöl- þátttökuleikur, sem spilaður er á Netinu. Leiksviðið er fimm þúsund sólkerfi í fjarlægri framtíð. Nær ótakmarkaður fjöldi getur spilað leikinn samtímis. Leikir af þessu tagi eiga vaxandi vinsældum að fagna og er áskrifendafjöldi í hliðstæðum leikjum allt frá nokkrum tugum þús- unda upp í rúmlega 400 þúsund. Áætlað er að leikurinn verði gefinn út í haust, að því er segir í frétta- tilkynningu. Simon & Schuster er dótturfyrir- tæki fjölmiðlarisans Viacom, en önn- ur dótturfyrirtæki þess eru til dæm- is sjónvarpsstöðvarnar CBS, MTV og kvikmyndarfyrirtækið Para- mount. Simon & Schuster hefur með samningnum við CCP tryggt sér rétt til að útfæra hugmyndina að baki tölvuleiksins „Eve“ í öðrum greinum afþreyingariðnaðarins eins og í kvik- myndum, sjónvarpi og bókaútgáfu. CCP hefur unnið að gerð „Eve“ síðan 1999. Meðal stærstu hluthafa CCP eru Landssíminn, Íslenski hug- búnaðarsjóðurinn hf., stofnendur og starfsmenn CCP. Hjá fyrirtækinu eru 30 starfsmenn. CCP semur um útgáfu tölvuleiksins Eve-Online ÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðs- ins Einingar verður haldinn á Hótel Sögu í dag kl. 17.15. Á dagskrá fundarins eru m.a. stjórnartillögur Óttars Yngva- sonar til breytinga á samþykkt- um sjóðsins og kosning tveggja manna af fimm í stjórn sjóðs- ins. Tillaga hefur verið gerð um að Hörður Sigurgestsson og Bjarni Lúðvíksson sitji áfram fyrir hönd sjóðfélaga. Aðrir stjórnarmenn verða, að óbreyttu, tilnefndir af Kaup- þingi. Ársfundur Einingar í dag HAGNAÐUR Bakkvör Group fyrstu þrjá mánuði ársins nam 304,2 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta nam 390,4 milljónum króna. Í þessu uppgjöri kemur rekstur Katsouris Fresh Foods Ltd. (KFF), dótturfélags Bakkavör Group, í fyrsta sinn að fullu inn í rekstrartöl- ur félagsins. Rekstur Bakkavör Group, sem nú fer fram í átta lönd- um, var í samræmi við áætlanir og er þetta langbesta afkoma félagsins frá upphafi, að því er segir í fréttatil- kynningu. Rekstrartekjur félagsins voru 4.127 milljónir króna og veltufé frá rekstri 455,9 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 659,3 milljónum króna. Hagnaður Bakkavör Group fyrir fjármagnsliði (EBIT) var 512,5 millj- ónir króna. Fjármagnsgjöld námu 122,1 milljón króna á tímabilinu. Gengisbreytingar hafa óveruleg áhrif á rekstur Bakkavör Group, þar sem reksturinn er gerður upp í breskum pundum. Bakkvör Group nýtir sér ekki heimild til þess að reikna verðbreytingafærslu. Skattar tímabilsins námu 86,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er nú 31,7% án víkjandi skuldabréfs en að því meðtöldu 41,8%. Um síðustu áramót var eiginfjárhlutfallið 29,3% án víkjandi skuldabréfs, en að því meðtöldu 39,2%. Arðsemi eiginfjár var 17,4% á tímabilinu og veltufjár- hlutfallið 1,48 en var 1,41 í lok árs 2001. Bakkavör með 304,2 milljónir í hagnað FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Ericsson hefur tilkynnt um að það muni fækka stöðugildum um 10 þúsund í ár og um sama fjölda á næsta ári, alls um 20 þúsund. Á síðasta ári var stöðugildum fækk- að um 22 þúsund hjá Ericsson. Tilkynningin barst í kjölfar fregna af 40% samdrætti í pönt- unum hjá Ericsson á fyrsta árs- fjórðungi. Reuters Ericsson fækkar stöðu- gildum um 20 þúsund Tap fyrir skatta nam 5,4 millj- örðum sænskra króna, sem svar- ar til tæplega 51 milljarðs ís- lenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er mun verrri afkoma en spáð hafði ver- ið. Jafnframt kom fram að gert sé ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi í ár. Í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í Ericsson um ríflega 25% og hefur ekki verið lægra í fimm ár í kauphöllinni í Stokkhólmi. Stefnt er að hlutafjárútboði hjá Ericsson og samkvæmt upplýs- ingum frá stjórnendum félagsins hafa tveir stærstu hluthafarnir, Investor og Industrivarden, tekið vel í þá málaleitan að leggja meira fé í rekstur Ericsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.