Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 60
DAGBÓK 60 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Discovery kemur og fer í dag. Tjaldur kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom til Straumsvíkur í gær, Prizvanie, Gnúpur GK og Ljósafoss komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska og dans, Lance-dans, kl. 13 vinnusofa, postulíns- málning og bað. Mið- vikud. 24. apríl verður farið um nýju hverfin í Garðabæ og Hafn- arfirði. Laufey Jóhanns- dóttir, forseti bæj- arstjórnar í Garðabæ veitir leiðsögn á ferð um Garðabæ og Magn- ús Gunnarsson, bæj- arstjóri, veitir leiðsögn á ferð um Hafnarfjörð. Kaffi drukkið í Fé- lagsmiðstöð aldraðra í Hraunseli í Hafnarfirði. Lagt af stað frá Afla- granda kl. 13. Skráning á skrifstofunni eða í s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Sumarfagn- aður síðasta vetrardag, 24. apríl, dansleikur frá kl. 20.30 – kl. 11.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14 dans. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids, saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30, spænskukennsla kl. 16.30. Á morgum línudans kl. 11, myndlist og glerskuður kl 13, pílukast kl 13.30. Dans- leikur á morgun. „Síð- asta vetrardag“ kl. 20.30, Caprí tríó leikur fyrir dansi. Morg- ungangan hefst laug- ardaginn 27. apríl, farið frá Hraunseli kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádeginu. Þriðjudaginn: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Söguslóðir á Snæfellsnesi og þjóð- garðurinn Snæfellsjök- ull, þriggja daga ferð 6.–8. maí, gisting á Snjófelli á Arnarstapa, farið verður á Snæfells- jökul, leiðsögn Valgarð Runólfsson. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12, s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16, blöðin og kaffi. Félagsstarf eldri borg- ara, Grafarvogi. Mið- vikudaginn 24. apríl kl. 10 boða Korpúlfarnir til mánaðarlegs fundar í Miðgarði, Langarima 21. Gestur fundarins er Ragnheiður Davíðs- dóttir, forvarnafulltrúi hjá VÍS. Umræður og fyrirspurnir að loknu erindi. Heitt á könn- unni. Farið verður 26. apríl. Varðskipið skoðað undir leiðsögn fulltrúa Landhelgisgæslunnar og snæddur hádeg- isverður í skipinu að skoðun lokinni. Skrán- ing í síðasta lagi mið- vikud 24. apríl hjá Þráni í s. 5454 500. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- mennska, kl. 13 boccia, veitingar í Kaffi Bergi. Föstudaginn 26. apríl opnar Hugi Jóhann- esson myndlistarsýn- ingu kl. 16, m.a. syngur Gerðubergskórinn, allir velkomnir. Allar upplýs- ingar í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 16.20 kín- versk leikfimi, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Kl. 14 Heimsókn frá D-lista Sjálfstæðiflokks og verður Björn Bjarnason í broddi fylkingar. Fóta- aðgerð, hársnyrting. Leikhúsferð. Föstudag- inn 5. maí verður farið að sjá Kryddlegin hjörtu í Borgarleikhús- inu. Skráning á skrif- stofunni og í s. 588 9335. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Háteigskirkja. Eldri borgarar á morgun, miðvikudag, samvera, fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. MG-félag Íslands (Fé- lag sjúklinga með Myasthenia gravis (vöð- vaslensfár) sjúkdóm- inn). Heldur aðalfund laugard. 27. apríl kl. 14 í Hátúni 10a í kaffisal Öryrkjabandalags Ís- lands. Venjuleg aðal- fundarstörf. Vestfjarðaleið. Kynn- ingarfundur í kvöld kl. 18 í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 (risi). Um ferð til Fær- eyja og Noregs 12.