Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 33
Lyfjamál Dómurinn hefur því hvorki hlustað á, segir Birgir Guðjónsson, né lesið rök mín. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 33 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2001. 2. Tryggingafræðileg úttekt. 3. Fjárfestingarstefna sjóðsins. 4. Ársreikningur fyrir árið 2001. 5. Kosning stjórnarmanna og varamanna þeirra. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 8. Önnur mál. Dagskrá: A B X / S ÍA Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins hafa verið sendar öllum sjóðfélögum og rétthöfum. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á skrifstofu Kaupþings að Ármúla 13. Sjóðfélagar og rétthafar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Stjórn Lífeyrissjóðsins Einingar minnir á ársfund fyrir sjóðfélaga og rétthafa, í dag þriðjudaginn 23. apríl kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu. Til sjóðfélaga og rétthafa í Lífeyrissjóðnum Einingu MANNVIRKJUM er yfirleitt ætlað að vera varanleg og þess vegna eru með skipulagi ekki bara teknar ákvarðanir fyrir nútímann heldur einnig gjarnan fyrir framtíðina. Næstu kyn- slóðir verða að sitja uppi, ekki bara með það sem vel þykir hafa tek- ist, heldur einnig það sem lakara reynist.“ Þessar línur las und- irrituð í Fasteignablaði Morgunblaðsins 19. sept. árið 2000. Það hefði farið betur ef hugsað hefði verið til framtíðar þegar svæðið fyrir neðan Grænás- veginn var skipulagt og þar hefðu komið falleg íbúðarhús undir klett- unum í stað iðnaðarhverfisins sem þar er nú. Þetta iðnaðarhverfi sitja íbúarnir nú uppi með þeim til ama og leiðinda. Reyndar er í núverandi skipu- lagi verið að dreifa iðnaðarsvæðum út um allan bæ og nýjasta hugmyndin er svokallað Borgar- hverfi við Reykja- nesbraut sem er al- gjörlega á skjön við hugmyndir umhverf- issinnaðra íbúa bæj- arins því að það er í alltof mikilli nálægð við Rósaselsvötnin en þar er mikið fuglalíf, ræktun trjá- gróðurs komin vel af stað og komin vísir að skemmtilegu úti- vistarsvæði. Talsverðar skipu- lagsbreytingar hafa orðið í Reykjanesbæ undanfarin ár. Gömul hús hafa horfið og ný komið í þeirra stað og misjafnlega vel tekist til. Það er mikill vandi að hanna hús á auðar lóðir í grónum hverfum eins og talsvert hefur ver- ið gert í bænum. Ný hverfi eru byggð og bærinn stækkar og þéttist. Hefur undirrit- uð fylgst af áhuga með þessum breytingum öllum. Leikmanni virð- ast ákvarðanir sem teknar eru um skipulag í bænum oft á tíðum ákaf- lega handahófskenndar. Íbúar bæjarins eiga að geta treyst því að við aðalskipulag hverfisins sem þeir kjósa að búa í sé hugsað til framtíðar. Grænás Fyrsta húsið er nú að rísa á einu af skemmtilegasta byggingarsvæði bæjarins, Grænásnum. Útsýni það- an er stórkostlegt yfir Njarðvík- urfitjarnar, byggðina í Innri- Njarðvík, svartan og hrikalegan Vogastapann, Reykjanesfjallgarð- inn og Keili, byggðina á Stór- Reykjavíkursvæðinu að ógleymdri Esjunni, Akrafjallinu og Skarðs- heiðinni. Það eina sem skyggir á útsýnið er Steypustöðin en hún er fortíðarskipulagsgalli sem þarf að hverfa. Skipulagsyfirvöld tóku þá einkennilegu ákvörðun að staðsetja húsin í Grænásnum þannig að frekar var tekið tillit til þess að þau hefðu suðurgarð en að taka mið af því að frá þeim mætti njóta útsýnisins sem best. Vonandi hafa hönnuðir húsanna því séð til þess að bæta úr þessum skipulagsgalla og íbúar þeirra fái notið útsýnisins. Lágseyla Í Lágseylunni er fyrsta húsið risið og annað í byggingu. Þar eru ákaflega skemmtilegar lóðir þar sem aðeins nokkrir metrar eru nið- ur að sjó og útsýni er yfir víkina og sjóinn til Keflavíkur, Bergs, Snæfelljökuls og fjallgarðsins á Snæfellsnesi. Eflaust forðast margir þessar lóðir sökum nálægð- ar þeirra við sjóinn því í norð- anroki er sjávarseltan mikil og eins og ein kunningjakona und- irritaðrar sagði: „Eftir norðanátt eru krossfiskarnir límdir við gluggana hjá manni.“ En hvað er ekki hægt að leggja á sig til þess að hafa fallegt útsýni og greiðan aðgang að skemmtilegu útivistar- svæði? Þegar þessi byggingasvæði eru orðin að veruleika eru byggð- irnar í Reykjanesbæ, Keflavík og Ytri- og Innri-Njarðvík samtengd- ar. Á skipulagi sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir íbúðarbyggð við Kópuvík og á svæðinu fyrir ofan Stapann. Á báðum þessum svæð- um er útsýnið stórkostlegt og það sem mestu máli skiptir við skipu- lagningu og hönnun húsanna. Torkelískóli á að rísa í Innri- Njarðvík árið 2007, fyrir íbúa þess- ara byggða. Með góðri stjórn á Reykjanes- bær mikla framtíð fyrir sér. Þar er næg atvinna og gott að búa. Fegr- un bæjarins hefur víða tekist vel en betur má ef duga skal og því næg verkefni fyrir nýja stjórnend- ur. Vonandi verður þetta grein- arkorn til þess að vekja byggingar og skipulagsnefndir til umhugsun- ar um það hversu mikil ábyrgð hvílir á þeim fyrir framtíð bæj- arins og íbúa hans.Svanhvít Guðmundsdóttir Höfundur er lyfjatæknir að mennt og skólaritari Njarðvíkurskóla.Skipulag Með góðri stjórn, segir Svanhvít Guð- mundsdóttir, á Reykja- nesbær mikla framtíð fyrir sér. Þeir sem skipuleggja umhverfi og byggð gegna ábyrgð- armiklu hlutverki. Skipulagsmál í Reykjanesbæ Í GREIN sinni í Mbl. 20.04. lætur lyfjadómstóll ÍSÍ að því liggja að niður- staða dómsins hafi verið vegna vankunn- áttu minnar og óljósra krafna og dómstóllinn hafi aðeins hlustað á mín rök. Það síðasta er einfalt að afsanna. Í upphafi dómhaldsins leyfði dómforseti lög- fræðingi að ávarpa réttinn þótt sá ætti ekki aðild að málinu. Ég taldi sýknukröfu fáránlega í ljósi þess að um borðleggjandi tveggja ára brot var að ræða. Kæran var sett fram á þann hátt sem við- gengist hefur um tveggja áratuga skeið. Lokasetning var: „Heilbrigðisráði sem ábyrgðaraðila lyfjaeft- irlits hafa til þessa ekki borist nein gögn um astma eða áreynsluastma og verður því að krefjast refsingar skv. lögum ÍSÍ.“ Þetta urðu einn- ig mín síðustu orð, eftir árangurslausa tilraun til að fá gögn sem hefðu dugað til að réttlæta þriggja mánaða keppnisbann með leyfi FIBA og IOC. Dómurinn hefur því hvorki hlustað á né lesið rök mín. Næsti gjöriði svo vel. Birgir Guðjónsson Höfundur er læknir og fv. formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ. Svar til lyfjadómstóls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.