–27. júní, rútuferð um Fær- eyjar og Noreg, hring- ferð um Ísland fylgir. Afsláttur er í ferðina til Félags eldri borgara. Í dag er þriðjudagur 23. apríl, 113. dagur ársins 2002. Jónsmessa. Orð dagsins: Sá sem gætir munns síns, varðveitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir. (Orðskv. 13, 3.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 glymja, 4 veita ráðn- ingu, 7 tíu, 8 óbeit, 9 ham- ingjusöm, 11 keipur, 13 fræull, 14 tæla, 15 þekk- ing, 17 málmur, 20 bók- stafur, 22 talaði um, 23 ís- húð, 24 veslast upp, 25 sjúga. LÓÐRÉTT: 1 stúfur, 2 slátrað, 3 for- ar, 4 mas, 5 dóna, 6 ágóði, 10 óskar eftir, 12 reið, 13 hryggur, 15 dreng, 16 súrefnið, 18 byggt, 19 malda í móinn, 20 gufu- sjóða, 21 auðugt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjandmenn, 8 fátíð, 9 liðið, 10 ill, 11 skips, 13 aumur, 15 lafði, 18 alger, 21 lof, 23 skell, 23 tíndi, 24 kinnungur. Lóðrétt: 2 jötni, 3 næðis, 4 molla, 5 náðum, 6 ofns, 7 æð- ur, 12 peð, 14 ull, 15 last, 16 freri, 17 illan, 18 aftan, 19 gengu, 20 reit. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... SÍÐASTLIÐINN sunnudag fórVíkverji í góðra vina hópi í gönguferð um Gálgahraun í landi Garðabæjar og fór ekki framhjá nein- um í hópnum að vorið var komið. Ló- an söng í hrauninu eins og hún ætti lífið að leysa, enda ánægð með sig þar sem hún hefur verið kosin fulltrúi Ís- lands í Evrópufuglasöngkeppninni í ár. Mávager virtist hins vegar líta á sig sem keppinaut lóunnar á sviði sönglistarinnar, en Víkverji telur að bæjaryfirvöld í Garðabæ mættu að ósekju gera ráðstafanir til að fækka mávum á þessu svæði. Þeir eru bæði ógn við mófuglana og auk þess er gargið í þeim og sóðaskapurinn sem þeim fylgir til ama fyrir þá sem þarna leggja leið sína, auk þess sem það hlýtur að vera íbúum á þessum slóð- um kappsmál að losna við þennan vargfugl úr nágrenni sínu. Gálgahraunið heitir eftir Gálga- kletti sem skagar klofinn upp úr hrauninu andspænis Bessastöðum í nágrenni við sjóinn þar sem hraunið rennur í Arnarnesvoginn. Herma gamlar sagnir að í klettinum hafi sakamenn verið aflífaðir á sínum tíma. Hraunið er afar fjölbreytt með hraunbollum og kynlegum kletta- myndum og er Víkverji ekki í minnsta vafa um að þarna mætti gera eftirsótt útivistarsvæði. En sennilega eru litlar líkur á því að úr því verði því stikur sem finna má í hrauninu benda til þess að ekki sé langt í að þessari náttúruperlu verði spillt með vega- gerð í gegnum hraunið, en áætlanir eru uppi um að leggja hraðbraut á þessum slóðum út á Álftanesið. x x x AÐ LOKINNI gönguferðinni umGálgahraun brá Víkverji sér í bíó og sá sérlega vandaða og áhuga- verða mynd sem byggð er á ævi bresku skáldkonunnar og heimspek- ingsins Iris Murdoch. Kannski má segja að myndin sé í eðli sínu nokkuð óvenjuleg ástarsaga, en áhrifaríkust er lýsingin á því hvernig Alzheimer- sjúkdómurinn leikur skáldkonuna á ævikvöldinu. Sem kunnugt er lýsir þessi sjúkdómur sér í hægt vaxandi minnisleysi, einkum er varðar skammtímaminni, og erfiðleikar með tjáningu, hugsun og algeng störf gera vart við sig. Jafnframt þjáist fólk með Alzheimer oft af öryggisleysi, kvíða og þunglyndi. Á sínum yngri árum kenndi Iris Murdoch heimspeki í Ox- ford og varð hún síðan afkastamikill og viðurkenndur rithöfundur og fyr- irlesari. Eftir að hinn ógnvænlegi sjúkdómur gerir vart við sig breytist hún svo smám saman í hjálparlausan vesaling sem verður með öllu ófær um að takast á við einföldustu hluti hins daglega lífs og verður þar með sífellt háðari hinum trygglynda eigin- manni sínum. Saga skáldkonunnar er að mati Víkverja einstaklega áhrifa- ríkarík og þótt efnið sé langt frá því að vera uppörvandi ætti það að vera hollt öllum að gefa sér tíma til að sjá umrædda kvikmynd. Ekki spillir fyr- ir að leikur þeirra Judi Dench í aðal- hlutverkinu og Kate Winslet sem leikur skáldkonuna á yngri árum er einstaklega sannfærandi, enda voru þær báðar tilnefndar til Óskarsverð- launanna fyrir leik sinn. Sömu sögu er að segja um stjörnuleik Jim Broadbent í hlutverki eiginmannsins á efri árum, enda hlaut hann Óskars- verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Góð þjónusta Í BYRJUN apríl þurfti ég að koma tveimur hundum í gæslu vegna ferðalags. Í þetta skipti varð fyrir val- inu nýlega opnað gælu- dýraheimili í Víðidal, þar sem áður var dýraspítali. Ég hef áður þurft að koma hundum í gæslu og þó ekki hafi verið yfir neinu að kvarta á þeim stöðum finnst mér ástæða til að nefna það, að á þessum stað var öll þjónusta með af- brigðum góð og elskuleg, aðbúnaður dýranna og meðferð í dvölinni til fyrir- myndar og var greinilegt við móttöku þeirra að þarna hafði þeim liðið eins og best verður á kosið. Eftir þessa reynslu er mér ljúft að gefa þessum stað mín bestu meðmæli og óska ég eigendunum alls hins besta í framtíðinni. Hrönn. Keyrt á hund – léleg lýsing SÁ leiðinlegi atburður átti sér stað á Hallsvegi fimmtudagshvöldið 18. apr- íl að keyrt var á hund. Öku- maður stöðvaði ekki en ver- ið gæti verið að hann hafi ekki orðið þess var. Vil ég því biðja ökumanninn að hafa samband við Tomma í síma 869 5095 eða Sólveigu í síma 695 9989 Einnig viljum við þakka yndislegum hjónum sem fundu hana Donnu okkar þannig að hún komst heim og undir læknishendur en hún slasaðist mikið. Viljum við líka benda borgaryfirvöldum á að lýs- ing er mjög léleg þarna, margir ljósastaurar virka hreinlega ekki en þarna eru margir á ferð, sérstaklega börn á hjólum. Viljum við ekki þurfa að sjá svona ger- ast þegar aðeins þarf að bæta ljósin á þessari fjöl- förnu götu. Um útivistartíma MIG langar að koma með ábendingu um útivistar- tíma barna og unglinga, þar sem útivistartíminn breyt- ist 1. maí til kl 22.00, en ein- mitt í maí eru próf hjá skól- um landsins og mun erfiðara að fá börnin til að vera heima hjá sér að læra þegar þau mega vera úti til kl. 22.00. Fyndist mér því mjög snjallt að útivistar- tíminn breyttist ekki fyrr en 1. júní og væri þá í sam- ræmi við skólana. Móðir. Hver veit svarið? OKKUR fýsir að vita svar við þessari gátu: Holdið skilur seint við sál/ faðirinn heitir fremst á nál/ fæddur í tveimur pel- um. Þeir sem gætu liðsinnt okkur vinsamlega hafið samband við Andrés í síma 691-8073. Tapað/fundið Svört hliðartaska týnd STÓR svört hliðartaska týndist á Dvalarheimili aldraðra, Dalbraut 27, Kópavogi, sl. mánudags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband við Sóleyju í síma 564 2478 eða 568 5377. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust 7. apríl á göngu meðfram Kópavogi frá Kársnesi út að Hafnarfjarðarvegi. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 893 2175. Dýrahald Brand vantar heimili BRANDUR Ari sem er fress og er að verða 2ja ára vantar nýtt heimili vegna flutninga eigenda. Brandur er geltur og eyrnamerktur. Upplýsingar í síma 866 8255. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.